Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 37 Anna Jórunn Loftsdóttir - Kveðja Fædd 21. júlí 1911. Dáin 14. janúar 1984 Anna Jórunn Loftsdóttir hjúkr- unarkona var kvödd hinstu kveðju síðastliðinn fyrra fimmtudag i Fossvogskirkju. Athöfnin var lát- laus en innileg og að athöfn lok- inni var kistan borin út af systkin- um hinnar látnu. Systkinakær- leikurinn og samheldni þessa fólks leyndi sér ekki. Anna var fædd á Bakka í Aust- ur-Landeyjum í Rangárvallasýslu 21. júlí 1911 og var dóttir hjón- anna Lofts Þórðarsonar bónda og Kristínar Sigurðardóttur ljósmóð- ur. Hún ólst upp í föðurhúsum og voru þau systkinin átta. Ekki var Anna langskólagengin, frekar en margar kynsystur hennar frá þeirri tíð, en frá traustu og merku æskuheimili fékk hún veganesti sem reyndist henni drjúgt. Anna hóf hjúkrunarnám 1934 en veiktist á námstímanum og lauk því ekki námi fyrr en 1939. Þá hélt hún þegar í stað utan til frekara náms. Nam geðhjúkrun í Danmörku og röntgenfræði í Svf- þjóð og vann erlendis öll stríðsár- in. Heim til íslands kom hún aftur að stríðinu loknu 1945 og vann lengst af á röntgendeild Landspít- alans utan árið 1948—1949 en þá dvaldi hún í Árósum og stundaði nám í kennsluhjúkrun og spítala- stjórn. Yfirhjúkrunarkona Hvít- abandsins var hún frá 1955—1957. Hún vann aftur á Landspítalanum eftir að hún fór frá Hvítabandinu og á árunum 1961—1964 var hún á skurðsstofu Landspítalans og bætti við sig skurðstofunámi. En 1964 söðlar hún alveg um og fór til vinnu á Vífilsstaðaspítala og var deildarstjóri þar til 1978 að hún lét af störfum. Það er á engan hallað þó að því sé haldið fram að fáir í íslenskri hjúkrunarstétt hafi lagt á sig eins mikið til að öðlast jafn víðtæka starfsreynslu og hjúkrunarmennt- un og Anna, hún var hjúkrunar- kona af lífi og sál, gaf sig alla í starfið, sparaði ekki kraftana. Mér er kunnugt um að þeir voru margir, sem hún hafði stutt í erf- iðu veikindastríði, hjúkrað og styrkt með ráðum og dáð, bæði hér heima og einnig er hún var á hinum ýmsu sjúkrahúsum í Dan- mörku og Svíþjóð. Þeir eru marg- ir, sem vilja þakka henni. Vil ég leyfa mér að nefna slíkt tilfelli. Það var um þetta leyti árs 1956, fyrir 28 árum, er Anna var yfir- hjúkrunarkona á Hvítabandinu, að hún bað mig að koma til starfa þar. Á sjúkrahúsi Hvítabandsins var einvalalið hjúkrunarkvenna og lækna og Anna í forsæti. Það var í senn lærdómsríkt og ógleym- anlegt að vinna með þessu fólki og læra af því. Anna var vakin og sofin yfir velferð sjúklinga og starfsfólks. Anna var vakin og sof- in yfir velferð sjúklinga og starfs- fólks. Hún bjó í húsinu og það var ómetanlegt að geta leitað til henn- ar og fá aðstoð og ráð, en það taldi hún sjálfsagt hvort heldur var að degi eða nóttu. Þessi vetur var viðburðarríkur og einmitt þá kom hún nafna hennar litla, Anna Guðmundsdóttir, til okkar illa haldin eftir bruna. Ég vakti yfir litlu Önnu ásamt önnu og varð vitni að svo frábæru hjúkrunar- starfi og hæfileikum Önnu Lofts- dóttur að ekki líður mér úr minni. Þá gleymist mér heldur ekki gleði Önnu Loftsdóttur né stolt, þegar hlutirnir fóru að snúast á betri veginn og sú stutta að taka við sér. Anna Loftsdóttir var án nokkurs efa bjargvættur litlu stúlkunnar, enda tengdust þær órofa böndum. Anna vann mikið að félagsmál- um stéttarinnar og það var einnig lærdómsríkt að starfa með henni á því sviði og fyrir það vil ég þakka henni. Við vorum að vísu ekki alltaf sammála, en hún var svo heilsteypt og hreinskilin að ég hef fáa hennar líka fyrirhitt. Anna var í stjórn HFÍ 1950—1954 og formaður 1961—1965 en þá reis hæst þáttur hennar í félagsmál- um. Það var krefjandi starf að vera formaður í stéttarfélagi og það var ekki síst á þeim árum, þegar aðstaðan var engin og hún sinnti fullu starfi samtímis. Það þýddi einfaldlega það, að hún vann allt í sjálfboðavinnu, kaup- laust og stundum fékk hún ekkert fyrir nema vanþakklæti. Það var oft erfitt eða jafnvel ómögulegt að fá skipt á vöktum til að mæta á þýðingarmikla fundi, enda aðrir tímar en nú. Þá var áreiðanlega efst á blaði: Þú ert til fyrir félagið en ekki félagið fyrir þig. í stjórn- artíð önnu keypti Hjúkrunarfélag íslands efstu hæðina í Þing- holtsstræti 30 og fluttist þangað. Ég leyfi mér að halda því fram að daginn sem við gengum frá kaup- unum, frú Sigríður Eiríksdóttir, Anna Loftsdóttir og undirrituð, hafi verið stigið eitthvert merk- asta sporið í sögu Hjúkrunarfé- lags Islands. Fyrsti stjórnar- fundurinn í eigin húsnæði var ógleymanlegur og að vera komin með eigið símanúmer var merkur áfangi. Anna var umdeildur formaður og það vissi hún vei. Hún tók ákvarðanir samkvæmt viti og samvisku og stóð og féll með þeim. Árum saman var hún fulltrúi í SSN (Samvinnu hjúkrunarfræð- inga á Norðurlöndum). Þá var hún fulltrúi félagsins í BSRB og vann þar sem annars staðar ötullega fyrir stéttina að framgangi hinna ýmsu mála. Anna vakti alls staðar athygli, ekki síst er við sóttum fundi og mót stéttarfélaga okkar á Norðurlöndum. Og nú er ævisól hennar hnigin til viðar. Veikindum sínum tók hún með æðruleysi og stillingu. Enginn má sköpum renna. Við, sem unnum með henni og nutum samfylgdar hennar, þökkum henni samstarfið og það sem hún var ís- lenskri hjúkrunarstétt. „Sé ég veg og vörður vísa upp í móti. Styrk þarf til að standa, stikla á eggjagrjóti. Uppi á bláu bergi blikar óskalindin. Blessun bíður þeirra sem brjótast upp á tindinn." (D.S.) Megi hún hvíla í friði. Ingibjörg Ölafsdóttir Anna Loftsdóttir, hjúkrunar- kona, lést 14. janúar 1984. Anna fæddist 21. júlí 1911 á Bakka í Austur-Landeyjum. Foreldrar hennar voru Loftur Þórðarson bóndi og Kristín Sigurðardóttir ljósmóðir. Anna var ein átta systkina, Bakka-systkinanna. Þau komust öll á legg en einn bróðir er á undan genginn á besta aldri, Guðni. Það læðist að mér grunur um að ljósmóðirin hafi kunnað til verka við að koma ungviði á legg, svo mjög sem ljóma stillingar og festu, elsku og tryggðar, bregður af þeim systkinum bæði að atgervi og skaphöfn. Þannig var Anna, stór og sterk, en jafnframt hóg- vær og kærleiksrík. Anna var hjúkrunarkona og starfaði við hjúkrun alla tíð, heima og erlend- is, og kom hún víða við á sviði hjúkrunar. Anna tók líka virkan þátt í félagsmálum og var hún annar íslenski formaður Hjúkrun- arfélags íslands næst á eftir Sig- ríði Eiríksdóttur. „Þá vann hún mikið og vanþakklátt starf á sviði kjaramála fyrir félagið á tímum kjarabóta starfsmanna ríkis og bæja 1963“ eins og segir í afmæl- ishefti Tímarits Hjúkrunarfélags íslands á 50 ára afmæli félagsins 1969. Ég held að Anna hafi gert sér grein fyrir að hjúkrun er full- gilt starf sem ber að greiða sem slíkt og ekki „aðeins" óeigingjarnt liknarstarf kvenna unnið af fórn- arlund og með afneitun á jafnrétti og sjálfsögðum mannréttindum. Anna var frænka þess sem rit- ar, móðir mín og Anna voru systk- inabörn. Ég minnist Önnu best sem unglingur eða barn í hennar umsjá eitt sumar á Bakka. Það var mikið ævintýri og minningin um Jón Jónasson Minningarorö Fsddur 13. ágúst 1893. Dáinn 18. janúar 1984. f dag er til moldar borinn frá Stóra-Dalskirkju Jón Jónasson. Hann fæddist á Rimhúsum, sonur hjónanna Jónasar Jónassonar, bónda þar, og konu hans, Þuríðar Jónsdóttur. Varð þeim fjögurra barna auðið og komust 3 til full- orðinsára, en þau eru Jóel, sem lést árið 1974, Ágústa, búsett í Reykjavík, og Þuríður, búsett í Arnarfirði. Árið 1946 hættu Jón og Guð- björg búskap og fluttu til Reykja- víkur. Hóf Jón störf hjá Ríkisskip en hætti svo fyrir aldurs sakir. Trúr var Jón bernskustöðvum sín- um og fór þangað oft meðan heilsa leyfði. Jón átti við heilsuleysi að búa síðustu árin og var rúmfastur af þeim sökum. Vil ég geta Ág- ústu, sem hugsaði vel um hann og þjónaði til hinstu stundar. Ég sat oft hjá afa og ræddi við hann. Var mér ljúft að liðsinna honum er hann bað mig einhvers og minnist ég samverustunda okkar með söknuði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Jóhann Ó. Kjartansson foreldra hennar, hagleiksbóndann og ljósmóðurina, um sveitina, Landeyjar, um bræður og systur og annað fólk, sem þar fékk skjól, lifir. Það var sundriðið, í leynum étnir hertir þorskhausar frá Lofti bónda, dottið í læk fullan af vikri frá Heklugosi og sveitin skynjuð af óreyndu borgarbarni. Ýmislegt fleira er geymt í minningunum og þá ekki síst öll umhyggja Önnu fyrir stráknum sem henni var trú- að fyrir. Fyrir slíku gerði ég mér ekki grein fyrir strax, heldur vinn- ur það á með tímanum og vermir. Hvernig má þakka fyrir slíkt? Aðrar minningar á ég um Önnu, nær og fjær, mörgum viðhaldið af hlýju umtali ástvina. Hæst ber þar för Önnu með öðru íslensku fólki frá Danmörku í byrjun stríðs 1940 í svonefndri Petsamoferð. Fyrir Önnu varð það Stokkhólms- ferð, þar náði metnaður hennar til frekara náms og starfs tökum á henni og var hún úti öll stríðsárin. Hér heima eftir stríð man ég Önnu best í starfi á Röntgendeild Landspítalans og síðar í starfi á Hvítabandinu og á Vífilsstöðum. Ég man baráttu hennar fyrir lífi lítillar bróðurdóttur sinnar, bar- áttu sem við krakkarnir vissum af og sem endaði með sigri. Ég man einnig sérstaklega eftir því að Anna bauð mér einu sinni með sér að Gljúfrasteini, en Auður eigin- kona Halldórs Laxness og Anna voru góðar vinkonur. Anna var vel vakandi fyrir því hvað sveinninn þráði þótt ekki væru það bók- menntirnar. Aðrar minningar um Önnu fel- ast í öllu fasi hennar, fágaðri framkomu, mildi, tryggð, ástúð og kærleika. Hún var líka ein Bakka- systkinanna, sem við virtum og undruðumst. Ætli við hin, háværu borgarbörnin, höfum nokkurn tímann skilið þau, þessa hógværu og æðrulausu frændur okkar og frænkur, sem komu í foreldra- og afahús, Halldórshús við Laufás- veginn? Þau voru vinir foreldra minna, föður míns og móður. Anna mun hafa gengið á vit aftur- eldingarinnar með sama æðru- leysi og fylgdi henni í lífinu. Ég vil ljúka þessum brotum með því að votta systkinum Önnu, Dodda, Didda, Leifi, Bjössa, Dadí og Stínu, börnum þeirra og öðrum ættingjum, tengdafólki og skjól- stæðingum hluttekningu mína og míns fólks við fráfall Önnu frænku. Sérstaklega flyt ég þeim kveðju móður minnar með þakk- læti fyrir tryggðaböndin. Guð gefur, Guð tekur. Guð blessi minningu Önnu Jór- unnar Loftsdóttur. Svend-Aage Malmberg Kveðjuorð: Matthildur Stefáns- dóttir sjúkraliði Fædd 17. maí 1922 Dáin 21. janúar 1984 í dag verður til moldar borin Matthildur Stefánsdóttir sjúkra- liði. Hún lést í Borgarspítalanum sl. laugardag og bar andlát hennar mjög brátt að. Fundum okkar Matthildar bar fyrst saman er hún réð sig til sumarafleysinga í Kleppsspítala 1968. Var það upphafið af löngum og giftudrjúgum starfsferli henn- ar við stofnunina, en þar starfaði hún óslitið frá árinu 1970. Það segir sína sögu um áhuga Matthildar á starfi sínu, að árið 1975 lauk hún sjúkraliðanámi, þá 53 ára gömul. Að námi loknu tók hún að sér umsjón með heimili sem rekið er á vegum Kleppsspít- ala og gegndi því starfi þar til hún flutti sig um set innan stofnunar- innar og fór að vinna á geðdeild Landspítalans. Matthildur var mjög vel verki farin, reglusöm og hagsýn svo af bar og komu þessir eiginleikar vel í ljós í sambandi við störf hennar. Hún var glaðvær og hressileg í viðmóti, trygglynd og traustur vinur þeirra sem vináttu hennar áttu. Ég veit að margir sjúklingar sem Matthildur hafði afskipti af minnast hennar með þakklæti og söknuði. Matthildur kom til vinnu síð- astliðinn föstudag og lauk sínu dagsverki eins og svo oft áður en á laugardaginn var hún öll. Sam- starfsfólk á geðdeildum Ríkisspít- alanna kveður hana hinstu kveðju og þakkar henni samstarfið og samfylgdina í hartnær 14 ár. Ástvinum hennar öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þórunn Pálsdóttir Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall eiginmanns míns, fööur okkar, stjúpfööur, tengdafööur og afa, HAUKS KRISTJÁNSSONAR, Þúfubaröi 11, Hafnarfiröi. Jóna Siguröardóttir, Herdía Haukadóttir Neely, John Neely, Anna Haukadóttir, Sigríöur Haukadóttir, Kriatján Haukaaon, Þráinn Haukaaon, Sjöfn Hauksdóttir, HaukurHaukason, Sigrún Davíösdóttir, Guömundur Davfösson, Ægir Hafsteinsson, Steinþórunn Kristjánsdóttir, Ragnheiöur Ríkharösdóttir, András Kristjánsson, Sjöfn Karlsdóttir, Lilja Guómundsdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.