Morgunblaðið - 13.12.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983
37
ekki. Þá sem svo hugsa biö ég aö
ryðja burt slíkum þönkum og
leggja eyrun við tali manna. Þeir
ættu að hlusta á útvarp eða sjón-
varp eða viðmælendur sína, reyna
að gera sér grein fyrir því hvað
fólk segir þegar það talar. Þannig
má með glöggu eyra og athygli
komast að því hvað verður um
orðin þegar þau hrjóta af vörum.
Þegar að er gætt er ef til vill ekki
svo óskaplegur munur á frönsku
og íslensku hvað þetta áhrærir.
Furðulítið samband virðist vera
milli hins ritaða orðs og þess tal-
aða. Er þá ekki eðlilegt að útlend-
ingum geti gengið erfiðlega að „ná
valdi“ á íslenskunni?
í samtalinu, dæminu um nú-
tímaframburð, er að vísu nokkuð
langt gengið. Þarna er hrúgað
saman mörgum smáum brotum og
ég er ekki viss um að geta fundið
einhvern sem talar nákvæmlega
svona. Hitt má vera ljóst að öll
þessi fyrirbæri sem á blaði líta út
eins og orð á fjarskyldu furðumáli
koma fyrir í íslensku nú á dögum.
Nú má í sjálfu sér segja að
þetta, að íslenskan skuli vera orð-
in eins og hér er lýst, sé einfald-
lega þáttur eða skref á þróunar-
braut málsins. ÖU málþróun sé í
þá átt að gera mál einfaldara, auð-
veldara í meðförum. Þetta sé því
jafneðlilegt og að enginn ber fram
n í nafninu Finnbogi nema að vísu
þegar menn vanda sig sérstaklega.
Á eðlilegu máli heitir hann
Fimmbogi (5bogi).
Málvöndunar- og málverndar-
mönnum er eiginleg nokkur
íhaldssemi og því tel ég margt í
kaflanum hljóti að teljast öðru
lakara, jafnvel verulega slæmt.
Hér kemur nefnilega fram það
sem ég tel miklu meira um vert að
hyggja að en að freista þess að
gera þjóðina harðmælta. Hér á ég
við mesta vandamál nútímaís-
lenskunnar, ónákvæmni og lat-
mælgi í allri framsögn. Það að
fólk skuli komast upp með að sulla
út úr sér orðarunum sem eru
svona nokkurn veginn í átt við það
sem segja skal, jafnvel svo þvöglu-
lega og letilega að vandræði eru að
skilja. Ég mæli því alls ekki bót að
fólk flytji mál sitt í stökum, af-
mörkuðum orðum, en er ekki
helsti langt gengið þegar Hvað ætl-
arðu að gera á eftir verður Kvattlara
geráttir?
Nýbreytni og tíska
Enda þótt almenn latmælgi
(málleti) sé slæm, bjóði heim
þeirri hættu að við fjarlægjumst
upprunann hraðar og meir en gott
má telja, er við fleiri alvarleg
vandamál að etja í nútímafram-
burði. Þar má fyrst nefna áherslu-
rugling, greinileg erlend áhrif þar
sem aðaláhersla, sem hingað til
hefur verið á fyrsta atkvæði, er
flutt á annað, þriðja eða jafnvel
eitthvert atkvæði enn aftar í orði.
í útvarpinu er talað um kjararýrn-
un, Búnaðarbankann, vindurinn á
Keflavíkurflugvelli er suðaustan
sjö eða norðvestan fjórir og þar er
jafnvel sjólítið. Hér eru feitletrað-
ir þeir hlutar orðanna sem fá aðal-
áherslu og þess vegna er þetta
rangt mál, ef höfð er hliðsjón af
þeim reglum sem í gildi eru. Sama
er að segja um þá tísku í kirkjum
að varðveita, upplyfta og þar sem
guð er almáttugur. í prestamáli
gætir einnig þeirrar áráttu að
rugla áherslum í setningum þegar
sagt er guð blessi þig eða jafnvel
guð geymi þig. Sögnin er þá höfð
með sterkri áherslu (stokkið á
hana) en gerandi og þolandi nær
áherslulausir.
Enn eitt einkenni nútímamáls,
oft bundið stéttum, er undarleg
sönglandi sem sker sig úr eðlilegri
framsögn. Má ég enn benda prest-
um á einkenni í þeirra fari
margra? Þeir temja sér sérstakt
lestrarlag sem að vissu leyti er í
líkingu við eintóna upplestur
skólabarna. Munurinn er þó sá að
þeir lækka röddina við lesmerki
eða málhlé heldur minna en skóla-
börnin, um fjórðungstón eða svo.
Garðyrkjufræðingur útvarpsins
hækkar röddina hins vegar ævin-
lega sem þessu nemur við setn-
ingalok.
Plötusnúðar og ýmsir dagskrár-
gerðarmenn í útvarpi sem sjá um
dægurflugnaþætti hafa tekið upp
sérstakan söng í kynningum sín-
um. Þetta er útlent hljómfall, lært
af erlendum þulum og snúðum.
Röddin hefst og hnígur eins og
öldurót. Hver málsgrein, jafnvel
setning, hefst með skærum rómi
sem dýpkar hratt og gutlar á smá-
öidum út að leshléi. Þetta er svo
endurtekið æ ofan í æ, eins og
blessað fólkið sé að syngja, en
kunni bara eitt lag. Þetta minnir
vissulega á Flugleiðaframburðinn,
sem trúlega er gleggst að sýna á
mynd:
hljómfallið, er framandi.
Nær endalaust má tína fram
dæmi um villur og ónákvæmni í
máli fólks, ekki síst þess sem hef-
ur að starfi að tala, lesa og til-
kynna. Miðvikudagur heitir oftast
miðkudagur eða mikudagur. Á
dassgrá útvarps eru enn lög unga
fólsins. Það fer varla framhjá
neinum þegar Agnisingar hljóta
nídjo níu stig gegn þrádío tvem
stigum Kebblínga (restina lekur
svo Þróttur). Bæði forseti vor og
biskup kalla okkur ævinlega íss-
í, þess vegna heyrist Þissgaland,
flittu óér, biddettir mér, Irr-land (og
ef til vill Iss-land). Og fyrir
skemmstu heyrði ég prest fara
með orðið kjarr-leikur.
Að lokum
Ég vænti þess að lesendur mín-
ir, ef einhverjir hafa enst til að
lesa greinina alla, hafi tekið eftir
þeim skoðunum mínum að:
1) Samræmdur framburður skv.
kenningum dr. Björns Guðfinns-
sonar er tæplega æskilegur og trú-
lega óframkvæmanlegur draumur.
er ekki kennt að lesa eða tala, en
það er sök menntakerfisins sjálfs,
ekki kennaranna.
4) Alvarlegasti vandinn í íslensku
nútímamáli er það virðingarleysi
fyrir málinu sem birtist í alls kyns
ónákvæmni og málleti.
5) Þetta síðastnefnda ætti að
verða viðfangsefni fræðimanna og
ég efast ekki um að þeir geta lagt
á ráð til úrbóta.
Ég læt að lokum í ljósi þá von að
íslenskum menntamálayfirvöldum
beri gæfa til að veita fé til þeirra
nútímamálsrannsókna sem þeir
Höskuldur Þráinsson og Kristján
Árnason hafa með höndum. Ég
vona líka að þeir láti ekki við það
sitja að athuga einstök hljóð eða
einangruð smáatriði, heldur rann-
saki málið, bæði orðin og setn-
ingarnar og framburð í samhengi.
Megi starf þeirra leiða til niður-
stöðu sem hafa má til fyrirmynd-
ar og hliðsjónar við að gera ís-
lensku þjóðina talandi og læsa hið
fyrsta.
Sverrir Páll Eriendsson lauk BA-
prófí í íslensku og sagnfræði trá
Háskóla íslands haustið 1974 og
hefur síðan rerið íslenskukennari
rið Menntaskólann á Akureyri.
FLUÓ-
LEÍd
112-
tíl
Lynn
far
wus
\>ÍCr
BCKcí) 06-
TIL
A imr
FÖR
AVlKUfi.
AR .
VlN
C-AhO
SAMLEÖA
I $ uw
&0Ð
FFR?)
Á svipaðan hátt tilkynna flug-
freyjur svo flughæð, tíma og
væntanlega lendingu. Ef til vill er
þetta tilraun til að lífga málið en
þetta er engin íslenska, því miður.
Orðin eru íslensk en röddin,
lendinga. Sumir útvarpsþulir tala
um Grúsjef, Gortsnoj og Géblavík.
Börnin segja Herðu, kondo leiktu
vimmig“. I verslunum er sagt
Varða ekkvað flerra“. Sumir frétta-
menn eru hættir að geta sagt stutt
2) Þeim sem fjalla um íslenskt
mál, einkum framburð, hættir til
að festa sig um of í smáatriðum og
skrifa greinar sínar á máli óað-
gengilegu venjulegu fólki.
3) Nemendum í íslenskum skólum
Eftir sjö áia undirbúning
ftamleidslunnar áVolvo360,
eru mistökin í ruslafötu okkar
en ekki í bílskúmum þínum!
Kaupendur látnir gjalda
Það gerist stundum að bílar eru
hannaðir í miklu tímahraki, þar
sem allt kapp er lagt á að koma
framleiðslunni á markað. Þegar
þessi háttur er hafður á, eru það
kaupendurnir sem gjalda fyrir
mistökin. í bílskúrnum þeirra er
þá illa hannaður bíll, sem ein-
göngu veldur ama og leiðindum.
Hönnun og prófanir
Starfsmenn VOLVO gáfu sér næg-
an tíma við hönnun og prófanir
á 360 gerðinni. Þeir hafa alltaf
haft þennan háttinn á við undir-
búning framleiðslu nýrrar gerðar.
í sjö ára undirbúningsvinnu hefur
nægur tími gefist til að sannreyna
hugmyndir, gera mistök og leið-
rétta þau. Umfram allt, þá hefur
rúmur tími verið til prófana,
endurbóta og fleiri prófana.
VOLVO gefur sér tíma
Vönduð vinnubrögð og þolin-
mæði í sjö ár hafa skilað frábær-
um árangri. VOLVO 360 hefur
uppfyllt allar ströngustu kröfur.
Hann er rúmgóður fjölskyldubíll,
kraftmikill og lipur í akstri, örugg-
ur og traustur: Sannur VOLVO!
VOLVO 360
- Enn eitt skref nær fullkomnun