Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983
39
fólk í
fréttum
Joan
Collins
féll fyrir
Svía
Joan Collins og Peter
Holm. Hún gæti veriö
móóir hans hvad aldurinn
vardar.
+ Joan Collins, stjarnan í
Dynasty-sjónvarpsmynda-
flokknum, er ástfanginn
upp fyrir haus og að þessu
sinni af Ijóshærðum Svía,
Peter Holm að nafni, fyrr-
um dægurlagasöngvara,
sem nú græðir á tá og
fingri í tölvuviöskiptum.
Þau hittust í London fyrir
nokkrum mánuðum, þeg-
ar Joan stóö í því aö skilja
við manninn sinn, Ron
Kass, og síðan hafa þau
verið óaöskiljanleg. Raún-
ar er nokkur aldursmunur
með þeim, Joan er fimm-
tug en Peter 36 ára, en
það þykir ekki mikið þegar
ástin er annars vegar. Þau
ætla líka að giftast strax
og Joan er löglega skilin
en eins og kunnugt er, þá
geta hjónaskilnaðir aldrei
gengið nógu hratt fyrir sig
þegar bandarískir leikarar
eru annars vegar.
+ George Best þykir
standa sig með mikilli
prýði í áfengisbindindinu
og hefur ekkert orðið á í
messunni um nokkurt
skeið. Þau eru nú farin að
vera saman á ný, hann og
Mary Stavin, fyrrum Ung-
frú Heimur, og voru t.d.
saman á Poppy-ballinu í
London nú fyrir nokkru.
Þar skemmtu þau sér al-
veg konunglega og Best
lét dýru veigarnar með
öllu ósnertar enda eru
þær búnar að reynast
honum fulldýrar. Það,
sem vakti þó mesta at-
hygli veislugesta, var
þaö, að Mary kom í ein-
um kjól (að sjálfsögðu) á
balliö en fór hins vegar í
öðrum. Þó tók enginn eft-
ir kjólaskiptunum fyrr en
hún fór.
Á myndinni til vinstri er Eva meö sín 125 kíló aö byrja í megruninni en myndin til hægri var tekin tíu
mánuöum síöar.
Sænskt met
i megrun
+ Svíar berjast ekki síður við aukakílóin en annaö fólk í
vestrænum velferðarríkjum og nú hefur kona nokkur í
Gautaborg sett Svíþjóöarmet í megrun. Á tíu mánuðum
léttist hún um 60 kíló.
Eva Blomquist heitir hún, 49 ára gömul, fimm barna
móðir, og að hennar sögn er þessi góði árangur þvi að
þakka, að allan tímann lét hún aldrei ofan í sig meira en
1000 hitaeiningar á dag. Mataræöið var aðallega grænmeti
og ávextir að undanskildum kartöflum, sem voru alger
bannvara, en Eva segir þó, að megrunarkúrinn hefði komið
að litlu haldi ef hún hefði ekki haft nýtt megrunarlyf, sem
Lejguar heitir og er mjög ríkt af trefjaefnum auk þess sem
þaö dregur úr fituinnihaldi blóösins. Lyfið, sem unnið er úr
asískri blómategund, er tekiö á undan hverri máltíð, tvær
skeiöar leystar upp í vatni, og þá á þaö að tryggja, að
maturinn sé ekkert að slóra á leiðinni í gegnum líkamann.
Eva var grönn og samsvaraði sér vel áður en hún fór að
eignast börnin en þá tók hún líka aö fitna. Um þverbak
keyrði þó þegar hún gekk með yngsta barnið því að þá
bætti hún á sig 38 kílóum og var komin í 125 kíló þegar hún
fór í megrunina.
.j, tu 16:00
A nesinu
Jólamarkaðurinn er
opinn í kjallaranum
Leikföng—sælgæti,
kerti og gjafavörur
á vörumarkaðsverði
í fiskborðinu lands-
fræga kynnum við
m.a.: Rækjutoppa
með Chantilly sósu,
Sjávarréttartoppa,
Krónur, Kokteil og
saiat
*************************************
ö>
lArmúla
Súkkulaði og
vöfflur með rjóma t
kaffiteríunni á
20kr.
*************************************
Þýsk-íslenska
kynnir
O' boy
**************************************
Vörumarkaðurinn hf.
J Ávallt á undan
ÁRMÚLA 1a EOSTORG111
I