Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 7 TIL SÖLU' Mercedes Benz 280 SE árgerö 1900 (nýjasta geröín). Ekinn 54000 km UppL í sána: 41944. Breytt heimilisfang nýtt símanúmer Skrifstofan er flutt í Hús verslunarinnar viö Kringlumýrarbraut (önnur hæö). Nýtt síma- númer er 68-7900. Eyjólfur K. Sigurjónsson, löggiltur endurskoöandi, Húsi verslunarinnar, 108 Reykjavík, sími 687900. |19/xK84 REYKJAVIKUR SKÁKMÓTIÐNI XI. alþjóölega Reykjavíkurskákmótiö hefst aö Hótel Loftleiðum þriöjudaginn 14. febrúar nk. kl. 17, og lýkur sunnudaginn 26. febrúar. Þeir íslenskir skákmenn sem taka vilja þátt í mótinu tilkynni þaö skriflega til Skáksambands íslands, pósthólf 674, 121 Reykjavík, eigi síöar en 6. febrúar. Skáksamband íslands, Taflfélag Reykjavíkur. OtOHCtListahálíil iReykjavikOOO K vikmyndahátíó Listahátíóar hefst laugardaginn 4. febrúar nk. og stendur til 12. febrúar. Nánari fréttir af efnisvali birtast á næstu dög- um. Listahátíó í Reykjvik 1984. KGB og 200 íslendingar? Magnús Guðmundsson sem gegnir störfum frétta- ritara fyrir ýmsa fjölmiðla á Norðurlöndum skýrir frá því í Helgarpóstinum nú í vikunni að útsendarar KGB hafi boðið sér pen- ingagreiðslur þegar hann var fréttamaður íslenska sjónvarpsins í Danmörku, starfaði annar að nafninu til fyrir Prövdu og hinn fyrir TASS. Helgarpóstur- inn spyr Magnús: „Hefúrðu haft einhverý- ar spurnir af íslendingum sem vinna í þágu Rússa eftir þessa reynslu þina í Danmörku?" Og Magnús Guðmundsson svarar „Nei, ekki get ég sagt það, en það má fylgja hér að eitt sinn náði ég tali af fyrrum kafteini í KGB, sem hafði þann starfa að útvega njósnara í Vestur- Þýskalandi, áður en hann gerðist pólitískur flótta- maður. Hann hoppaði vest- ur yfir 1974. Hann kvaðst hafa yfír mjög yfirgrips- mikilli þekkingu að ráða um njósnakeðju Rússa á Vesturlöndum og sagði að ísland skæri sig að engu leyti frá öðrum Evrópu- löndum hvað njósnir varð- aði. Þessi fyrrum kafteinn í sovésku leyniþjónustunni sagðist að vísu ekki geta gefíð mér nákvæma tölu um þá fslendinga sem hefðu starfað beint fyrir KGB, en sagðist æUa að þeir næðu að minnsta kosti tölunni tvöhundruð. Hann sagði mér að rússneska leyniþjónustan leitaði mjög eftir því að fá til liðs við sig blaðamenn, fólk á uppleið í kerfínu, stjórnmálamenn og hverskonar aðra gagn- lega gripi. Þetta ætti við um ísland rétt eins og önn- ur lönd þar sem Rússar reyndu að verða sér úti um njósnara." * Askorun um kappræður Þjóðviljinn er eins og kunnugt út gefinn út í nafni Karls Marx sem hannaði þá hagfræðikenn- ingu fyrir rúmum hundrað árum sem leitt hefur mesta fátækt yfír flesta jarðarbúa á bessari öld. Stefnuskrá Hannes Hólmsteinn Alþýðubandalagsins bygg- ist á óskoruðum trúnaði við þessa kenningu og í nafni hcnnar vilja kommúnistar hér á landi breyta íslenska þjóðfélaginu að kúbanskri eða víetnamskri fyrirmynd, svo að ekki sé minnst á Sovétríkin, en þau eiga ekki upp á pallborðið nú á tímum hjá stofukommún- Lstum. Með hliðsjón af trúnaöi Þjóðviljans við kenningar Marx og margitrekuð tilvik þar sem framkvæmd þeirra hefúr leitt til hins mesta ófarnaðar er kannski ekki einkennilegt hve mjög blaðinu er í mun að sýna fram á að reikni- forsendur í hagfræðikenn- ingum Milton Friedman, hagfræðings frá Bandaríkj- unum, standist ekki. l'pp- hlaup Þjóðviljans vegna Friedman er þó sama marki brennt og gönuhlaup blaðsins á öðrum sviðum, að ógjörningur er að fá botn í það hvað fyrir blað- inu og stjórnendum þess vakir. Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem hefur ver- ið manna ötulastur við að skýra skoðanir og kenning- ar Friedman svarar að- fínnshim Þjóðviljans hér í Milton Friedman blaðinu í gær. Grein sinni lýkur Hannes á því að skora Ólaf R (Jrímsson, leiðarahöfund Þjóðviljans um Friedman-málið, í kappræður um málið. Mið- að við alkunna þörf Ólafs fyrir að láta Ijós sitt skína hefði mátt vænta þess að strax við lestur greinar Hannesar hefði hann tekið ákvörðun um að ganga til kappræðna um þetta brennandi mál sem hefur verið helsta leiðaraefni Þjóðviljans frá áramótum. En lengi skal manninn reyna, eins og fram kemur í Morgunblaðinu í gær tel- ur Ólafur R Grímsson sig þurfa að íhuga það gaum- gæfílega, hvort hann taki áskorun llannesar. Til varnar Marx í leiðara Þjóðviljans á þriðjudag stóð þetta meðal annars um Friedman-mál- ið: „Hagskúrkurinn Milton Friedman, höfuð Chicago- skólans, hefur nú verið af- hjúpaður sem ómerkilegur talnafalsari af prófessorum við Oxfordháskóla og Eng- landsbanka ... Hægri Olafur R Grímsson öfgamennirnir sem notað hafa kenningar Friedman hlaupa nú í skjól og þykj- ast ekki við hann kann- ast“ En hvað gerist þegar sá íslendinga sem einna mest hefur lagt sig fram um aö kynna sjónarmið Friedman gengur fram fyrir skjöldu og skorar á höfúnd þessara orða í leið- ara Þjóðviljans að ræða við sig málið á jafnréttis- grundvelli á opnum fundi? Leiðarahöfundurinn fer undan í fíæmingi og segist ekki sjá hvaða tilgangi slík- ar rökræður þjóni. Þessi viðbrögð Ólafs R Grimssonar eru dæmigerð fyrir framgöngu hans fýrr og síðar, hann blæs út mál og hleypur síðan frá þeim. Treysti Ólafur sér ekki til að ræða um Friedman { kappræðum við Hannes Hólmstein gæti hann þó í það minnsta hampað ágæti Karls Marx og lýst því hve mikill munur sé á óskeik- ulleika hans og talnaföls- unura „hagskúrksins" Friedman. Ólafur gæti til að mynda lesið upphafsorð- in { landsfundarræðunni sinni hjá Alþýðubandalag- inu um árið þegar hann bar þá saman og lagði að jöfnu Jón Sigurðsson forseta og Karl Marx. Málin leyst meö kappræðum Vandi landsstjórnarinnar verður ekki leystur með kappræð- um, hvorki í fjölmiölum né á fundum hversu fjölmennir sem þeir eru. Önnur mál er hins vegar unnt aö leysa með kapp- raeðum eins og til dæmis þann vanda sem Þjóöviljamenn hafa komist í viö kynni sín af hagfræðikenningum Milton Friedman. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skoraði leiðara- höfund Þjóðviljans í kappræður en Ólafur R. Grímsson er ófús aö leysa þetta þrasmál sem hann bjó sjálfur til á svo auðveldan hátt. MILLIVEGGJA PLÖTUR úr RAUÐAMÖL frá Heklurótum •Sölustaðir: BYK0, Kópavogi Kf.SUÐURNESJA, - Keflavik og Grindavik Kf. ARNESINGA, - Selfossi Visth. GUNN ARSHOLTI i Vistheimilið GUIMIMARS- 99-5026 H O LTI BMW 320 1982 Beinhvítur, 5 gíra, ekinn aöeins 19 þus. Út- varp. segulband, snjó- og sumardekk Sportfelgur, mlkið af aukahlutum. Verð kr. 410 þús. (Skiptl á ódýrari). Nu er retti timinn til bilakaupa Ymis k)or koma til greina Kom- ið með gamla bilinn og skiptið upp i nyrri og semjið um milli- gjof Bilar á soluskra sem fást [fyrir skuldabréf. Willys m/blæju 1963 Rauöur, Volvo B-18 vél (4ra gira). Útvarp, segulband. Spoke-felgur, Lapplander-dekk. Hörku jeppi. Verö 135 þús. Cherokee Pioneer 1983 Rauöur, ekinn 11 þús. 6 cyl. 5 gíra, aflstýri. Útvarp. Sem nýr bill. Verö 1200 þús. Ath.: Vantar nýlega litla bíla ó sýn- ingarsvæðið. Subaru 4x4, Golf, Daihatsu, Mazda 323, Saab o.fl. Volvo 345 GLS. 1982 Brúnsanz, ekinn 20 þús. Útvarp segulband. Verö 330 þús. Skipti. Volvo 240 GLT 1983 Ljósgrænn, ekinn 9 þús. Sjálfsk., aflstýri, útvarp, segulband, rafmagnslæsingar og -rúöur. Snjó- og sumardekk. Verö 600 þús. Skipti. Greiösluskilmálar samkomulag. Colt GL 1980 Rauösanseraöur, útvarp, 2 dekkjagangar. Ekinn 73 þús. Fallegur framdrifsbill. Verö 155 þús. Isuzu Trooper (lengri) 1982 Rauöur, ekinn 17 þús. aflstýri.. útvarp. Verö 550 þúsund. Skiptí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.