Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983
31
umgengni við landið og nátt-
úruna og til að nýta gæði
hennar. Því skipulagi þarf síð-
an að framfylgja vel og skipu-
lega og betur en varðandi það
skipulag, sem þó hefur nú
komist á, en nær í reynd eink-
um til hinnar þéttari byggðar.
Mér virðist sem núgildandi
skipulagslög gefi ónógar heim-
ildir í því efni og þarfnast þau
endurskoðunar að þessu leyti.
Að sjálfsögðu eru fjölda-
mörg lög, önnur en þau, sem
fyrr var getið sem með einum
eða öðrum hætti geta snert
aukna friðun eða náttúru-
vernd á umræddu svæði og
sem unnt er að beita í því
augnamiði. Þar má t.d. nefna
heimildir til að beita ítölu í
ofbeitt afréttarlönd og skóg-
ræktarlög koma hér einnig til
athugunar, — en ég ætla ekki
að orðlengja um þau ákvæði
hér. Ég vil aðeins benda á, að
breyting þarf að verða á þeirri
réttarafstöðu og því almenna
hugarfari að sauðfénaðurinn
eigi landið með fullum rétti og
að þeir, sem vilja vernda lönd
sín fyrir ágangi sauðfjár ann-
arra manna, verði sjálfir að
annast og kosta girðingar og
vörslu sem að gagni kemur í
því augnamiði. Einnig má
minna á, að sú stefna kemur
berlega fram í jarðalögum, og
reyndar einnig ýmsum öðrum
lögum, sem landbúnað snerta,
að jarðir skuli umfram allt
haldast í byggð, þannig að að-
gerðir náttúruverndaryfir-
valda, sem skert geta hefð-
bundin afnot af bújörðum,
kunna að vera í andstöðu við
þessa yfirlýstu stefnu. En að
sjálfsögðu geta jarðir einnig
haldist í byggð, þótt eitthvað
verði að breyta búskaparlagi,
þannig að minni ánauð verði á
landinu, en þar getur þá að-
stoð hins opinbera þurft að
koma til.
Að lokum þetta:
Af því, sem að framan segir,
má ljóst vera, að ýmis lög
fjalla með einum eða öðrum
hætti um friðun lands eða
annars konar náttúruvernd,
svo og um rétt almennings til
afnota af landinu. Um þessi
atriði gilda líka ýmsar óskráð-
ar réttarreglur. Enda þótt
sum og reyndar flest af þess-
um lögum séu nýleg, eru þau
sum hver gölluð eða ófull-
nægjandi og þarfnast endur-
skoðunar sem fyrst. Mörg
vandamál eru einnig tengd
framkvæmd þessara laga og
túlkun einstakra lagaákvæða,
— en fram hjá þessum vanda-
málum verður þó ekki komist
og mikilvægt er, að sem allra
flestar lagaflækjur hafi verið
leystar áður en lagt er í meiri-
háttar friðlýsingar- eða nátt-
úruverndaraðgerðir. Þar reyn-
ir m.a. á aðstoð lögfræðinga.
Hlutur löggjafarvaldsins er
einnig mikilvægur varðandi
nauðsynlegar endurbætur á
náttúruverndar- og friðunar-
löggjöfinni svo og við setningu
nýrra laga ef nauðsyn krefur,
en síðan kemur til kasta
stjórnvalda að setja nánari
reglur um þessi efni með
heimild í þeim lögum og síðan
að framfylgja settum lögum
og reglum. Reynslan sýnir, að
örðugt er að framfylgja íög-
um, sem mæta beinni and-
stöðu margra manna, og því er
mikilvægt, að gott samkomu-
lag náist um sem flesta þættL
þessa máls, áður en af aðgerð-
um verður. Þó er líklegt að
sum vafamál verði aldrei leyst
nema fyrir dómi, einkum
ágreiningsefni varðandi eign-
arrétt yfir landi.
Kort af svæðinu sem lokað hefur verið um óákveðinn tíma.
Togveiðar bannaðar í
Þverál og á Kögurgrunni
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frétt frí sjávarútvegs-
ráðuneytinu.
Síðustu vikur hafa skyndilokan-
ir verið tíðar á svæði, sem nær frá
Halamiðum og austur fyrir
Strandagrunn. Þessar lokanir eiga
rætur að rekja til verndunar
þriggja og fjögurra ára þorsks.
Af þessum sökum hefur ráðu-
neytið ákveðið, að tillögu
Hafrannsóknastofnunar að banna
allar togveiðar í Þverál og sunnan
við svonefnda „Gildru" á svæði,
sem afmarkast af línum milli eft-
irgreindra punkta:
1. 67°01’01“ 22°12’16“, 2.
66°53’57“ 22°39’48“, 3. 66°52’54“
22°56’47“, 4. 66°51’36“ 22°55’12“, 5.
66°50’55“ 23°05’36“, 6. 66°48’19“
23°02’17“, 7. 66°46’38“ 23°27’08“, 8.
66°49’15“ 23°30’55“, 9. 66°47’57“
23°50’07“, 10. 66°54’33“ 24°00’57“,
11. 67°00’58“ 23°27’10“, 12.
66°57’01“ 23°21’36“.
Togveiðibann þetta tekur gildi
kl. 20.00. 23. nóvember 1983 og
gildir í óákveðinn tíma, en
Hafrannsóknastofnun mun eftir
föngum kanna svæði þetta.
Sjávarútvegsráðuneytið,
23. nóvember 1983.
„Drápsfiskur-“
inn“ í Stjörnubíói
STJÖRNUBÍÓ frumsýnir í dag
bandarísku kvikmyndina
„Drápfiskurinn" (Piranha II).
Myndin fjallar um Anne, sem er
ungur sjávarlíffræðingur og
óhugnanlegum atburðum sem
gerast eftir að hún er ráðin til að
kenna köfun við vinsælt ferða-
mannahótel.
Með aðalhlutverk fara Tricia
O’Neil, Steve Marachuk, Lance
Henriksen og Ricky G. Paull.
Leikstjóri myndarinnar er Jam-
es Cameron.
Framhaldsfundur Hús-
næðissamvinnufélagins:
Félagsmenn nú á
sjöunda hundrað
FRAMHALDSFUNDUR Húsnæðis-
saravinnufélagsins veröur haldinn á
Hótel Borg í dag, laugardaginn 26.
nóv., klukkan 15. Á fundinum verður
gengið frá lögum félagsins, því verður
valið endanlegt nafn, félagsgjöld
ákveðin og stjórn kosin.
Félagið var stofnað á fundi á Hót-
el Borg þann 15. okt. sl., og gerðust
þá um 200 manns stofnfélagar. Á
þeim tíma sem síðan er liðinn hefur
félagið stækkað jafnt og þétt og eru
félagsmenn nú komnir á sjöunda
hundrað.
Nú stendur yfir söfnun stofnfé-
laga, sem tugir áhugamanna á fjölda
vinnustaða taka þátt í. Áhuga-
mannastarfið hófst að loknum
liðsmannafundi sem haldinn var 5.
nóv. sl. Þar mættu um 50 félagsmenn
og skráðu sig 40 í starfshópa, þar
sem einn hópur helgar sig stofnfé-
lagasöfnun, annar byggingar- og
skipulagsmálum og hlutverk þess
þriðja er að vinna að „þrýstiaðgerð-
um“ gagnvart Alþingi og stjórnvöld-
um. Þá var ákveðið að hefja útgáfu
fréttabréfs og er fyrsta tölublaðið
komið út.
Frá afhendingu styrkja Menningarsjóðs Sambands ísl. samvinnufélaga 21. okt. ’83. Frá vinstri: Eggert Jóhannesson
form. Samtakanna Þroskahjálpar, Sveinn Indriðason form. Gigtarfélags fslands, Þórarinn Kldjárn, f.h. Foreldra- og
vinafélags Kópavogshælis, Ólöf Briem, f.h. Samtaka um kvennaathvarf, Valur Arnþórsson form. stjórnar Menningar-
sjóðs, Erlendur Einarsson forstjóri, Eysteinn Jónsson fv. ráðherra, Pétur Th. Pétursson form. Optimistnefndar
Siglingasambands íslands og Sr. Sigurður H. Guðjónsson ritari stjórnar Menningarsjóðs.
Afhending styrkja ilr Menn-
ingarsjóði Sambandsins
SAMBAND fsl. samvinnufélaga hef-
ur nú um nokkurt skeið veitt nokkra
styrki ár hvert úr Menningarsjóði
sínum til ýmissa félagasamtaka og
menningarmála. í júní sl. ákvað
sjóðsstjórnin úthlutanir, samtals að
fjárhæð 330 þús. kr., sem skiptust
þannig:
Til Gigtarfélags íslands 100.000
kr. Til Landssamtakanna Þroska-
hjálpar 75.000 kr. Til Foreldra- og
vinafélags Kópavogshælis vegna
sundlaugarbyggingar 75.000 kr.
Til Samtaka um kvennaathvarf
50.000 kr. Til Siglingasambands
íslands til kynningar á Optimist-
seglbátnum sem þroskandi hjálp-
artæki í barna- og unglingastarfi
30.000 kr.
Þessir styrkir voru afhentir við
formlega athöfn í Sambandshús-
inu fyrir nokkru.
í stjórn Menningarsjóðsins eiga
sæti þeir Valur Arnþórsson,
stjórnarformaður Sambandsins,
Erlendur Einarsson forstjóri,
Eysteinn Jónsson fyrrv. ráðherra,
Magnús Sigurðsson bóndi, Gils-
bakka, og séra Sigurður Haukur
Guðjónsson, Reykjavík.
ÞAÐ MUNAR
UM MINNA
Lambaham-
borgarhryggirlOJI
Okkarverðkr. ICialJ
Nýja veröiö kr. 228
LondonlamblCO
Okkarverökr. IJO
Nýja verðiö kr. 296
Úrbeinuð
hangilæriOIO
Okkar verö kr. £m IO
Nýja veröiö kr. 331
Úrbeinaöir
hangif rampartar'f Æ Q
Okkarverðkr. l*fO
Nýja veröiö kr. 234
HangilærifOQ
Okkarverðkr. m£m%3
Nýja veröiö kr. 217
Hangifram-
parturQC15
Okkar verð kr. O w
Nýja veröiö kr. 120,15
Söltuð
rúllupylsa
Okkar verð kr.
Nýja veröiö kr
60
127
Reykt rúllupylsa
Okkar verð kr. m \M
Nýja veröiö kr. 127
'/2 folalda-
skrokkar tilbúnir
í frystinn kr.
79
kg.
Opið
alla daga til kl. 7
Opið
laugardaga til ki. 4
ALLTAF
OPIÐ í
HÁDEGINU
Laugalæk 2 — s. 86511.
VERNDGEGN VA
TRYGGING HF