Morgunblaðið - 30.11.1983, Side 48

Morgunblaðið - 30.11.1983, Side 48
Bítlaæðiðy^y HOLUWOOD Opiö öll kvöld MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Slippstöðin á Akureyri: 60 af 270 starfe- mönnum sagt upp SLIPPSTÓÐIN hf. á Akureyri hefur sagt upp um 60 af 270 starfsmönnum fyrirtækisins vegna fyrirsjáanlcgs verkefnaskorts, að því er Gunnar Kagnars forstjóri Slippstöóvarinnar staðfesti í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkvöldi. Sumir starfsmannanna voru að sögn Gunn- ars með mánaðar uppsagnarfrest, en aðrir með tveggja mánaða, en ákveð- ið hefur verið að láta jafnt yfir alla ganga og er þeim sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. Starfs- mennirnir hafa því vinnu út febrú- armánuð, og Gunnar Kagnars sagði að fólkinu hefði verið tilkynnt, að allt yrði gert til að afla Slippstöðinni verkefna, svo ekki þurfi að koma til uppsagnanna. Gunnar Ragnars sagði, að smám saman hefði verið að síga á ógæfuhliðina, og því færi fjarri að uppsagnirnar þyrftu að koma á óvart. Starfsmenn Slippstöðvar- innar hefðu verið um 300 talsins, en hefði að undanförnu fækkað smám saman í 270, og fækkaði nú í 210 ef uppsagnirnar kæmu til framkvæmda. — í upphafi bæj- arráðsfundar á Akureyri í gær komu fulltrúar starfsmanna í Slippstöðinni með undirskriftir 209 starfsmanna, þar sem skorað Islenskt ilmvatn á markað ÍSLKNSKT ilmvatn, „Vatn hinna bláu fjalla á lslandi“ eins og franska heitið útleggst, kemur á markað í næstu viku. Stefnt er að útflutningi á því og hafa aðilar í mörgum löndum sýnt ilmvatninu nýja áhuga. Framleið- andi er fyrirtækið Nyco, sem rekið er af Jóhanni Jakobssyni efnaverk- fræðingi og sonum hans tveimur. Sjá bls. 12. Forsetakjör á næsta ári? Margir hafa leitað eftir að ég gefi kost á mér — segir Albert Guðmundsson „l>AÐ er rétt að það hafa þó nokkuð margir aðilar leitað eftir því við mig, að ég gefi kost á mér til forsetakjörs, en ég hef ekkert íhugað mál- ið,“ sagði Albert Guðmunds- son, fjármálaráðherra, að- spurður um hvort hann hygð- ist gefa kost á sér til kjörs forseta íslands á næsta ári. Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum, sam- kvæmt 6. gr. stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Þar segir og að forsetakjör eigi að fara fram í júní eða júlí- mánuði það ár, er kjör- tímabil endar. Kjörtímabil Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands, rennur út 31. júlí 1984. var á bæjarstjórn að sjá til þess að Útgerðarfélag Akureyringa semji við Slippstöðina um nýsmíði á tog- ara. Það mál hefur lengi verið í deiglunni á Akureyri og í gær- kvöldi sagði Helgi M. Bergs í sam- tali við Morgunblaðið að málið væri til umræðu í bæjarstjórn og á mjög viðkvæmu stigi. Ljóst er að verði að smíði nýs togara fyrir ÚA mun verulega horfa til betri vegar hjá Slippstöðinni að sögn Helga, sem sagðist annars ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo komnu. „Þetta er búið að blasa við frá því í sumar," sagði Gunnar Ragn- ars, „en við ákváðum að hanga á þessu eins lengi og hægt var. Fyrir mánuði síðan var þetta rætt mjög ítarlega, en þá ákveðið að reyna meira, og nokkur mál hafa verið í athugun. Við höfum jafnvel verið tilbúin til að taka nokkra áhættu til að halda mætti starfseminni gangandi. Þetta er vandasamur rekstur, og við erum með gott og vel þjálfað starfsfólk, sem við vilj- um ekki missa. Þetta er annað og meira en vélar sem settar eru í gang og slökkt á eftir þörfum. Við höfum því gert allt til að halda í þetta fólk, og það er fokið í öll skjól þegar við tökum svona ákvörðun og hún er ekki tekin með glöðu geði,“ sagði Gunnar. Sjósettir í Póllandi Vestmannaeyjum. NÝLEGA VAR sjósett í Póllandi síðara skipið sem Samtog sf. er að láta smíða þar. Var skipinu gefið nafnið Halkion VE. 105. Fyrra skipið var sjósett í byrjun óktóber og hlaut nafnið Gideon VE. 104. Hrói hf. í Olafsvík á einnig samskonar skip í smíöum í Póllandi og verður það sjósett í byrjun janúar á næsta ári. Skip þessi eru um 200 brúttólestir að stærð. Gideon verður afhentur eigendum síðari hluta janúarmánaðar og Halkion um mánuði síðar. Meðfylgjandi myndir voru teknar af hinum nýju skipum Samtogs við sjósetningu þeirra. _ Virðisaukaskattsfrum- varpi var dreift sem handriti á Alþingi í gær Án skuldbindinga fyrir stjórnarliöiö, segir fjármálarádherra ALBEKT Guðmundsson, fjármála- ráðherra, dreifði til þingmanna á Alþingi í gær prentuðu handriti að frumvarpi til laga um virðisauka- skatt. Vakin er athygli á því í fylgi- bréfi frá ráðherranum að af hálfu Launaforsendur fjárlagafrumvarpsins brostnar: Engar almennar Iauna- hækkanir á næsta ári —segir Sverrir Hermannsgon,- iðnaðarráðherra „LAUNAFORSENDUR fjárlaga frumvarpsins fyrir árið 1984 eru brostnar. Við höfðum áður en við fengum upplýsingar um ástand þorskstofnsins gert ráð fyrir 6% al- mennum launahækkunum og sú tala er í launaforsendum fjárlagafrum- varpsins. Þessi tala fer nú niður í núll,“ sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðhcrra, í viðtali við blm. Mbl. í gær. Sverrir sagði að þetta væri hin kalda staðreynd, ekkert væri til skiptanna og pvi jT?!1 enKar aÞ mennar launahækkanir á næsia ári. Hann sagði að aftur á móti yrði reynt að huga að þeim sem verst væru settir með skattatil- færslum eða öðrum leiðum. ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið tekin afstaða til málsins í heild, né til einstakra þátta þess. Þessi fram- lagning virtist koma samráðherrum fjármálaráðherra, sem Mbl. ræddi við f gærkvöldi, á óvart, og sagði einn ráðherra Framsóknarflokksins m.a. að hann hefði skilið afgreiðslu mála í ríkisstjórn í gærmorgun á þann veg, að ætlunin væri að leggja fram stjórnarfrumvarp um virðis- aukaskatt á Alþingi á næstu dög- um. í fylgibréfi handritsins er m.a. sagt, að ríkisstjórnin hafi ekki tekið afstöðu til skattskyidusviðs, skatthlutfalls, uppgjörsaðferða og greiðslutímabila. Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að mál þetta væri það umfangsmik- ið, að hann hefði tekið þá ákvörðun að leggja strax fram þetta hanaiiv ÍÍ1 aö þ'ngmenn og nefndir gætu hafið Rðniiú’" mals' ins, en þetta væri lagt fram án skuldbindinga fyrir stjórnarliðið. Síðan reikna ég með að leggja þetta fram mjög fljótlega, og það getur verið að það verði strax eft- ir helgi,“ sagði hann. Málið hefur verið til meðferðar í þingflokkum stjórnarliða und- anfarið og samkvæmt heimildum Mbl. hefur ýmislegt komið fram í þeirri umfjöllun sem þótt hefur kalla á nánari athugun. Fjár- málaráðherra sagði einnig í gær, að frumvarpsdrögin væru ekki samþykkt af þingflokkunum. Tvö uðu skip lönd- í Englandi TVÖ fiskiskip lönduðu afla sínum í Englandi í gær. Sigurfari II seldi 107 lestir í Grimsby fyrir 3.357 þúsund krónur, meðaiverð á kíló 31,37 krón- ■•r. Óskar Halldórsson RE seldi 49 Íestir í Huii .f;rir h247J»™ad kró"- ur, meðalverð á kiló 2a,-. kronur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.