Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 15 St&nislas Bohic og Ian Holding. „íslenskar konur eru í raun sterkari en sú mynd, sem hér er dregin upp.“ Ofsalega gaman Næstir urðu á vegi mínum tveir útlendingar. Mér lék forvitni á að vita hvernig þeim hefði fundist sýningin. Stanislas Bohic frá Bordeaux í Frakklandi varð fyrri til að svara. „Mér fannst mjög gaman að þessari sýningu," segir hann. „Ég hef nú búið hér á landi í fimm ár, þannig að ég skildi textann ágæt- lega. Ég þekki næturlífið hér á landi og mér fannst mikill sann- leikur hvað það varðar koma fram í leikritinu. Ég skildi garðyrkju- manninn eiginlega einna best. Ég vinn sjálfur við garðskipulag og lendi oft í svipaðri aðstöðu og hann. Ég meina, maður lendir oft svona inni í miðju rifrildi hjá hjónum, eins og hann gerði, grey- ið. Mér fannst leikurinn góður og sérstaklega var ég hrifinn af Helga Skúlasyni. Ég kann miklu betur við svona raunsæ leikrit heldur en þessi draumkenndu eða óraunverulegu, eins og til dæmis „Garðveislu", sem ég sá á sínum tíma. Að vísu skildi ég íslenskuna ekki vel þá og það kann að hafa haft sitt að segja. Drykkja var svolítið áberandi í leikritinu, en það var þó allt í lagi. Ég sá íslenskt fólk, sem ég þekki í hverri einustu persónu leikritsins. Pétur, sem Helgi Skúlason leik- ur, er að mínu áliti mjög sjálfs- ánægður maður, hann er harður við börnin sín og er ímynd karl- mennskunnar. Garðyrkjumaður- inn er örugglega ágætis náungi, hann er bara svolítið linur. Senni- lega er það til að skapa andstæður í leikritinu. Kona Péturs, sem Helga Bachman lék, var sterk persóna, en þó held ég að íslenskar konur séu í raun miklu sterkari en sú mynd, sem hér var dregin upp. Mig langar til að þakka höfundi fyrir að þora að sýna svona leikrit á íslandi. Ég segi þetta út frá kynnum mínum af íslandi og ís- lendingum og ég veit að það þarf töluvert hugrekki til að setja svo raunsætt leikrit sem þetta á svið hér á landi. Skildi ekki orð, fannst samt gaman Iain Holding frá York í Eng- landi vildi einnig tjá sig um leik- ritið. „Ég skildi ekki orð af textan- um,“ segir hann. „Ég er bara staddur hérna í nokkra daga og hef aldrei farið áður í leikhús á fslandi. Mér fannst ég samt skilja leikritið töluvert vel, því leikurinn var mjög góður. Ég skemmti mér alveg konunglega. Þetta leikrit er mjög nútíma- legt, ég er viss um að ef það yrði þýtt yfir á ensku og sýnt í Eng- landi, myndu Englendingar kunna vel að meta það. Mér fannst mikið jafnvægi í verkinu. Til dæmis það jafnvægi, sem sýnt var á milli Pét- urs og garðyrkjumannsins. Þeir eru báðir látnir koma inn um bakdyrnar, fyrst garðyrkjumaður- inn og síðan Pétur. Já, ég hef svona aðeins komið nálægt leik- húslífi," segir hann aðspurður. „Það var þó eingöngu á meðan ég var í háskóla, þá leikstýrði ég stundum verkum, sem nemendur settu upp. Mig langar bara að segja það að lokum að mér fannst alveg ofsalega gaman í kvöld!" !§í M Áskriftarsíminn er 83033 © NÁTTFÖT OC ÍÞRÓTTAGALLAR frá HENSON Stæröir 20—38 Póstsendum Dönsku jassballettskórnir komnir í svörtu og hvítu. Stæröir 32—42. Kirkjubraut 5 Akranesi HEILDSALA — SMÁSALA sími 93-1986. LAUGAfíDAGUfí omim io*4 E/Ð/STORG/11 Vörumarkaðurinn hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.