Morgunblaðið - 13.12.1983, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983
*-i Er trúariðkun
, í einrúmi úrelt?
12
"ÞESSRR OFSKYIMJRNIR VERPP SlFBLLT FRRRNLE6R1,
L^KNIR. NÚ FINNST MÉR TIL DÆMIS RLLIR VERR
RP SEGJR RÐ BEN5ÍNIP HRFI LÆKKR©?"
Fundur um rannsóknir
á hvölum hér á landi
Föstudaginn 2. desember var
haldinn fundur á Hafrannsókna-
stofnun með þátttöku innlendra
aðila, er á^ undanförnum árum
hafa iagt Stund á ýmiss konar
rannsóknir á h\lölum hér við land.
Margir vísindamenn hafa lagt
hönd á plóginn, bæði íslenskir og
Almanak Hins
íslenzka þjóð-
vinafélags 1984
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og
þjóðvinafélagsins hefur gefið út
Almanak hins íslenska þjóðvinafé-
lags 1984, en aðalhluti þess er Alm-
anak um árið 1984 sem dr. Þor-
steinn Sæmundsson stjarnfræðing-
ur hjá Raunvísindastofnun Háskól-
ans hefur reiknað og búið til prent-
unar. Annað efni Þjóðvinafélags-
almanaksins að þessu sinni er: Ar-
bók íslands 1982 eftir Heimi Þor-
leifsson sagnfræðing og Nokkrar
gamansögur er Jón Thor Haralds-
son cand. mag. hefur skráð.
Þetta er 110. árgangur Þjóðvina-
félagsalmanaksins sem er 183 bls. að
stærð, prentað í Odda. Umsjónar-
maður þess er dr. Finnbogi Guð-
mundsson landsbókavörður og for-
seti Hins íslenska þjóðvinafélags.
Forstöðumenn þjóðvinafélagsins
auk hans eru: Bjarni Vilhjálmsson
þjóðskjalavörður, Einar Laxness
sagnfræðingur, Jóhannes Hall-
dórsson deildarstjóri og dr. Jónas
Kristjánsson forstöðumaður Stofn-
unar Árna Magnússonar.
erlendir, og var efnt til þessa
fundar til þess að kynna helstu
viðfangsefnin og til skoðanaskipta
um niðurstöður rannsóknanna og
árangur þeirra.
Alls voru flutt á fundinum átta
erindi. Jóhann Sigurjónsson flutti
yfirlitserindi um hvalrannsóknir,
sem unnar hafa verið á íslandi
undanfarin ár og fjallaði svo sér-
staklega um rannsóknir Haf-
rannsóknastofnunar og ástand
hvalastofnanna. Þá rakti Alfreð
Árnason (Erfarannsóknadeild
Blóðbankans) niðurstöður rann-
sókna á fjölbreytileika eggja-
hvítuefna í vefjum hvala. Þeir
Guðmundur Pétursson og Ólafur
Andrésson (Tilraunastöð Háskól-
ans í meinafræði, Keldum) fjöli-
uðu um æxlunarfæri og ónæmis-
kerfi hvala, og Matthías Kjeld
(Rannsóknastofa Landspítalans)
um niðurstöður mælinga á söltum,
hormónum o.fl. í blóði stórhvala.
Að síðustu gerðu þeir Kjartan
Magnússon og Þorvaldur Gunn-
laugsson (Reiknifræðistofa Raun-
vísindastofnunar Háskólans)
grein fyrir athugunum á reiknilík-
önum af stofnum hvala og athug-
unum á vexti langreyðar síðustu
árin.
í lok fundarins fóru fram um-
ræður um stöðu hvalrannsókna á
íslandi í dag og framtíðarhorfur
þeirra ræddar, m.a. með tilliti til
fyrirhugaðrar stöðvunar veiða ár-
ið 1986, en sérstakir gestir fundar-
ins voru fulltrúar sjávarútvegs-
ráðuneytisins, Náttúruverndar-
ráðs ásamt fulltrúa Hvals hf.
Jaskur,
Þórir Kr. Þórðarson
Kristnar hugvekjur eftir íslenska
kennimenn (tvö bindi, 1980, 1982).
Dreifing: Bókhlaðan, Rvík. Kostnað-
armaður: Ellert Ág. Magnússon,
Klausturútgáfan. Verð: 627 kr. bæði
bindin.
Hver hefur sinn djöful að draga,
segir kaldranalegt íslenskt mál-
tæki, og má til sanns vegar færa,
að jafnvel Dallas-fjölskyldan' fái
hvorki sefað hugarstríð með ríki-
dæmi né notið auðs og valda fyrir
áhyggjuefnum.
Á marga sækja áhyggjur ein-
hvern tímann ævinnar, sumir eiga
við dulinn kvíða að búa, en allir
þurfa á því að halda að „taka frá“
vissan tíma dags til þess að hug-
leiða stöðu mála og þeina athygl-
inni að tilgangi daganna og spyrja
sjálfa sig, hvort til sé einhver
þáttur lífsins sem geri það vert
öðrum fremur, að því sé lifað.
Mér hefur reynst það vel að
leiða hugann að guðlegum sann-
indum, áður en ég geng út í
starfsbaráttu dagsins og að safna
dreifðum hugsunum og sefa til-
finningar að kvöldi, áður en geng-
ið er til náða. Fjöldi manna er
þakklátur fyrir morgunorð í býti á
morgnana og bæn að kvöldi dags í
útvarpinu, og er mikið á þetta
hlustað. Á merkum námskeiðum
Stjórnunarfélags fslands, sem
Time Manager nefnast, er ungum
forstöðumönnum ráðlagt að byrja
daginn á kyrrlátan hátt, koma
skipulagi á hugsunina og tilfinn-
ingalífið, áður en lagt er til atlögu
við verkefni dagsins og um miðjan
daginn að „taka tíma frá“ fyrir
sjálfan sig til þess að átta sig á
verkefnunum. Þetta á beina
hliðstæðu í kyrrlátum stundum og
föstum bænatíma klaustra og
presta í kaþólskum sið um aldir.
Það felst raunar mikil viska í
þeirri siðvenju, sem staðið hefur
nokkuð á þriðja þúsund ára í
okkar menningarheimi: að byrja
hvern dag og enda með því að
„fara með eitthvað gott“. Hér á
landi var þessi siðvenja rótgróin,
og hún er skjalfest í rími eða alm-
anaki sem gefið var út í lúthersk-
um sið. Er þar fremst almanak
ársins, er sýnir bóndanum, hve-
nær sláttur byrjar o.s.frv., en þar
fyrir aftan koma bænir og áköll,
og loks Davíðssálmar (Davíðs-
saltari). Slík rit höfðu inni að
halda allt sem íslenski heimilis-
faðirinn þurfti á að halda, bæði
þekking um tímann og bænir er
veittu honum styrk í mótgangi og
ástríðu daganna. Þórður biskup
Þorláksson gaf út (á Hólum í
Hjaltadal 1671) rímtal eða tímatal
(almanak) ásamt bænum og úrvaii
úr Davíðssálmum: Enchiridion.
Þad er Handbookarkorn, hafande
jnne ad halda Calendarium, Edur
Rijm á Islendsku med stuttre
Vtskiiringu. Og bænabok ... (höf-
undur: Andreas Musculus). Med
þeim stutta Davids Psalltara ...
(Fleiri dæmi eru slíkrar útgáfu
almanaks, bæna og Psaltara á 17.
öld.)
Þetta gamla þjóðfélag, þar sem
allir töldu slíka bók ómissandi,
leið undir lok við upphaf þessarar
aldar. En eru þarfir mannsins
breyttar? Mér virðist, þegar ég at-
huga lög og rétt í Mesópótamíu
fyrir fjögur þúsund árum, að mað-
urinn hafi ekkert breyst um frum-
þarfir sínar, langanir, þrár og
áhyggjur.
Kristnar hugvekjur eftir íslenska
kennimenn gvara þessari þörf. Þær
eru hugleiðingar fyrir kyrrlátar
stundir frammi fyrir vanda lífsins
og miskunn Guðs. Það gefur hug-
anum ró og kjark að fara með eina
slíka hugleiðingu og bæn, það vek-
ur gleðina, áður en starf dagsins
hefst eða áður en gengið er til
náða. Bindin tvö eru fagurlega
gerð. Ein blaðsíða fyrir hverja
hugleiðingu ásamt bænaversi,
hver dagur sér á blaði. Framsetn-
ingin hæfir tilefninu. Þetta er ekki
ræðusafn í stíl Vídalínspostillu,
heldur kyrrlát íhugunarefni á ein-
verustund. Koma þær eigindir
víða fram. Svo dæmi sé tekið, ná
þeir vel þessum kyrrláta íhugun-
arstíl þeir sr. Guðmundur Guð-
mundsson á Útskálum og sr. Sig-
urvin Elíasson á Skinnastað.
Margt er velheppnaðra hugleið-
inga í bókunum tveimur, og vekur
lesturinn hugsun og vitund um
siðræn og trúarieg viðhorf, hug-
rækt og jákvæða afstöðu til dag-
legs starfs. Meðal höfunda eru
margir kennimenn sem getið hafa
sér orð á ritvellinum, svo sem Sig-
urbjörn Einarsson, Jakob Jónsson,
Jón Bjarman, Ágúst Sigurðsson,
Bolli Gústavsson, Róbert Jack,
Heimir Steinsson, Gunnai Björns-
son og Eiríkur J. Eiríksson, eld-
huginn kunni, en einnig margir
aðrir góðkunnir höfundar. Efnið
finnst mér yfirleitt hlýlegt og vek-
ur góðan andblæ, og má þar til
dæmis nefna hugleiðingar Péturs
biskups Sigurgeirssonar, en hver
höfundur skrifar fyrir hvern dag
einnar viku.
Á sjúkrahúsum hafa menn næg-
an tíma að hugsa um lífið og til-
Ellert Ág. Magnússon prentari,
kostnaöarmaður útgáfunnar.
veruna og ættu þessar bækur því
að liggja frammi á sölustöðum
spítalanna. Fátt hagkvæmara
geta menn fært þeim sem „kippt
hefur verið úr“ hringiðunni og
liggja, flestir um stundarsakir, á
sjúkrahúsum en bækur þessar
tvær (og kostar fyrra bindið að-
eins 134 kr.). Ættingjar gamals
fólks skyldu færa þeim bækur
þessar og fyrir heimilisguðrækni
ungra sem aldinna eru þær til-
valdar. Hefur ýmislegt verið gefið
út af hjálpargögnum til heimilis-
andakta og trúariðkana í einrúmi
(Kirkjuhúsið, Klapparstíg), og eru
þessi bindi kærkomin viðbót við
það efni.
Ritnefnd verksins skipuðu sr.
Bernharður Guðmundsson, sr.
Björn Jónsson og Sr. Bragi Frið-
riksson, en útgefandi Prestafélag
fslands. Kostnaðarmaður var Ell-
ert Ág. Magnússon prentari. Er
það hugsjón hans að efla þann
þátt íslenskrar menningar sem
lýtur að trúariðkun heimilanna og
einstaklinga, og tóku prestar
málaleitan hans vel, eins og fjöldi
höfundanna ber með sér. Ellert
hefur kostað miklu til, og ber að
meta framlag hans í verki og taka
undir hugsjón hans með því að
kaupa bækurnar, lesa þær og gefa.
Alþýðublaðið:
Segir upp 19
starfsmönnum
Félagsmálaráðuneytinu barst í
gær tilkynning um uppsögn 19
starfsmanna hjá Alþýðublaðinu.
Var fólkinu sagt upp 1. desember
síðastliðinn með umsömdum upp-
sagnarfresti að sögn Óskars Hall-
grímssonar í ráðuneytinu. Hér er
um að ræða allt starfsfólk blaðs-
ins, blaðamenn, prentara, ræst-
ingarfólk og fleira. Skýringin á
þessum uppsögnum, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins, er að
breytingar á rekstri Alþýðublaðs-
ins eru á döfinni.
Um málefni aldraðra:
Hvar er þörfín brýnust?
Yfirlýsing frá Öldrunarfræöafélagi Islands
Því hefur verið haldið fram að
fátt sýndi betur menningarstig
þjóðfélags en það hvernig búið er
að öldruðum og þeim sem þurfa
mest á aðstoð þjóðfélagsins að
halda. Sem betur fer búa flestir
aldraðir íslendingar í þjóðfélaginu
við tiltölulega góðan efnahag og
góða heilsu. Þeir hafa því mörg
skilyrði til þess að eiga ánægju-
legt ævikvöld og haga sínu lífi að
eigin vild.
En þeir eru einnig fjölmargir
sem búa við fötlun og sjúkdóma og
geta ekki lifað sjálfstæðu lífi án
aðstoðar aðstandenda, félagslegr-
ar hjálpar og enn aðrir dvelja á
stofnunum og sjúkrahúsum. Is-
ienskar kannanir hafa sýnt, að
flestir aldraðir óska eftir að dvelja
í heimahúsum eins lengi og unnt
er með góðu móti, en þegar hjálp
aðstandenda og heimaþjónusta
frá hinu opinbera dugir ekki til, er
leitað á náðir stofnana og sjúkra-
húsa.
Á þessu sviði eru verkefni brýn-
ust, en það hefur sýnt sig að hin
venjulega bráðaþjónusta sjúkra-
húsanna er á ýmsan hátt ófull-
nægjandi til að mæta þörfum
aldraðra á þessu sviði. Til að koma
til móts við sérhæfðar þarfir aldr-
aðra fyrir frekari endurhæfingu
og aðlögun að breyttum félagsleg-
um aðstæðum hafa verið stofnað-
ar sérstakar öldrunarlækninga-
deildir. Öldrunarlækningadeild
Landspítalans hóf starfsemi sína
árið 1975 með 64 legurúmum, 30
rýmum á dagspítala árið 1979 og
aðrar dagvistarstofnanir hafa
einnig séð dagsins ljós á síðustu
árum til þess að koma til móts við
þarfir aldraðs fólks á þessu sviði.
Öldrunarlækningadeild Borg-
arspítalans var opnuð á þessu ári
með 29 legurúmum og fyrirhugað
var að taka önnur 29 legurúm í
noktun í febrúar 1984, auk þess að
innrétta endurhæfingaraðstöðu
fyrir aldraða sjúklinga á Borg-
arspítalanum.
Á nýlegri ráðstefnu Öldrunar-
ráðs íslands kom fram að brýn-
asta verkefnið á sviði öldrunar-
þjónustu í dag væri að halda
áfram við þau áform sem sett hafa
verið á Borgarspítalanum í
Reykjavík og stjórn Öldrunar-
fræðafélags Islands hefur einnig
ályktað um sama efni.
Fyrir réttu ári voru samþykkt
lög um málefni aldraðra á Alþingi
íslendinga og með samþykkt
þeirra var stigið stórt skref fram á
við til að færa samfélagslega þjón-
ustu við aldraða í takt við nútíma
lifnaðarhætti eins og náðst hefur
meðal ýmissa nágrannaþjóða
okkar. Til þess að tryggja fram-
kvæmdir í byggingamálum aldr-
aðra var stofnaður Framkvæmda-
sjóður aldraðra og er sérstaklega
fjallað um hann í öðrum kafla lag-
anna. Við afgreiðslu þingsins fyrir
ári urðu hins vegar þær breyt-
ingar á frumvarpinu þess efnis, að
nú er einungis heimilt að veita úr
sjóðnum til dvalarheimila og
íbúða. Þar af leiðandi getur Fram-
kvæmdasjóður aldraðra ekki leng-
ur veitt fé til byggingar B-álmu
Borgarspítalans eða annarra
sjúkradeilda og hjúkrunarheimila,
þar sem ríkinu ber að fjármagna
85% af byggingarkostnaði þeirra.
Samkvæmt fyrstu gerð þess fjár-
lagafrumvarps, sem liggur fyrir
Alþingi þessa dagana er ekki gert
ráð fyrir neinu beinu framlagi af
hálfu ríkisins til byggingar
B-álmu Borgarspítalans. I reynd
þýðir það að framkvæmdir við
B-álmu Borgarspítalans og ann-
arra sjúkradeilda fyrir aldraða
stöðvast nú þegar.
Það er að sjálfsögðu stjórn-
málamannanna að meta það hvað
hafi brýnastan forgang. Á tímum
samdráttar er eðlilegt að fjár-
framlög séu skorin niður á ýmsum
sviðum. En með hliðsjón af hinum
háu fjárhæðum sem fjárlögin gera
ráð fyrir er býsna erfitt að afsaka
þá afstöðu fjárveitingavaldsins, að
taka ekki meira tillit til þess hóps
aldraðra sem brýnasta þörfina
hefur.
Öldrunarfræðafélag íslands vill
því beina því til þingmanna þjóð-
arinnar, að þeir stuðli að því að
eðlileg framlög frá Alþingi verði
veitt til brýnustu hagsmunamála
aldraðra á þessu sviði á íslandi í
dag og geri kleift að uppbygging
B-álmu Borgarspítalans geti orðið
að veruleika samkvæmt áætlun.
Stjórn Öldrunarfræðafélags
íslands.