Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983
Áskirkja vígð
á sunnudaginn
ÁSKIRKJA, kirkja Á.spre.stakall.s
við Laugarásveg, var vígð í gsr.
Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup
íslands, vígði kirkjuna að við-
stöddum hátt á fjórða hundrað
manns. Kirkjan hefur verið í bygg-
ingu frá haustinu 1971 og var kom-
in undir þak haustið 1980. Kirkjan
sjálf er nú fullbúin að heita má, en
eftir er að ganga frá þeim hluta
Þyggingarinnar þar sem safnaðar-
heimilið verður. Varið hefur verið
um 20 milljónum króna til bygg-
ingarinnar á verðlagi þessa árs,
sem er rúmlega ‘4 áætlaðs heild-
arkostnaðar. Prestur í Áspresta-
kalli er séra Árni Bergur Sigur-
björnsson.
Athöfnin i gær hófst með
skrúðgöngu sóknarnefndar og
presta, en fjölmargir hempu-
klæddir prestar úr Reykjavík
voru viðstaddir. Kirkjukór Ás-
kirkju söng við organleik Krist-
jáns Sigtryggssonar og fleiri
hljóðfæraleikara. Herra Pétur
Sigurgeirsson prédikaði, en
ritningalestur önnuðust Árni
Bergur Sigurbjörnsson, sókn-
arprestuiý Helga Guðmunds-
dóttir, formaður safnaðarfélags
Ásprestakalls, séra Grímur
Grímsson, fyrrverandi sókn-
arprestur í Ásprestakalli, og
Ólafur Skúlason vígslubiskup.
Sigurbjörn Einarsson biskup tók
einnig þátt í vígsluathöfninni. í
lok athafnarinnar flutti sókn-
arprestur ávarp og síðan var öll-
um kirkjuprestum boðið til
kaffidrykkju í Hrafnistu.
Kirkjan tekur á þriðja hundr-
að manns í sæti, en fyrir athöfn-
ina í gær hafði verið komið fyrir
um 340 sætum. „Kirkjan var
fullsetin, auk þess sem fjöldi
fólks fylgdist með athöfninni
standandi. Og því miður þurftu
margir frá að hverfa,“ sagði séra
MorgunblaAiA/KrHtjáo Einaranon.
og nýta salina sameiginlega í
framtíðinni.
Kirkjan er byggð fyrir gjafa-
og söfnunarfé sóknarbarna og
velunnara hennar og sagði séra
Árni Bergur að á bak við lægi
með fádæmum mikið starf sjálf-
boðaliða innan sóknarinnar.
„Enda hefur þetta gengið ótrú-
lega vel sem af er,“ sagði hann.
„Kirkjan sjálf er vel búin mun-
um, þótt enn vanti kirkjuorgel
og kirkjuklukkur. En það segir
sína sögu um áhuga og hjálpfýsi
sóknarbárna að þessu tvennu
var kippt í liðinn fyrir vígsluat-
höfnina. Ingólfur Guðbrandsson
léði okkur orgel og einn hug-
vitssamur maður lagði höfuðið í
bleyti og smíðaði einfaldan
Frá vígsluathöfninni.
klukknabúnað úr skipsklukkum,
sem Eimskipafélagið lánaði
okkur.“
Húsið teiknuðu Helgi og Vil-
hjálmur Hjálmarssynir ásamt
Haraldi V. Haraldssyni, sem
annaðist allar teikningar innan-
dyra. Vífill Oddsson verkfræð-
ingur er formaður byggingar-
nefndar, en formaður sóknar-
nefndar er Þórður Kristjánsson.
Trésmíðameistari er Sigurður
Kr. Árnason, en allar innrétt-
ingar eru smíðaðar af Gamla
kompaníinu. Múrarameistari er
Hafsteinn Júlíusson og Sigurður
Ingólfsson er málarameistari.
Pípulögn annaðist Jónas Valdi-
marsson, en rafvirkjun Magnús
Lárusson.
Árni Bergur Sigurbjörnsson
sóknarprestur.
Sem fyrr segir var hafist
handa við byggingu kirkjunnar
haustið 1971, en 1980, þegar hús-
ið var komið undir þak, var tekin
ákvörðun um að ljúka kirkju-
skipinu og skrifstofuaðstöðu
sóknarprests, en láta safnaðar-
heimilið bíða betri tíma. Það
húsnæði sem nú er fullbúið er
rúmir 500 fermetrar, en þegar
safnaðarheimilið kemst í notkun
bætast við um 100 sæti. Safnað-
arheimilið er í aftari hluta bygg-
ingarinnar og er gert ráð fyrir
því að hægt verði að opna á milli
Áskirkja var þéttsetin við vígsluathöfnina i sunnudaginn.
Imrarinn Smári og Guðmundur Haraldsson við nýju prentvélina.
Neskaupstaður:
Endurnýjun í Nesprenti
— elztu tækin á safn
Sjómannaskólinn:
Skorar á Alþingi
að veita fé til kaupa
á nýrri þyrlu
FULLTRÍIAR nemenda og skóla-
stjórnar Sjómannaskólans f Reykja-
vík afhentu alþingismönnum í gær
undirskriftalista um 200 nemenda,
skólastjóra og kennara skólans, þar
sem skorað er á Alþingi að beita sér
fyrir nýjum þyrlukaupum til Land-
helgisgæzlunnar.
I meðfylgjandi texta segir eftir-
farandi: „Við undirritaðir skóla-
stjórar, kennarar og nemendur
Sjómannaskólans í Reykjavík skor-
um hér með á hið háa Alþingi, að á
fjárlögum ársins 1984 verði áætlað
fé til kaupa á björgunarþyrlu fyrir
íslenzku Landhelgisgæzluna í stað
TF Rán, sem fóst í nóvember síð-
astliðnum.
Með áskorun þessari viljum við
undirritaðir leggja áherzlu á þetta
mál vegna öryggis allra sjófarenda
hér við landið auk annarrar ómet-
anlegrar hjálpar og björgunar-
starfa, sem þyrlur Landhelgisgæzl-
unnar hafa innt af höndum á liðn-
um árurn."
Stuð-búðin
opnar á ný
„STUÐ-búðin“ hefur opnað aí
nýju á Laugavegi 20. í versluninn
er hægt að nálgast sjaldgæfai
plötur, plaköt, skyrtuboli og fleira
sem tilheyrir framsækinni rokk-
tónlist, segir í frétt frá „Stuð-
búðinni".
Bfldudalur:
Velheppnuð aðventuhátíð
Aðventukvöld
í Reykjahlíð
Mývatnssveit, 12. desember.
f GÆRKVÖLDI var haldió adventu-
kvöld í Reykjahlíðarkirkju. Ilófst
það með ávarpsorðum sóknarprests-
ins, séra Arnar Friðrikssonar. Síðan
sungu nemendur bamaskólans í
Reykjahlíð undir stjórn Guðnýjar
Jónsdóttur. I*á söng kirkjukórinn,
stjórnandi Jón Árni Sigfússon. Anna
V. Skarphéðinsdóttir las jólasöguna
Fyrsta jólanóttin. Síðan komu Lús-
íur, hvítklæddar með kerti í hendi,
og sungu með kirkjukórnum.
Sóknarpresturinn flutti bænar-
orð og að lokum sungu allir við-
staddir Heims um ból. Þessi
kvöldstund í kirkjunni var mjög
hátíðleg. Mikið fjölmenni var við
þessa athöfn.
— KrLstján
Aöventukvöld á
Staöarbakka
Suðarbakka, Miðrirði, 12. dettember.
AÐVENTUKVÖLI) var í fyrsta sinni
haldið í Staðarbakkakirkju sl.
sunnudagskvöld. Sóknarpresturinn,
séra Guðni Þór Olafsson, stjórnaði
athöfninni, kynnti atriði og las upp
kvæði eftir Kinar Henediktsson.
P'rú Sigrún Einarsdóttir flutti
aðventuhugleiðingu. Kirkjukór
Melstaðar- og Staðarbakkakirkna
undir stjórn frú Ólafar Pálsdóttur
flutti andleg verk og sálma ásamt
veraldlegum söng. Þá léku tvö
ungmenni einleik (jólalög) á orgel
og ung stúlka lék einleik á fiðlu.
Að endingu var almennur söngur
við kertaljós. Kirkjan var þéttset-
in og samkoman hin ánægjuleg-
asta.
— Benedikl
NeskaupstaA, 19. nóvember.
NÝLEGA lauk endurnýjun véla
og tækjabúnaðar í Nesprenti, en
gömlu vélarnar voru orðnar úr sér
gengnar og úr takt við tímann.
Allur búnaður er af fullkomnustu
gerð m.a. Gtronic 200 setninga-
tölva ásamt nýrri Heidelberg-
offset prcntvél. I myrkraherbcrgi
hefur verið komið fyrir nýrri töflu-
stýrðri Rebromaster framköllun-
arvél af fullkomnustu gerð ásamt
plötutölvuvél.
Að sögn Guðmundar Har-
aldssonar, prentsmiðjustjóra,
opnast nú möguleikar á bóka-
prentun og allskonar smáprenti
þar sem stuttur afgreiðslufrest-
ur og gæði fara saman. Með
þessum nýja tækjabúnaði mun
vera hægt að auka afköst verk-
smiðjunnar sexfalt miðað við
full afköst. Til gamans má geta
þess, að elstu vélarnar fóru á
tækniminjasafn á Seyðisfirði og
verða þar framvegis sýninga-
gripir, enda framleiddar
skömmu eftir aldamót. Kostn-
aður þessara nýju tækja mun
vera um 3 millj. króna.
Sigurbjörg.
Ríidudal, 12. de.Hember.
í GÆR, sunnudaginn II. desember,
var aðventuhátíð í Bíldudalskirkju
undir stjórn sóknarprestsins séra
Döllu Þórðardóttur. Kirkjan var þétt-
setin. Þar sungu börn úr grunnskólan-
um sálma við gítarleik Sigríðar Páls-
dóttur. Knnfremur fluttu börnin helgi-
leik og lásu helgisögu og úr ritn-
ingunni. Kinnig söng kirkjukórinn.
Kirkjunni var færð vegleg gjöf
sem var hökull. Gefendur voru Guð-
rún Snæbjörnsdóttir, er lengi bjó
hér á Bræðraminni ásamt börnum
sínum. Gjöfin var gefin til minn-
ingar um son Guðrúnar, Hreiðar
Árnason, skipstjóra, sem fórst með
mótorskipinu Sæfara frá Tálkna-
firði í janúar 1970.
Atvinnuástand er gott hér á
Bíldudal. Um 40 manns vinna við
rækjuvinnslu og fisk hefur verið ek-
ið frá Patreksfirði af línubát og
einnig hefur togarinn Sigurey frá
Patreksfirði landað hér einu sinni,
á milli 70 til 80 tonnum. Áður höfðu
verið flutt á bílum frá Patreksfirði
úr sama skipi um 40 tonn.
Páll.