Morgunblaðið - 13.12.1983, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.12.1983, Qupperneq 34
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 Arni Jónsson húsgagnateiknari ég nam. Ahrif hans á ungan dreng voru þyngri á metunum fyrir þá sök, að sú saga fylgdi að skáldið dó á besta aldri, banameinið ill- ræmdasti sjúkdómur þeirra tíma, hvíti dauðinn. Þegar ég hef fylgst með því, hvernig ilivígasti sjúk- dómur okkar tíma hefur mark- visst lamað þrek og að lokum lagt að velli þann mann, sem sýndi mér meira þróðurþel en venja er að njóta, þá hefur síðasta versið í sálmi Sigurðar Kristófers rifjast upp hvað eftir annað: Þegar æviröðull rennur rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber. Drottinn vakir, drottinn vakir, daga og nætur yfir þér. Ég vona að skáldið hafi skilið rétt, að sú „höndin sem þig hingað Ieiddi“ vísi drengskaparmannin- um Árna Jónssyni til vegar um óþekktar slóðir. Elskulegri konu hans, börnum og öðrum vandamönnum vottum við Þorgerður einlæga samúð. Sigurður E. Ilaraldsson „Þótt heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei“ (H.P.) Fyrir nokkrum árum gerðist það, að hár og glæsilegur maður vatt sér inn úr dyrunum í verzlun minni. Þar var kominn Árni Jónsson í Kúnst og vildi hann ræða um stofnun Félags gjafa- og listmunaverzlana. Ræddum við lengi saman og er félagið var stofnað var Árni sjálfkjörinn formaður. Hefði félagið aldrei orð- ið til án hans dugnaðar og hvatn- ingar. Upp úr stofnun félagsins okkar kynntist ég persónunni og ein- staklingnum Árna Jónssyni betur. Vinátta okkar, sem myndaðist við nánari kynni í félagsmálum, var alla tíð heiðrík og björt. Árni var sjaldgæfur maður og gæfa að fá að kynnast slíkum manni. Hann var með afbrigðum rökfastur í málflutningi og lét ekki málþóf villa fyrir röksemdum sínum eða skoðunum. Það var alitaf gaman að vera með Árna á fundum; hann var svo einstaklega baráttuglaður; fljótur að koma auga á það sem betur mætti fara og fljótur til svars. Að öllum öðrum ólöstuðum var Árni áhugafyllsti og bezti fé- laginn. En beztu stofnarnir eru oft felldir á blómaskeiði. Árni af öll- um mönnum, svona stór og stælt- ur, varð að lúta fyrir manninum með ljáinn langt um aldur fram. Hann bar sjúkdóm sinn með slíkri hetjulund, að ég hygg, að fáum sé gefið þvílíkt æðruleysi. Á síðustu árshátíð kaupmannasamtaka ís- lands ræddi hann við mig um sína hagi og þá sá ég vin minn Árna í enn nýju ljósi og fékk að skyggn- ast dálítið betur inn í sálu hans. Hann vissi þá alveg hvað fram- undan var, en hann var sá, sem huggaði. Þetta samtal okkar mun ég ætíð geyma sem dýrmæta minningu um einhvern þann bezta mann, sem ég hef kynnzt. Söknuðurinn er sár, en eftir eru bara heiðbjartar endurminningar. Fyrir hönd Félags gjafa- og list- munaverzlana flyt ég eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu Árna dýpstu samúðarkveðjur. Persónulega þakka ég Árna fá- gæt kynni og bið honum blessunar á nýjum vegum. Konu Árna og börnum sendi ég innilegar samúð- arkveðjur með þökk fyrir allar góðu rabbstundirnar í Kúnst. Arndís Björnsdóttir, formaður Félags gjafa- og listmunaverslana. Fimmtudaginn 1. desember sl. lézt Árni Jónsson kaupmaður, Lá- landi 19. Hann var fæddur 2. apríl 1929 og varð því aðeins 54 ára gamali. Foreldrar hans voru merkishjónin frú Valgerður Sveinsdóttir og Jón Árnason, hér- aðslæknir á Kópaskeri. Enda þótt lengi væri ljóst hvert stefndi með vin okkar Árna vegna hins alvar- lega sjúkdóms hans, kom fregnin sem reiðarslag. Við erum mörg, sem nú erum slegin nístandi harmi og söknuði við fráfall þessa manns, sem sakir heilinda og vandaðrar manngerðar er harm- dauði öllum sem urðu aðnjótandi vináttu hans. Konan mín, Margrét, og ég kynntumst Árna og eftirlifandi konu hans, Sigurlaugu Jónsdóttur, fyrst í Kaupmannahöfn veturinn 1952—53 og hófst þá sú vinátta sem staðið hefur órofin æ síðan. Nú við kveðjustund koma fram í hugann minningar frá samveru- stundum í meira en þrjá áratugi og vináttu, sem aldrei féll skuggi á. Minningar frá tíma okkar sam- an í Kaupmannahöfn, síðan eftir að ég fluttist til Reykjavíkur haustið 1956, þá nýkvæntur, og settist hér að. Aðstæður höguðu því þannig, að alltaf vorum við í nálægð hvor fjölskyldan við aðra, þrátt fyrir búferlaskipti gegnum árin. En margar aðrar minningar koma nú fram í hugann. í mörg ár áttu þau hjón yndislegan sumar- bústað í Nesjarlandi við Þing- vallavatn og komum við hjónin og börnin okkar oft þangað og áttum þar dýrðlegar stundir með Árna, Diddu og börnum þeirra. Gerðist það oft að Árni og ég ásamt elztu börnum okkar fórum austur í bú- stað á laugardegi, vorum nætur- langt á Þingvallavatni á báti hans og réðumst til landgöngu á eyjun- um til að skoða fuglalífið og nátt- úruna. Komu konur okkar og yngstu börnin síðan austur sunnu- dagsmorgun og nutum við öll sam- verunnar í ríkum mæli. Var þá brugðið á leik með börnin, siglt á vatninu og rennt fyrir silung og síðan grillaður kvöldverður við sumarbústaðinn. Minningar koma líka fram frá ferðalögum sem við fórum saman, innanlands sem og erlendis. En ferskast í minningu minni um vin minn Árna verður eflaust með þvílíkum styrkleika hann gekk frá málum sínum og fjölskyldu sinnar eftir að honum varð ljóst hvert stefndi. Var hann fyrst lagður inn á Landspítalann um miðjan janú- armánuð sl. eftir að hafa kennt sér meins um nokkurt skeið, en síðan var hann fram eftir vetri, vori og sumri ýmist á spítalanum en þó oftast heima þangað til í október, að hann lagðist inn til þeirrar legu, sem hann átti ekki afturkvæmt frá. Á meðan honum entust kraftar gekk hann frá öll- um málum varðandi fyrirtæki sitt og húseign á Laugavegi 40 og gerði allar hugsanlegar ráðstafanir fyrir konu sína og börn varðandi framtíðina. Vöktu þessar ráðstaf- anir Árna óskipta aðdáun vina hans og allra sem með þeim mál- um fylgdust og duldist engum að hér var óvenjulega styrk mann- gerð á ferðinni. Vinátta við slíkan mann skilur eftir sig djúp spor, sem aldrei verða afmáð né frá manni tekin og nú að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa kynnst manninum Árna Jónssyni. Þakklæti fyrir þær ótal samverustundir sem við fjölskyld- an áttum með Árna, Diddu og börnum þeirra. Samverustundir sem verða okkur dýrmætur fjár- sjóður í framtíðinni í söknuði okkar. Á þessari kveðjustundu biðjum við góðan Guð að blessa minningu Árna og biðjum þess að minningin um góðan dreng, frábæran eig- inmann og föður megi lina sorg og söknuð Diddu og barnanna. Innileg samúð og hiýhugur fylg- ir þeim frá okkur hjónunum og börnunum okkar. Torben Friðriksson Árni Jónsson húsgagnateiknan hné í valinn fyrir aldur fram og verður í dag kvaddur hinztu kveðju. Hann var í heiminn borinn norður á Kópaskeri 2. apríl 1929, sonur hjónanna Jóns héraðslækn- is Árnasonar, Jónssonar bónda í Garði í Mývatnssveit, og Valgerð- ar Guðrúnar Sveinsdóttur, Arna- sonar bónda og hreppstjóra á Felli í Sléttuhlíð. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Kópaskeri, næstyngstur sjö systkina, en þess má geta að ein systra hans, Björg að nafni, varð mjög skammlíf, dó kornung af völdum lömunarveiki. Nokkrum mánuðum eftir að Jón læknir féll frá á bezta aldri, 1944, fluttist Árni með móður sinni og tveimur systkinum til Reykjavík- ur, en þangað höfðu elztu systkini hans þegar flutzt. Hér syðra stundaði hann síðan nám í hús- gagnasmíði, og vorið 1949 lauk hann prófi í þeirri grein með mestu prýði. Hann ákvað að afla sér frekari menntunar og sigldi síðsumars 1950 til Kaupmanna- hafnar, þar sem hann hóf fram- haldsnám í helzta listiðnaðarskóla Dana, Kunsthándværkerskolen. Þaðan brautskráðist hann með ágætis vitnisburði 1953, hraðaði sér heim að prófi loknu og fór óðara að brjótast í því að koma á fót húsgagnavinnustofu og lítilli verzlun í tengslum við hana, þar sem selja skyldi framleiðsluna. Húsgögn þau, sem hann teiknaði og smíðaði, vöktu brátt athygli og þóttu ekki einungis nýstárleg, heldur einnig falleg og sérlega vönduð að allri gerð. Smíði og sölu húsgagna hélt Árni síðan áfram í um það bil aldarfjórðung, en afréð þá að söðla um, ef til vill vegna þess að stjórnvöld hér töldu nauð- syn til bera að efla fremur erlend- an iðnað en íslenzkan. Hann stofn- aði listmunaverzlun, sem hann rak síðan til dauðadags og mun vafalaust hafa ætlað æ stærra hlutverk eftir því sem stundir liðu fram. Vissulega var Árni ekki einn og óstuddur í þrotlausri önn sinni og elju. Skömmu eftir að hann kom heim frá framhaldsnámi í Kaup- mannahöfn kvæntist hann unn- ustu sinni, mestu ágætiskonu, Sig- urlaugu Jónsdóttur, Sigtryggsson- ar yfirfangavarðar, og konu hans, Ragnhildar Pálsdóttur Levi. Þau eignuðust fjögur börn, Jón Þór, tölvunarfræðing, Pál, efnaverk- fræðing, Ásdísi, stúdent, nýgifta Jóni Bergsveinssyni húsasmið, og Ragnar, nemanda í síðasta bekk grunnskóla. Það er sízt ofmælt að hjónaband Árna og Sigurlaugar hafi verið farsælt og borið vitni í hvívetna um eindrægni og sam- lyndi. Barnalán þeirra og vel- gengni grundvallaðist hvorki á slembilukku né happdrættisbú- skap, heldur framar öllu á eðlis- kostum þeirra, vönduðu innræti, fágætum dugnaði og iðjusemi. Ósjaldan hefur það borið við, að ég hafi farið að líta um öxl og rifja upp fyrir mér kynni okkar Árna Jónssonar, sem hófust fyrir fjór- um áratugum. Mér hefur þá ein- lægt fundizt sem hlýleg birta tæki að streyma um hug mér, en svipað hygg ég að hver og einn gæti sagt sem kynnzt hefði mági mínum eitthvað að ráði. Hann var maður vinsæll, og bar margt til þess, til að mynda greiðvikni hans og lip- urð, vandvirkni og grandvarleiki, svo að ávallt mátti treysta því, að hann efndi hvert loforð sitt og kastaði aldrei höndum til neinna verka, heldur ynni þau eins vel og honum var unnt. Hitt var ekki síð- ur þungt á metunum, að hann var ljúfur í viðmóti og blíður í lund, glaðvær og fyndinn, hafði jafnvel gaman af því, þegar svo bar undir, að bregða fyrir sig dálítið glanna- legu tali, en öldungis græskulausu. Raunar er óþarft að fara mörgum orðum um skapgerð Árna, því að forn einkunn hæfir honum bezt og Minning: Sveinlaug Lilja Jónsdóttir Fædd 7. mars 1925 Dáin 4. desember 1983 f dag, 13. desember, verðui kvödd frá Dómkirkjunni mæt kona, Sveinlaug Lilja Jónsdóttir sjúkraliði við Borgarspítalann. Andlát hennar kom ekki á óvart nánustu ættingjum og vinum, en þó eru fáar vikur frá því hún sjálf var lögð inn á þann spítala, sem hún áður starfaði við, ósérhlífin og glaðleg og reyndi að létta öðr- um sjúkdómsbyrðarnar. Svo stutt er oft bil milli blíðu og éls. Lilja, eins og hún var jafnan kölluð, var fædd á Barðarstöðum í Staðarsveit. Foreldrar hennar voru bæði úr þeirri sveit, Jón Sig- urjónsson frá Bláfeldi og Helga Káradóttir frá Haga. Lilja var elst barna þeirra sem voru 8 alls og þau hjón komu öllum vel tií manns og öll lifa systur sína. Helga, móðir Lilju, dó sumarið 1981, en Jón dvelur nú á Hrafnistu eftir farsæla starfsævi. Jón og Helga bjuggu um tíma á Bláfeidi, en 1928 fluttust þau að Vaðstakksheiði í Neshreppi utan Ennis, og bjuggu þar til ársins 1944, er þau fluttust til Reykjavík- ur um tíma, en síðan bjuggu þau á Ási í Melasveit. Á Vaðstakksheiði voru því upp- vaxtarár Lilju við leik og störf í hópi glaðværra systkina og ástríki foreldra. Hún var snemma táp- mikil og fljót að taka til hendi, eins og það .var kallað, á barn- mörgu heimili. Hún var greind og lífsglöð og foreldrum sínum til gleði, sem veittu henni gott upp- eldi. Tvítug að aldri giftist Lilja ágætum manni, Jóni Eldon skrifstofumanni, síðar fram- kvæmdastjóra. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík, en síðar i Kópavogi. Þau eignuðust alls 5 börn. Jón Eldon var yngsta barn Hlín- ar Johnson, er var síðasti ábúandi í Herdísarvík og bjargvættur þjóðskáldsins Einars Benedikts- sonar, sem kunnugt er. Hún bjó þar áfram meira en áratug eftir lát Einars, en vel er ég minnugur þess hversu þau Jón og Lilja voru henni hjálpleg við einyrkjubú- skapinn þar. Gamla konan, sem var lífsreynd og skapmikil, kunni vel að meta tengdadótturina og þær hvor aðra. Lilja missti mann sinn 1968 og var það henni og börnunum að sjálfsögðu mikið áfall. Var þá yngsta barn þeirra fjögurra ára. Voru þetta erfiðir tímar, en kjark- ur hennar var þó óbugaður. Hún studdi börn sín til mennta og tveir eldri synirnir luku háskólaprófi. Sjálf fór hún í sjúkraliðanám og lauk prófi. Eftir það var starfs- vettvangur hennar í sjúkrahúsum, lengst af í Borgarspítalanum, en um 1—2 ár vann hún í sjúkrahúsi í Osió. Börn þeirra Lilju og Jóns Eld- ons eru þessi: Jón Eidon, líffræð- ingur í Reykjavík, kvæntur Ingi- björgu Pálsdóttur hjúkrunarfræð- ingi. Sveinn Eldon, kennari við HÍ og síðar í Kanada, nú við rann- sóknastörf og kennslu í Turku, Finnlandi, kvæntur Hannele Hiet- aluoma frá Finnlandi. Hlín Eldon, snyrtifræðingur, búsett I Osló, gift norskum manni, Sverre Holm, framkvæmdastjóra. Helga Eldon, áður dansari við íslenska dans- flokkinn, en kennir nú ballett í Dutch Harbour í Alaska, þar sem maður hennar, Gunnar Guðjóns- son, er skipstjóri á krabbaveiði- skipi. Einar Eldon, áður sjómaður, nú starfsmaður í sjúkrahúsi. Barnabörnin eru 4. Lilja veiktist í september og fékk fljótlega að vita úrskurðinn, aðeins fárra vikna frestur. I nóv- emberbyrjun gekkst hún undir stóra skurðaðgerð. Hún sagði við okkur hjónin daginn áður: „Ég veit að þessi aðgerð er gagnslaus, en e.t.v. getur hún bætt líðanina síðustu vikurnar." Hún sagðist vonast til, að börn sín, sem væru í útlöndum, gætu komið í tæka tíð til síðustu samfunda og ráðstaf- ana. Henni varð að ósk sinni. Svo kvaddi hún okkur æðrulaust á lík- an hátt og þegar hún kvaddi ömmu sína og afa og annað frænd- fólk á hlaðinu í Haga árið sem hún fermdist og lagði á Fróðárheiði með tvo til reiðar, fasmikil, glað- leg og ung. Öldruðum föður, börnum og öðrum aðstandendum votta ég innilegustu samúð. Þórður Kárason í dag verður gerð frá Dómkirkj- unni útför Sveinlaugar Lilju Jónsdóttur sem andaðist 4. des- ember sl. Sveinlaug var dóttir hjónanna Jóns Sigurjónssonar frá Bláfeldi í Staðarsveit og Helgu Káradóttur. Hún fæddist á Barðastöðum 7. mars 1925. Tvítug að aldri gekk hún að eiga Jón Eldon fulltrúa og síðan framkvæmdastjóra. Stóð heimili þeirra fyrst í Reykjavík og síðar í Kópavogi. Þeim Sveinlaugu og Jóni varð fimm barna auðið. Elstur er Jón, líffræðingur, f. 1946, þá Sveinn, heimspekingur, f. 1950, tvíburasysturnar Helga og Hlín, f. 1952, og Einar f. 1964. Eru þrjú þeirra búsett erlendis. Sveinlaug Lilja var glæsileg kona sem þar af sér óvenju góðan þokka. Hún var létt í lund og glað- vær og brá sérstæðum lit á tilver- una með persónutöfrum sínum. Þessvegna var hún aufúsugestur hvar sem hún kom, ekki síst í hin- um fjölmenna hópi fjölskyldunn- ar, en hún var elst átta barna þeirra Jóns og Helgu. Hún átti jafnframt til einbeitni og áræði, ef á þurfti að halda, og aldrei hvarfl- aði að henni að æðrast þótt á móti blési. Með þeim hjónum Sveinlaugu og Jóni Eldon var mikið jafnræði. Jón var einstakt ljúfmenni og prýðilega gerður á alla lund. Gestrisni var þeim hjónum báöum í blóð borin og heimili þeirra ein- stakt að ölium höfðingsskap. Verður það okkur sem þangað átt- um tíðar ferðir á þeim árum ætíð ógleymanlegt. Það má nærri geta hvert áfall það hefur verið Sveinlaugu og börnunum fimm er Jón féll skyndilega frá á besta aldri árið 1968. Brá hún þá á það ráð að hefja sjúkraliðanám en til þess hafði fyrst verið stofnað skömmu áður. Árin sem síðan eru liðin starfaði hún sem sjúkraliði hér í Reykjavík og nágrenni, og nú síð- ast um allmörg ár á Borgarspítal- anum. í því starfi naut Sveinlaug sín vel og fann þar hæfileikum sínum nýjan farveg. Þar kom að góðu haldi hin létta lund hennar, hjálp- fýsi, sérstök atorka og nærgætni við þá sem á hjálp þurftu að halda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.