Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1983 Crafts USA — amerísk listhönnun List og hönnun Bragi Ásgeirsson Hinn fimmta nóvember var með mikilli viðhöfn opnuð sýn- ing á amerískri listhönnun á Kjarvalsstöðum. Sýningin, er ber nafnið „Crafts USA“, er sögð sú viðamesta þessarar teg- undar utan Bandaríkjanna til þessa, sem þó er erfitt að trúa en þó kann hún að einhverju leyti að vera umfangsmeiri öðr- um svipuðum sýningum er haldnar hafa verið utan lands- ins. En öll er sýningin hin vand- aðasta og staðfestir á hve háu stigi amerísk listhönnun er í dag. Nafnið á sýningunni þykir undirrituðum þó nokkuð óþjált og minnir meir á iðnhönnun eða vörusýningu en Iistræna kynn- ingu á úrvals skapandi handíð- um. í ljós hefur einnig komið að sýningin hefur ekki hlotið nema brot af þeirri aðsókn sem post- ulínssýningin frá Bing og Gröndal fékk á sínum tíma en það nefni ég hér vegna þess að þá vissi fólk hvað til sýnis væri. Ég nefni þetta strax í upphafi pistils míns ef vera megi að það auki aðsóknina á sýninguna að einhverju leyti því að hún á vissulega skilið að vera skoðuð af sem flestum. Fram kemur að fólk skoðar sýninguna af mikilli athygli og ánægju svo að óhætt er að hvetja sem flesta að leggja leið sína á Kjarvalsstaði áður en dyr sýningarinnar loka nú um helgina. Svo að vikið sé aftur lítillega að opnuninni var hún sú glæsi- legasta er ég minnist til þessa á Kjarvalsstöðum og fyrir utan hina veglegu muni er til sýnis eru bættist við tízkusýning er byggðist á fagurlega hönnuðum klæðnaði og var um margt ólík venjulegum fatasýningum. Með þessari sýningu komu Banda- ríkjamenn færandi hendi með ýmsa hönnuði er voru reiðubún- ir að útskýra og sýna aðferðir ýmiss konar við hönnun list- muna. Það er hið góða við Bandaríkjamenn hve upplýs- ingafúsir þeir eru og hvað fjarri þeim er að liggja á tæknilegum hugmyndum sínum í listhönnun og í raun á flestum sviðum er hafa menningarlegt gildi. En það er nú einmitt aðal mikilla listamanna að vera óhræddir við að útskýra tæknilega leyndar- dóma á bak við listsköpun sína — við samkeppni eru þeir þá ekki hræddir því að þeir treysta á mátt sinn og megin. Við vitum að Bandaríkin eru tiltölulega ungt land og hefðir sínar hafa þeir sótt víða að frá Evrópu og svo til frumbyggja landsins en þar var af nógu að taka. Þó ber að gæta þess, að innflytjendurn- ir frá meginlandi Evrópu og víð- ar hafa að sjálfsögðu flutt með sér menningarlegan arf heima- byggða sinna þannig að úr hefur orðið mikil og spennandi blanda. Einkenni sýningarinnar er ein- mitt hve fjölþætt hún er, svo fjölþætt að það þyrfti miklar yf- irsetur til að skilgreina hana alla og slíkt er næsta ógerlegt í almennri umfjöllun í dagblaði. Bryant Holsenbeck: „Hatz“. June Bissell: „Gólfmotta". En ég vil hér drepa á ummæli nokkurra þátttakendanna um listsköpun sína í þeirri von að það opni augu einhverra fyrir stefnumörkun gildrar handíðar. Við lifum jú einmitt á tímum staðlaðrar fjölföldunar og hvergi hefur hún náð meiri full- komnun en einmitt í Bandaríkj- unum ... June Marie Bissell segir: „Leifar af gömlum gólfdúkum og mott- um, sem hafa verið málaðar þannig að þær líkjast gólftepp- um og finna má enn í gömlum húsum bæði í borgum og til sveita, hafa alltaf heillað mig. Þar er miklu sterkara og frum- legar kveðið að orði en venja er nú til dags... Ég leitast við að gefa þessum átroðna og van- rækta fleti í umhverfi okkar tækifæri til þess að láta til sín taka á listrænan hátt.“ (Mynd I. June Bissell, Gólfmotta.) Allen Bryant Clark: „Á undan- förnum árum hef ég lagt stund á málaralist, ljósmyndun, högg- myndalist og málmsmíð. Eg málaði í sjö ár áður en ég settist í háskóla. í námi skipti ég tíma mínum á milli ljósmyndunar, höggmyndalistar og skartgripa- gerðar, en lauk BFA-prófi í höggmyndalist. Síðan fór ég í gegnum MFA-nám í málmsmíði í „Tyler School of Art“ og ein- beitti mér þá að hnífagerð. Nú orðið vinn ég nær ein- Warren Mac- Kenzie: Tepottur úr steinleir. Bókmenntir Jenna Jensdóttir Erlingur Davíósson, Hildur og ævintýrin hennar. Káputeikning og myndir: Kristinn G. Jóhannsson. Bókaútgáfan Skjaldborg, Akureyri 1983. Erlingur Davíðsson er iöngu þjóðkunnur ritstjóri og rithöf- undur. Þetta er fyrsta barna- bókin hans og gerist á Akureyri. Fimm ára telpan Hildur, sem er stór eftir aldri og auk þess býsna skynug vill ekki lengur Erlingur Davíðsson I fylgd með afa brúðurnar sínar og önnur leik- föng. Hún situr við gluggann og þrá- ir að fara út til þess að kynnast náttúrunni í skrúða sumarsins og góða veðrinu. Svona lítil telpa má ekki fara ein síns liðs lengri gönguferðir. Ekki getur mamma farið með henni. Hún hefur svo mikið að gera. Pabbi kemur ekki heim úr vinnunni fyrr en kvöldar og þá er hann þreyttur. Þá rennur hann afi heim að húsinu í bílnum sínum. Afi er alltaf boðinn og búinn til að sinna litlu telpunni og svara spurningum hennar um allt milli himins og jarðar. Orð hans eru hennar vísdómur. Hann segir henni frá fuglalífi, dýralífi og jarðargróðri þeim er gerir náttúruna fallega á sumardög- um. Hildur litla fær leyfi til að fara skoðunarferð í bílnum með afa. Áfangastaðurinn er Kjarna- skógur. Sagan er fróðleikur frá upp- hafi til enda. En það er ekki gert með þurrum orðum að svara spurningum telpunnar, sem sýni- lega er uppvaxin úr jarðvegi sem er hvati að spurningum hennar. Maðurinn sem svarar henni — hann afi — er í svo einlægu sam- bandi við móður jörð að hann skynjar hvert líf er — þar leynist sem undur allra daga langt utan og ofan við ys og þys nútímans. Hvort sem hann fræðir telp- una um hvítar breiður Bald- ursbrárinnar, fuglalífið á Leir- unni innan við Akureyri, hinn margbrotna gróður í Kjarna- skógi eða eitthvað annað — er allt gert af þeirri alúð og elsku til landsins, sem gerir hvern stærri af. Þótt sagan um Hildi gerist á Akureyri og umhverfi þar í kring, er hún fyrir öll þau börn sem unna íslenskri náttúru. Myndirnar eru að mínum dómi mjög athyglisverðar og hæfa vel fræðandi og skemmtilegri bók. í ölduróti unglingsára Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir í þriðja bindi uppvaxtarsögu Jakobs er gelgjuskeiðið runnið upp. Og þá er aldeilis mikið um að vera. Sveiflurnar í tilfinn- ingalífinu meiri en á öðru tímabili ævinnar að spakra dómi. Unglingurinn er ekki barn lengur, en hvorki líkam- lega né vitsmunalega gjald- gengur í heim hinna fullorðnu. Dómgreindin er brengluð, dómharkan keyrir úr hófi, við- kvæmnin ætlar allt að sliga — botnlaus óánægja með sitt eig- ið sjálf, skyldum við ekki kinka hér oft kolli. Á hinn bóginn er svo auðvitað misjafnt hversu sviptivindasamt er á þessum árum, það kann að fara eftir geðslagi og almennri greind, umhverfi og félögum og svo mætti lengi telja. Ekkert af þessu er ný himnaspeki en hugsanir um þetta verða vit- anlega áleitnar við lestur þriðja bindis uppvaxtarsögu Jakobs, sem höfundur hefur reyndar aldrei farið í launkofa með, að væri hann sjálfur. Sig- urði A. Magnússyni er svo ágætavel ljóst, að uppvaxtar- saga sem er skrifuð áratugum eftir að reynslan var lifuð og atburðirnir gerðust, verður ekki staðreyndafrásögn, held- ur er þar byggt á þeim hug- hrifum, sem eftir sitja í minn- isskríninu. Jakob gengur í gegnum gelgjuskeiðið af meira offorsi en allir aðrir — að eigin dómi. Þjáningar hans, eín- manaleiki, þótt hann sé ein lægt í vina- og kunningjahópi (höfundur ofnotar orðið ein- lægt, eins og það er nú ljóm- andi fallegt í hófi), bágar heimilisástæður, kynhvötin hefur glaðvaknað, óljós beygur um kynhverfu hans sjálfs, trú- arþörf og kargur vilji, kannski meiri en innri löngun til að leita allra lausna í trúnni: þetta er í stuttu máli Jakobs- glíman. Það er fróðlegt að lesa, hversu glöggan skilning Sig- urður A. Magnússon sýnir á Jakobi nú, hugarvíli hans og sveiflum. Og honum tekst að koma líðan og hugsunum pilts- ins til skila á hnitmiðaðan og oft áhrifaríkan hátt. Samúð hans með Jakobi og samtíma og raunsæi hans á hamsleysi piltsins á þessum árum er ráð- andi. En í frásögninni gætir á stundum ákveðins yfirlætis vegna þessa frábæra skilnings — það er óhjákvæmilegt að slíkt yfirlæti verði á stundum til að draga úr trú okkar á Sigurður A. Magnússon heilindin. Ákveðin tilgerð í stílnum, notkun orða og orða- tiltækja, sem sýnilega eru höf- undi ekki töm á tungu hvunn- dags verða einnig hvimleið, þegar fram í sækir. Sigurður A. Magnússon hef- ur hér skrifað bók, sem um listræn vinnubrögð og stíl tek- ur langt fram Möskvum morg- undagsins. Hins vegar verður því ekki neitað, að naflaskoðun Jakobs verður býsna yfirþyrm- andi þegar fram í sækir. Hér er ekki gætt hófs, enda ugg- laust vandrataður meðalvegur- inn. Höfundur er líklega ekki að reyna að fara hann, heldur vill koma öllu til skila, sem honum þykir hafa máli skipt í lífi Jakobs á þessum árum. Það ber vott um hugdirfsku að ganga jafn langt og Sigurður A. Magnússon gerir hér. En kvölin, sem á að vera megin- inntak þessara þriggja bóka, komst ekki til skila á viðlíka hátt og í fyrstu uppvaxtarsög- unni. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.