Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 13 Allen Bryant Clark: Hnífur úr hertu stáli, messing og Marie Goldring: Saumað leður. rósaviði. göngu að hnífagerð. Möguleik- arnir hvað varðar útlit, hönnun og notagildi eru nær ótakmark- aðir og ég nota ryðfrítt stál af besta gæðaflokki, en nokkur eru búin til úr höggmyndalist. Hnífar minir eru bæði ný- stárlegir og góð verkfæri. Eig- endum sínum eru þeir því bæði til gagns og augnayndis." (Mynd II, Allen Bryant Clark, Hnífur úr hertu stáli, messing og rósa- viði). Marc Goldring: „Leður heillar mig með möguleikum sínum, ekki síst hvernig unnt er að móta það með vatni. Blautt er leðrið mótanlegt en síðan helst lögun þess er það þornar. Leðrið býr yfir leyndardómum. Það hefur lífræna þætti (það var skinn á lifandi dýri) og tækni- lega þætti (efnabreytingar sem eiga sér stað þegar skinn er sút- að). Ég reyni að höfða til beggja þessara þátta leðursins og reyni að gera tjáningarformið eins magnþrungið og efnið sem í því er... (Mynd III, Marc Goldring, Saumað leður.) Bryant Holsenbeck: „Þessi verk hafa orðið til vegna þess hve ég ann körfugerðarlist en í henni er að finna bæði tónræna endurtekningu og myndræna eiginleika plöntutrefjanna sjálfra. Úr samruna þessara eig- inda sprettur fram hlutur sem hefur til að bera bæði notagildi og fegurð. í náttúrunni sjálfri hefur hvert form sína fegurð og einnig tilgang. (Mynd IV, Bry- ant Holsenbeck, Hattur.) Warren MacKenzie: „Sum leirker eru góð og þeir sem eru næmir skilja það strax. Ef sá hinn sami gefur sér tíma til þess að íhuga innra eðli verksins og gefa gaum að þeim, sem það vann, hefur hann öðlast þátt í því að skapa listaverk. (Mynd IV, Warren MacKenzie, Tepott- ur úr steinleir.) Ég valdi hér að ofan ekki þau verk er mér leist best á heldur þau ummæli listamannanna er gefa góða innsýn inn í eðli hand- íða, hve löng og ströng menntun er t.d. að baki einföldu formi og hve meðvitað listamennirnir tjá sig yfirleitt ef því er að skipta og þó er það hið skynræna er ávallt skiptir mestu máli. Feg- urð rökréttrar skynjunar. Að lokum ber að þakka fram- takið með miklum virktum og minna á að sýningunni lýkur á sunnudagskvöld. Rómantískur eldmóður Hljóm- plotur Atli Heimir Sveinsson Nýlega fékk ég hljómplötu Rögnvalds Sigurjónssonar, sem Fálkinn gaf út fyrir skömmu, en þar leikur hann verk eftir Schumann, Chopin og Liszt, hina rómantísku meistara. Þetta eru gamlar hljóðritanir frá árunum 1956—71. Á þessum tíma var Rögnvaldur mikilvirkur listamaður, sem réðst í stórbrot- in og erfið viðfangsefni, hélt fjölda tónleika hér og erlendis, auk þess sem hann kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þessi plata er gott sýnishorn af list Rögnvalds. Hljóðritunin ber merki síns tíma, en hún varðveit- ir þá rafmögnuðu spennu, sem oft ríkti á tónleikum hjá Rögn- valdi. Og slíkar hljóðritanir eru betri heldur en þær steindauðu, steingeltu og yfirfáguðu, þar sem hvergi er hnökra að finna. En þær eru algengar nú á tímum tæknidýrkunar, áferðafallegar en segja lítið. Gott sánd kemur aldrei í staðinn fyrir góða spila- mennsku, lýtalaus tækni aldrei í staðinn fyrir djúpa túlkun. Rögnvaldur var ákaflega eftir- minnilegur píanisti. Hann var hrífandi tæknisnillingur og stórhuga eldsál. Stundum var hann nokkuð brokkgengur, en alltaf spennandi og aldrei leiðin- legur: sjálfstæður og sterkur persónuleiki, sem oft fór eigin leiðir. Honum lét því vel að túlka rómantíska músik svo og tónlist frá 20. öld, t.d. verk eftir Pró- koffívéff. Rómantíska listin (þ.e.a.s. góð list — vond list er ekki list) er gneistandi af lífi, mikil í gleði og sorg, raunsæ og draumkennd í senn, frjáls og um leið öguð. Hinn rússneski skóli í píanó- leik mótaði Rögnvald öðru frem- ur. Mig grunar að kennari hans Gorsdnitzki — leiksnilld hinna rússnesku snillinga Hóróvíts og Rakkmaninoffs og annarra — hafi haft afgerandi áhrif á við- NÆSTI fyrirlestur Landfræðifé- lagsins verður haldinn nk. mánu- dag, þann 28. nóvember, kl. 20.30, í stofu 103 í Lögbergi, Háskóla Is- lands. Fyrirlesarar eru Sigríður Hauksdóttir og Emil Bóasson. Fjallað verður um þá helstu þætti sem ráða staðarvali fyrir horf hans og list. Það er tæknileg fullkomnun, ólgandi lífskraftur og glæsibragur, sem einkennir þennan skóla. Þetta birtist greinilega á hljómplötunni, t.d. í g-moll són- ötu Schumanns. Þrátt fyrir ítar- lega undirbúningsvinnu virðist Rögnvaldur vera stemmnings- maður, þegar á hólminn er komið lætur hann gamminn geisa. Sama er að segja um Mefistó- valsinn eftir Liszt, þann fyrsta. Þar heyrum við glitrandi tækni- snilld og innblásna hrifningu. Rögnvaldur mótaði ljóðrænar tónamyndir oft mjög sannfær- andi, sem heyra má af túlkun hans á smálögunum úr Fantasie- stúcke Schumanns, etýðum Chopins og valsinum í a-moll. Þar birtist önnur hlið róman- tískrar tónlistar — hin fjarræna, <lreymandi og dálítið þunglynd- islega lífskennd. Það er mikill fengur að þessari plötu. Hún er vitnisburður um leitandi listamann, sem umfram allt er stór i sniðum. stóriðnað og reynt að gera grein fyrir mismunandi viðhorfum þeirra aðila sem þar eiga hags- muna að gæta. Sett verðar á oddinn tvö megin viðhorf: Ann- arsvegar þau sem stjórnast af hagsmunum fyrirtækis og hins vegar samfélagsleg viðhorf. Fyrirlestur Landfræðifélagsins: Staðarval fyrir stór- iðnað á fslandi Philips PH-102 3.500.- krónur út Verð kr. 29.950,- I sem greiðist með 8 jöfnum greiðslum, eða 5% staðgreiðsluafsláttur. Útvarpsmagnari 2x25W sin/ | LW, N/IW, FM; kassettutæki, plötuspilari, skápur og hátalarar. V|l§ o’© • ■■■^# Philips PH-104 5.000.- krónur út Verð kr. 39.950.- sem greiðist með 8 jöfnum greiðslum eða 5% staðgreiðsluafsláttur. Magnari 2x30W sin, útvarp LW, MW, FM; kassettutæki, plötuspilari, skápur og hátalarar. Philips PH-106 6.000.- krónur út Verð kr. 48.200.- | sem greiðist með 8 jöfnum gretðslum, eða 5% staðgreiðsluafsláttur. Magnari 2x40W sm, útvarp LW, MW, FM; kassettutæki, plötuspilari, skápur og hátalarar. Heimilistækl SÆTUNI 8-15655 "á OOTT FOLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.