Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 45 VELVAKANDI SVARAR I SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS TXX'aK'UU Bjórfrumvarpið: Heiti á alþingismenn að ljá ekki þessu frumvarpi atkvæði sitt V.G. skrifar: „Ágæti Velvakandi. Þessar línur sem ég hripa hér ættu sennilega frekar heima í Al- þýðublaðinu, en því miður eru of fáir er sjá það ágæta blað. Ástæð- an fyrir þessum línum er bjór- frumvarp Magnúsar Magnússon- ar, alþingismanns Alþýðuflokks- ins. Ekki þekki ég persónulega Magnús, en mér hafa fundist störf hans einkennast af skynsemi, raunsæi og heiðarleika. Ég hefi kosið Alþýðuflokkinn frá því að ég öðlaðist kosninga- rétt, fyrir 51 ári, ég hef fylgst með sigrum hans og ósigrum. Baráttu- mál flokksins hafa verið mörg, sum hafa náð fram að ganga, önn- ur ekki. Það virðast fáir muna eft- ir baráttu jafnaðarmanna fyrir „vökulögunuin" né baráttu þeirra fyrir tryggingalögunum 1936, er 10 árum síðar urðu að þeim al- mannatryggingum er við nú búum við, en þau lög voru samin af jafn- aðarmönnum. Þegar ég hef í huga sögu Al- þýðuflokksins síðastliðin 50 ár, er margs að minnast, t.d. var Al- þýðublaðið stórt og oftast mjög vel skrifað blað, enda margir gáfu- og menntamenn er í það rit- uðu. Þá fylgdi einnig blaðinu ágæt lesbók. „En nú er hún Snorrabúð stekk- ur“. Og fyrir hverju er nú barist? Jú, fyrir bjór. Hvað mundu for- ystumenn fyrri tíma okkar ágæta flokks segja, ef mættu þeir mæla? Þessir menn er börðust af eldmóði fyrir málefnum lítilmagnans, sáu hvorki eftir tíma sínum né kröft- um fyrir málstaðinn er þeir trúðu á. Kæru þingmenn Alþýðuflokks- ins, gefið ykkur smástund og hugsið 40—45 ár til baka, hugsið um það stórhuga fólk er byggði Alþýðuhúsið á kreppuárunum. Þá var ekki hægt að hlaupa í banka og slá víxil, en þá var íslenska þjóðin ennþá stolt og átti kjark, von og vilja, en nú, maður bók- staflega skammast sín fyrir sí- felldan barlóm, vol og væl, bæði einstaklinga og fyrirtækja. En lít- um svo í kringum okkur, allir virð- ast geta allt er peninga þarf til, svo sem ferðalög, skemmtanir og vörukaup. Mitt álit er að ungir og miðaldra íslendingar hafi ekki hugmynd um hvað virkileg fátækt er. Ég hefi keypt Alþýðublaðið frá 1936, og kaupi það ennþá, en sárt finnst mér að okkar bestu menn skuli nú nota það i baráttunni fyrir sterkum bjór inn í landið. Sjálf hefi ég átt heimili i Dan- mörku í 10 ár og veit sannarlega hverju bjórinn veldur þar. Ég heiti á alþingismenn, hvar í flokki sem þeir eru, að ljá ekki þessu frumvarpi atkvæði sitt. Þá bið ég alþingismenn Alþýðu- flokksins að finna sér verðugra málefni að berjast fyrir. Með vinsemd." Þessir hringdu . . . Ætti að sjá sóma sinn í að skila mér skilríkjunum Ása Ragnarsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Þú sem stalst veskinu mínu uppi í Sjónvarpi sl. mánudag og sást til þess að ég á ekki fyrir mat á næst- unni, ættir að sjá sóma þinn í að skila mér aftur skilríkjum mínum og lyklum, sem þú hefur engin not fyrir. Eigum við ekki líka að minnast á ljósu punktana? Bergljót hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Á mánu- dagskvöld vorum við mæðgur tvær á íeið í bíl á Reykjanesbraut. Gerði hann sér þá lítið fyrir og neitaði að halda áfram með okkur. Og það þarf vart að taka fram, að þetta var á mjög óþægilegum stað og í leiðindaveðri. Við stórum þarna eins og konur og gátum ekki annað í allari umferðinni. Lög- reglan keyrði framhjá og lést ekki sjá okkur. Varla hægt að komast yfir götu til að hringja. Víkur sér þá ekki allt í einu að okkur ungur maður, hann var á bláum bfl, Volvo held ég, á leiðinni inn í Sund. Hann lét sig ekki muna um að gera lykkju á leið sína og aka með okkur mæðgurnar upp í Aust- urbæjarskóla, en þangað var för okkar einmitt heitið og við mjög tímabundnar. Mér fannst þetta svolítið sérstakt af þessum unga manni, í öllu því stressi og þeim gönugangi sem hér ræður ríkjum hjá okkur. Og mig langar til að færa honum bestu þakkir frá okkur mæðgum. Ennþá eigum við hjálpsama einstaklinga á meðal okkar og það er gott til þess að vita. Eigum við ekki líka að minn- ast á ljósu punktana í tilverunni? Á tilverurétt engu síður en mennirnir Einar Júlíusson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Menn eru að gera sér það að sporti að skjóta rjúpuna, en það er ekkert sport að drepa saklausar og fallegar skepn- ur. Og það er ekki nóg með að veiðimennirnir skjóti þá fugla sem þeir hafa með sér af fjöllum, held- ur særa þeir iðulega fjöldann all- an að auki. 1 Af hverju má ekki friða rjúpuna eins og æðarfuglinn? Við höfum nógan mat, þurfum ekki að flengj- ast á fjöll eftir honum. Látum rjúpuna í friði. Hún á tilverurétt engu síður en við mennirnir. Ekki hægt að átta sig á hvaðan komið er Ingi Ú. Magnússon, gatnamála- stjóri, skrifar 24. nóv.: „í dálkum „Velvakanda" ný- lega kvartar kona í Vesturbæn- um yfir að það vanti gönguleið yfir graseyjar í Hringbraut á móts við JL-húsið. Ekki er hægt að átta sig á hvaðan komið er, en gangbrautir yfir stórar umferð- argötur eru ekki staðsettar nema að góð rök liggi þar til grundvallar. Viðkomandi er því beðinn að hafa samband við skrifstofuna til að skýra nánar hvað við er átt. Virðingarfyllst." GÆTUM TUNGUNNAR Rétt er að segja: Ég veit að hann er hérna. Veistu hvort hann er hérna? Ég held að hann sé hérna. Ætli hann sé hérna? Það er víst að hann er hérna. Það er óvíst að hann sé hérna. Það er líklegt að hann sé hérna. Ilci i aiiiiiionui iiii komnir afftur. Hagstætt verö. Póstsendum. Vinsælu dönsku GEKSiPI RENAULT 20TL1978 TIL SÖLU Renault 20TL framdrifinn meö 1647 cm vél., 98 DIN hestöfl, eyöslan er 8,3 I. per. 100 km. Stór rúmgóöur og geysilega sparneytinn bíll. Ekinn 57 þús. km. Litur silfurgrár, aukadekk og felgur. Pioneer stereo-tæki. Reglulegt eftirlit. Einn eigandi. Til sýnis og sölu hjá Kristni Guönasyni aö Suður- landsbraut 20. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 ' V fc , ■ Skynsamlegustu teppakaupin. „D»Dlf|Á 3C^É„........... staðgreitt aöeins 10.470,- í Ber eídsiuaffsláttur ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.