Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 Hafnarfjörður Til sölu m.a.: Sléttahraun 2ja herb. íbúö á 1. hæð í fjölbýl- ishúsi. Ákv. sala. Verö 1,2 millj. Álfaskeiö Falleg 4ra herb. íbúö á 3. hæö i fjölbýlishúsi. Bílskúr fylgir. Setbergsland Parhús á einni hæö um 150 fm með bílskúr. Selsf fokhelt, full- frágengin aö utan meö sléttaöri lóö. Uppl. og teikn. á skrifstof- unni. Vesturbraut 2ja herb. íbúö ca. 50 fm á jarðhæö. Mikið endurnýjuö. Verð 900 þús. Laus strax. Hraunstígur 3ja herb. falleg íbúö á miöhæð í steinhúsi. Austurgata Járnvariö parhús hæö og kjall- ari. Alls um 100 fm. Góöur garöur. Sléttahraun 3ja herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýl- ishúsi. Góöar innréttingar. Sér þvottahús. Gott útsýni. Bíl- skúrsréttur. Ákv. sala. Laus strax. Breiðvangur Nýleg efri hæö meö 4 svefn- herb. í tvíbýlishúsi 155 fm. Allt sér. Bílskúr 80 fm kjallari. Tjarnarbraut 3ja—4ra herb. íbúö á neöri hæö í tvíbýlishúsi. Allt sér. Brattakinn 2ja herb. falleg íbúö ósamþ. Sér inng. Fagrakinn 2ja herb. íbúö um 60 fm í kjall- ara ósamþ. Hamarsbraut 5 herb. járnvariö timburhús á mjög góðum útsýnisstaö. Markarflöt Garðabæ 4ra—5 herb. neöri hæö i tvíbýl- ishúsi. Ákv. sala. Allt sér. Opiö kl. 1—4 í dag FASTEIGNASALA Árna Gunnlaugssonar Austurgötu 10 - S: 50764 VALGEIR KRISTINSSON. H0L. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Egilsstaðir: Jafnréttiskönnun hleypt af stokkunum Kvöldsýning hjá Leikbrúðulandi í Iðnó MÁNUDAGSKVÖLD 28. nóv. kl. 20.30 verður sýnin« á „Tröllaleikj- um“ í Iðnó sem sérstaklega er ætl- uð fullorðnum. Með þessu vill Leikbrúðuland sýna fram á að fullorðið fólk á ekkert síður erindi í brúðuleikhús en börn. Þetta er jafnframt síðasta sýning á þessu ári. Síðasta sunnudagssýning fyrir jól er á morgun, 27. nóv. kl. 15.00. 29555 Flókagata Höfum fengiö til sölu afar skemmtilega risíbúö í mjög fallegu húsi viö Flókagötu. íbúöin er 80 fm ásamt sameiginlegu þvottahúsi í kjallara. Góö íbúö á góöum staö. Verð 1450 þús. fcstctgnastUn OQRRR EKjNANAUSTi Skipholti 5 - 105 Rtykiavik - Simar 29555 295! Egilsstöðum, 21. nóvember. Jafnréttisnefnd Egilsstaðahrepps hefur ákveðiö að kanna stöðu kvenna í sveitarfélaginu og hefur Elísabet Svavarsdóttir, félagsráð- gjafi, verið ráðin til að annast fram- kvæmd og úrvinnslu könnunarinnar. Könnunin mun taka til launa- mála og menntunar kvenna, þátt- töku þeirra í opinberum störfum og félagslífi til samanburðar við karla. Þá er könnuninni ætlað að leiða í ljós starfsskiptingu á heim- ilum og almennt viðhorf fólks til jafnréttismála. Könnunin mun verða þannig framkvæmd að um næstu mán- aðamót, nóvember/desember, verða bornir spurningalistar til allra kvenna í sveitarfélaginu á aldrinum 25—60 ára, sem þær verða vinsamlega beðnar að svara. Spurningalistar þessir verða síðan sóttir heim til viðkomandi að viku liðinni. Tekið skal fram að spurn- ingalistar þessir verða ekki nafn- greindir og farið verður með þá á allan hátt sem algjört trúnaðar- mál. Að úrvinnslu lokinni verða þeir eyðilagðir. Gert er ráð fyrir því að úr- vinnslu verði lokið um mánaðamót janúar/febrúar næstk. Það er von jafnréttisnefndar- innar að hlutaðeigendur bregðist vel við og taki þátt í könnuninni. Formaður jafnréttisnefndar Egilsstaðahrepps er Elna Jóns- dóttir, menntaskólakennari. — Ólafur 3,8% aukning mjólkurfram- leiðslunnar í október MJÓLKURSAMLÖGIN tóku á móti 8,1 milljón lítra af mjólk í október síðastliðnum, en það er 3,8% meiri innvegin mjólk en var í október- raánuði í fyrra. Nokkuð er aukningin misjöfn á milli mjólkursamlaga og sums- staðar varð minnkun. I lítrum tal- ið varð aukningin mest hjá mjólk- ursamlagi KEA á Akureyri, 99 þúsund lítrar, en hjá Mjólkurbúi Flóamanna jókst innvegin mjólk um 70 þúsund lítra, eða 2,4%. Hlutfallslega varð mesta aukning- in þó hjá mjólkursamlaginu á Djúpavogi, 22%. Mjólkurfram- leiðslan fyrstu 10 mánuði ársins hefur aukist um 1,98% frá sama tímabili í fyrra og var hún 91 milljón lítra alls. Aukningin hefur orðið mest hjá mjólkursamlaginu á Sauðárkróki, 603 þúsund lítrar, en samdráttur hefur orðið hjá Mjólkurbúi Flóamanna um 280 þúsund lítra þessa fyrstu 10 mán- uði ársins miðað við sama tímabil á síðastliðnu ári. 29555 3 til 4 herb. íbúð óskast — Staðgreiðsla Höfum veriö beönir að útvega fyrir mjög fjársterkan kaupanda 3ja til 4ra herb. íbúö á Reykjavíkursvæðinu. Hentug íbúð verður borguö út á 8 mán. 29555 f»stetgrvAsal*n EKjNANAUST smpholti S - 105 R«yli|«vil> - Simor 2WSS 2MM Aðventuhátíð í Breiðholtssöfnuði SUNNUDAGINN 27. nóvember verður haldin aðventuhátíð á sam- komustað Breiðholtssafnaðar í Breiðholtsskóla, svo sem venja hef- ur verið hin síðustu ár. Kl. 14 verður „Ijósamessa", sem fermingarbörn taka þátt í, en aöventukvöldvaka hefst kl. 20.30. Á dagskrá verður þar m.a. þetta: Kirkjukór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Daníels Jón- assonar. Einsöng syngur Ragn- heiður Guðmundsdóttir. Þá mun Blásarasveit framhaldsskóla — Trómet — leika, en henni stjórnar Þórir Þórisson. Ennfremur les Ey- vindur Erlendsson upp. Þessari samveru lýkur síðan með stuttri helgistund við kertaljós. Þessar aðventusamkomur hafa alltaf verið fjölmennar og ánægju- legar fólki á öllum aldri. Við vit- um, að svo muni verða enn. Þetta er góður inngangur að jólum. Ver- ið öll hjartanlega velkomin. Safnaöarnefnd Breiðholtssafn- aöar Vertu velkominn. Komdu og láttu Dröfn sýna þér nýja og stórkostlega tækni í matreiðslu í TOSHIBA örbylgjuofnum í verslun okkar a Bergstaöastræti 10A dag laugardag kl. 1—3. Sjáöu hvernig Dröfn bakar á 1 mínútu, matreiöir kjúkling og sýöur fisk á örskammri stund. Svo poppar hún fyrir krakkana. Spjallaðu við Dröfn um matreiðslunámskeiðið sem hún býður þér á ef þú eignast Toshiba örbylgjuofn, án endurgjalds og 190 síðna matreiðslubók fylgir með. Toshiba örbylgjuofnarnir bjóða upp á stórkostlega möguleika, matseldin verður leikur einn. EF EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995 TOSHIBA með Deltawave það nýjasta og fullkomnasta í gerð örbylgjuofna. stærstir í gerð örbylgjuofna. Aðventuhátíð í Neskirkju nk. sunnudag AÐ VENJU eru nokkur hátíðabrigði i Neskirkju 1. sunnudag í aðventu. Að þessu sinni verður barna- samkoma klukkan 11 árdegis, en klukkan 14 verður guðsþjónusta, sem fermingarbörn komandi vors annast og nefnum við þá stund Ljósahátíð á aðventu. Þá verður aðventusamkoma kl. 17 síðdegis með eftirfarandi dagskrá: Ávarp: Baldur Jónsson form. sóknarnefndar. Orgelleikur: Reynir Jónasson. Sálmforleikur eftir J.S. Bach. Almennur söngur. Kór Álftamýrarskóla syngur við undirleik strengjasveitar frá Tónlistarskóla Seltjarnarness. Stjórnendur Reynir Jónasson og Jakob Hallgrímsson. Ræða: Guð- mundur Magnússon háskólarekt- or. Samleikur á flautur: Jón Guð- mundsson og Þórunn Guðmunds- dóttir. Einsöngur: Einar Örn Ein- arsson, tenórsöngvari. Lokaorð: Guðmundur óskar Ólafsson. Al- mennur söngur. Orgelleikur: Reynir Jónasson. Sálmforleikur eftir J.S. Bach. Þú svalar lestrarþörf dagsinsy ásífium Moeeans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.