Morgunblaðið - 13.12.1983, Síða 43

Morgunblaðið - 13.12.1983, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 23 Þróttarar efstir HK SIGRADI Fram í 1. deild karla í blaki um helgina, 3—2, í nokkuð fjörugum leik. í kvennaflokki lóku ÍS og UBK tvo leiki í síöuatu viku og skiptu þau meö sér stigunum úr þeim viðureignum. Þróttur sigraði ÍS 3—0 í karlaflokki og uppgjöri Kópavogsliöanna í 2. deildinni lauk með 3—0 sigri HK-b. Leikur HK og Fram var nokkuö fjörugur og ágætlega leikinn. Fram vann fyrstu hrinuna 15—8, en HK svaraöi meö 15—10. Þriöja hrinan var eldfjörug og var jafnt á öllum tölum upp í 13—13, en þá tókst Fram aö fá tvö stig í röð og vinna 15—13. Næstu tvær hrinur vann HK síöan 15—9 og 15—6, en þá virtist allt baráttuþrek úr leik- mönnum Fram. Bæöi liöin léku vel og þaö sem var aöaliö hjá þeim í þessum leik var hávörnin en hún var mjög góö hjá þeim. Bestur í liöi Fram var Ólafur Traustason og einnig átti Haukur ágætan dag í sókninni og Sveinn í vörninni. Hjá HK voru Hreinn og Haraldur Geir bestir og voru þeir sérstaklega óárennilegir þegar þeir voru báöir fram viö net í hávörninni. Leikur Þróttar og (S stóö ekki lengi yfir, því Þróttarar áttu ekki í teljandi erfiöleikum meö liö ÍS sem hefur ekki náö sér á strik í vetur. 15—8, 15—10 og 16—14 uröu lokatölurnar, en í síöustu hrinunni komust stúdentar í 12—4 og 14— 7, en Þrótti tókst aö vinna upp þennan mun og sigra. Stúdínur og Breiöablik léku tvo leiki í vikunni og skiptu þau meö sér stigum í þessum leikjum. iS vann fyrri leikinn, 3—2, en í þeim seinni sigraöi UBK, 3—2. i báöum þessum leikjum komst hiö unga liö UBK í 2—0, en ÍS tókst aö vinna þaö forskot upp í fyrri leiknum, en í þeim seinni tókst Breiöabliki aö knýja fram sigur. Úrslit í seinni leiknum uröu 15—10, 15—9, 12—15, 13—15 og 15—7. i 2. deild karla léku Kópavogs- liöin HK-b og UBK og lauk þeirri viöureign meö öruggum sigri HK 15— 8, 15—7 og 15—9 og var þaö mest fyrir frábæran leik Páls Ólafssonar, en hann er þjálfari hjá liðinu og er nú aö ná sér í sitt fyrra form og mun þá væntanlega leika meö A-liöinu eftir áramótin. — sus Heimsmeistarakeppni félagsliða: Renato skoraði tvö gegn HSV - enn einu sinni vann Suður-Ameríkuliðið „ÉG VIL ekki vera að afsaka tap- ið, en verð þó að segja að leik- menn mínir voru mjög þreyttir eftir flugið hingað og fæstir þeirra gátu nokkuð sofið á laugardagsnóttina," sagöi Ernst Úrslit frá upphafi Úrslit í heimsmeistarakeppni félagsliða frá upphafi hafa veriA sem hér segir: 1960 Real Madrid — Penarol Montevideo 0—0, 5—1 1961 Penarol Montevideo — Benfica 0—1, 5—0, 2—1 1962 FC Santos — Benfica 3—2,5—2 1963 FC Santos — AC Mílano 2—4, 4—2, 1—0 1964 Internazionale Milano — Ind. Buenos Aires 0—1, 2—0,1—0 1965 Internazionale Milano — Ind. Buenos Aires 3—0, 0—0 1966 Penarol Montevideo — Real Madrid 2—0, 2—0 1967 Racing Buenos Aires — Glasgow Celtic 0—1, 2—1, 1—0 1968 Estudiantes de la Plata — Manchester United 1—0, 1—1 1969 AC Milano — Estud. de la Plata 3—0,1—2 1970 Feyenoord Rotterdam — Estud. de la Plata 2—2, 1—0 1971 Nacional Montevideo — Panathinaikoa Athens 1—1, 2—1 1972 Ajax Amsterdam — Ind. Buenos Aires 1—1, 3—0 1973 Juventus Turin — Ind. Buenos Aires (í Róm) 0—1 1974 Atletico Madrid — Ind. Buenos Aires 0—1, 2—0 1975 Ekki leikið 1976 Bayern MOnchen — Cruz. Belo Horisonte 2—0, 0—0 1977 Boca Juniors — Bor. Mönch.gladb. 2—2, 3—0 1978 Ekki leikiö 1979 Malmö FF — Olimpía Paraguay 0—1, 1—2 1980 Nacional Montevideo — Nott. Forest ({ Tókýó) 1—0 1981 Liverpool — Fl. Rio De Janeiro (í Tókýó) 0—3 1982 Penarol — Aston Villa (í Tókýó) 1—0 1983 Gremio — HSV (í Tókýó) 2—1 Happell, þjálfari Evrópumeistara Hamburger SV, eftir að liöið hafði mætt Gremio frá Brasilíu í Tókýó á sunnudag í leik liöanna um titil- inn heimsmeistari félagsliöa. Suður-Ameríkumeistararnir unnu 2:1 eftir framlengingu. Hamburger kom ekki til Tókýó fyrr en á föstudagskvöld eftir níu klukkutíma flug. Gremio kom á miövikudaginn — liöiö var reyndar fjörutíu tíma á leiöinni — og haföi góöan tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn. Ftenato, útherji Gremio og bras- ilíska landsliðsins, skoraöi fyrsta mark leiksins á 37. mín. eftir aö hafa einleikið í gegnum vörn Evr- ópumeistaranna. Varnarmaöurinn Michael Shroder jafnaöi þegar fimm mín. voru eftir. Hann skoraöi af stuttu færi eftir sendingu Wolf- ram Wuttke. Sigurmarkiö geröu Renato, hans annaö mark t leiknum, á 93. mínútu: þriöju mínútu framleng- ingarinnar. „Ég mun aldrei gleyma þessum tveimur mörkum sem ég geröi í dag,“ sagöi hann eftir leik- inn. „Ég mun örugglega vinna fleiri titla og skora fleiri mörk, en þetta eru mín fyrstu mörk í stórleik sem þessum.“ Renato var kjörinn besti maöur leiksins og hlaut hann Toy- ota-bifreiö í verölaun, en Toyota- fyrirtækiö stendur fyrir þessari keppni. Hann sagöi aö leikmenn Gremio haföi veriö búnir aö ákveöa þaö aö ef einhver úr liöinu fengi bifreiöina, yröi hún seld og fénu skipt á miili þeirra. Morgunblaöiö/Skapti Felix Magath og félagar urðu að sætta sig viö tap í Tokyo. Stuttgart í efsta sæti eftir fyrri umferðina Fyrri umferöinni í vestur-þýsku „Bundesligunni" í knattspyrnu lauk um helgina. Þegar leikmenn liðanna halda í jólafrí hefur liö Stuttgart forystu í deildinni og hefur hlotiö 25 stig, einu stigi meira en Bayern MUnchen. Ekk- ert liö hefur betra markahlutfall en Stuttgart, sem hefur skoraö 36 mörk og fengið aöeins á sig 15. Þaö er líka athyglisvert að liðið hefur aöeins tapað tveimur leikj- um af 17. Útlitið er því mjög bjart fyrir Stuttgart því aö á undan- förnum 20 árum hefur það liö sem veriö hefur í forystu eftir fyrri umferðina náð að sigra í deildinni og hreppa hinn eftir- sótta meistaratitil. Bayern Munchen náöi aðeins jafn- tefli, 1 — 1, á útivelli gegn B-Úrd- ingen og er í ööru sæti meö 24 stig. Það var Karl Heinz Rummen- • igge sem skoraöi mark Bayern á 82. mínútu leiksins og jafnaöi leik- inn. Peter Loontiens skoraöi mark heimaliösins á 11. minutu viö mik- inn fögnuö þeirra 21 þúsund áhorf- enda sem fylgdust með leiknum. Werder Bremen vann stórsigur, 4—0, á Eintracht Braunsweig á heimavelli sínum. Og var þaö 30. heimaleikur liösins í röö án þess aö tapa. Uwe Reinders skoraöi á 21. min. Okudera á 36. og Norbert Meier á 36. og 38. minútu. Werder lék mjög vel og heföi veröskuldað stærri sigur. Eitthvaö er Fortuna Dusseldorf farið aö lækka flugiö því aö liöiö náöi ekki aö sigra Bochum á heimavelli sinum um helgina. Leiknum lauk meö jafn- tefli, 1 — 1. Dusseldorf er nú í sjötta sæti í deildinni meö 21 stig. En eins og sjá má á töflunni hér aö neöan er staöa eftu liöa mjög jöfn og baráttan um fimm efstu sætin veröur án efa mjög spennandi. Því aö mjög litiö skilur á milli. Staðan VFB Stuttgart Bayern MUnchen Bor. M.gladb. Werder Bremen Hamburger SV Fort. DUsield. BayerLeverkusen 1 FC Kðln Bayer Uerdingen Arm. Bielefeld Mannheim 1 FC K.lautern VtL Bochum E. Braunschweig Bor. Dortmund Kick. Otfenbach Eintr. Frankfurt 1 FC NUrnberg 17 10 5 2 36:15 25 17 10 4 3 30:15 24 17 9 5 3 26:21 23 17 9 4 4 34:17 22 17 9 4 4 30:19 22 17 8 5 4 39.22 20 17 8 4 5 31:22 20 17 7 3 7 33:25 17 17 6 5 6 31:33 17 16 6 4 6 22:25 16 16 5 5 6 2127 15 17 6 3 6 34:36 15 17 5 4 8 30:38 14 17 6 1 10 28:40 13 17 4 4 9 21:35 12 17 4 2 11 24:53 10 17 1 7 9 18:36 9 17 4 1 12 23:42 9 Úrslit leikja í V-Þýskalandi Úrslit leikja í V-Þýskalandi: Werder Bremen — Eintracht Braunschweig 1 FC Kaiserslautern — Eintracht Frankfurt Borussia Dortmund — FC NUrnberg Bayern Uerdíngen — Bayern MUnchen Armenia Bielefeld — Bor. Mönchengladbach Fortuna DUsseldorf — VFL Bochum SV Waldhof Mannheim — Kickers Offenbach 4—0 (3—0) 1—0 (1—0) 3—1 (0—0) 1—1 (1—0) 2—2 (1—0) 1—1 (0—0) 2—0 (1—0)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.