Morgunblaðið - 11.12.1983, Side 46

Morgunblaðið - 11.12.1983, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 94 Þegar knattspyrnan varð almenningsíþrótt Engin alþýðuarþreying á síðari tímum helur náð eins mikilli hylli og knattspyrnan og engin alþýðuhreyf- ing heldur. Fjórðungur mannkynsins mun hafa horft í sjónvarpi á síðustu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu og þá næstu á undan, í heild eða að hluta. I'essi íþróttagrein, sem þannig hefur lagt undir sig heiminn, er brczk uppfinning, óvænt afsprengi breytinga, sem voru gerðar á brezk- um heimavistarskólum snemma á Viktoríutímanum. Hrottaskapur setti svip sinn á leiki í mörgum brezkum skólum áð- ur en Viktoríutíminn gekk í garð, ekki síður en kennsluna. Kn þegar kom fram á miðja nítjándu öld voru þeir dagar löngu liðnir, þegar senda varð herlið á vettvang til að bæla niður uppreisnir skólapilta í mennta- skólunum Rugby og Winchester. IJmbætur höfðu verið gerðar á skólakerfinu og þeim fylgdu nýjar reglur, sem miðuðu að því að breyta knatLspyrnu úr skrflsofbeldi í aðferð til skapgerðarmótunar. Nokkur fyrstu knattspyrnufélög verkamanna voru stofnuð. I»ar voru að verki kirkjur, kapellur og mannvinir, sem höfðu knattspyrnu að áhugamáli og töldu að knattspyrnuna mætti einnig nota til að lyfta lægri stéttunum á hærra siðferðisstig og draga úr veikleika þeirra fyrir áfengi. í heilan mannsaldur var knatt- spyrnan nánast eingöngu íþrótt pilta í mennta- og heimavistarskól- um og fyrrverandi skólapilta. Þeg- ar Knattspyrnusambandið (Foot- ball Association, FA) var stofnaö 1863 voru reglur þess og búningar sniðnir eftir þeim reglum og bún- ingum, sem mótazt höfðu í mennta- skólunum. Einni öld síðar fá enskir lands- liðsmenn að launum 1 itríkar húfur með skúfum og þeir hljóta að velta því fyrir sér hvaðan þessir skúfar eru komnir. Margir, sem fá heið- ursmerki bikarhafa, gera sér senni- lega heldur ekki grein fyrir því að bikarkeppnin, sem hóf göngu sína 1871, var sniðin eftir innanskóla- keppni í Harrow. I lok nítjándu aldar hafði enska knattspyrnan á margan hátt slitið sig úr tengslum við menntaskóla- uppruna sinn og var þá að lang- mestu leyti orðin verkamanna- íþrótt. Umbreyting hennar er eitt merkilegasta fyrirbærið í sögu stéttaátaka Viktoríutímans: beint uppgjör milli efri og lægri stétt- anna án hlutdeildar millistéttanna, sem var vikið til hliðar. Straumhvörf Hægt er að dagsetja nákvæm- lega hvenær þessi straumhvörf áttu sér stað og öreigarnir urðu ofan á. Það gerðist í úrslitaleik bik- arkeppninnar fyrir réttum hundr- að árum. Fram að þeim tíma höfðu fyrrverandi menntaskólapiltar unnið bikarinn á hverju ári. Fyrir öld töpuðu „Old Boys“ bikarnum og unnu hann aldrei aftur. Árið 1882 komst verkamannalið- ið Blackburn Rovers í úrslit bik- arkeppninnar og úrslitaleikurinn var í fyrsta skipti háður á Kenn- ington Oval. Þar hittu þeir fyrir „gamla Eton-pilta“, sem voru með bláar og hvítar húfur, í bláum peysum með hvítum ermum og í síðum hvítum buxum. Þeir voru undir stjórn mikilúðlegs fyrirliða, Arthur Kinnaird (síðar baróns). Þótt Kinnaird yrði að lokum æðsti yfirmaður kirkjumála í Skotlandi, forseti Knattspyrnu- sambandsins og bankastjóri Barclay’s-banka vildi hann harða keppni og hafði tröllatrú á þeirri leikaðferð að sparka af alefli í sköflunginn á mótherjanum. C.B. Fry, kunnur áhuga-knattspyrnu- maður, greinir frá því að móðir Kinnairds hafi eitt sinn sagt óttaslegin við majór (síðar Sir Francis) Marindin, annan „gamlan Eton-pilt“ og forseta Knattspyrnu- sambandsins: „Ég er hrædd um að einn góðan veðurdag komi Arthur heim með brotinn fót.“ „Það er ekk- ert að óttast, frú,“ svaraði Marin- din. „Það verður ekki hans fótur." Lið Blackburn Rovers hafði farið sigurför og skorað 192 mörk gegn 33 mörkum mótherjanna. Leik- menn þess voru því taldir sigur- stranglegri. En bláir og hvítir bún- ingar þeirra voru of líkir búningum Gömlu Eton-piltanna og það kom þeim úr jafnvægi þegar þeir voru beðnir að leika í torkennilegum búningum. Hörkusókn Eton-pilta í fyrri hálfleik, eins og „Eton College Chronicle" orðaði það, sló þá einnig út af laginu: „Dunn lék knettinum af mikilli leikni upp völlinn, gaf boltann til Andersons, sem sendi hann beint í markið, þótt Howarth (markvörður Rovers) væri vel á verði. Afrekinu var fagnað með ærandi fagnað- arhrópum." Blackburn Rovers hafði greini- lega yfirhöndina í síðari hálfleik, en „Rawlinson, sem vakti almenna aðdáun fyrir fima markvörzlu" hrundi „kröftugum áhlaupum" þeirra. Gömlu Eton-piltarnir sigr- uðu 1—0. Þegar Kinnaird hafði veitt bikarnum viðtöku hélt hann upp á sigurinn, eins og hans var siður, með því að standa á höfði fyrir framan stúkuna. Aftur í úrslit Árið 1883 komust Gömlu Eton- piltarnir aftur í úrslit og mættu aðalkeppinautum Rovers, Black- burn Olympics. „Veðrið," sagði „The Times", „var skínandi og að- Arthur Kinnaird, fyrirliði Gömlu Et- on-piltanna. S.A. Warburton, fyrirliði Blackburn Olympic. sóknin (um 8.000 manns) mjög góð.“ Að sögn „Eton College Chron- icle“ hefðu „Old Boys" átt að „sigra auðveldlega": „Enginn getur neitað því að þeir voru betra liðið, en það var einmitt þessi vissa, sem sennilega gerði það að verkum að þeir töpuðu leiknum. Ef þeir hefðu ekki verið taldir si- gurstranglegri hefðu úrslitin orðið önnur, því að leikur þeirra í fyrri hálfleik var of losaralegur og þeir hefðu vissulega átt að skora meira en eitt mark þegar þeir voru óþreyttir." Skömmu eftir fyrri hálfleik var Arthur Dunn, sem keppti fyrir Gömlu Eton-piltana og var í enska landsliðinu, neyddur til að yfirgefa leikvöllinn „þegar honum hafði Lið Blackburn Olympic, sem sigraði Gömlu Eton-piltana 1883. Núverandi lið Blackburn Kovers. Um síðustu helgi var liðið í 8. sæti í 2. deild ensku knattspyrnunnar með 27 stig eftir 17 leiki. Það gerði jafntefli við Grimsby 1—1.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.