Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 9 HtaiEteö ináQ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 219. þáttur Nú er ætlun mín að ganga á lagið og biðja ykkur að víkjast eins vel við og þið gerðuð, þeg- ar ég bað ykkur um að skýra vísu Rósu Guðmundsdóttur. Eitt kunnasta kvæði Gríms Þorgrímssonar Thomsens heitir Á Glæsivöllum. Svo hafa menn kennt að Grímur væri að lýsa þar á táknmáli lífi því vondu sem hann lifði erlendis, þar sem menn brugguðu hver öðrum banaráð (eða allt að því), en allt var þó slétt og fellt á yfirborðinu. Á þessum glæsi- völlum þjónaði hann Danakon- ungi, fórnaði ástkonu sinni og syni og „slapp" þaðan „kalinn á hjarta". Eitt er það meðal ágæta þessa kvæðis, að allar vísur þess klofna um gagnstæðis- tenginguna en, „gáfaðasta orð tungunnar“, eins og Sigurður Guðmundsson skólameistari komst að orði. Trúlega er það vegna þess, að greindir menn sjá gjarna fleiri en eina hlið á hverju máli. Verður þá margt en-ið, og gagnstæðurnar hvor sínum megin. Þetta er áferðar- gott, en endingarlítið, getum við sagt. „Ég bauð honum heim, en hann vildi ekki þ'ggja," er dæmið í Blöndals- orðabók, þar sem þessi sam- tenging er kölluð disjunktiv. í kvæði Gríms eru annars vegar við en þau ágæti sem sýnast, hinum megin það vonda sem er. Á Glæsivöllum aldrei með ýtum er fátt, allt er kátt og dátt; en bróðernið er flátt mjög og gamanið [er grátt, í góðsemi vegur þar hver ann- an. En það er lokabraglína fyrstu vísu sem lengi hefur vafist fyrir mér að skýra. Ég hef oftar en einu sinni skipt um skoðun og kenningu. Og nú bið ég ykkur um hjálp, reynsl- unni ríkari, eftir aðstoð ykkar við skýringu á vísu Vatns- enda-Rósu. Hvað merkir ná- kvæmlega síðasta braglínan í eftirfarandi vísu Gríms? Hjá Goðmundi á Glæsivöllum gleði er í höll, glymja hlátrasköll, og trúðar og leikarar leika þar um [völl, en lítt er af setningi slegið. Ég auðkenni hér gagn- stæðistenginguna en og gef mér að í þessari vísu eins og öllum hinum séu andstæður hvoru megin við. Ég sagðist ætla að ganga á lagið. Það er líkingamál og merkir fyrir mér svipað og hið myndhverfa orðtak að færa sig upp á skaftið þ.e. að verða ágengari en áður var, nota sömu aðferðina og áður (bruge den Metod, segir í Blöndal) eða, samkvæmt doktorsritgerð Halldórs Halldórssonar, „að fylgja fast fram máli sinu (þegar finna má lát á þeim, sem menn eiga í höggi við)“. Reyndar á ég ekki í höggi við ykkur, en ætla að nota sömu aðferð og áður og færa mig upp á skaftið. Bæði orðtökin, sem til hefur verið gripið, eru komin frá vopnaviðskiptum. í orðtakinu að ganga á lagið merkir lag stunga, sbr. lagvopn. Eiginleg merking orðtaksins („fylgja stungu (lagi) fast eftir" er kunn úr fornmáli, segir pró- fessor Halldór. í Þorsteins sögu Víkingsson- ar stendur í 19. kafla: „Jökull lagði þá til Þorsteins ok kom í lærit heldr ofarliga, en með því at Jökull var sterkr og gekk fast á lagit, en Þor- steinn móðr mjök og stóð framarliga á árbakkanum, þá hrapaði hann ofan fyrir hamr- ana.“ Orðtakið að færa sig upp á skaftið segir prófessor Halldór að merki ekki aðeins að verða ágengari, heldur einnig að færa út kvíarnar, svo enn sé notað myndhverft orðtak. Hann bætir við: „Líkingin í orðtakinu er víst dregin af bardaga með lag- vopnum (spjótum). Með því að færa sig (hendurnar) lengra upp á spjótsskaftið varð kom- izt nær þeim, sem menn áttu í höggi við. Þessa skýringu hafa þeir Kristján Eldjárn og Helgi Hjörvar látið mér í té.“ Rétt þykir svo að ljúka þessu lagvopnatali með því að minna á hin frábæru andlátsorð Atla Ásmundarsonar á Bjargi, er Þorbjörn öxnamegin Arnórs- son lagði hann í gegnum með spjóti: „í því bili snaraði Þorbjörn fram fyrir dyrrnar og lagði tveim höndum til Atla með spjótinu á honum miðjum, svá at stóð í gegnum hann. Atli mælti við, er hann fékk lagit: „Þau tíðkast nú in breiðu spjótin," segir hann.“ Auðvitað dóu hetjur með spakmæli og snilliyrði á vör- um. Sumir kváðu ógleymanleg- ar vísur. Má vart á milli sjá fyrri hluta andlátsvísu Þor- móðs Bessasonar Kolbrúnar- skálds og síðari hluta banavisu Gísla Súrssonar. Þormóður: Undrask öglis landa eik hví vér rom bleikir. Fár verðr fagr af sárum, fann ek örva drif, svanni. Gísli: Vel hygg ek, þótt eggjar ítrslegnar mik bíti. Þá gaf sínum sveini sverðs minn faðir herðu. Fasteignasala — Bankastræti SiMI 29455 — 4 LiNUR Opiö í dag 1—4 Stærri eignir Ljósamýri Garöabæ Ca. 216 fm fokhelt einbýll á tvelm haBÖ- um ásamt bílskúr. Niöri er gert ráö fyrir eldhúsi, stofum og húsbóndaherb. Uppi 3 svefnherb. og sjónvarpsherb. Fallegt hús. Teikningar á skrifstofunni Verö 2,2 millj. Vesturbær Ca. 120 fm parhús á einni haBö. Sam- liggjandi stofur, 3 herb. og gott baö- herb. Þvottahús og geymsla inn af eld- húsi. Verö 2,4 millj. Garöabær Ca. 90 fm nýlegt raöhús á 2 hæöum. Níöri er stofa, eldhús og baö. Uppi: stórt herb. og geymsla. Bílskúrsréttur. Verö 1800 þús. Laxakvísl Ca. 210 fm raðhús á tvelm hæðum ásamt Innb. bílskúr. Skllast tokhelt. Niörl er gert ráð fyrlr eldhúsl með búrl, stofum og snyrtlngu. Uppi eru 4 herb., þvottahús og baö. Opinn laufskáli. Góð staðsetnlng vlð Arbæ. Verð 2 mlll|. Tjarnarbraut — Hafn. Einbýli ásamt bílskúr á fallegum staö. Húsiö er traust steinhús á 2 hæöum. Grunnflötur ca. 70 fm. Mögulegt aö skapa innréttingar eftir eigin höföi. Akv. sala. Verö 2,3 millj. Vesturberg Parhús ca. 130 fm og fokheldur bílskúr, stofur og 3 svefnherb., eldhús meö þvottahúsi innaf. Vinsæl og hentug stærö. Verö 2,5—2,6 millj. Hafnarfjörður Ca. 150 fm raöhús á tveimur hæöum. Stofur og eldhús niöri, 4 rúmgóö herb. og baö uppi. Bílskúrsréttur. Ákv. sala. 4ra—5 herb. íbúðir Hlégeröi Ca. 100 fm góö íbúö á 1. hæö i þríbýli. Nýlegar innréttingar á baöi og í eldhúsi. Nýtt gler. Suöursvalir. Gott útsýni. Verö 1,8—1,9 millj. Hólahverfi Ca. 115 fm góö íbúö á 2. hæö. 3 svefn- herb. og stofur. Parket á holi og i eld- húsi. Stórar suöursvalir. Bílskúrsréttur. Ákveöín sala. Hjallabraut Hf. Ca. 130 fm ibúö á 1. hæö. Stofur, 3 svefnherb. og stórt svefnherb. á gangi. Þvottahús og búr innaf eldhúsi. Verö 1.750 þús. Skipti á 3ja herb. íbúö í Noröurbænum. Melabraut Rúmgóö ca. 110 fm íbúö á jaröhæö í þríbýli. 3 svefnherb. og 2 stofur. Gott eldhús meö parket. Verö 1.550 þús. 3ja herb. íbúðir Bollagata ca. 90 fm kjallaraibúð i þribýll, stofa og 2 góö herb.. geymsla Innl i íbúðlnnl. Þvottahús út frá forstofu. Sérlnng. Rólegur og góður staöur Verö 1350 þús. Háaleitisbraut Ca. 70 fm íbúö á 3ju hæö ásamt bílskúr. Góö íbúö. Ákveöin sala. Verö 1,7 millj. Tjarnarbraut Hf. Ca. 93 fm neðrl sérhæð í tvíbýli. Sam- liggjandi stofur og 1—2 herb. Geymsla og þvottahús á hæöinni. Ný eldhúsinn- rétting. Ákv. sala. Verð 1350—1400 þús. Engjasel Mjög góö ca. 96 fm íbúö á 1. haBÖ. Góöar innréttingar. Rúmgóö íbúö. Verö 1450 þús. 2ja herb. íbúðir Ægissíða Ca. 60—65 fm ibúö á jaröhæö í þríbýli. Stofa, stórt herb. og eldhús meö búri innaf. Mikiö endurnýjuö, góö íbúö. Ákv. sala. Verö 1150 þús. Blikahólar Ca. 60 fm íbúö á 3. hæö í lyftublokk. Gott eldhús, stórt baöherb, stórar sval- ir. Ákv. sala. Verö 1250 þús. Hamrahlíð Ca. 50 fm mjög góö íbúö á jaröhæö í blokk beint á móti skólanum. 1 herb., stofukrókur. Stórt og gott baöherb. Geymsla inni i ibúöinni. Sérínng. Ibúöin er öll sem ný. Ákv. sala. verö 1200 þús. Gaukshólar Ca. 65 fm góö ibúð á 1. hæð i lyftu- blokk. Góöar Innréttlngar. Parket á góltl, góð sameign. Verð 1150—1200 þús. Möguleg sklptl á 3ja herb. í Bökk- unum eöa Háaleitl Friörik Stefánaaon viðakipfafræðingur. JEgir Breiðfjörö aöluatj. Metsölublad á hverjum degi! l. 26933 | íbúð er öryggi Opiö 1—3 í dag Irabakki 90 fm íbúð á 1. hæö. Þvottahús innaf eldhúsi. Hugguleg ibúð. Verð 1400—1450 þús. £ Ástún Kópavogi 80 fm ibúð á 3. hæð. Ibúðin er ný og smekkleg. Verö A 1500—1550 þús. * & & Heiöarás & 350 fm einbýli á tveimur hæð- (Si um. Gufubað. Arinn. Verðft & 5,5—6 millj. § Vantar A 3ja til 4ra herb. íbúð með eða g án bílskúrs i Kópavogi eöa & Garðabæ. i * Vantar 3ja til 4ra herb. íbúð í nýja & miðbænum fyrir fjársterkan ^ kaupanda. A Vantar § 120—150 fm ibúö með bílskúr. 1,5 millj. fyrir 15. des. Útb. á iSi árinu allt að 2,6 millj. | CjlEigna í ESmarkaðurinn - Hafnarstr. 20. s. 26933, ^ (Nyja húsinu viö Lækjartorg) A Jón Magnusson hdl. £ mjNDX Ka.steigna.sala, ffverfisgötu 49. VERDMETUM SAMDÆGURS OPIÐ 13—15. ERUM MED í SÖLU: 3ja herb. íbúö viö Langholts- veg. Bilskúrsréttur. Hagstæð greiðslukjör. ÓSKUM EFTIR: 3ja herb. íbúðum á skrá. HÖFUM KAUPANDA: aö 3ja til 4ra herb. íbúð í eldri hverfum bæjarins. KAUPANDI ÞESSI GETUR GREITT 600 ÞÚS Á TVEIMUR MANUÐUM. 'DIaMiA GjgtvéSP/i v'ttj^k^r . SOLUSKRÁIN Á SUNNUDÖGUM Wterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamióill! SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VAL0IMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL Til sölu og sýnis auk annarra eigna Glæsilegt timburhús í vesturborginni Nánar tiltekiö endurbyggt og stækkaö timburhús, járklædd hæö og ris á steyptum nýjum kjallara. Alls er i húsinu 5—6 herb. íbúð, ekki fullgerð. Eignarlóð, fylgir frágengin. Góð lán áhvílandi. Skipti möguleg á góöri 4—5 herb. ibúð í vesturborginni. Teikningar og myndir á skrifstofunni. 5 herb. rúmgóö íbúð meö bílskúr Nýleg og góð um 115 fm á 1. hæð við Ugluhóla. 4 rúmgóð svefnherb., góö sameign, frágengin, sólverönd, suðuríbúð. Ný íbúö — bílskúr getur fylgt 2ja herb. mjög atór íbúö á 2. hæð um 78 fm viö Jöklasel, ibúöarhæf, ekki fullgerð. Sérþvottahús, fullgerö samelgn. Óvenju hagstæðir greiðsluskilmálar. í Þingholtunum 2ja og 3ja herb. hæöir, vel meöfarnar, skammt frá Landspítalanum. Mjög sanngjörn útborgun. 3ja herb. íbúöir í Kópavogi viö Nýbýlaveg á 1. hæð um 80 fm, mjög vönduö innrétting, sérþvotta- hús, sérhiti, bilskúr, útsýni. viö Furugrund á 1. hæð um 80 í enda, nýleg, mjög góö einstaklings- tbúö um 30 fm fylgir í kjallara, sem tengja má hæðinni með sérstiga. 4ra herb. íbúðir viö: Laugarnesveg á 2. hæö um 90 fm, sórhiti, suöursvalir, mikið útsýni. Blikahóla á 6. hæð um 110 fm, sérsmiöuð innrétting, bílskúr getur fylgf. Leirubakka ó 1. hæð um 110 fm, sérþvottahús, herb. um 10 fm í kj. með wc. Hágerói Kóp., aöalhæö, 96 fm, endurnýjuð, sérhiti, bílskúrsréttur. 5 herb. góöar sérhæöir viö: Skólageröi Kóp., neöri hasö um 125 fm, allt sér (inngangur, hiti, þvotta- hús). Bílskúr 32 fm, trjágarður. Tvíbýlishús, endurbætt. Miðbraut, Seltjarnarnesi, um 135 fm efri hæð, allt sér (hiti, inngangur, þvottahús), svalir, útsýni, bílskúrsréttur. Þrýbýli, næsfum skuldlaus. 3ja herb. íbúö óskast í borginni helst í grennd við „nýja“ mlöbæinn. Verður borguð út, þert aö losna 1. ágúat nk. í Háaleitishverfi eöa Heimum óskast góð 3ja—4ra herb. íbúö, sklptl möguleg á 5 herb. úrvalsibúö í Háaleitishverfi. í Vesturborginni — skipti Til kaups óskast góö 3ja herb. íbúö í vesturborginni, skipti möguleg á 5 herb. suöuríbúð á Högunum. í sama húsi óskast til kaups tvær íbúöir helst 2ja—3ja og 4ra—5 herb. Bílskúr þarf aö fylgja annarri íbúöinni eða bílskúrsréttur. Opiö í dag laugardag kl. 1 til kl. 5. Lokað á morgun sunnudag. LAUGAVEG118 SIMAR 21150-21370 ALMENNA FASTEIGNASALAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.