Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 Kökubasar Kökubasar veröur í Félagsheimili Seltjarnarness sunnudaginn 27. nóvember kl. 3 síödegis. Allt til jólanna svo sem smákökur, skreyttar kökur og laufa- brauö. Vinasamtökin. MELKA TWIN er mest selda K¥#|f*?Sg skyrtan í Svíþjóö. | Fyrsta flokksefniogK||?i fragangur. HHHHI Auöveld í þvotti, þarfj ekki aö strauja.HHHÍ Veröiö sérlega hagstætt.H FÆST í ÖLLUM HELSTUI herrafataverslunum] LANDSINS. SKYRTUR Félag Járniönaöarmanna Félagsfundur veröur haldinn þriöjudaginn 29. nóv. 1983 kl. 8.30 e.h. aö Suöur- landsbraut 30, 4. hæö. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Kjaramál. 3. Önnur mál. Mætið vel og sundvíslega. Stjórn Félags járniönaöarmanna. eigendur Leitið ekki langt yfir skammt VEROKÖMNON- UmboðiO 5267Sr. 5^35,2013317.'° 3243 h' 2300 h' 2410 hr _ -3563.40 Tr Bitanaust 4015.1° k' 3073.30 3' 1959.40 h'- 2627.70 hr _ -3027,30 3' fjóOrin 4579 3r. 5203 3' 2765 3r- 1713 3r- 3030 3r. ~~336S3r V'ft ‘'ThaafaM'h^aafty,,rVara ^r.as^en.u.boaunum Kappkostum ávallt aö bjóða Lada-varahluti á sem lægstu verði. I ^ Bifrelðar og Landbúnaðarvélar hf Z — HtþslfY ---. i 4 e;™; 10 cnn — Suðurlandsbraut I4 - Simi 38 600 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir TAMARA JONES Snemma árs 1980 varð sá atburður í Havana á Kúbu, að múgur og margmenni, nokkrar þúsundir manna, ruddist inn á lóð bandaríska sendiráðsins í borginni í von um að komast á þann hátt til Bandaríkjanna. Castro sá sér þá leik á borði til að losa sig um leið við andlega vanheilt fólk og afbrotamenn. Slíkir atburðir munu ekki endurtaka sig því Bandaríkjamenn eru að stemma stigu við innflytjendastreyminu til landsins. Martröð ríkis- fangsleysingjanna BIÐSTOFAN í bandaríska sendiráðinu í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, er jafnan full af fólki. í annarri hendi heldur það á brottfararleyfi frá landinu en í hinni er það með blóm, sem það vill gefa starfsfólkinu. Þetta fólk er meðal þeirra 1250 Rúmena, sem eftir margra ára bið og ofsóknir hafa fengið leyfi rúmenskra stjórnvalda til að flytjast til Bandaríkjanna. Gallinn er bara sá, að Bandaríkjamenn hafa ekki verið spurðir hvort þeir vilji taka við því. Mál jiessa fólks hefur valdið erfiðleikum í samskiptum stjórnanna í Washington og Búkarest og mikilli örvæntingu meðal fólksins sjálfs, sem er eins og á milli steins og sleggju. Rúmenar saka Bandaríkjamenn um hræsni. Þeir hafi beitt Rúm- ena efnahagsþvingunum til að greiða fyrir brottflutningi fólks frá landinu en síðan neiti þeir að taka við því. Þeir segja því, að Bandaríkjamenn beri alla ábyrgð á hlutskipti „ríkisfangs- leysingjanna" en rúmensk stjórnvöld svipta fólkið borgara- réttindum um leið og það fær brottfararleyfi. Sem dæmi um þetta fólk, sem lifir í voninni um að komast úr landi, má nefna 38 ára gamlan mann, þriggja barna föður, sem eins og aðrir í biðstofunni vildi ekki láta nafns síns getið af ótta við enn meiri ofsóknir af hálfu lögreglunnar. „Við fengum brottfararleyfi fyrir 10 mánuðum og báðum þá um leyfi til að flytjast til Banda- ríkjanna," sagði maðurinn. „Sendiráðsfólkið gat hins vegar ekki lofað okkur neinu. Ég er verkfræðingur en missti starfið, sem ég hef haft í átta ár, og nú erum við komin upp á ættingja okkar með húsnæði. Við bjugg- um áður í ríkisíbúð en misstum hana náttúrulega strax." Þau hjónin hafa tekið bðrnin úr skóla því að ofsóknir yfirvald- ahna ná ekki aðeins til foreldr- anna, í skólanum leggjast kenn- arar jafnt sem nemendur á eitt um að ofsækja börn þeirra for- eldra, sem vilja fara úr landi. Haft er eftir rúmenskum emb- ættismanni, að það sé opinber stefna „að letja fólk til brottfar- ar“ en af „mannúðarástæðum" sé fólki stundum leyft að flytjast til ættingja sinna á Vésturlönd- um. Embættismaðurinn, sem óskaði nafnleyndar, bar á móti því, að væntanlegir útflytjendur væru ofsóttir en viðurkenndi þó, að þeir kynnu að missa vinnuna „og lenda í dálítið erfiðri að- stöðu“. Þeir eru sviptir borgara- réttindum, sagði hann, vegna þess, „að þeir eru ótrúir Rúmen- ar“. Erfiðleikar fólksins stafa að nokkru leyti af vanþekkingu þess sjálfs á bandarísku inn- flytjendalögunum og að nokkru leyti af því, að stjórnvöld í Rúm- eníu láta sem þessi Iög séu ekki til. Rúmenar, sem vilja fytjast úr landi, halda að björninn sé unninn ef þeir fá leyfi stjórn- valda og eru þess vegna ekkert að ganga úr skugga um það áður, að þeir fái yfirleitt að fara til Bandaríkjanna. Meginreglan er hins vegar sú, að aðeins það fólk fær að setjast að í Bandaríkjun- um, sem á ættingja þar eða hef- ur notið eftirsóttrar sérmennt- unar. George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, vék að þessum málum þegar hann átti viðræður við Ceausescu, Rúmeníuforseta, í september sl. og sagði þá, að Bandaríkjamenn væru vissulega talsmenn frelsisins en þrátt fyrir það neyddust þeir til að takmarka innflytjendastraum- inn til landsins. Sem dæmi um það má nefna, að í fyrra leyfðu rúmensk stjórnvöld 4000 manns að fara til Bandaríkjanna en i raun voru það aðeins 642, sem þangað komu frá Rúmeníu. Hin- um var hafnað, bíða enn eftir innflutningsleyfi eða fóru til annarra landa. Bandaríkjamenn hafa á síð- ustu árum verið að herða mjög þær reglur, sem gilda um inn- flytjendur til landsins, og þeir, sem komist hafa í kast við lögin eða eru með smitandi sjúkdóm, þurfa ekki að hugsa til þess að komast þangað. Sömu sögu er að segja um það fólk, sem aðeins er að flýja erfitt efnahagsástand í landi sínu. Pólitískir flóttamenn og þeir, sem hafa verið ofsóttir fyrir trú sína, eru þeir einu, sem njóta nokkurs forgangs. Fram á miðjan sjöunda ára- tuginn voru í gildi ákveðnir kvótar um innflutning fólks frá hverju landi en þá var ákveðið að setja einn allsherjarkvóta fyrir innflytjendur hvaðan sem þeir komu. Sem stendur er hann 270.000 manns á ári en ekki er leyfilegt, að fleiri en 20.000 komi árlega frá sama landinu. Engar takmarkanir eru þó á fjölda for- eldra, maka eða barna banda- rískra borgara og það er einmitt af þeim sökum, að innflytjend- urnir eru að jafnaði miklu fleiri en kvótinn segir til um. í fyrra fluttust t.d. 610.000 manns til Bandaríkjanna frá öðrum lönd- um. Innflutningur fólks frá komm- únistalöndunum tl Bandaríkj- anna er miklu minni en ætla mætti og á síðasta ári var hann ekki nema 6.446 manns. 4.220 Pólverjar, 696 Sovétmenn, 642 Rúmenar, 345 Ungverjar, 300 Tékkar, 160 Austur-Þjóðverjar og 83 Búlgarar. Umsækjendurn- ir eru hins vegar miklu fleiri og hlutskipti þeirra því erfitt. „Þetta er ömurlegt starf," sagði einn starfsmannanna í bandaríska sendiráðinu í Búkar- est. „Fólkið er svo örvæntingar- fullt en við getum ekki tekið við því öllu. Við getum ekki gefið því neina von og ekki heldur kæft hjá því vonarneistann. Það kem- ur alltaf aftur, dag eftir dag og viku eftir viku.“ Ung hjón á þrítugsaldri sátu þögul í biðstofunni einn daginn. Þau höfðu verið rekin úr háskól- anum í Búkarest þegar þau fengu brottfararleyfi. Þau eiga enga ættingja í Bandaríkjunum og þess vegna litla von um að komast þangað. „Við vitum ekki hvort við komumst nokkurn tíma,“ sögðu þau. „Við getum bara vonað." Tamara Jones er fréttaritari hjá AP-fréttastofunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.