Morgunblaðið - 13.12.1983, Síða 33

Morgunblaðið - 13.12.1983, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 41 nánast ekkert var óviðkomandi, en ævinlega fór umræðan fram í gamansömum tón, ekki sett fram til heimsfrelsunar heldur til þess að lífga og lyfta hversdagsleikan- um, gera mannlífið ánægjulegra. Frá slíkum fundum fór ég ætíð léttur í lund, bjartsýnni á lífið og tilveruna, með tilhlökkun til næsta fundar. Fyrir tæpu ári fór Árni að kenna þess sjúkdóms sem of fáir sigra, en þrátt fyrir vitneskju um að allar líkur bentu til þess að að- eins væri skammur tími eftir í þessum heimi, breyttist viðmótið ekki, hann vildi hvorki meðaumk- un né vorkunnsemi. Hann vildi að við sem þekktum hann breyttum í engu okkar framkomu, og hann hélt sinni reisn meðan fært var. Nú, þegar komið er að leiðarlok- um, þakka ég samfylgdina og óska honum góðrar farar til æðri heim- kynna. Eftir stendur minningin um góðan, velviljaðan og heil- steyptan dreng sem var veitandi í öllum skilningi. Eiginkonu hins látna, Sigurlaugu, og börnum votta ég samúð mína. Helgi Laxdal í dag fer fram útför Árna Jóns- sonar, húsgagnateiknara og kaup- manns, er lést 1. desember sl. Ég get ekki stillt mig um að minnast hans með nokkrum orð- um, þótt orð séu oft fátækleg í slíkum tilfellum. Ekki ætla ég að rekja ættir hans, þótt ég viti að hann var af góðu bergi brotinn, en vil þó geta þess að móðir hans, Vaigerður Sveinsdóttir, sem lést hinn 10. nóvember sl. 88 ára að aldri, var mikilhæf og stórbrotin kona er naut virðingar og ástúðar þeirra sem henni kynntust. Árni var fæddur 2. apríl 1929 og var því aðeins 54 ára að aldri þeg- ar hann lést. Þetta er ekki hár aldur með tilliti til þess að hann var sérstaklega ungur á sál og lík- ama, allt fram að þeim tíma er sjúkdómur hans fór að ágerast al- varlega. Við kynntumst fyrir allmörgum árum, þegar við gengum í sama skóla og þau vináttubönd rofnuðu aldrei síðan. Ég minnist sérstak- lega þessara ára og áranna þar á eftir, þegar við vorum „lausir og liðugir", eins og sagt er. Oftast hittumst við þrír og stundum fjór- ir skólafélagarnir utan skólatíma, til að læra saman eða bara til að spjalla og skemmta okkur, eins og annað skólafólk. Við ræddum svo að segja um allt á milli himins og jarðar, um menn og málefni, og ekki vorum við ætíð sammála, enda urðu kappræður stundum ákafar, einkanlega þegar einhverjir héldu stíft fram sinni meiningu. Eitt brást þó aldrei, en það var sáttfýsi og glaðværð. Árni hafði mjög skemmtilega kímnigáfu, sem var algjörlega laus við meinfýsi. Hann gat verið dálítið stríðinn, en gætti þess þó vandlega að særa aldrei neinn. Hann var hreinskilinn og trygglyndur. Ef til vill hefur hreinskilni hans komið við kaunin á einhverjum, en mér fannst þessi eiginleiki einn af hans höfuðkost- um. Þessar ánægjulegu samveru- stundir urðu þó strjáili, þegar lífið fór að taka á sig alvarlegri mynd og við urðum eiginmenn og feður. Það koma snemma í ljós að Árni var sérstaklega hagsýnn og dug- legur. Hann stofnaði eigið fyrir- tæki ásamt verslun undir sínu eig- in nafni en breytti síðar fyrir- komulagi þess og verslunin hlaut nafnið „Kúnst", sem hann starf- rækti með miklum myndarbrag og verður starfrækt áfram af eftirlif- andi konu hans. Árni var einn af þeim sem til- einkaði sér jákvætt hugarfar. Þar af leiðandi var hann sérstaklega vel fær um að yfirvega vandamál og málefni hleypidómalaust og niðurstaðan var að mínu mati mannúðleg og rökrétt. Frá þeim tíma þegar hann vissi að hverju stefndi með sjúkdóminn og allt fram til síðustu stundar, sýndi hann slíkt æðruleysi og hugrekki að fátítt má teljast. Hann nýtti vel þennan biðtíma, til að búa sem best i haginn fyrir fjölskyldu sína og ganga frá sínum veraldlegu málum — yfirvegað og rólega — áður en að kveðjustund- inni kæmi. Jafnframt gat hann brugðið á glens af sinni meðfæddu kímnigáfu, sem var svo rík í fari hans, eins og áður er á minnst. Það er mikið lán að hafa átt slíkan vin sem Árni var. Minn- ingarnar eru hugljúfar og fyrnast aldrei. „Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir," segir ævafornt mál- tæki. Margir álíta að flest öll spakmæli hafi að geyma mikil sannindi og álíka einnig að í þess- um ómannúðlega og stríðshrjáða heimi kalli Almættið meðal ann- ars fólk til sín í tvennum tilgangi: Annars vegar þá sem ekki eru til heilla eða jafnvel skaðlegir um- hverfi sínu og eða okkar heimi. Hins vegar þá sem af ýmsum ástæðum geta ekki haft þau göf- ugu og jákvæðu áhrif á umhverfi sitt sem skyldi og gætu gert meira gagn fyrir okkar veröld hinum megin landamæranna. Ef svo er, þá er það mín skoðun að Árni til- heyrði þeim síðarnefndu. Vafalítið fást þó aldrei nein svör við slikum fullyrðingum. Við stöndum aðeins eftir hljóð og spyrjum: Hvers vegna? Hver er tilgangurinn? Að lokum sendi ég eiginkonu hans og börnum og nánustu ætt- ingjum innilegar samúðarkeðjur. Ólafur L. Kristjánsson Sem bliknar fagurt blóm á engi svo bliknar allt, sem jarðneskt er; ei standa duftsins dagar lengi, þótt dýran fjársjóð geymi’ í sér. Það eitt er kemur ofan að, um eilífð skin og blómgast það. Mér kom í hug þetta erindi séra Valdimars Briem, er minnast skal Árna Jónssonar kaupmanns í Kúnst, sem nú er horfinn okkur langt fyrir aldur fram. Hann and- aðist á Landspítalanum 1. des- ember sl. eftir stranga baráttu síðustu vikurnar við þann vágest, krabbameinið, sem nú fellir æ fleiri, sem samt virðist sá sjúk- dómur hafa orðið út undan hjá heilbrigðisyfirvöldunum. Kynni okkar Árna hófust fyrir tæplega 30 árum við Laugaveginn, þar sem við störfuðum báðir. Oft höfum við Árni gengið upp og niður Laugaveginn og velt því fyrir okkur, hvað gætu nú farið betur við þessa mestu verslunar- götu landsins. Árni Jónsson lauk námi í hús- gagnasmíði að hefðbundnum hætti, en hann vildi menntast meira og sigldi því til Danmerkur. Þar stundaði hann framhaldsnám í iðn sinni, lagði stund á teiknun og hönnun húsgagna. Heim kom- inn hóf hann eiginn rekstur og smíðaði húsgögn í bakhúsi við Laugaveg 69. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, en fram- leiðslan var mjög nýtískuleg og starfsemin óx og dafnaði og Árni flutti fyrirtæki sitt að Laugavegi 70, þar sem hann rak húsgagna- verslun lengst af. En húsgagna- verslanir þurfa mikið gólfrými, svo margar fluttu úr miðborginni. En Árni Jónsson var kyrr á sínum stað og hóf að selja smærri vörur, meðal annars afsteypur af lista- verkum eftir ýmsa fræga mynd- höggvara. Árni reyndist svo mikill kaupmaður og vörur hans líkuðu svo vel, að nú munu þessi listaverk komin inn á svo til hvert heimili í landinu. Árni Jónsson var listasmiður og lék allt í höndum hans, var þá sama hvort það voru húsgögn eða hús. Má í því sambandi nefna sumarbústaðinn, sem hann smíð- aði við Þingvallavatn, einbýlishús- ið í Fossvoginum, og síðast en ekki síst þegar hann keypti timburhús- ið Laugaveg 40 í niðurníðslu og breytti því í Kúnst-höll, þar sem verslun hans með listmuni er nú til húsa. Árni var dagfarslega hæglátur maður og gætinn til orðs og æðis. En meðal góðra vina og í mann- fagnaði var hann hrókur alls fagn- aðar. Tækifærisræður hans voru með afbrigðum skemmtilegar og lék hann sér þá oft með tvíræðar setningar og snerti stundum „snögga bletti", en aldrei þannig að það meiddi viðkomandi. Árni var vel hagorður, þótt hann flíkaði því lítt, þó eigum við vinir hans smellnar og vel gerðar vísur, sem hann orti við ýms tækifæri. Gott og gaman var að sækja Árna heim, hvort sem það var á Laugavegi 70 eða 40 og eins í heimaranni. Ávallt var heitt á könnunni og staup með, ef við- komandi vildi þiggja. Félagsvera var Árni og mjög til- lögugóður, svo að munaði verulega um liðveislu hans. Hann var að jafnaði í forsvari fyrir „Lauga- vegs-samtökunum“, þegar mál komu upp er vörðuðu gangandi og akandi vegfarendur, að ég tali nú ekki um ef stöðumæla eða stræt- isvagna bar á góma. Þá var Árni í essinu sínu og fannst bara gaman. Það kom líka í ljós, þegar „vinstri meirihlutinn" réðst að Laugaveg- inum og ætlaði að taka stöðumæl- ana burt af götunni, en varð að láta undan, því kaupmenn stóðu saman — og þá naut Árni sín. Það er margs að minnast og margt að þakka Árna Jónssyni fyrir í sambandi við vináttuna og samfylgdina í þrjá áratugi við Laugaveginn og við margs konar störf og leik. Sjálfsagt mætti skrifa að minnsta kosti eina bók um samveru okkar og félaga í sumarhúsinu við Þingvallavatn og í Hótelinu við ána litlu og skemmtilegu vestur á Mýrum. En margt af þessu er geymt í þakklát- um huga og í myndum, bæði kyrr- um og kvikandi. Minningin um góðan dreng mun ekki fölna með- an ég lifi. í skemmtilegri tækifærisræðu sagði Árni Jónsson einu sinni um þann sem þetta ritar, að hann væri „næstfallegasti" kaupmaður- inn við Laugaveginn en áheyrend- ur áttu að ráða í það hver væri „fallegastur". Það lýsti vel innra manni og styrk Árna Jónssonar, eftir að hann varð sjúkur, að hann aumk- aði aldrei sjálfan sig og bar sitt mein eins og hetja. Öll hans hugs- un snerist um það að tryggja konu sinni og börnum framtíðina — það mun hafa verið hans síðasta hugs- un í þessu lífi. Þegar heima dvelur sorgin sár er sælt að gefa gaum að því, að Drottinn þerrar tregatár og trúin gefur þrótt á ný. Að síðustu bið ég góðan guð að styrkja Sigurlaugu og börnin í þeirra harmi og mikla missi. Vilberg Sigurjónsson Fráfall Árna Jónssonar kaup- manns í miðri starfsönn er of augljóst harmsefni ástvinum hans og fjölmennum, traustum vina- hópi til að um þurfi að fara mörg- um orðum. Harðvítug giíma við illvígasta sjúkdóm okkar tíma hafði staðið tæplega ár. Milli von- ar og ótta í bókstaflegri merkingu, biðu ættingjar og vinir allan þann tíma. Sjálfur tók hann veikindum sínum með aðdáanlegri karl- mennsku og hugprýði. Hann not- aði tímann eftir fremsta megni til að koma sem mestu í verk og búa í haginn fyrir sína nánustu. Ný hlið á óvenjulegum viljastyrk, sem átti fáa sína líka, kom i ijós. Ég hef oftlega orðið þess var, að margir þekktu Árna í Kúnst, listmunaversluninni við Lauga- veginn. Þegar hann hefur borið á góma í viðræðum þykir mér sem hann hafi hvarvetna getið sér gott orð. Hann var óvenjulega hrein- skiptinn, kunni ekki þá list að bera kápuna á báðum öxlum. Hann var fjölfróður og minnugur, hafði mikinn áhuga á ættfræði og kunni á mörgu skil á þeim vett- vangi. Hann var allra manna glað- beittastur á góðri stund og gat gert hversdagslegustu stundir að hátíðum með gáska og skemmti- legheitum. Börn eru næm á um- hverfi sitt. Fimm ára snáði, sem frétti lát hans, sagði ömmu sinni frá því með þessum orðum: „Hann Árni í Kúnst er dáinn, hann var svo skemmtilegur." Þessi orð eru þeim mun athyglisverðari fyrir þá sök, að árið síðasta með sínum alvarlegu veikindum var það sem drengnum var minnistæðast. Árni Jónsson var gæddur for- ystueðli. Honum var það lífsnautn að beita áræði sínu og framfara- hug á þann veg, að aðrir löðuðust til fylgdar við hann. Hann var óragur við að láta brjóta á sér, ef svo bar undir. Hins vegar rakst hann illa í hóp ef meiningin var að rölt væri líkt og viljalausar sálir röðuðu sér í eina slóð. Er þar kom- in skýring þess að ég hygg, að hann gerði lítið úr pólitískum flokkum og samtökum, þar sem hverskonar jámennska er ósjaldan í heiðri höfð. Máttu þeir, sem ekki tóku sömu afstöðu og sjálfur hann að þessu leyti, oftlega þola góðlát- legt grín. Sá þáttur í fari hans, sem öðr- um fremur mótaði líf hans allt og starfsæfi var, hve næmur hann var á fegurð og stíl. Hann var hús- gagnaarkitekt að mennt og nam þau fræði í Kaupmannahöfn. Hvaðeina, sem hann annaðist, bar þess órækan vott að Árni var mik- ill fagurkeri og smekkmaður. Honum var létt að úthugsa lausn- ir, sem öðrum voru sem lokuð bók. Við Laugaveginn vann hann eft- ir að námi lauk, rétt þrjátíu ár, fyrst við húsgagnaframleiðslu og sölu í eigin verslun, síðar sem kaupmaður í listmunaverslun sinni. Honum var því af skiljan- legum ástæðum mikið metnaðar- mál, að þessi samgönguæð og starfsvettvangur fjölmargra borg- arbúa væri til sóma í hvívetna. Hann vildi prýða Laugaveginn með ýmsum hætti, bæta aðstöðu þeirra sem þangað eiga margvís- leg erindi. Hann barðist ótrauður fyrir því að Laugavegurinn yrði framvegis, eins og hingað til, lífæð miðborgarinnar. Fráfall hans nú skilur eftir stórt og vandfyllt skarð i röðum þeirra, sem vilja standa vörð um velferð og hag at- vinnufyrirtækja og stofnana í miðborginni. Árni stofnaði Félag gjafa- og listmunaverslana, sem er aðili að Kaupmannasamtökum íslands, og var fyrsti formaður þess félags. Hann lét mikið að sér kveða í sam- tökum kaupmanna, var þar sem annars staðar hreinskiptinn og einlægur. Fyrir nokkrum vikum fórum við Árni, ásamt starfsbróður okkar, til fundar við æðsta valdsmann heilbrigðismála í landinu. Erindið var að ræða óviðunandi búnað krabbameinslækna og aðstöðu- leysi þeirra sjúklinga, sem tekið hafa þennan alvarlega sjúkdóm. Árni var fársjúkur á þessum tíma og vel ljóst, að hann myndi ekki njóta úrbóta sjálfur í þessu efni. En hann lagði sig allan í þetta verkefni eins og önnur. Það væri gleðilegt ef heilbrigðisyfirvöld tækju mannlega á vandamálum krabbameinslækninga í landinu. Svo stórt heggur þessi sjúkdómur að einskis má láta ófreistað til viðnáms. Við fráfall þessa kæra vinar þykir mér sem lokið sé kapítula í lífi mínu. Fáir hafa reynst mér betur en hann, vinarþel og dreng- lyndi hans voru sem opinberun hvern dag. Árni var hár vexti og gnæfði á þann hátt yfir flesta menn aðra. En sá mannsbragur, sem einkenndi þennan hugljúfa mann, gnæfði ekki síður hátt. Á unga aldri lærði ég við föður- og móðurkné sálm Sigurðar Krist- ófers Péturssonar en upphaf hans er á þessa leið: Drottinn vakir, drottinn vakir daga og nætur yffir þér. Mér þótti þá og ætíð síðan þessi sálmur fegurri en flest annað, sem SJÁ NÆSTU SÍÐU Peter Fieuchen Laríon Heillandi írásögn um hinar miklu óbyggðir Alaska og írumstœtt líf Indíánanna, sem landid byggdu, er fyrstu skinnakaupmennirnir komu þangad meö byssur sínar og brennivín. Laríon var ókrýndur konungur þessara miklu óbyggda. Ord hans vom lög, honum var hlýtt í blindni, ákvöröunum hans varð ekki breytt. Síðustu herlör hans, heríörinni gegn hvítu mönnunum, lauk með blóöbaðinu mikla við Núlató. Að henni lokinni hvarí Laríon aftur á vit skóganna miklu, liíði þar til hárrar elli, virtur og 1 dáður, — hann haíði afrekað svo miklu. Og enn sem fyrr vom orð hans lög... Peter Freuchen er íslendingum að góðu kunnur vegna margra og skemmtilegra bóka. Ævintýralega atburði, sem oít gerast í raunveru- leikanum, leitaði hann uppi og skráði á bœkur. Pannig varð til þessi spennandi saga um Laríon, síðasta mikla indíánahöfðingjann í SKUGOSJ* Alaska. SKUGGSJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.