Morgunblaðið - 06.01.1984, Side 3

Morgunblaðið - 06.01.1984, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 „Réðst ekki við neitt“ segir 1. stýrimaður á Sjávarborg GK-60 „Skipið slitnaði frá og það var ekki nema einn vír sem hélt að framan þeg- ar við komum að henni. Síðan slitnaði hann líka og þrátt fyrir að við va*rum með akkeri úti réðum ekki við neitt og skipið rak upp í garðinn," sagði Sig- urður Hólm, 1. stýrimaður á Sjávar- borg GK 60, sem er 450 lesta skip, þegar blm. Morgunblaðsins spjallaði við hann um borð í Sjávarborginni í gærmorgun, þar sem hún lá utan í grjótgarðinum í Grindavíkurhöfn. „Það voru menn um borð í nótt en þeir réðu ekki við neitt og því fór sem fór. Hinir tveir bátarnir, Reyn- ir og Víðir, lágu næstir okkur og sennilega er það svo að þegar þeir slitna upp, slitnum við um leið upp að aftan og taugin sem er að framan heldur honum ekki ein sér. Það hef- ur sennilega verið milli kl. 6 og 6.30 sem hann siitnar upp fyrst og svona klukkutíma síðar er hann alveg far- inn. Það má segja að hann hafi rekið beint upp, en hann stoppaði þó að- eins vegna akkerisins. Við vitum ekki enn um skemmdir, en mér finnst mjög ólíklegt að hann sé nokkuð skemmdur. Hann liggur hér fyrst og fremst í sandi og drullu, en þó er ekkert hægt að segja með neinni vissu að svo komnu máli. Við ætlum að reyna að ná honum á flot á flóðinu í kvöld, með því að setja línu í land, dobla hana og draga hann út á spilinu. Við reyndum þetta í morgun, en við höfðum svo lítinn tíma að það tókst ekki, það var svo mikið fallið út,“ sagði Sig- urður ennfremur. Jón Sigvaldason, skipstjóri á Reyni frá Sandgerði. honum einnig að bryggju. Um hálf tíu leytið voru báðir bát- arnir tryggilega bundnir hér við bryggjuna að nýju. Það lögðu margir hönd á plóginn til að- stoðar bæði björgunarsveitar- 'menn og aðrir og þá ekki síst starfsmenn Miðness hf.,“ sagði Jón. „Botninn er örugglega skemmdur stjórnborðsmegin, báturinn lá það mikið utan í grjótinu, en stýrið og skrúfan virðast hafa sloppið alveg,“ sagði Jón, er hann var spurður um skemmdir, en Reynir er trébátur. „En það er erfitt að fullyrða nokkuð svona að ókönn- uðu máli. Skemmdirnar verða ekki kannaðar til fulls öðru vísi en með því að taka bátinn upp í slipp". Jón sagði að þeir væru á tog- veiðum árið um kring. Þeir hefðu legið inni frá því 17. des- ember og hefðu verið að dytta að ýmsu, en stefnt að því að fara út aftur uin 10. janúar. Hann bjóst við að þessi uppákoma seinkaði því að báturinn kæmist á veiðar um mánuð, en það færi eftir þvi hve skemmdirnar reyndust miklar. „Ég hef aldrei lent í því verra hvað þetta snertir. Flóðhæð var mjög mikil, en síðan ' varnar- garðurinn kom eru menn ró- legri. Áður en hann kom, voru menn um borð í bátunum, þó það spáði ekki nema stormi. Það er alveg einstakt að hafa tekist að bjarga bátunum, mér leist ekkert á blikuna þegar við vor- um komnir þarna þrír upp í grjótið," sagði Jón Sigvaldason að lokum. 3 Grjótið barst langt upp á land. Morpinbi»*ið/ f’ríðþjófur Hús umflotin vatni en lftið eignatjón í Höfnum: Eldglæringar stóðu út úr húsakjöllurum ÞAÐ VAR unnið við frágang og lag- færingar í Höfnum eftir óveðrið, þegar Morgunblaðsmenn voru þar á ferðinni í gær, skömmu eftir há- degi. Víða mátti sjá ummerki óveð- ursins, en að svo miklu leyti sem skemmdir höfðu verið kannaðar, voru þær óverulegar miðað við þann skaða sem varð vegna óveð- ursins á Akranesi og í Sandgerði. Tvö hús voru umflotin vatni og sjór hafði komist í kjallara þeirra, en íbúar þeirra beggja voru ekki hcima, svo skemmdir höfðu ekki verið kannaðar. „Þetta er aðallega sandur og drulla sem hefur borist inn í hús- ið, eignatjónið er hverfandi," sagði Ólafur Eggertsson, hjá Fiskverkun Eggerts Ólafssonar, en sjórinn braut þar dyr svo sandur og grjót barst óhindrað inn í husið. Nokkrir pakkar af saltfiski blotnuðu af sjógangi og varð að taka fiskinn upp og þurka hann að nýju. 10 tonna trilla sem var þar skammt frá barst undan veðrinu um það bil 20 metra og lá þversum á vegin- um er Morgunblaðsmenn bar að og til marks um sjóganginn barst trog fullt með netasteinum tugi metra. Alls staðar mátti sjá um- merki óveðursins, grjót úr fjör- unni var tugi metra inní landi. Sjórinn gekk yfir spennistöðina í þorpina og var unnið við að verja hana í gær, því spáð var versn- andi veðri á ný. „Ég vaknaði klukkan sex og þá var húsið umflotið. Ég þorði ekki annað en að taka með mér nokkra hluti og við færðum, okkur upp í annað hús sem stendur ofar,“ sagði Reitar Óskarsson, sem býr í einu af neðstu húsunum. „Sjórinn gekk hér yfir allt og braut á húsunum sem neðst standa og voru auð og ekki um annað að ræða. Ég var síðan hérna niður frá og fylgdist með þróuninni. Það er enginn kjallari á húsinu mínu, en eins og sjá má hefur aðeins tekið undan sökklinum," sagði hann ennfrem- ur. „Þetta hefur byrjað um hálf sex og þegar sjórinn féll að hús- unum, sem eru umflotin, stóðu eldglæringar út úr kjöllurunum, þegar rafmagninu sló út, en sem betur fer kviknaði ekki í,“ sagði Indriði Adolfsson, sem býr i einu af nærliggjandi húsum. Upp meö góðo , - |«öur meö vöiwmJA. Opiðsemhérsegir. .. 9.19 Æ Mánudaga t\l fimmtudaga ■ • • k • g 21 ._ föstudaga .......k\. 9-16 a«|KUG4RE>UR Él laugardaga .. markaður við sund

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.