Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983
21
Áskorun til
alþingismanna
— frá Halldóri Árnasyni
„Heimild fyrir sölu á áf-
engu öli er afdrifarík
ákvörðun. Verið er að
auka framboð á vímu-
efnum og auk þess mun
reynast erfitt að snúa til
baka ef reynslan verður
neikvæð. Ef leita á eftir
vilja fólksins í þessu
máli er nauðsynlegt að
því verði veittar allar
þær upplýsingar sem
máli skipta, ef ætlast er
til þess að hagsmunir
heildarinnar ekki síður
en eigin hagsmunir eigi
að móta afstöðu hvers
og eins.“
Lögð hefur verið fram á Alþingi
tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu
til að skera úr um það hvort leyfa
eigi sölu áfengs öls hér á landi.
Þó svo að þingmenn fari með
löggjafarvaldið í umboði þegn-
anna eru viss mál þess eðlis að
ástæða þykir til að leita sérstak-
lega eftir áliti þjóðarinnar. Ekki
skal hér á það lagður dómur hvort
umrætt mál sé þess eðlis.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að afstaða fólks til þess
hvort leyfa eigi sölu áfengs öls
hafa mótast af tilfinningum öðru
fremur. Tilfinnanlegur skortur á
tölulegum staðreyndum um afleið-
ingar áfengisneyslu og takmörkuð
fræðsla um áfengismál og samspil
á milli áfengis, einstaklings og
samfélags eiga þar sök á.
Heimild fyrir sölu á áfengu öli
er afdrifarík ákvörðun. Verið er að
auka framboð á vímuefnum og
auk þess mun reynast erfitt að
snúa til baka ef reynslan verður
neikvæð. Ef leita á eftir vilja
fólksins í þessu máli er nauðsyn-
legt að því verði veittar allar þær
upplýsingar sem máli skipta, ef
ætlast er til þess að hagsmunir
heildarinnar ekki síður en eigin
hagsmunir eigi að móta afstöðu
hvers og eins.
Því vil ég skora á þingmenn að
hlutast til um að veitt verði fjár-
veiting á fjárlögum 1984 til eftir-
farandi verkefna:
1. Gerð fræðilegrar úttektar á því
hver kostnaður samfélagsins er
vegna neyslu áfengis. Víða hafa
verið gerðar hliðstæðar úttekt-
ir fyrir einstakar þjóðir. Má
þar nefna Bandaríkin, Svíþjóð
og Noreg.
2. Gerð úttektar á hugsanlegum
félagslegum og fjárhagslegum
áhrifum af leyfisveitingu til
sölu áfengs öls með hliðsjón af
reynslu annarra þjóða.
í Svíþjóð var heimiluð sala á
áfengu öli 1965 og í Finnlandi árið
1969. í báðum þessum löndum
takmarkast salan við áfengisút-
sölur ríkisins og veitingahús. í
báðum þessum löndum hefur náið
verið fylgst með þróun í áfengis-
málum og reynt að rannsaka þau
áhrif sem tilkoma áfengis öls hef-
ur haft á hinum ýmsu sviðum
þjóðfélagsins. Fjöldi skýrslna,
gerðar af opinberum aðilum,
geyma niðurstöður þessara rann-
sókna. Þar sem við íslendingar er-
um ekki alls óskyldir þessum þjóð-
um hvað við kemur menningu og
hátterni ætti þeirra reynsla að
geta orðið okkur að einhverju leið-
arljósi.
Að lokum vil ég beina því til
flutningsmanna áðurnefndrar til-
lögu um þjóðaratkvæðagreiðslu að
draga tillöguna til baka og doka
við þangað til niðurstöður ofan-
greindra athugana liggja fyrir og
hafa birst almenningi. Tel ég það
eðlilegra að málum staðið. Það
þætti öfugsnúið að láta þjóðina
fyrst greiða atkvæði og síðan að
upplýsa hana um staðreyndir
málsins.
Halldór Árnason er hagfræðingur.
Aðventusamkoma
Digranessafnaðar
Adventa fer að. Jesús Kristur kom
og kemur með gleði, frið og frelsi
öllum mönnum til handa. f Betle-
hemsbarninu kemur Guð sjálfur til
móts við okkur, býður hlutdeild í lífi
sínu og óforgengilegum ríkdómum.
Á meðan myrkrið gerist æ
meira með hverjum deginum sem
líður, færumst við nær undur-
samlega björtum boðskap jólanna,
er þannig hljóðar: Yður er í dag
Frelsari fæddur. — Sú þjóð, er í
myrkri gengur sér mikið ljós, —
yfir þá, sem búa í landi nátt-
myrkranna skín ljós.
Eftirvænting er því eðlileg og
ástæða til að gleðjast yfir því, sem
framundan er, — boðskapnum,
sem birta á. •
Árleg aðventusamkoma Digra-
nessafnaðar verður í Kópavogs-
kirkju sunnudaginn 27. nóv. og
hefst kl. 20.30.
Formaður sóknarnefndar, Saló-
mon Einarsson, flytur ávarp,
kirkjukórinn syngur undir stjórn
Guðmundar Gilssonar, er einnig
leikur einleik á kirkjuorgelið.
Sveinn Elíasson, bankamaður,
talar og Gunnar Dal, rithöfundur,
les úr ljóðum sínum. María Björk
Daðadóttir og Brigette Sedlmaier
leika á gítar og Kristín Sig-
tryggsdóttir syngur einsöng.
Samkomunni lýkur á helgistund
og almennum söng.
Verið velkomin.
Þorbergur Kristjánsson
Aðventukaffi í
Víðistaðasókn
Fyrsti sunnudagur í aðventu
hefur ætíð verið mikill hátíðisdag-
ur í Víðistaðasókn, allt frá því
kapella sóknarinnar var vígð þann
dag 1977. í ár verða samkomur
dagsins með svipuðu sniði og verið
hefur, barnaguðsþjónusta, hátiða-
guðsþjónusta og að henni lokinni
kaffisala Systrafélags Víðistaða-
sóknar og verður hún að þessu
sinni í húsi Slysavarnafélagsins.
Um kvöldið verður aðventudag-
skrá í kapellu sóknarinnar kl.
20.30 og verður ræðumaður
kvöldsins Hörður Zophaníasson,
en þess utan fjölbreytt dagskrá í
söng og tónum. Að lokinni þessari
kvölddagskrá verður kaffi aftur á
boðstólum á vegum Systrafélags
Víðistaðasóknar. Það hefur orðið
föst venja hjá mörgum fjölskyld-
um að fara og fá sér aðventukaffi
þennan dag og er þess að vænta að
enn leggi margir leið sína á sam-
komur dagsins og njóti veitinga
sem á boðstólum verða.
Sigurður Helgi Guðmundsson
SUMIR VERSLA DÝRT -
AÐRIR VERSLA
HJÁ OKKUR
Folaldakjöts
VI L'0...núer síðasta
▼ " tækifæri til þess
að fá folaldakjöt af nýslátruðu...
Á KYNNINGAR
Buff
File
Mörbráó
Beinlausir fuglar
Mínútusteik
Innra læri
Vöðvar í 1 steik
VERÐI!
Kryddlegiö buff
Gúllas
Framhryggir
T.bone
Hakk
Baconbauti
Karbonaöi
Hamborgarar —
Nýbakaö
hamborgarabrauö
fylgir
Reykt folaldakjöt
Saltaö folaldakjöt
VÖRUKYNNING:
Folalda AÐEINS
Smárúllur
með gómsætri
ostafyllingu
Frábært lostæti
—Og
Danska Lúxuskaffiö
Don Pedro
24 95
Mmm pakkinn
brauði
AÐEINS
NýSVIÐ
165pVvg J 55.00
Hamtiorgara Hangíkjöt
hryggw L*ri 1 2RZ
prJtg.
AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2