Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 11 Gísli J. Ástþórsson Einsog mer sýnist .... Löggiltar skoðanir „Þeir hengja upp Ijósmynd- ir af sjálfum sér við torg og stræti...“ Smáfrétt í bresku blaöi, sem var samt næstum drukknuö í blóöbaöalýs- ingum stundarinnar, eflir mig enn í þeirri trú aö eng- in þjóö í veröldinni eigi aöra eins drumba og íhaldsseggi fyrir leiötoga einsog aumingja Sovét- fólkiö. Fréttin birtist á inn- síöu í The Guardian og er svohljóöandi: „Sovéskt dagblaö hefur kvartaö undan því aö fjöl- margir Sovétmenn séu þeirrar skoöunar aö þaö sé skiljanlegt aö stjórn- völd í Washington óttist atómvoþn Sovétmanna, og krefst blaöiö aukinnar hugmyndafræöilegrar fræöslu til þess aö upp- ræta þennan hugsunar- hátt. Sovietskaya Litva, sem er málgagn kommúnista- flokksins í Litháen, vitnar í ungan verkamann sem hafi komist svo aö oröi viö fréttamann þess aö aug- Ijóst sé aö Bandaríkja- mönnum standi stuggur af Sovétmönnum. — Þetta eru líka mann- eskjur, sjáöu til, og þær eru hræddar. Þær óttast atómsprengjurnar okkar og þessvegna eru þær aö efla vopnabúnaö sinn, er haft eftir verkamanninum. Blaöiö harmar ummæl- in, kveöur þau sanna aö enn vanti mikiö á aö æska landsins sé nógu vel upp- lýst á sviöi hugmynda- fræöinnar og segir aö al- menningur veröi aö skilja aö allt aörar forsendur liggi aö baki sovéskum at- ómvopnum en þeim bandarisku, þarsem hin fyrrnefndu séu einungis hugsuö til varnar. Þá segir í greininni aö afstaöa hins unga verka- manns sé dæmigerð fyrir marga Sovétborgara sem látist ekki hafa áhuga á pólitík og skjóti sér þannig undan því aö tjá sig um mikilvæg mál; og aö hér sé um óþolandi tómlæti aö ræða í sovésku þjóöfé- lagi þarsem öllum beri aö skilja og styöja stefnu Flokksins." Lýkur frétt. f nær allri umfjöllun út- lendinga fyrr og síðar um risann í austri er þaö rauöi þráöurinn í máli þeirra hve þegnarnir séu mikiö af- bragðsfólk en forystu- sauöirnir aftur á móti for- kastanlegir. Þetta er svo- sem ekkert einsdæmi, samanber hina boröa- lögöu og óhugnanlegu lénsherra Miö- og Suöur- Ameríku í gegnum aldirn- ar, en engir valdsmenn noröan miöbaugs hafa allt um þaö veriö jafnstaöfast- ir og þeir sovésku í þeirri villu aö þeir geti meö til- skipunum og „hugmynda- fræöilegri“ ítroöslu stjórn- aö hugum manna. Vitanlega gleypa sov- éskir borgarar þaö ekki hrátt þóaö þaö sé kirjaö yfir þeim nótt sem dag aö „þeirra menn“ í kalda stríðinu séu hvítir sem mjöllin en andstæöingarn- ir svartari en skrattinn sjálfur. Þeir vita af hyggju- viti sínu rétt einsog viö sem erum í birtunni aö þaö eru líka gráir tónar i myndinni. Munurinn á Sovétmanninum og okkur er einfaldlega sá aö viö getum látiö þessa skoöun okkar flakka í ræöu og riti án þess aö hafa áhyggjur af afleiöingunum, en Sovétborgarinn veröur aö bjarga því sem bjargaö veröur af sjálfsviröingu sinni meö því aö „tjá sig“ ekki einsog segir í Sovi- etskaya Litva, meö því aö „látast ekki hafa áhuga á pólitík“ einsog segir enn- fremur i hinu hneykslaöa flokksblaöi. Ég sat eitt sinn ásamt meö einum tíu starfs- bræörum mínum frá ein- um fimm sex Evrópulönd- um undir einskonar fræösluerindi í herstöö í Noröur-Karólínu þarsem fremur taugaóstyrkur maj- ór átti aö leiöa okkur í all- an sannleikann um hiö al- góða NATO og hinn al- ræmda björn í austri. Maj- órinn hafði myndvörpu og himinhátt sýningartjald sér til trausts og halds, og þegar þar var komiö máli hans sem björninn í austri varð hvaö ófrýnilegastur, þá þrýsti hann á hnapp á myndvörpunni, og sjá! froöufellandi bjarndýr, grátt fyrir járnum og í Disneystíl, birtist á tjald- inu. Þetta átti aö vera dramatískt og springa einsog bomba framan í viöstadda, en viö erlendu blaöamennirnir, og þeir bandarísku raunar líka, skelltum auövitaö bara uppúr. Majórinn skaut yfir markiö, og munurinn sem þessi saga lýsir á sovéska kerfinu og svo kerfinu okkar er til dæmis sá aö okkur er hvorki uppálagt af vængstíföum fjölmiöl- um „aö skilja og styöja stefnu Flokksins“ né þurf- um viö heldur aö skima vandlega til allra átta áö- uren viö dirfumst aö hlæja. Þaö er einmitt þessi yf- irþyrmandi alvara, þetta þrúgandi andrúmsloft húmorleysis, tortryggni og ímyndaös óskeikulleika, sem gerir ásjónu sovét- kerfisins svo ómanneskju- lega. Mennirnir meö hugmyndafræöafleipriö á vörunum lifa í svo þröng- um hugmyndaheimi aö fló ætti í mesta basli meö aö hreyfa sig í honum. Áróö- urinn er þeirra ær og kýr — aö minnstakosti er gauragangurinn nógu mik- ill — og þó líöur varla sá dagur að „sérfræöingarn- ir“ sem þar halda í taum- ana álpist ekki oná tærnar á sjálfum sér. Breskur galgopi fær þá flugu í höfuöiö aö halda á hafiö í baökari meö utan- borðsmótor, og menn fylgjast meö honum í frétt- unum og hafa öörum þræöi gaman af þessu uppátæki. Þaö er allavega saklaust. Bretinn segist ætla aö sigla fleyinu sínu til Leningraö og hefur þaö raunar alla leiö til Finn- lands. En sovésku kerfis- kallarnir snúa honum frá. Baökarinu er ekki hleypt inní sovéska landhelgi! Ekkert snuður hér, hvorki úr gervihnöttum né baö- körum. Og hin níöþunga ásjóna sovéska risans, sem er yfir þaö hafinn aö taka þátt í svona sumar- glensi, blasir einn ganginn enn viö heimsbyggöinni. Þaö er næstum einsog mönnunum sem drottna yfir Austur-Evrópu sé þaö feimnismál aö þeir séu mennskir, gerðir af holdi ‘ og blóði, gæddir mannleg- um kenndum og ástríðum: jafnvel dyntóttir einsog gengur. Krutchev var und- antekningin, og þeir los- uöu sig viö hann og lýstu minningu hans og öll hans verk auk þess í bann eins- og er plagsiöur þeirra eystra. Þeir hengja upp Ijós- myndir af sjálfum sér viö torg og stræti, firnabreiö- ar og himinháar einsog sýningartjaldiö majórsins; og á þessum uppstign- ingarmyndum flokks- maskínunnar eru jafnvel áttræöir gamlingjar meö glóandi feguröardísaroða í vöngum, eöa sminkaöir einsog vændiskonur mætti líka segja, allavega með eggslétt og nánast ilmandi hvítvoöungahör- und einsog litlu sætu krílin sem nota einungis John- sons ungbarnapúöur í sætu sjónvarpsauglýsing- um; og með þessum poppstjarnaspjöldum sín- um ætla þeir aö þeir séu aö vinna hugi og hjörtu fólksins! Þaö fór lítiö fyrir frá- sögninni í The Guardian af kveinstöfum sovéska blaösins, enda frétta- streymið sem fyrr er sagt af morðum og vígaferlum meö almesta móti um þessar mundir. Þaö þarf vitanlega ekki aö koma neinum á óvart þóaö fólk þarna eystra geri sér Ijóst aö vígbúnaöarkapphlaup- iö byggist ekki síst á gagnkvæmum ótta. Svoað orð verkamannsins séu heimfærö uppá hann sjálf- an og landa hans: „Þetta eru líka manneskjur.“ Á hinn bóginn eru viöbrögö flokksmálgagnsins rétt eitt dæmiö um þann forn- eskjulega hugsunarhátt sem stjórnar oröum og at- höfnum valdsmannanna á þessum slóöum. Innræt- ingarapparatiö hefur brugöist og þaö þarf aö brýna hugmyndafræöilegu kutana. Fólkiö þar eystra á ekki aö hafa aörar skoö- anir um stríö og friö en þær sem ríkinu þóknast aö skammta því. Ef útaf er brugöiö og í rökréttu framhaldi af þessu (ef hægt er aö nota oröið „rökrétt“ í þessu sambandi) koma síöan áminningarnar, yfirheyrsl- urnar, atvinnumissirinn, frelsissviptingin. Þetta hafa enda oröiö örlög má ég segja hvers eins og ein- asta þeirra karla og kvenna sem sýndi þá fífl- dirfsku fyrir fáeinum miss- erum aö stofna til friðar- hreyfingar í höfuöborg Sovétríkjanna. Hópurinn varö aö vísu aldrei stór, enda vita menn hvaö þeir kalla yfir sig austur þar ef þeir bind- ast samtökum í trássi viö flokkslínuna. En mér hefur löngum þótt langtum of hljótt um Moskvuhópinn og örlög hans bæöi í fjöl- miölum vestrænu ríkjanna og svo ekki síöur meöal fólksins hér vestan járn- tjalds sem kennir sig viö friö og afvopnun. Ég efast ekki um ein- lægni þessa fólks upp til hópa, og ég hef takmark- aöa samúð meö þeim mönnum sem sjá bókstaf- lega rautt þegar tilvist þess ber á góma. Ber þetta ekki keim af þeim hugsunarhætti sem hér hefur veriö lýst, nefnilega aö þegnarnir eigi einungis aö hafa þær skoöanir sem eru háu herrunum þókn- anlegar? En á hversdagsmáli finnst mér samt ástæöa til aö spyrja hvort Andropov og hinir glansmyndapost- ularnir sleppi ekki langtum of billega. Helgartill Bílaleigu Flugleiða til helgarreisufarþega Dæmi: VW Golf í 2 daga með 100 km innif. kr. 1.360 VW Golf í 3 daga með 150 km innif. kr. 2.040 VW Golf í 2 daga ótakmarkaöur akstur kr. 2.200 VW Golf í 3 daga ótakmarkaöur akstur kr. 3.300 Við afhendum bflana á hótel eða flugvöll Urvals bííar. Reyniö viöskiptin. BILALEIGA FLUGLEIDA SIMI27800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.