Morgunblaðið - 13.12.1983, Síða 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983
Mál er að mæla ...
Hugleiðingar um íslenskt
nútímamál og meðferð þess
- eftir Sverri Pál
Erlendsson
Talað og ritað
um tungumál
Einhvern tíma hefur því verið
haldið fram að á meðan menn
finni hjá sér þörf fyrir að tala um
tungumál, skiptast á skoðunum
um einhverja þætti þess og jafnvel
deila hart, sé líf þess tryggt. Þegar
þörfin fyrir að tala um málið eða
áhuginn dofni sé málinu hætta bú-
in. Umræðan tryggi lífsmátt tung-
unnar en sinnuleysi og afskipta-
leysi veiki hana.
Að undanförnu hafa á síðum
Morgunblaðsins birst nokkrar
greinar um framburð íslensks
máls. Að vísu er ekkert nýnæmi að
Ævar Kvaran, sá lögfróði leikari
og kennari, kveðji sér hljóðs um
þetta efni. Árum saman hefur
hann bent á nauðsyn þess að hefja
lestrarkennslu í íslenskum skólum
og jafnframt skeytt við þær
ábendingar sínar hugmyndum um
að samræma ætti framburð
ákveðinna hljóðasambanda og
vernda þannig talmál okkar. Hann
hefur verið nokkuð stóryrtur í
garð skólamanna, pundað á þá
heitum ásökunum um að sinna í
engu hinu talaða máli. Og nú eftir
margra ára „eins manns stríð"
hefur svo borið til að tveir af
yngstu doktorum í íslensku máli
hafa stungið niður penna og
blandað sér í málið.
Allt væri þetta ósköp gott ef all-
ir þessir ágætu menn einsettu sér
að fjalla um efnið, hið talaða ís-
lenska mál. Því miður virðist
þetta líf sem færst hefur í blaða-
skrifin hins vegar hafa dregið
meginkraft blekbændanna frá
kjarna málsins og þegar grannt er
skoðað eru skrifin að leiðast inn í
karp um annað en hið talaða ís-
lenska mál. Hártoganir og útúr-
snúningur hvers konar bera mál-
efnið ofurliði og greinasyrpan er
tekin að bera keim af rjómatertu-
slag þöglu kvikmyndanna. Því má
segja að aðalviðfangsefnið sé að
fjarlægjast hvort tveggja, kjarn-
ann og hismið, og nú sé markmiðið
að nálgast það að finna sökudólga,
einhverja til þess að núa einhverju
um nasir.
Samræmdur framburöur
Hugmyndir Ævars Kvaran um
samræmdan framburð eiga ekki
greiða leið að hjörtum málfræð-
inganna Kristjáns Árnasonar og
Höskuldar Þráinssonar. Það á sér
skýringar í því að þær eru byggðar
á gömlum forsendum, tæpra 40
ára rannsóknum dr. Björns Guð-
finnssonar, sem hann birti meðal
annars í riti sínu, Breytingar á
framburði og stafsetningu, sem
kom á prent 1947. Þeir Kristján og
Höskuldur eru að vinna að sam-
bærilegum rannsóknum sem
kunna að leiða í ljós aðrar niður-
stöður en þær sem knúðu dr.
Björn á sínum tíma til að æskja
þess að sagt yrði strákur fremur en
strágur og hvalur fremur en kvalur.
Því eru þessi viðbrögð þeirra
Kristjáns og Höskuldar fyllilega
skiljanleg.
í einni greina sinna bendir
ÆGISÚTGÁFAN hefur sent frá sér
á nýjan leik bækur eftir Sven Hazel.
Nefnast þær „Martröð undanhalds-
ins“, „Barist til síðasta manns",
„SS-foringinn“ og „Monte Cass-
ino“.
í bókunum er greint frá „her-
Ævar Kvaran á, og tekur sjálfan
sig til sönnunar, að auðvelt sé að
kenna norðlenska harðmælið og
sunnlenska hv-framburðinn. Víst
má vera að svo sé og mörgum hef-
ur lánast að læra þetta og fara
rétt með, en því miður sýnir
reynslan fjölmargt fleira. Margir
eru þeir sem hafa reynt að til-
einka sér harðmæli, þótt ekki séu
aldir upp við það. Má þar nefna
ýmsa útvarps- og sjónvarpsmenn
svo og leikara — og jafnvel lat-
mæltustu dægurflugnasöngvarar
hafa leitast við að syngja harð-
mælt á plötum sínum. En það læt-
ur kjánalega í eyrum þeirra sem
hafa búið við harðmæíi alla sína
tíð þegar ruglast er á hljóðunum,
p, t og k eru hörð eða lin á víxl,
jafnvel í sama orði. Hver hefur
ekki heyrt í útvarpsfréttum talað
um fljódabátana eða fljótabádana?
Að betur gedi gengið eða bedur geti
gengið? Ennfremur má benda á
þau ósköp þegar harðmælið er svo
ýkt að b, d og g verða að p, t og k.
Þá verða bandamenn að banta-
mönnum, vindur verður að vinti,
talað er um entur og hentur og ís-
lentinga.
Þeim sem aldir eru upp við að
segja kvar og kvenær getur gengið
bölvanlega að venja sig á að hafa
h í staðinn fyrir k í þessum orðum
og öðrum slíkum. Með fullri virð-
ingu fyrir leikurum landsins má
benda á að óttalega margir þeirra
hafa sérstakt lag á að bera þessi
orð fram. Svonefndur leikhús-
framburður er ekki einfaldlega
hver í stað kver — heldur húer,
húaóa, húenær, húílíkur og þar
fram eftir götunum.
Það er örugglega enginn barna-
leikur að taka upp nýjan framburð
eftir að hafa drukkið í sig móð-
urmái sitt heima í héraði. Og hér
má spyrja: Þótt einhverjir séu svo
vel lagaðir að þeir geti tileinkað
sér nýjan framburð án þess að
fara rangt með, erum við miklu
bættari með samræmisreglur ef
sýnt er að samræmingin getur
ekki orðið alger? Ég hlýt að svara
þessu neitandi, ekki síst ef „sam-
ræming" sú leiðir af sér glundroða
eða villur af því tagi sem ég taldi
hér með dæmum.
Aö vera læs ...
Ævar Kvaran bendir á að tími
sé til kominn að kenna lestur í
skólum landsins. Þar er ég honum
hjartanlega sammála. Hins vegar
hlýt ég að andmæla þegar hann
lætur í það skína að kennarar
barna og unglinga vanræki þenn-
an meginþátt móðurmálskennsl-
unnar. Hér er verið að hengja bak-
ara fyrir smið.
Vissulega er rétt að fæstir
skólanemendur á íslandi eru læs-
ir. Þegar lesið er af blaði er það
jafnan með annarri rödd og öðrum
áherslum en þegar blaðlaust er
talað. Þarna sést munurinn hvað
greinilegast þegar hlýtt er á lestur
Islendinga og útlendinga. Og mér
fannst það býsna undarlegt þegar
ég heyrði útlending fyrst lesa af
blaði að hann lét eins og hann
væri að tala við áheyrendur.
Auðvitað ætti þetta líka að vera
þannig hérlendis, en það er það
því miður ekki. Við heyrum oftast
sveit hinna fordæmdu". Á bókar-
kápu „Barist til síðasta manns"
segir: „Öllum var sama um hvort
þeir lifðu eða dæju. Þeim var líka
sama hver mundi vinna stríðið,
það eina sem þeir stefndu að var
að lifa hörmungarnar af til
í útvarpinu hvort viðmælandi
fréttamanns les svar sitt af blaði
eða „talar" við hann. Og því miður
eru flestir þeir sem lesa ljóð, sögur
eða annað ritað mál í útvarpi að
þessu leyti ólæsir. Þeir geta flestir
kveðið þokkalega að, en ekki lesið.
Það á ekki að vera heyranlegur
munur á því að lesa sögu og segja
hana.
Ég sagðist andmæla því að
þetta væri kennurum að kenna.
Þessi þáttur móðurmálsins hefur
einhvern veginn orðið útundan í
sjálfri kennaramenntuninni. Og
þegar kennaraefni fá hvorki til-
sögn í tali, lestri né raddbeitingu
sem nýtast mætti þeim sjálfum,
hvernig eiga þeir að kenna nem-
endum sínum þetta?
Ég verð að geta þess áður en
lengra er haldið að hér í skólanum
mínum höfum við íslenskukennar-
arnir leitast við að segja nemend-
um okkar ögn til í lestri og fram-
sögn, en af veikum mætti sem
vonlegt er. Við höfum engar
kennslubækur eða leiðbeiningarrit
í þessum fræðum, höfum að vísu
hlotið örlitla tilsögn leik-
húsmenntaðs kennara, en hitt er
verst viðureignar að þegar nem-
endur koma til okkar að grunn-
skóla loknum eru þeir langflestir
kolfastir í „lestrartóninum"
svonefnda og hafa einungis lært
að lesa orð. Og hundur þarf ekki að
vera gamall svo erfitt geti reynst
að kenna honum að sitja, ekki síst
ef lítill eða enginn tími er til þess
ætlaður.
Af þessu má ráða að nútímaís-
lenska er ekki einungis tvö mál,
talmál og ritmál, heldur jafn-
framt hið þriðja, upplestrarmál
(lesmál). Hér er ekki við prófess-
ora í málvísindum að sakast né
heldur barna- og unglingakennara
heldur þá sem skólaskipan ráða.
Þeim þarf að lærast að nauðsyn-
legt er að kenna kennurum að
kenna talað mál og það sem meira
er: Til þess þarf að ætla drjúgan
tíma, fyrst og fremst í grunnskól-
um. Of seint er að hefja þessa til-
sögn í framhaldsskólum og nem-
endum gengur illa að ná úr sér
lestrartóninum þegar hann er á
annað borð sestur fyrir.
Mannamál og málrannsóknir
Víkjum aftur að framburði ís-
lenskrar tungu. í grein sinni um
framburð og stafsetningu birti dr.
Björn Guðfinnsson óskalista um
það sem honum þótti rétt að varð-
veita, en það var helst héraðs-
bundinn framburður sem átti
skylt við uppruna: Harðmæli (Pét-
ur en ekki Pédur), hv-framburður
(hver en ekki kver), norðlenska
röddunin (mjólllk með löngu,
syngjandi 1-i), vestfirskur fram-
burður (m.a. langur en ekki láng-
ur) og skaftfellskur framburður
(m.a. la-jið en ekki læ-ið (lagið) og
var-la en ekki vardla eða vaddla
(varla)). Fleira smálegt mætti
telja en verður ekki gert hér. Hins
vegar vildi hann með öllu útrýma
flámæli, og hefur það að mestu
gengið eftir. Flögan er að mestu
hætt að söða þarna neður á flut-
inni.
Ég held að flestir séu sammála
um að æskilegt sé að varðveita
stríðsloka. Þeir börðust eins og
dýr, ekki bara við óvininn, heldur
líka við hvorn annan. Hitler kom
þeim ekkert við, Þýzkaland kom
þeim ekkert við, enda kærði sig
enginn um þá.“
Sverrir Páll Erlendsson
„ ... hér í skólanum mín-
um höfum við íslenskukenn-
ararnir ieitast við aö segja
nemendum okkar ögn til í
lestri og framsögn, en af
veikum mætti sem vonlegt
er. Við höfum engar kennslu-
bækur eða leiðbeiningarrit í
þessum fræðum, höfum að
vísu hlotið örlitla tilsögn
leikhúsmenntaðs kennara,
en hitt er verst viðureignar
að þegar nemendur koma til
okkar að grunnskóla loknum
eru þeir langflestir kolfastir í
„lestrartóninum“ svonefnda
og hafa einungis lært að lesa
orð.“
upprunaeinkenni í framburði eftir
mætti en ryðja brott þeim ein-
kennum sem telja má óæskilega
þróun, eins og flámælið var. Hins
vegar hlýtur það að vera umdeil-
anlegt þegar upp koma raddir um
að alhæfa þennan forna arf, taka
upp gamlar venjur hvar sem er og
hvenær sem er. Og erfitt hlýtur að
vera að verja þá kenningu að norð-
lenska harðmælið eigi fremur að
verða að almennum réttum fram-
burði en til dæmis norðlenska
röddunin eða vestfirski einhljóða-
framburðurinn. Þetta er ekki síst
athugunar vert þegar sýnt er að á
níunda áratug tuttugustu aldar
má næstum fullyrða að harðmælið
finnist einungis hreint sums stað-
ar í Eyjafjarðar- og Þingeyjar-
sýslum. Það er með öðrum orðum
minnihlutamál ekki síður en
skaftfellskt eða vestfirskt mál.
Satt að segja þykir mér allt
þetta ta) um harðmæli og
hv-framburð skipta afskaplega
litlu máli nú á tímum, ekki síst
þegar hlustað er á íslenskt, dag-
legt nútímamál og reynt að at-
huga hvernig það er, hvert stefnir
í framburði.
Þeir málfræðingar hafa lýst
hlutverki sínu svo að þeir rann-
saki það sem er og það sem var og
beri það svo saman, lýsi ástandi,
reyni að finna orsakir og láti þar
við sitja. Þeir segja því ekki hvern-
ig á að gera. Það finnst mér þó
vera hlutverk þeirra — og voru
það ekki þeir sem buðust til þess
fyrir skemmstu að skrifa bréf og
greinargerðir á mannamáli fyrir
fólk og fyrirtæki?
Höskuldur svarar ásökunum
Ævars Kvaran um sinnuleysi
málfræðinga gagnvart framburði
með því að vísa honum á blöð og
tímarit með rannsóknaskýrslum
og ritgerðum um þessi efni, og
vissulega er þar margt að sækja.
Hinu skal ekki leynt hér að mál-
fræðingarnir vinna jafnan á
afskaplega þröngu sviði. Þeir
rannsaka framburð einstakra
hljóða í ákveðnu hljóðasamhengi,
í hæsta lagi framburð einstakra
orða. Framburði íslensks máls í
samhengi, þ.e. framsögn heilla
Fjórar bækur eftir Sven Hazel
setninga, hefur lítt sem ekki verið
sinnt. Það er miður því málið er
ekki einvörðungu hljóð eða stök
orð, mál er þetta hvort tveggja í
víðtæku samhengi þar sem efni-
viðurinn, orðin, breytist og mótast
eftir umhverfi, áherslum — og
meðferð mannanna.
Greinar málfræðinga um fram-
burð eru jafnan fróðlegar og góðra
gjalda verðar og veita sífellt meiri
innsýn í það flókna fyrirbæri sem
við köllum íslenskt mál. Þær eru
hins vegar oft því marki brenndar
að vera svo flóknar og fræðilegar
að það er alls ekki á færi venju-
legra meðalmenntaðra manna að
meðtaka boðskap þeirra. Þessi
fræðilega umfjöllun virðist því
ekki ætluð almenningi heldur öðr-
um fræðimönnum. Vissulega væri
æskilegt að þessir menn stigju
oftar ofan af stalli og legðu mál
sitt fyrir venjulegt fólk. Því kemur
málið við ekki síður en þeim sem
hafa að baki langt og sérhæft
skólanám. Og þá mættu þeir einn-
ig í auknum mæli snúa sér að því
að athuga og benda á æskileg og
óæskileg einkenni í meðferð máls-
ins í samhengi, í setningum. Þar
má nefna áherslur, hljómfall,
samruna og margt fleira.
Nútímatalmál
Ég hef ekki haft aðstöðu til að
rannsaka íslenskan framburð en
verð að styðjast við það sem ég
heyri í útvarpi, sjónvarpi og í tali
manna þar sem ég fer. Og hér rifj-
ast upp fyrir mér það sem ég las í
grein Ævars Kvaran í Morgun-
blaðinu fyrir u.þ.b. tíu árum. Þá
benti hann á ýmsa hljóðvillu og
ónákvæmni í tali fólks. Benti á að
í útvarpinu væru leikin lög unga
fólsins, talað væri um íss-lendinga
og þarna var ræðan: Frandi minn
sem er lakknir hann á jappa sem er
graddn (að vísu með annarri staf-
setningu).
Hér held ég að hann hafi komið
að kjarna málsins. Þeim raun-
verulega vanda sem við tungunni
blasir. Hvert stefnir i framburði
íslensks máls? Erum við á hraðri
leið til óskapa? Er talað mál sífellt
að fjarlægjast hið ritaða? Eru í
nánd stórfelldar breytingar á ís-
lenskri tungu, miklu stórvægilegri
en lesa má af ritum dr. Björns
Guðfinnssonar? Er hljóðkerfið í
hættu?
Þegar ég kynntist fyrst franskri
tungu í skóla undraði mig mest að
gríðarlega löng orð á blaði skyldu
borin fram sem einfalt „pu“ eða
„sa“. Mikið þóttu mér Frakkar
vitlausir að skrifa alla þessa stafi
sem aldrei voru sagðir. Mér kom
ekki til hugar á þeim árum að
eitthvað þessu sambærilegt fynd-
ist í íslensku. Það var svo fráleitt.
En hvernig er íslenskt talmál?
Lítum á stutt samtal:
Hæ.
Hæ.
Hvaseiru?
Gottbra.
Kvattlara faráttir?
Kvasseiru?
Kva attlara fará ettir?
Kvarta seia mar?
Kva attlaru a fara, seiég.
Ég skiligi kvaðúrt a reina seia.
Djösis ass nertu. Ertigi meiru?
Láttigi sona. Reindu bara tala
harra. E heirigi almila íðér.
É gedigi tala harra. Herðannas.
Attlariggjað koma uppidir mokk-
ur?
Ég veidigi. Já vísta fara til
lakknirs.
Akkuru? Er eikk vaðér?
Érme verkí maganum.
íllt íonum?
Obb oss la.
Ve sen. Á éa koma meðér?
Nei, é reddus alveg. Ég bara
kemstigi uppidir mukkur meðan
ér hjáðussum lakknir.
Gedurigi komiðá bará ettir?
Jú, ábiggilega.
Ókei. Vertu ðáigi leingi.
Neinei.
Altilæ, séðigðá.
Ókei, bæðá.
Blesar.
Þetta er íslenska. Ég þykist vita
að einhver lesenda minna hugsi
sem svo að þetta sé nú tóm bölvuð
vitleysa. Svona tali ekki nokkur
maður. Þetta geti í besta falli ver-
ið einhvers konar götumál,
skrílmál eða slangur. Það er það