Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 Athugasemd frá Erlu Kristjánsdóttur Viðvíkjandi svari Guðmundar Magnússonar, blaðamanns í Mbl. 25.11., vil ég taka eftirfarandi fram: f fyrsta lagi beindist gagnrýni mín einkum að prentvillu Mbl. í beinni tilvitnun í nefndarálit 1971 stóð „samþætting" en varð að „skipuþættingu". Þessi leiða prentvilla hefur orðið mönnum til- efni til lágkúrulegra blaðaskrifa og hefur þetta jafnvel gengið það langt að háttvirtur þingmaður Framsóknarflokksins, Ólafur Þ. Þórðarson, sá ástæðu til þess að lesa orðrétt upp úr Mbl. þessa til- vitnun a Alþingi þann 22.11. og eigna mér þetta orðskrípi. Guðmundur telur ekki ástæðu til að minnast á þessa villu einu orði í svari sínu. í öðru lagi segi ég að „fæst af því sem okkur hafi farið á milli hafi komið fram“. Um þetta hef ég eftirfarandi að segja. Það er rétt hjá Guðmundi að ég las yfir við- talið og að ég bað námstjóra í samfélagsfræði yngri bekkja að lesa yfir með mér hluta af því. Guðmundur veit vel að hann varð að vinna þetta viðtal á stuttum tíma og að ég hafði nauman tíma til að lesa það yfir þar sem ég var að fara af landi brott. Við yfirlest- urinn beindi ég því athygli minni að yfirliti er hann hafði tekið sam- an um námsefni í samfélagsfræði þar sem þar var talsvert af villum. Ég viðurkenni fúslega að mín mis- tök voru þau að ég las viðtalið ekki yfir með því hugarfari að leita eft- ir atriðum sem mætti snúa út úr og færa á verri veg en efni stóðu til. Fyrirsögnin var ekki komin — hana hefði ég aldrei samþykkt. Það sem ég hef mér til afsökunar er að ég treysti blaðamanninum til að vinna heiðarlega. Við áttum Staðið verður við lof- orð til húsbyggjenda — segir fjármálaráðherra Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, mælti fyrir frumvarpi um innlenda lánsfjáröflun í neðri deild Alþingis í gær, þ.e. sölu spariskír- teina o.fl., til að afla Byggingarsjóði fjár til að standa við fyrirheit um viðbótarlán til húsbyggenda. Frum- varpið hefur þegar verið samþykkt í efri deild. Fjármálaráðherra sagði m.a. efnislega í svörum við fyrirspurn- um: • Fjármunir, sem þessi lánsfjár- öflun nær til, eru merktir þessum málaflokki, húsnæðislánakerfinu. • Staðið verður við þau fyrirheit, sem gefin hafa verið. Aukafjár- veiting verður nýtt meðan beðið er tekna af skírteinasölu. Nái þessi lánsfjáröflun ekki því fjármagni, sem til þarf, hlýtur ríkissjóður að brúa bilið. • Samráð var haft við ríkisstjórn og Seðlabanka um vaxtaákvörðun. Önnur mál, sem komu til um- ræðu í þingdeildinni í gær, vóru: Stjórnarfrumvarp um afnám álags á ferðagjaldeyri (þegar af- greitt í efri deild), stjórnarfrum- varp um niðurfellingu stimpil- gjalda af íbúðarlánum (einnig af- greitt í efri deild) og frumvarp Karvels Pálmasonar o.fl. um stöðvun byggingar Seðlabanka- húss. Það frumvarp var til fyrstu umræðu í fyrri þingdeild og geng- ur væntanlega til fjárhags- og viðskiptanefndar þingdeildarinn- ar. — frá mínum bæjardyrum séð — ágætar viðræður þar sem m.a. kom fram að Guðmundur væri menntaður í vísindaheimspeki og sögu. Ég hélt því að hann kynni að vinna hlutlaust og heiðarlega. Hefði ég vitað fyrir hvílíku hlassi þessi litla þúfa myndi velta — þá hefði ég án efa beðið Guð- mund að sleppa ekki þeirri spurn- ingu er hann beindi til mín um hvort gömlu íslandssögubækurnar væru með öllu ónothæfar og ég svaraði afdráttarlaust neitandi, þvi að það eru þær sannarlega ekki. Ég hefði einnig átt að biðja hann að sleppa ekki að geta þess að daginn eftir viðtalið stóð fyrir dyrum ráðstefna sögukennara á öllum skólastigum sem ég hvatti blaðamanninn til að sækja. Því miður sá hann sér ekki fært að gera það. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ekki er hægt að tíunda allt er fram kemur í viðtali. Ég geri mér einnig núna fullkomlega grein fyrir því að hægt er að túlka orð og setningar á ýmsa vegu eftir hugarfari og skoðunum hvers og eins — að full ástæða er til að vera varfærin í orðum þegar rætt er um jafn mikilvægt mál og íslands- sögukennslu. Erla Kristjánsdóttir, námstjóri í samfélagsfræði. „Skipuþætting“ — prentvilla Að gefnu tilefni þeirra umræðna, sem orðið hafa um kennslu í ís- landssögu vill Morgunblaðið taka fram, að orðið „skipuþætting", sem kom fyrir í viðtali Morgunblaðsins við Erlu Kristjánsdóttur, náms- stjóra, og lagt hefur verið henni til lasts í blaðaskrifum, er prentvilla, sem varð í vinnslu blaðsins á viðtal- inu. Morgunblaðið biður þá, sem hlut eiga að máli, velvirðingar á þessum mistökum. ———B————MHWH . _—I J— WtHtV Basar í Keflavík Kristniboðsfélagið í Keflavík heldur árlegan basar í húsi KFUM og K, að Hátúni 36 í Kefiavík í dag, laugardag. ftilkynningu frá félaginu segir að ýmsir munir til jólagjafa verði á boðstólum og einnig kökur o.fl. Það segir ennfremur: „Nú eru að störfum í Afríku fjórar kristni- boðsfjölskyldur, en allur kostnaður af dvöl þeirra er borinn uppi af frjálsum framlögum velunnara kristniboðsins." Viðskiptaráöherra: Samdráttar óskað í bankaframkvæmdum Matthías Mathiesen, ráðherra bankamála, kunngerði á Alþingi í gær, að hann hefði ritað öllum bönk- um, ríkisbönkum og einkabönkum, bréf (dags. 14/11/83) og óskað þess að þeir dragi svo sem unnt er úr fyrirhuguðum fjárfcstingum á næsta ári (1984), m.a. með því að gera enga nýja verksamninga við fram- kvæmdaaðiia. Jafnframt hafi ráðuneytið mælzt til þess að fá upplýsingar um þær fjárfestingar sem hver banki um sig hefur þegar ákveðið að ráðast í á næsta ári og verk- samningsbundið. Ráðherra gaf þessar upplýs- mgar í umræðu um frumvarp, sem Karvel Pálmason (A) flytur og mælti fyrir, þess efnis, að „fram- kvæmdir við hús Seðlabankans við Ingólfsstræti í Reykjavík skuli stöðvaðar frá og með gildistöku" frumvarpsins, fái það samþykkt á Alþingi. Ráðherra kvaðst þeirrar skoð- unar að svör bankanna yrðu með þeim hætti, að frumvarp þetta yrði óþarft, þ.e. að ekki yrði unnið að öðrum framkvæmdum 1984 en þegar væru verksamningsbundn- ar. Svör bankanna yrðu send til þeirrar þingnefndar, er fengi frumvarpið til frekari skoðunar. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Háseti — 2. stýrimaður Háseta með stýrimannsréttindi vandar á Arnar HU-1. Upplýsingar í síma 95-4690 eða 95-4620. Bókhaldari — Gjaldkeri Óskum að ráða hálfsdagsstarfsmann til al- mennra bókhaldsstarfa, eftirlit meö reikning- um og greiðslum. Þarf að geta byrjað strax. Uppl. í síma: 27780 og 15568. List sf. Bíldudalur Starfsfólk óskast í fiskvinnu við pökkun og snyrtingu. Upplýsingar í símum 94-2110, 94-2116 og 94-2128. Fiskvinnslan hf., Bíldudal. Blikksmiðir 1. vélstjóri óskast á flutningaskip. Upplýsingar í síma 27377, kvöldsími 35756. Vélstjórar Vélstjóri óskast á skuttogara á Suöurlandi. Þeir sem hafa áhuga leggi nöfn sín inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „V — 628“. óskum eftir að ráða blikksmiöi og nema í blikksmíði. Upplýsingar í símum 54888 og 52760. Rásverk sf., blikksmiðja, Kaplahrauni 17, Hafnarfirði. Sölumenn Óskum að ráða sölumenn til starfa á prósentum, strax. Upplýsingar í síma 27780 og 15568. List sf. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Tvær myndir - spottprís Ferró og Kjarval. Sími 21513. VEROBREFAMARKAÐUR HUSI VERSLUNARINNAR SIMI 833 20 KAUP OG SALA VEOSKULDABRÉFA Arinhleösla Upplýsingar í síma 84736 Ljós á leiði Sími 23944. □ Edda 598311262 — Frl. □ Gimli 598311287 — 1. Kökubasar og kaffisala veröur í Fíladelfíu, Hátúni 2 kl. 14.00 í dag. laugardag. Systrafélag Fíladelfíu. Krossinn Samkoma í kvöld. kl. 20.30, aö Álfhólsvegi 32, Kóp. Allir hjartanlega velkomnir. <• Hjálpræðis- Wjjteriim Kirkjustræti 2 Trúboðskvöldvaka í kvöld kl. 20.30. Skuggamyndir | frá Afríku, veifingar, fórn til trú- boösstarfsins. Sunnudag kl. 11.00 fjölskyldusamkoma. Kl. 20.30 Hjálpræöissamkoma. Maj- or Svend og Solveig Björndal frá Noregi tala. Allir velkomnir. Heimatrúboðið, Hverfisgötu 90 Almenn samkoma á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Veriö vel- komin. Fögnum nýju kirkjuári. PS- Jomhjólp Samhjálp i dag kl. 14—17 veröur opiö hús í Þríbúöum, félagsmiöstöö Sam- hjálpar aö Hverfisgötu 42. Ottó Ftyel leikur á píanó. Littu Inn. þiggöu kaffl og ræddu málin. Allir velkomnir. Samhjálp ÚTIVISTARFERÐIR Sunnudagur 27. nóv. Kl. 13 aöventuganga um Mió- dalsheiöi. Létt ganga um falleg heiöalönd meö fjölbreyttu vatna- svæöi. Verö 200 kr. Frítt f. börn m. fullorönum. Brottför frá ben- sínsölu BSi. Sjáumst! Úlivlsl. Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík Á morgun. sunnudag, veröur sunnudagaskóli kl. 11.00 og al- menn samkoma kl. 17.00. At- hugió breyttan samkomutíma. Veriö velkomin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferö sunnudaginn 27. nóvember Kl. 13. Helgafell — Valahnjúkar — Valaból Ekiö aó Kaldárseli, en þar hefst gönguferöln. Létt og skemmtileg gönguleiö. Hæfl- leg útivera i skammdeginu lífgar uþþ á tilveruna. Alllr velkomnir. Brottför frá Umferöarmiöstöö- inni, austanmegln. Farmlöar viö bíl. Fritt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Feröafélag islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.