Morgunblaðið - 30.11.1983, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983
t
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
ODDNÝ EINARSDÓTTIR,
veröur jarösungin fimmtudaginn 1. desember kl. 13.30 frá Há-
teigskirkju.
Blóm vinsamlega afbeðin en þeim sem vildu minnast hinnar látnu
er bent á aö láta Hjartavernd njóta þess.
Zóphóníaa Snorrason,
Sigþrúóur Zóphóniasdóttir, Björn Björnsson,
Snorri Zóphóníasson
og barnabörn.
t
Jaröarför móöur okkar og tengdamóöur,
ÞURÍÐAR JÓNSDÓTTUR
frá Kalastöðum,
fer fram frá Fossvogsklrkju, miðvikudaginn 30. nóvember kl.
13.30.
Þorsteinn Oddsson, Sigurbjörg Einarsdóttir,
Gísli Oddsson, Sigurbjörg Steindórsdóttir.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
FRANZ ÁGÚST ARASON,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1. desember
kl. 15.00. Jarösett veröur í Gufuneskirkjugaröi.
Sveinbjörg Guðmundsdóttir,
Guðbjartur Bergmann Franzson,
Ari Bergþór Franzson,
Ragnar Franzson,
Magnea Bergmann Franzdóttir,
Þórunn Franz.
t
Útför eiginmanns mins og fööur okkar,
GUNNARS GUNNARSSONAR,
Skipasundi 11,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. desember kl. 15.00.
Svava Björnsdóttir,
Sigríöur Birna Gunnarsdóttir,
Gunnlaug Gunnarsdóttir,
Þóra Gunnarsdóttír,
Gunnar Logi Gunnarsson.
t
Útför fööur okkar, tengdafööur og afa,
KRISTINS HELGASONAR,
Halakoti, Flóa,
fer frarn frá Selfosskirkju, laugardaginn 3. desember kl. 13.30.
Jarðsett veröur aö Laugardælum.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Útför fööur míns, tengdaföður og afa,
SIGFÚSAR GUNNLAUGSSONAR,
Austurbrún 6,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. desember kl. 13.30.
Guöbjörg Bryndís Sigfúsd., Oddgeir S. Júlíusson,
María Sif Kristjánsdóttir.
t
Innilegt þakklæti fyrir auösýnda hluttekningu viö fráfall og útför
JÓNÍNU S. FILIPPUSDÓTTUR,
Grettisgötu 52.
Vandamenn.
Minning:
Sólveig Árna-
dóttir Petersen
Fsedd 11. mars 1892
Dáin 22. nóvember 1983
Mig langar til að minnast elsku-
legrar ömmusystur minnar, Sól-
veigar Petersen, sem lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 22. nóvember sl.
91 árs að aldri.
Hún fæddist á ísafirði 11. mars
1892, næstelst fimm barna Árna
Gíslasonar, yfirfiskmatsmanns og
konu hans Kristínar Sigurðardótt-
ur.
Veiga frænka, eins og við köll-
uðum hana alltaf heima, óist upp
á fsafirði, en fór til Danmerkur
sem ung stúlka og dvaldi þar um
tíma, en starfaði síðan við versl-
unarstörf í Reykjavík þangað til
hún giftist árið 1923 þýskum
manni, Karli Petersen, kaup-
manni, en hann fórst með breska
skipinu Arandorra Starr 2. júlí
1940. Þau eignuðust 2 börn, Önnu
Lísu, sem lést aðeins nokkurra
mánaða gömul og Martein, sem
kvæntur er Kristínu Sigurðardótt-
ur og eiga þau 3 börn, Ragnar,
Karl og Kristínu.
Ég á mjög ljúfar minningar um
Veigu frænku. Hún reyndist okkur
systkinunum sem besta amma,
enda var mjög gott samband milli
móður minnar og hennar. Hún
kom oft í heimsókn hér áður fyrr
meðan heilsan var góð og ekki var
sú stórhátíð að Veiga væri ekki
með. Sérstaklega eru okkur systk-
inunum minnisstæðir páskarnir
með henni, en hún kom alltaf til
okkar á annan dag páska og hafði
þá meðferðis ýmislegt góðgæti,
sem hún faldi víðs vegar um íbúð-
ina og áttum við síðan að leita að
því. Mikill var spenningurinn og
ánægjan, þegar við fundum kúl-
urnar, karamellurnar, eða hvað
það nú var á hinum ólíklegustu
felustöðum. Það var alltaf glatt á
hjalla, þegar hún kom í heimsókn
og þær venjur, sem sköpuðust með
henni, hafa haldist á heimilum
okkar systkinanna.
Eftir að ég giftist kom hún
stundum í heimsókn til okkar
hjónanna, en aldrei brást, að við
færum heim til móður minnar,
þegar við vissum, að hún var þar í
heimsókn. Hún kom síðast í heim-
sókn til mín fyrir 6—7 árum og
var þá hin hressasta þrátt fyrir,
að líkaminn væri farinn að gefa
sig og bera þyrfti hana upp á 3ju
hæð þar sem ég bjó.
Síðustu árin hafa verið henni,
og þeim sem þótti vænt um hana,
erfið. Ellin hefur verið óvægin, en
áður en fór að halla undan fæti,
fannst mér hún ailtaf eins og ung
stúlka, létt á fæti, oft í ferðalögum
og alltaf vel klædd og vel til höfð.
Ég mun ávallt minnast frænku
minnar með virðingu og hlýju.
Erna Jóhannsdóttir
Sólveig lést á Hrafnistu 22. þ.m.
Löngum lífsferli er lokið. Állir
fara sömu leið. Enginn veit hvar
hann er í röðinni, en þetta „skref"
fær enginn umflúið.
Sólveig fæddist þann 11. mars
1892 á ísafirði, dóttir sæmdar-
hjónanna Kristinar Sigurðardótt-
ur og Árna Gislasonar, yfirfisk-
matsmanns. Hún átti góða æsku í
foreldrahúsum. Eftir stutta dvöl í
Danmörku, kom hún heim og þann
10. mars 1923 giftist hún Karli
Petersen, þýskum manni, er þá ver
verzlunarstjóri hjá Braunsverzlun
hér á landi. Karl var vinsæll mað-
ur og vel látinn. Þau eignuðust tvö
börn, dóttur, sem lést nokkurra
mánaða gömul og son, Martin,
sem búsettur er hér í Reykjavík.
Þegar ég hóf nám í Verzlun-
arskóla íslands árið 1936, leigði ég
hjá þeim í nokkur ár og stóð heim-
ili þeirra hjóna mér ætíð opið. Var
mér tekið sem einum úr fjölskyld-
unni. Þessu vinarbragði gleymi ég
aldrei, því vinátta þeirra og hlýtt
viðmót var mér ómetanlegur
styrkur við námiö og gott vega-
nesti út í lífið.
Sólveig var kona góðra mann-
kosta. Hin sanna vinátta og
tryggð, sem hún miðlaði öðrum, er
mér efst í huga á þessari stundu.
Ég minnist með ánægju sameigin-
legra gleðistunda með fjölskyldum
okkar í gegnum árin bæði hér og á
ísafirði. Þegar litið er yfir farinn
veg, er það traustið, ástúðin og
vináttan sem hæst ber. Slík minn-
ing er ómetanleg.
Sólveig varð fyrir þeirri miklu
sorg á stríðsárunum, að missa
mann sinn fyrir aldur fram. Þá
syrti í álinn hjá henni og ungum
syni hennar. Það varð hlutskipti
hennar að sjá þeim farborða. Það
tókst henni með miklum ágætum.
Sonur hennar, Martin, reyndist
móður sinni framúrskarandi vel.
Hann var henni stoð og stytta alla
tíð og síðar meir lagði tengdadótt-
irin, Kristín Sigurðardóttir, ríkan
hlut að máli.
Dauði Sólveigar kom sem líkn
við þraut. Nú er hún komin heim
og heldur jól með horfnum ástvin-
um.
Við hjónin sendum Martin, fjöl-
skyldu hans og öðrum ástvinum
innilegar samúðarkveðjur.
„Ó faðir, gjör mig sigursálm
eitt signað trúarlag,
sem afli blæs í brotinn hálm
og breytir nótt í dag.“
(M. Joch.)
Blessuð sé minning Sólveigar.
Sveinn Elíasson
„Löng þá sjúkdómsleiðin verður,
lífið hvergi vægir þér,
þrautir magnast, þrjóta kraftar,
þungt og sárt hvert sporið er,
honum treystu, hjálpin kemur,
hann af raunum sigur ber.
Drottinn elskar, — Drottinn vakir,
daga og nætur yfir þér.“
(S.Kr.P.)
í dag miðvikudaginn 30. nóv-
ember kl. 10.30 f.h., fer fram frá
Fossvogskirkju útför föðursystur
minnar, Sólveigar Árnadóttur
Petersen.
Sólveig hafði verið vistmaður á
Hrafnistu DAS síðan 15. júlí 1977,
en þar andaðist hún að morgni 22.
þ.m. á 92. aldursári. — Á Hrafn-
istu naut hún umhyggju elskulegs
hjúkrunarfólks og lækna, sem
gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð,
til þess að létta henni byrði hárrar
elli, er kraftar þrutu og þungt og
sárt hvert sporið varð en „verði,
Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir
honum hneigjum, hvort vér lifum
eða deyjum, veri hann oss velkom-
inn“.
Sólveig fæddist á ísafirði 11.
marz 1892 og voru foreldrar henn-
ar hjónin Kristín Sigurðardóttir,
Hafliðasonar sjálfseignarbónda i
Hörgshlíð við Mjóafjörð og konu
hans, Guðríðar Vigfúsdóttur, en
systkini Guðríðar voru m.a. dokt-
or Guðbrandur Vigfússon há-
skólakennari í Oxford og Sigurður
gullsmiður og fornminjafræðing-
ur, og Árni Gíslason, riddari af
f.o., formaður og útvegsmaður og
um langt skeið yfirfiskimatsmað-
ur á ísafirði, Jónssonar, dugnaðar
formanns og útvegsmanns frá Ög-
urnesi við Djúp.
Börn Kristínar og Árna, auk
Sólveigar, eru Þorsteinn (lést
1970), Bergþóra (lést 4. maí sl.),
Ingólfur og Steinunn, er dó á
fyrsta ári.
Sólveig ólst upp í litla húsinu
við Mjógötu við fjörðinn fríða,
sem fjöllin há verja og prýða, við
yndislegan Isafjörð. Þar lauk hún
barna- og framhaldsskólanámi,
umvafin elsku góðra foreldra í
systkina- og vinahópi.
í brjóstum flestra býr ávallt þrá
til þess að skoða sig um í hinum
stóra heimi og rættist sú ósk Sól-
veigar líklega á árinu 1915, er hún
og frænka hennar, Jóna Guð-
mundsdóttir, er síðar varð yfir-
hjúkrunarkona á Kópavogsspít-
ala, fengu tækifæri til þess að
sigla til Danmerkur til að mann-
ast og menntast og kynnast siðum
Minning:
Þuríöur Jómdóttir
frá Kalastöðum
Fædd 7. nóvember 1889
Dáin 22. nóvember 1983
í dag fer fram útför Þuríðar
Jónsdóttur frá Kalastöðum á
Hvalfjarðarströnd. Útförin verður
gerð frá Fossvogskirkju í Reykja-
vík.
Þuríður var dóttir hjónanna
Jóns Þorsteinssonar frá Kambs-
hóli í Saurbæjarsókn og Sesselju
Jónsdóttur frá Ferstiklu á Hval-
fjarðarströnd. Jón og Sesselja
hófu búskap sinn á Kalastöðum og
varð það þeirra æviheimili. Kala-
staðir voru í þjóðbraut og var þar
mjög gestkvæmt á stundum. Kala-
staðir voru menningarheimili og
var bókleg mennt þar í hávegum
höfð. Mikill harðindakafli gekk yf-
ir þetta land síðari hluta nítjándu
aldar og í kjölfar þeirra harðinda
fæðist Þuríður inn í þennan heim.
í þessu andrúmslofti vex Þuríður
úr grasi, á heimili þar sem menn-
ingarlífið er þungamiðjan, en ytri
kjörin eru kröpp. Þuríður var eitt
ellefu barna þeirra Kalastaða-
hjóna. Þrjú dóu í bernsku.
Er Þuríður var ung stúlka flutt-
ist hún til Reykjavíkur og var þar
í vist, eins og þá var alsiða. Þuríð-
ur réðst til hjónanna Eggerts
Briem og Katrínar Thorsteinsson í
Viðey. Tók hún miklu ástfóstri við
þessi sæmdarhjón og var ætíð
mikill innileiki og kærleiki á milli
hennar og fjölskyldu Viðeyjar-
hjóna. Þau vináttubönd slitnuðu
aldrei og fram á hinstu kveðju-
stund þessa lífs naut hún yls kær-
leika þessarar fjölsyldu. Á Viðeyj-
arárum sínum kynntist Þuríður
eiginmanni sínum, Oddi Ólafssyni,
fæddum á Leirá í Leirársveit. Þau
gengu í hjónaband 14. maí 1919.
Börn þeirra hjóna urðu fimm.
Katrín, giftist Davíð Þorsteins-
syni, þau eru bæði látin; Þor-
steinn, kvæntur Sigurbjörgu Ein-
arsdóttur; Gísli, kvæntur Sigur-
björgu Steindórsdóttur; Halldór,
kvæntist Fanneyju Magnúsdóttur,
hann er látinn; Alfreð ólafur,
kvæntist Rakel Magnúsdóttur og
er hann látinn.
Kreppuár voru á íslandi flest
sambúðarár þeirra Þuríðar og
Odds og festu þau hvergi varan-
legar rætur með heimili sitt.
Hjúskap sinn hófu þau á Hamra-
endum í Stafholtstungum. Þau
höfðu viðkomu í Innri-Njarðvík og
í Hafnarfirði. Síðustu ár samvista
sinna bjuggu þau á Kjalarnesi, en
þau slitu samvistir. Alla tíð síðan
átti Þuríður heimili í Reykjavík.
Þuríður ól upp dótturdóttur
sína, Guðrúnu Agústsdóttur, og
bar kærleika til hennar sem eigin
dóttur.
Þuríður var vinnusöm með af-
brigðum og féll aldrei verk úr
hendi. Hún var mikil hannyrða-
kona og var athafnasöm á því
sviði. Þuríður átti stóran vinahóp,
enda var hún trygglynd, fjölfróð
og ræðin.
Þegar ég lít til baka yfir þau
kynni sem ég hafði af ömmu
minni, stendur mér skýrt fyrir