Morgunblaðið - 30.11.1983, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983
ísraelar fá
aftur klasa-
sprengjur
Washington, 29. nóvember. AP.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
hefur ákveðið að stofna til aukinnar
hernaðarsamvinnu við ísraela og í því
sambandi hafa Bandaríkjamenn aflétt
banni við sölu á klasasprengjum til
ísrael, að sögn embættismanns í Hvíta
húsinu.
Embættismaðurinn staðfesti að
þegar hefðu klasasprengjur verið
sendar til ísrael, en bann var sett
við sölu sprengjanna vegna meintr-
ar misnotkunar ísraela á þeim í inn-
rásinni í Líbanon.
Reagan átti annan viðræðufund
með Yitzhak Shamir forsætisráð-
herra í Kvíta húsinu í dag. Búist var
við að helzta umræðuefnið yrði
efnahagsástandið í Israel, en Reag-
an hefur fallist á að aðstoða ísraela
út úr fjárhagsörðugleikum sínum.
Hundum
útrýmt
Peking, 29. nóvember. AP.
Útrýmingarsveitir í Peking hafa
drepið um 200 þúsund hunda í borg-
inni undanfarnar sex vikur, en nærri
lætur að það sé helmingur allra hunda
í borginni. Bann við hundahaldi í Pek-
ing gengur í gildi 1. desember næst-
komandi.
„Fólkið sjálft hefur fargað tug-
þúsundum hunda," sagði borgar-
starfsmaður. Tilkynnt var um bann-
ið 11. október og hefur mikil útrým-
ingarherferð verið í gangi síðan.
Borgarstarfsmaðurinn sagði að
herferðinni yrði haldið áfram og ef
hundar sæust á reiki í borginni yrðu
þeir umsvifalaust drepnir á staðn-
um. Hundahald var bannað í Peking
af heilbrigðisástæðum, og sérstakar
útrýmingarsveitir, sem telja 200
manns, voru settar á laggirnar.
Hermt er að margir hundaeigend-
ur hafi selt borginni hunda sína en
fjölmargir hafi lógað sinum hund-
um sjálfir og étið kjötið. Þeir sem
reynast sekir að hundahaldi eftir 1.
desember verða dæmdir í fjársektir.
Mikið kókaín-
magn gert upp-
tækt á Kastrup
Kaupmannahófn, 29. nóvember. AP.
Tveir Brasilíumenn, annar þeirra fyrrverandi háttsettur embættismaður,
hafa verið kærðir fyrir að reyna að smygla 42,5 kflóum af kókaíni og 28
kflóum af marijúana til Danmerkur. Er kókaínfundurinn sá mesti í Evrópu
og er söluverðmæti eiturefnanna talið nema 100 milljónum danskra króna.
Hald var lagt á fíkniefnin í
flugstöðinni á Kastrup-flugvelli er
10 manna hópur Brasilíumanna
kom til Kaupmannahafnar.
Reyndust eiturefnin í þremur
ferðatöskum, sem tilheyrðu mönn-
unum tveimur, Anebal Maia de
Albuquerque Pereira og Ivan
Pedro Julio Schiffer. Pereira er
fyrrum póst- og símamálastjóri
Brasilíu.
Við yfirheyrslur lýsti Pereira
sig saklausan af smygltilrauninni
en Schiffer játaði að hafa átt
marijúana-efnið en kvaðst enga
vitneskju hafa um kókaínið.
Mennirnir hafa verið dæmdir í 28
ára fangelsi hvor og settir í ein-
angrun.
Trúarofsóknir í Litháen:
Prestur ákærður
fyrir óhróður
um Sovétrfkin
Moskvu, 29. nóvember. AP.
RÉTTARHÖLD yfir presti einum frá Litháen, sem er á meðal helztu and-
ófsmanna úr röðum kaþólskra manna í Sovétríkjunum, eru hafin í borginni
Vilnu, höfuðborg Litháen. Skýrði sovézka fréttastofan TASS frá þessu í dag.
Presturinn, sem heitir Sigitas
Tankevicius, er ákærður fyrir að
hafa notfært sér predikunar-
stólinn og prestsstörf sín til þess
að bera út óhróður um Sovétríkin.
Var hann handtekinn í Vilnu 6.
maí sl., sama dag og réttarhöldum
lauk yfir öðrum presti, séra Al-
fonsas Svarinskas.
Þeir Tankevicius og Svarinskas
— en sá síðarnefndi var dæmdur í
7 ára vist í nauðungarvinnubúðum
— áttu báðir þátt í því að koma á
fót samtökum til verndar trúfrelsi
manna. Samtök þessi voru stofnuð
1978 og segja stofnendur þeirra að
það hafi orðið þeim mikil hvatn-
ing, er fyrsti pólski biskupinn var
kjörinn páfi, það er Jóhannes Páll
páfi II.
Þessir tveir menn hafa vefengt
sovézk lög, sem m.a. banna trú-
fræðslu barna. Tankevicius, sem
er 44 ára að aldri, hefur hvað eftir
annað mátt sæta hótunum frá
sovézku leynilögreglunni KGB
vegna starfsemi sinnar.
Stjórnvöld í Marokkó:
Vilja aðstoð Dana við
þróun sjávarútvegsins
Mikill markaður að opnast í Marokkó fyrir vélar og tækniþekkingu varðandi sjávarútveg
ið, að við höfum mikinn áhuga á
að auka fiskveiðarnar og þar
með bæta hag landsmanna.
— í fiskiskipaflota Marokkó-
manna er mest af litlum skipum
eða bátum, sem stunda veiðar
með ströndum fram, en úthafs-
flotinn telur í allt um 50.000
brúttótonn. 30% aflans fara í
niðursuðu, 40% í bræðslu, 26%
fara í beina neyslu sem ferskur
fiskur og 4% eru söltuð eða
fryst.
— Meginmarkmiðið nú er að
nýta auðlindirnar í hafinu til að
fæða landsmenn, auka útflutn-
inginn og atvinnuna. í þeim til-
gangi þarf að nýta betur hafnar-
aðstöðuna í Agadir og í bænum
Tan Tan í suðurhiuta iandsins og
meginhiuta flotans, strandveiði-
skipin, þarf að búa betri tækjum
og endurnýja að einhverju leyti.
— Alaoui, ráðuneytisstjóri,
lagði að síðustu áherslu á það við
Börsen, að grundvöllur væri fyr-
ir mjög víðtæku samstarfi Dana
og Marokkómanna í sjávarút-
vegsmálum.
Hér á landi fer nú fram mikil umræða um nauðsyn þess að draga úr
sókninni í þorskstofninn en til þess verður að fækka fiskiskipunum eða
flnna þeim önnur verkefni innanlands eða utan. Með tilliti til þessa kann
eftirfarandi frétt að vekja áhuga einhverra en hún birtist í danska
blaðinu Börsen 24. nóvember sl. og fer hér á eftir nokkuð stytt.
SENDINEFND háttsettra mar-
okkanskra embættismanna hef-
ur að undanförnu verið á ferð í
Danmörku til að kynna sér fisk-
veiðarnar og fiskiðnaðinn í land-
inu og gera Danir sér vonir um
vaxandi samstarf þjóðanna um
þessi mál í framtíðinni. í for-
svari fyrir sendinefndinni er
Ardellah Alaoui, ráðuneytis-
stjóri í marokkanska sjávarút-
vegsráðuneytinu, og í viðtali við
Börsen sagði hann m.a.:
— Að sjáifsögðu hafði ég
kynnt mér dönsk sjávarút-
vegsmál áður en hingað kom og
ég bjóst líka við miklu af þessari
forystuþjóð meðal evrópskra
fiskveiðiþjóða. Ég hef heldur
ekki orðið fyrir vonbrigðum.
Hafrannsóknamiðstöðin í
Hirtshals og rannsóknaskipið
Dana taka öllu því fram, sem við
höfum áður séð, og það er ekki
síst þess vegna, sem við vonum,
að Danir muni taka mikinn þátt
í að þróa fiskiðnaðinn í Marokkó.
Heimsókn marokkönsku
sendinefndarinnar á sér stað á
þeim tíma þegar viðræður fara
fram við stjórnvöld í Marokkó
um aukin kaup á danskri iðnað-
arvöru og verkkunnáttu og það
er í tengslum við þessa samn-
inga sem 12—15 Marokkómenn
munu koma til Danmerkur á
næsta ári til að læra þar réttu
handtökin við togveiðar. Um þau
viðfangsefni, sem við blasa í
marokkönskum sjávarútvegi,
nefndi Alaoui þetta sem dæmi:
— Strandlengja Marokkó við
Miðjarðarhaf og Atlantshaf er
3400 km löng og í landinu býr 21
milljón íbúa. Fiskveiðarnar eru
hins vegar í miklum ólestri.
Fyrir tveimur árum, árið 1981,
færðum við landhelgina út í 200
Danska hafrannsóknaskipið Dana
vakti mikla aðdáun Marokkó-
mannanna.
mílur og ráðum nú yfir fisk-
stofnum, sem geta gefið af sér
1,3 milljónir tonna árlega. Afl-
inn er hins vegar ekki nema
350.000 tonn á ári og því auðskil-
Landflótta
sendiboði
Kínastjórnar
('hicago, 29. nóvember. AP.
SENDIBOÐI Kínastjórnar, sem var
á leið til sendinefndar Kína hjá
Sameinuðu þjóðunum í New York,
leitaði á sunnudag til yflrvalda í
Chicago, og baðst hælis í Bandaríkj-
unum sem pólitískur flóttamaður.
Sendiboðinn, Gogiang Yang, var
á leið með bandarískri farþega-
þotu frá San Francisco til New
York, þegar hann fór fram á að
millilent yrði í Chicago. Eftir
Iendingu á O’Hare-flugvelli hófust
háværar deilur milli Yangs og
landa hans um borð í þotunni um
það hvor þeirra héldi póstpokum,
sem þeir höfðu meðferðis. Eftir
alllangt þóf fór Yang frá borði án
pokanna, og skömmu síðar hélt
þotan ferðinni áfram til New
York.
Mál Yangs er nú í athugun hjá
innflytjendayfirvöldum í Chicago,
og getur úrskurður dregist á lang-
inn. Að sögn yfirvalda bíða nú alls
323 kínverskir borgarar eftir úr-
skurði um hvort þeir fái að setjast
að í Bandaríkjunum. Venjulega
tekur það yfirvöld allt frá tveimur
mánuðum upp í hálft annað ár að
ákvarða í málum sem þessu.