Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 Eftir konsertinn Texti: Brynja Tomer Myndir: Kristján Einarsson LEIKRITIÐ „Eftir konsertinn", sem nú er sýnt á fjölum Þjóðleikhússins, hefur hlotið misjafna dóma hjá gagnrýnendum dagblaðanna. Blaðamaður Morgunblaðs- ins sá nefnda sýningu síðastliðið föstu- dagskvöld. Fámennt var á sýningunni, en fólk sat þétt í salnum, þannig að skemmtilegt andrúmsloft myndaðist og hélst þar til í sýningarlok. Eftir sýninguna ræddi blaðamaður við nokkra sýningargesti, sem valdir voru af handahófi. Þeir voru spurðir álits á verkinu og hvort þeir hefðu lesið gagn- rýni um það. Viðbrögð viðmælenda fara hér á eftir. Þór Rögnvaldsson. „Tuggan er ekki tugga, nema fyrir afskaplega sljóa gagnrýnendur." Fantasía um leikhúshefð „ÉG HEF heyrt því fleygt, að verkið sé svolítið tuggukennt, eða klisjukennt, eins og það er orðað á nútíma íslensku," sagði Þór Rögnvaldsson. „En það má líta á verkið sem fantasíu um leikhús- hefðina. Þarna koma fram þemu, sem við þekkjum úr leikhússög- unni, færð í nútímabúning, sem skirskota til vorra tíma. Það er einmitt þessi spenna milli hefðar- innar og þess, sem er efst á döf- inni í nútímanum, sem ljáir verkinu gildi. Það kom mér á óvart að enginn leikhúsgagnrýnandi skyldi hafa séð þetta, því hér er óneitaniega um að ræða það viðhorf leiksins, sem ber verkið uppi — að mínu áliti að minnsta kosti. Tuggan er því ekki tugga, nema fyrir afskap- lega sljóa gagnrýnendur. Þannig bera persónurnar upp þemu, sem við þekkjum öll mæta vel. En það væri einfeldningslegt að álykta sem svo, að Pétur sé bara fulltrúi þess sjónarmiðs sem máttarstólpar þjóðfélagsins eru og að Ingunn sé bara dúkka. I rauninni skrifast hér allt með öfugum formerkjum: það sem er, er ekki og öfugt. Hið byltingarkennda í þessu „byltingarverki" er hvernig Oddur fæst við vandamál líðandi stundar í ljósi hefðarinnar.“ Skilur eftir „ÉG HLÓ mestallan tímann," sagði Friðrik G. Friðriksson. „Textinn og uppsetning leikritsins kom vel út. Þó að rnaður þyrfti að hlægja fór alvar- an samt ekki forgörðum. Höfundur skrifar verkið út frá eigin reynslu um mannleg sam- skipti. Slíkt höfðar vitanlega ekki að öllu leyti til mín, persónulega. Það hlýtur að verða óvinsælt, að fjalla miskunnarlaust og opin- skátt um þetta óþægilega efni, enda hefur það komið á daginn. Það sannast t.d. með þeim dómum, sem verkið hefur hlotið og einnig með því hve fáir voru á þessari sýningu. Leikritið skilur eftir m.a. spurn- ingu hjá mér. Pétur er óskabarn og ímynd þjóðfélagsins. Hjá hon- spurningu um gengur allt upp. Mælir verald- legra gæða hefur verið uppfylltur. Hann þarfnast ekki frekari rétt- lætingar fyrir gerðum sínum og siðferðislegu mati. Kona hans, klædd holdi og blóði, á sínar til- finningar, þó það komi ekki skýrt fram. Spurningin er hvort hún sé dæmd til að verða að hugsjúkum taugasjúklingi, sem leitar á náðir vímugjafa. Hún lifir með þjóðfé- laginu, í mynd eiginmanns síns, þannig að vandi tilverunnar tak- markast við heimilið. Ég hef það á tilfinningunni að þetta sé í fyrsta skipti sem !s- lenskur höfundur ræðir mannleg samskipti, án þess að hræsna fyrir áhorfendum. Ég óska höfundi til hamingju með verkið!" Guðrún Snæbjörnsdóttir, Lára Ann Howser og Marfa Pálmadóttir. „Amman var alveg frábær! Svona léttgeggjaður persónuleiki ..." Langdregið eftir hlé Þrjár ungar og hressar stúlkur á leið í Þjóðleikhúskjallarann urðu næstar til að segja álit sitt á leikritinu. „Það var svolítið langdregið eft- ir hlé,“ segja þær. „Eiginlega of mikið af endurtekningum. Leikrit- ið sýndi vel sambandsleysi fólks, og tilfinningaleysi. Amman var Jón Guðni Kristjánsson. „Eftirköst veislunnar í öðru tempói, verðum bara að taka þvfl“ „ÞETTA er mjög gott leikrit," sögðu þau Jóna Sigurðardóttir og Sigurður Hjartarson. „Þetta er langbesta leikrit, sem ég hef séð í mörg mörg ár,“ segir Sig- urður. „Þetta er svona absúrd og raunsætt í senn. Samtölin eru oft mjög absúrd, þó að I þeim felist sannleikur. Við lásum þrjá leikdóma og. ég skil þá ekki,“ segir Sigurður. „Ég skil hreinlega ekki hvað mennirn- ir meina með slíkum skrifum. Textinn er vel uppbyggður og leik- urinn mjög góður. Gamla konan, amman, var stórskemmtileg. Þetta er alveg makalaust gott verk og ég er afskaplega ósáttur við þá leikdóma, sem verkið fékk. Ég held að gagnrýnendur séu að leita að einhverju sem er ekki fyrir hendi í þessu leikriti. Ég líki þessu verki bara ekki saman við önnur íslensk verk sem ég hef séð undanfarin ár. Tilsvörin í leikrit- inu eru hvöss og þó þau séu meira og minna út í bláinn, hitta þau í mark.“ „Persónurnar í leikritinu til- heyra góðborgarastétt. Þær vilja vera menningarlegar ög vitna sí- fellt í Lao Tze í tómleika sínum. Pétur vakti strax hjá mér mikla alveg frábær! Svona léttgeggjaður persónuleiki... Pétur er yfir- borðskenndur og gefur sig aldrei tilfinningunum á vald. Helgi lék þetta nokkuð vel. Hann flýr raunveruleikann og lætur alltaf sem engin vandamál séu fyrir hendi. Hann reynir stöðugt að halda í gamla siði og úreltar venj- ur. Ingunni, konu hans, finnst hún „ÞETTA ER nú í annað skipti, sem égsé þetta leikrit," sagði næsti við- mælandi minn, sem heitir Jón Guðni Kristjánsson. „Ég sá nefnilega frum- sýninguna líka. Samt sem áður kom þessi sýning mér mjög á óvart. Mér fannst merkilegt að verða vitni að því hvernig sýningar geta vaxið frá frumsýningu. Það er eins og persónurnar hafi þroskast á sarnúð," segir Jóna. „Konan hans er sterkari persónuleiki en hann og ég vorkenndi honum, það var mín tilfinning sem konu. Mig langar til að hvetja fólk til að sjá þessa sýningu. Hér er um að ræða verk sem er byggt upp á mjög raunsæjan hátt og hefur upp á að bjóða betri texta en mörg önnur leikhúsverk." „Mér fannst uppsetning verks- ins vera samkvæmt íslenskri raunsærri hefð,“ sagði Þórarinn E. Eiríksson. „Leikmyndin höfðar til lífsins, eins og við ímyndum okkur að það sé í dag. Þetta er dæmigert vandamálaleikrit. Verk- ið sjálft hefur nokkra góða kafla. Hins vegar dettur það ofan í klisju. Efnið og úrlausnin er hin sama og við sáum í „Stundarfriði" og „Garðveislu" eftir Guðmund Steinsson. íslenska fjölskyldan á í erfið- leikum og leitast er við að svara spurningum um kreppu nútíma- fjölskyldunnar. Hið versta er, að þessir góðu kaflar í leikritinu voru gagnslaus. Við erum að vinna í Eyjum og komum hingað bara yfir helgina. Við vorum eiginlega svolítið spældar að þurfa að sjá þetta leik- rit, því maður hafði heyrt svo mis- jafnar skoðanir um það. En núna sjáum við sko alls ekki eftir að hafa séð „Eftir konsertinn", því það var gaman, réttara sagt miklu skemmtilegra en við bjuggumst við. Jæja, við ætlum að drífa okkur niðrí kjallara!" sviðinu. Þær eru allt öðruvísi en síðast þegar ég sá þær. Það ber vitni um að þeir sem eru í átaka- hlutverkum séu miklir listamenn. Það er svolítið merkilegt að maður af Odds kynslóð skuli hafa skrifað þetta verk. Maður hefði frekar bú- ist við svona leikriti af höfundi sem er af þeirri kynslóð, sem kennir sig við árið 1968 og „bylt- ingarnar" þá og þar á eftir. I þessu leikriti finnst mér Oddi hafi tekist það, sem margir ís- lenskir höfundar hafa verið að reyna undanfarin ár. í þessu leik- riti er textinn mjög fallegur, en þar fyrir utan er tónlist í verkinu og margt og mikið fyrir augað." Aðspurður um hvort honum fyndist sýningin verða langdregn- ari eftir hlé sagði Jón Guðni: „Eft- irköst veislunnar eru að sjálfsögðu í öðru tempói en það sem á undan var gengið og við verðum bara að taka því! Ég er mjög ósáttur við þá dóma sem leikritið hefur fengið. Það eru fáir hér í kvöld, en ég hef talað við marga hérna og þeim fannst þeir allir vera að horfa á allt annað leikrit, en það sem þeir höfðu lesið um. Jafnvel það fólk, sem er ekk- ert í skýjunum yfir sýningunni, er undrandi á því sem það sá. Mér finnst þetta vera umhugs- unarefni fyrir gagnrýnendur. Það er augljóst að þeir hafa ekki talað fyrir munn þorra leikhúsgesta, þegar þeir skrifuðu dóma sína um þetta leikrit." kæfðir, með yfirhlaðinni umgjörð og óþarfa málalengingum. Mér fannst töluverðrar þreytu gæta í sýningunni af hálfu leikara, þó þeir ættu góða spretti, sérstaklega þó Helga Bachman. Það er persónuleg von mín að íslenskir leikritahöfundar fari að brjótast út úr þessu ofurraunsæja fjölskylduerfiðleikadrama, sem hefur að mörgu leyti einkennt ís- lenska leikritun síðustu misserin. Það væri gaman að sjá höfunda kljást við efni, sem skírskotaði beint til manneskjunnar, án þess að vera bundið af þessu ofur- raunsæi. Jóna Sigurðardóttir og Sigurður Hjartarson. „Við lásum þrjá leikdóma og ég skil þá ekki.“ Makalaust gott verk Osáttur við dóma sem leikritið hefur fengið Þreytu gætir hjá leikurum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.