Morgunblaðið - 13.12.1983, Síða 32
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983
Minning:
Arni Jónsson
húsgagnateiknari
Kæddur 2. apríl 1929
Dáinn 1. desembcr 1983
í dag kl. 14 fer fram frá Bú-
staðakirkju útför Árna Jónssonar
húsgagnaarkitekts og kaupmanns.
Skal hans því minnst hér örfáum
orðum.
Venjulega kemur að því fyrr eða
síðar, að jafnvel fámennustu
starfstéttir, stofna með sér félag,
til að vinna að ýmsum sameigin-
legum málefnum og kynnum.
Þannig var þessu varið, hvað varð-
aði húsgagnaarkitekta. Fjölgun
þeirra var það hægfara lengi vel,
að það var ekki fyrr en árið 1955
að þeir stofnuðu með sér félag.
Nokkrir ungir menn voru þá fyrir
skömmu komnir heim frá námi er-
lendis, og meðal þeirra var Árni.
Það má segja að þá hefjist okkar
kynni, þó þau að vísu hafi verið
nokkur, er hann var við nám hér í
Iðnskólanum.
Árni var faeddur á Kópaskeri 2.
apríl 1929. Foreldrar hans voru
hjónin Jón Árnason læknir, frá
Garði í Mývatnssveit, og Valgerð-
ur Guðrún Sveinsdóttir frá Felli í
Sléttuhlíð, Skagafirði. Ekki kann
ég að segja frá uppvaxtarárum
Árna, en börn þeirra Jóns og Val-
gerðar voru sjö og var Árni næst-
yngstur þeirra. Jón, faðir Árna
lést 1944, aðeins 54 ára að aldri.
Framundan hafa því verið erfiðir
tímar, hjá ekkju með barnahóp,
eins og öllum félagsmálum var þá
háttað. En Valgerður gefst ekki
upp, heldur bregður á það ráð, að
flytja til Reykjavíkur. Þar setti
hún upp prjónastofu og hafði
margt fólk í vinnu. Þannig kom
hún börnum sínum vel til manns
og mennta.
Er Árni var 16 ára að aldri var
hann svo heppinn að komast að
sem nemandi í húsgagnasmíði hjá
Jónasi Sólmundssyni, en vinnu-
stofa hans hefur alla tíð verið álit-
in meðal þeirra vandvirkustu hér í
borginni. Ungir menn kepptust því
um að komast þar að sem nemar.
Sveinsprófi og tilskyldu námi við
Iðnskólann lauk Árni svo 1949. En
hann lét ekki þar við sitja. Haust-
ið 1950 fór hann til Kaupmanna-
hafnar og hóf nám við Kunst-
handværkerskolen og lauk þaðan
prófi sem húsgagnaarkitekt vorið
1953. Kom hann þá heim og stofn-
setti fljótlega húsgagnavinnustofu
að Laugavegi 67. Þar hafði hann
lítinn sýningarglugga. Undirritað-
ur minnist þess að hafa oft staldr-
að við þar, því þar mátti jafnan
líta fagra muni, með ferskum blæ
og fáguðu formi. Á þessum árum
ráðlagði ég oft ungu fólki, sem
leitaði ráða hjá mér, vantaði
kannski stól eða lítið borð, að líta
til hans Árna og bar það oftast
góðan árangur. Þetta ár, 1953, var
mikið framkæmda- og happaár í
lífi Árna, því auk þess sem að
framan getur, kvæntist hann eft-
irlifandi konu sinni, Sigurlaugu
Jónsdóttur, Sigtryggssonar, dóm-
varðar í Reykjavík, og konu hans
Ragnhildar Pálsdóttur. Fjögur
börn eignuðust þau: Jón Þór,
tölvufræðing, Pál, efnaverkfræð-
ing, Ásdísi, vinnur við fyrirtæki
foreldranna, gift Jóni Bergsveins-
syni húsasmið og Ragnar, 15 ára í
heimhúsum.
Ekki man ég hve lengi Árni rak
vinnustofuna að Laugavegi 67, en
að því kom, að hann flutti í rýmra
húsnæði við sömu götu og gerði
verslunarrekstur að aðalstarfi. I
þessari nýju verslun sinni hafði
hann á boðstólum, auk húsgagna,
ýmsar tegundir listmuna og jókst
sá þáttur verslunarinnar jafnt og
þétt þegar frá leið. Árið 1979 flutti
verslunin í eigið húsnæði að
Laugavegi 40. Þar hafði Árni
keypt gamalt timburhús, sem
hann breytti í mjög gott nútíma-
verslunarhús. Þar er verslunin
rekin núna, undir nafninu Kúnst,
sem sameignarfyrirtæki fjölskyld-
unnar. Frú Sigurlaug hefur lengi
stutt mann sinn vel við rekstur
fyrirtækisins og unnið í verslun-
inni í mörg ár, sem kemur sér vel
núna, eftir hina skyndilegu breyt-
ingu sem orðin er. Ég kynntist
Árna best á fyrstu árunum eftir
stofnun félags okkar, en við vorum
saman í fyrstu stjórn þess, ásamt
Hjalta Geir Kristjánssyni. Það
samstarf var ætíð hið ánægju-
legasta í hvívetna. Þægilegri sam-
starfsmann en Árna get ég varla
hugsað mér.
Éftir að því samstarfi lauk hitt-
umst við auðvitað oft, þó að sam-
gangur væri ekki mikill milli
okkar. En ávallt er fundum okkar
bar saman, fannst mér hann ætíð
miðla vissri glaðværð og kímni.
Jafnvel þó maður mætti honum á
götu í dagsins önn, og ætti við
hann einhver orðaskipti, skildi
maður við hann léttari í sinni.
Þannig hygg ég að minning Árna
muni lifa í hugum þeirra er hon-
um kynntust náið. Fyrir hönd Fé-
lags húsgagna- og innanhússarki-
tekta þakka ég Árna Jónssyni
fyrir fórnfúst starf í þágu félags-
ins á fyrstu árum þess og þar með
talin mikil vinna við fyrstu sýn-
ingar þess hér á árum áður. Við
kveðjum hér góðan dreng, sem
kallaður hefur verið burt frá okk-
ur á besta aldri, og þökkum sam-
verustundirnar.
Ég sendi Sigurlaugu, börnunum
og öðru venslafólki mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Helgi Hallgrímsson
Það er tæpt ár síðan við Arni
Jónsson kaupmaður í Kúnst á
Laugavegi 40 sáumst fyrst. En þó
kynni okkar yrðu ekki lengri,
fannst mér ég hafa þekkt hann í
áratugi, og hin stuttu kynni verða
mér minnisstæð.
Árni var sonur bekkjarbróður
míns, Jóns Árnasonar læknis frá
Garði í Mývatnssveit. Og þegar
blessaður læknirinn okkar Árna,
dr. med. Snorri Ingimarsson,
kynnti okkur fannst mér bekkj-
arbróðir minn, Jón, vera þar lif-
andi kominn. Rifjaðist þá margt
upp fyrir mér frá skólaárum mín-
um á Akureyri og þaðan var ein-
ungis góðs að minnast.
Það var vorið 1910 að tveir Mý-
vetningar komu til Akureyrar. Er-
indið var að taka próf upp í annan
bekk Gagnfræðaskólans á Akur-
eyri, sem nú er M.A. Annar þeirra
var Jón Árnason frá Garði í Mý-
vatnssveit, sonur hjónanna Guð-
bjargar Stefánsdóttur frá Haga-
nesi í sömu sveit og Árna bónda
Jónssonar í Garði. Þura skáldkona
í Garði var systir Jóns. Hinn pilt-
urinn var Jón Sigurðsson frá
Baldursheimi í Mývatnssveit.
Þessir ungu Mývetningar vöktu
brátt athygli í litla bænum okkar
við Eyjafjörð, þeir voru miklir að
vallarsýn og hinir vörpulegustu.
Próf voru þreytt um vorið og allt
gekk að óskum. Um haustið sett-
ust þeir í annan bekk og við urðum
sambekkingar. Þóttu þeir góðir
námsmenn, einkum þótti Jón frá
Garði bera af í íslenzku. Bar séra
Jón frá Hrafnagili, sem þá kenndi
íslensku við skólann, mikið lof á
stíla Jóns. Fljótur var Jón að
kynnast skólasystkinum sínum,
tók af lífi og sál þátt í félagslífi
skólans og þótti hvarvetna góður
listamaður. Hann var ávallt glað-
ur og reifur í viðræðum og vildi
hvers manns vanda leysa ef því
var að skifta.
Við urðum brátt mestu mátar,
þó aldursmunur væri nokkur, ég
13 ára, en hann 21 árs. Jón frá
Baldursheimi var aðeins einn vet-
ur í skólanum. Hann varð
skammlífur, dó langt fyrir aldur
fram. Jón frá Garði tók gagn-
fræðapróf eins og lög stóðu til vor-
ið 1912 og var hæstur í íslensku.
Lánið var með honum. Hann sett-
ist í Menntaskólann í Reykjavík
um haustið, en ég var heima og
skildu þá leiðir. Tók hann stúd-
entspróf vorið 1915 og leiðin lá svo
í Háskóla íslands, þaðan tók hann
læknispróf 1921 og sama ár var
Jón skipaður héraðslæknir í Öx-
arfjarðarhéraði og settist hann að
á Kópaskeri. Gegndi hann því
embætti til dauðadags, en hann
andaðist 10. janúar 1944 og varð
öllum harmdauði, er til þekktu.
Auk læknisstarfa lét Jón sig varða
ýmis menningarmál héraðsins.
Hann var félagslyndur að eðlisfari
og var fús á að blanda geði við
fólk. Meðan Jón lifði fóru öðru
hvoru kveðjur okkar á milli. Kæmi
það fyrir að hann léti til sín heyra
á prenti sendi hann mér sérprent-
anir af því svo sveitakonan, skóla-
systir hans í fjarlægu héraði,
fylgdist með því sem hann var
skrifa, því Jón var mesta tryggða-
tröll. Kona Jóns, móðir Árna, var
Valgerður Sveinsdóttir Árnasonar
að Felli í Sléttuhlíð í Skagafirði,
mikil myndar- og atgerviskona,
sýndi það sig best hvern mann
hún hafði að geyma er maður
hennar féll frá og hún stóð ein
uppi með stóran barnahóp. Hún
giftist síðar Páli Sigurðssyni
lækni og er hún nýlega látin.
Árni átti til góðra að telja, enda
var hann af öllum kunnugum tal-
inn mikill mannkostamaður.
Læknirinn minn hafði nokkrum
sinnum minnst á Árna við mig,
vissi að ég hafði þekkt föður hans
í æsku. Meira að segja lét hann í
veðri vaka að þeir hefðu í hyggju
að heimsækja mig. Ég varð him-
inlifandi dag einn, er þeir til-
kynntu komu sína. Það var gaman
að sjá hve Árni líktist föður sínum
í sjón, góðvildin og drengskapur-
inn var einnig áberandi. Tíminn
var fljótur að líða og margt bar á
góma á meðan þessir elskulegu
gestir stóðu við. Áður en þeir
kvöddu afhenti Árni mér til eign-
ar ljósritað handrit af sögu Gagn-
fræðaskólans á Akureyri, sem
samin er af féiagi norðlenskra
gagnfræðinga í Reykjavík. Kafl-
inn sem ég fékk er yfir skólaárin
1910—1912 og er Jón Árnason frá
Garði einn af þeim sem skrifar
þann kafla. Ekki var mér kunnugt
um að saga þessi væri skráð, en
það rifjaðist upp fyrir mér að
gagnfræðingar að norðan höfðu
stofnað með sér félag í Reykjavík
haustið 1911. Norðanmenn voru
flestir ókunnugir í höfuðstaðnum.
Þegar þangað kom söknuðu þeir
heimavistarinnar og félaganna
fyrir norðan. Þeim fannst þeir
hvergi eiga höfði að halla og því
var brugðið á það ráð að stofna til
félagsskapar þeim til hugarhægð-
ar. Eg varð orðlaus og djúpt snort-
in, er ég tók á móti þessari óvæntu
gjöf, mér fannst hún svo stór-
kostleg. Ég átti ekki orð til yfir
þakklæti mitt. Maður hefði ætlað
að Árni hefði átt nóg með sig og
sína nánustu, eins og heilsu hans
var þá komið, en svo var ekki.
Helsjúkur maðurinn lét sig ekki
muna um að gera sér ómak til að
gleðja gamla konu, sem hann
hafði þó hvorki heyrt né séð, vissi
aðeins að hún hafði setið á skóla-
bekk með föður hans í Gagnfræða-
skólanum á Akureyri fyrir rúmum
70 árum. Það er ekki á hverjum
degi sem gamalt fólk verður fyrir
slíkri umhyggju og ræktarsemi, en
af slíku má manninn þekkja. Að
skilnaði var talað um endurfundi
áður en langt liði. En það ræður
enginn sínum næturstað. Veikindi
Árna ágerðust og mörgu þurfti að
sinna. Oðru hvoru frétt ég af líðan
Árna, stundum kviknaði von um
bata, en sú von varð skammvinn.
Og svo kom fregnin um að Árni
hefði fengið hægt andlát. Hann
kvaddi þegar aðventan var að
ganga í garð, þessi árstími vonar-
innar, eftirvæntingarinnar er jól-
in nálgast, og í myrkrum ljómar
lífsins sól. Góður drengur var
genginn og ég saknaði þess að sjá
hann ekki aftur.
Minnug dýrmætra samveru-
stunda sendum við Snorri læknir
konu hans og börnum innilegar
samúðarkveðjur. Þegar þau
kveikja á jólakertum sínum von-
um við að þau eygi bjarmann af
stóra jólaljósinu hans Árna sem
minni þau á að allt var í kærleika
gjört.
Hulda Á. Stefánsdóttir
í dag, þriðjudaginn 13. desem-
ber, verður Árni Jónsson kaup-
maður, Lálandi 19, Reykjavík, til
moldar borinn frá Bústaðakirkju.
Árni andaðist í Landspítalanum
eftir erfiða hinstu baráttu.
Árni Jónsson fæddist á Kópa-
skeri þann 2. apríl 1929, sonur
Jóns Árnasonar læknis og konu
hans, Valgerðar G. Svansdóttur,
einn af sex börnum þeirra hjóna.
Leiðir okkar Árna lágu fyrst sam-
an fyrrihluta ársins 1976, en þá
innrituðumst við á Dale Carn-
egie-námskeið sem stjórnunar-
skólinn hér í borg heldur.
Snemma á þessu námskeiði
komu ríkustu eðlisþættir Árna í
ljós, létt lund blönduð kímni og
velvild ásamt yfirgripsmikilli al-
mennri þekkingu þar sem hæfi-
leikinn til þess að greina kjarnann
frá hisminu var ríkur. Árni sagði
vel og skemmtilega frá, seint
gleymist okkur félögum frásögn
hans þegar hann var við nám í
Danmörku og þurfti að verða sér
úti um húsnæði og rakst á her-
bergi, sem kostaði nánast ekkert
að leigja nema hvað hann þurfti
að viðra hund eigandans, sem var
roskin hefðarfrú, kvölds og
morgna, ásamt ýmsum fleiri
skyldustörfum sem til féllu og
þegar allt var samantalið mátti
segja að um fullt starf væri að
ræða.
Þannig var Árni. 1 öllum hans
frásögnum kom hans letta lund og
kímni fram, kímni sem særði eng-
an en skildi hópinn eftir með tár í
auga af hlátri.
Þessi hópur, sem varð til á þessu
námskeiði, hélt saman að mestu,
nokkrir urðu viðskila og aðrir
bættust við, en kjarninn var alltaf
sá sami, kjarni sem Árni átti
drjúgan þátt í að mynda og halda
saman.
Árni, ásamt eiginkonu sinni
Sigurlaugu, rak verslunina Kúnst
við Laugaveg. Þar kom ég við á
leið minni um Laugaveginn. Ég
man ekki til þess að nokkurntíma
hafi svo mikið verið að gera í
versluninni þótt hún væri troðfull
af fólki, eins og oft vill nú verða
fyrir jól, að Árni gæfi sér ekki
tíma til þess að setjast niður,
bjóða veitingar og rabba.
Um margt var spjallað tæpi-
tungulaust á slíkum stundum,
SVAR
MITT eftir Billy Graham
Skilningur á
Biblíunni
Mig langar til að geta skilið Biblíuna betur, en veit ekki,
hvar ég á að byrja. Hverjar eru skoðanir yðar í þessu efni?
Guð hefur gefið okkur Biblíuna, og ekkert ráð er
betra til að þroskast andlega en sækja til hennar
næringu handa hug og sál á hverjum degi. „Sæll er
sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur
á vegi syndaranna og eigi situr í hópi háðgjarnra,
heldur hefur yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir
lögmál hans dag og nótt“ (Sálm. 1,1—2).
Smám saman fer okkur að langa til að rannsaka
alla Biblíuna, því að sérhver hluti hennar kennir
okkar eitthvað um Guð og vilja hans varðandi okkur.
En ég legg til, að þér byrjið í Nýja testamentinu.
Ástæðan er sú, að Jesús Kristur er þungamiðja Bibl-
íunnar. Gamla testamentið bendir til hans, og Nýja
testamentið fjallar um hann.
Þess vegna ráðlegg ég yður að snúa yður fyrst að
einhverju guðspjallinu, t.d. guðspjalli Jóhannesar.
Lesið það hægt. Farið t.d. yfir smákafla á hverjum
degi, uns þér hafið lesið það til enda. Þá langar yður
e.t.v. að lesa eitthvert af bréfunum, t.d. fyrsta bréf
Jóhannesar. Mikið ríður á því að lesa Biblíuna með
reglu, en ekki nokkur vers hér og þar, eftir því hvar
okkur ber niður, þegar við opnum hana hverju sinni.
Hafið ákveðna aðferð, þegar þér lesið Biblíuna.
Byrjið ætíð lestur hennar með bæn. Biðjið Guð að
fræða yður, þegar þér rannsakið hana. Heilagur
andi, sem er Guð, er höfundur Biblíunnar. Látið
þennan sama anda vera kennara yðar. Biðjið hann
hjálpar, svo að þér sjáið ekki aðeins, hvað Biblían
segir, heldur látið það verða að veruleika í lífi yðar.
Lesið síðan kafla, þangað til þér eruð vissir um, að
þér skiljið efni hans. Lesið jafnvel aftur og aftur, ef
nauðsyn krefur. Ef til vill ættúð þér að skrifa megin-
atriðin í glósubók. Hvað kennir þetta um Guð, eða
um vilja hans varðandi okkur?
Að lokum: Tengið kenningar Biblíunnar alltaf við
líf yðar. Eru þarna sannindi, sem ég á að reyna að
skilja? Er í kaflanum fyrirmynd eða boðorð, sem ég
á að breyta eftir? Látið Biblíuna vera leiðbeinanda
yðar á hverjum degi, er þér rannsakið hana og hugs-
ið um efni hennar.