Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík: Sennilega talið sig geta náð Betri árangri með mig fjarverandi — segir Ragnar S. Halldórsson, forstjóri ÍSAL „ÞAÐ VORU verkalýðsfélögin sem lýstu þessu verkfalli yfir og þeim var fullkunnugt um það að ég ætlaði ekki að vera á landinu á þessum tíma, svo þeir hafa ekki óskað eftir því að ég stjórnaði þessu, þó ég hafi samband við mína menn daglega í gegnum síma,“ sagði Ragnar S. Halldórs- son, forstjóri ÍSAL, í samtali viö Mbl., en Ragnar var spurður álits á þeirri gagnrýni sem fram hefur komið að hann væri erlendis á meðan kjaradeila og síðan verkfall væri í álverinu. „Verkalýðsfélögin hafa senni- lega talið sig getað náð betri ár- angri með því að vita mig fjar- verandi og við því er ekkert að segja, það er þeirra ákvörðun," sagði Ragnar. Varðandi verkfallið sem nú er hafið, sagði Ragnar: „Það fer að verða árlegur viðburður að verk- Ragnar Halldórsson fall er gert hjá fSAL, þar var síðast verkfall í nóvember 1982 og nú rúmu ári seinna eru þeir aftur komnir í verkfall. Þetta er eitthvað sem er að verða kækur hjá þeim, að því er virðist. Ég hlýt að vona að úr deilunni leys- ist fljótlega," sagði Ragnar. Ragnar var spurður að því, hvort til greina kæmi að leggja verkbann á þá starfsmenn ÍSAL sem ekki taka þátt í verkfallinu, en það eru félagsmenn í Verzlun- armannafélagi Hafnarfjarðar og nokkrir matsveinar, og sagði Ragnar að svo gæti farið. „Það verður sjálfsagt óhjákvæmilegt ef verksmiðjan verður að loka fyrir fullt og fast, vegna aðgerða þessara manna, en það þarf ekki að gera það í fyrstu atrennu," sagði Ragnar, og bætti því við að hann ætti ekki von á að slíkt kæmi til fyrr en að því kæmi að ekki væri hægt að reka verk- smiðjuna lengur, vegna aðgerða annarra starfsmanna. Örn Friðriksson, aðaltrúnaðarmaður í Straumsvík: Sérákvæði falla úr gndi ef ÍSAL gengur í FÍI „Við vorum í samningaviðræð- um í alla nótt við stjórnendur ÍSAL og við vissum ekki betur en þetta væru menn sem hefðu fullt samn- ingsumboð. Þeir vissu heldur ekki annað, en að þeir væru með fullt umboð til að semja, þannig að þetta kom í sjálfu sér báðum samningsaðilum jafn mikið á óvart,“ sagði Örn Friðriksson, aðaltrúnaðarmaöur starfsmanna ÍSAL. „Við óskuðum eftir því í upp- hafi fundar i dag að fá skýra og greinilega bókun um það, hverjir það væru sem hefðu samnings- umboð og myndu hafa samn- ingatímabilið, ef samningar næðust, og það kom í ljós að það voru þeir menn sem við höfum verið að ræða við,“ sagði Örn. — Þið lítið þá svo á að ÍSAL muni ekki æskja inngöngu í Fé- lag íslenskra iðnrekenda? „Um það getum við auðvitað ekkert fullyrt, en ef af því verður höfum við jafnframt tilkynnt um það, að þá hljóti ÍSAL að ganga undir sömu leikreglur varðandi vinnustöðvanir og ann- Örn Friðriksson ar atvinnurekstur í landinu, þ.e.a.s. þá munu falla í burtu að okkar mati allar undanþágar sem fyrirtækið hefur haft til þess að koma í veg fyrir tjón á framleiðslutækjum ogjafnframt þeir fyrirvarar sem fjalla um samúðarvinnustöðvanir, og þá yrði farið með þessi mál á sama hátt og gerist á almennum vinnumarkaði. Þau afskipti sem iðnaðarráð- herra hefur haft af þessum máli hafa komið báðum samningsað- ilum mjög á óvart. Það er alveg ljóst mál að hann hefur ekki kynnt sér stöðuna í samninga- viðræðum hjá hvorugri samn- inganefndanna né hjá ríkissátta- semjara. Mér sýnist því að þessi afskipti hans af málinu séu fyrst og fremst komin til vegna van- þekkingar," sagði Örn. Örn sagði að samninganefnd- irnar ætluðu að hittast aftur á sunnudag, en ekkert væri víst um niðurstöðu. „Ég er ansi hræddur um að öll þessi afskipti leiði til þess að það verði erfið- ara að finna lausn, og ég veit fyrir víst að starfsmenn ÍSAL verða ákveðnari í því að láta ekki kúga sig eða buga vegna þeirra hótana sem hafðar hafa verið uppi. Það eiga að heita hér frjálsir samningar, og ef menn virða ekki þann rétt eru þeir að stefna ýmsu í óefni," sagði örn Friðriksson að lokum. r ár Miðstjórn ASI vegna samþykktar ríkisstjórnarinnar varðandi ISAL: Fordæmir íhlutun í löglega vinnudeilu Á FUNDI miðstjórnar Alþýðu- sambands íslands í gær var eftir- farandi ályktun samþykkt ein- róma, vegna samþykkta ríkis- stjórnarinnar um að falla frá skil- yrðum um að ÍSAL standi utan samtaka atvinnurekenda. „Ríkisstjórnin hefur nú tekið frumkvæði til þess að færa Ál- verið og verksmiðjur ríkisins yf- ir í Vinnuveitendasamband ís- lands. ÍSAL yrði meðal stærstu og áhrifamestu aðila Vinnu- veitendasambandsins. Það hefur hingað til verið almenn sam- staða um að erlendir aðilar skuli ekki fá lykilítök í íslenskum samtökum. Miðstjórn Alþýðu- sambands íslands mótmælir þvf að ríkisstjórnin skuli nú brjóta þá grundvallarreglu og fordæm- ir harðlega þessa beinu íhlutun í löglega vinnudeilu. Þessi ákvörðun getur haft óheppilegar og afdrifaríkar afleiðingar og torveldar lausn í deilunni. Þessi ákvörðun gengur í ber- högg við þá margyfirlýstu stefnu ríkisstjórnarinnar að hún muni ekki hafa afskipti af samnings- gerð á vinnumarkaði. Fyrsta tækifæri er notað til þess að þrengja stöðu verkalýðshreyf- ingarinnar og ákveðið að efla Vinnuveitendasamband íslands ekki aðeins með aðild hinna er- lendu eigenda ÍSALs heldur vekja atfylgi allra verksmiðja ríkisins. Með þessu er ríkis- stjórnin að framselja samn- ingsrétt sinn vegna eigin fyrir- tækja í hendur VSf. Með þessum vinnubrögðum hefur ríkisstjórn- in afdráttarlaust haslað sér völl atvinnurekendamegin f sam- skiptum aðila vinnumarkaðar- ins. Þannig bregst ríkisstjórnin þeirri frumskyldu að stuðla að lausn vinnudeilna. Miðstjórn mótmælir þessari háskalegu aðför að launafólki i landinu." Þorsteinn Pálsson Friðrik Sophusson Sjálfstæðisflokkurinn: Fundir með for- manni og vara- formanni í öll- um kjördæmum SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN efnir til níu almennra stjórnmálafunda i öllum kjördæmum landsins á næstu vikum, en á fundum þessum munu Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson, varaformaður flokksins flytja ávörp. Munu þeir gera grein fyrir stjórnmálaviðhorfinu, störfum og stefnu Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Kjartani Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Auk þeirra Þorsteins og Frið- riks munu átta sjálfstæðiskonur taka þátt i fundum þessum og mun ein flytja ávarp á hverjum fundi. Konurnar eru: Katrín Fjeldsted læknir, Halldóra Rafnar kennari, Sólrún Jensdóttir aðstoð- armaður menntamálaráðherra, Erna Hauksdóttir viðskiptafræði- nemi, Sigríður Þórðardóttir kenn- ari, Bessí Jóhannsdóttir sagn- fræðingur, Esther Guðmundsdótt- ir þjóðfélagsfræðingur og Salóme Þorkelsdóttir alþingismaður. Fundur sem haldinn verður á Akureyri 11. febrúar verður með öðrum hætti, en þar verður for- maður flokksins einn framsögu- maður, en auk hans munu á fund- inum ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins sitja fyrir svörum. Ástæða þess er sú að þá helgi heldur þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins fund á Akureyri. Samhliða almennum stjórn- málafundum munu formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins hitta trúnaðarmenn flokksins og halda sérstaka fundi með þeim. Fundirnir verða á tímabilinu frá 29. janúar til 11. mars. Þorsteinn Pálsson um Treholt-njósnamálið: Sósíalistar á ís- landi blygðast sín fyrir afhjúpunina „Ég HEFÐI nú hlíft Svavari við þessari spurningu," sagði Þorsteinn Pálsson á kappræðufundi í Hafnarfjarðarbíói er hann svaraði hver væri afstaða hans til athæfis Norðmannsins Árne Treholt, sem uppvís hefur orðið að stórfelld- um njósnum fyrir Rússa. Áður hafði Svavar Gestsson svarað því hvort honum væri kunnugt um að einhverjir íslendingar hefðu átt samstarf við Treholt. „Það hefur verið upplýst að þessi maður hafði samstarf við ís- lenzka aðila. Hann reyndi að hafa áhrif á íslenzk stjórnmál þegar vinstri stjórnin á sínum tíma reyndi að koma varnarliðinu úr landi og rjúfa varnarsamstarf okkar við Bandaríkin. Og við ger- um okkur alveg grein fyrir því að margt af því sem er að gerast í alþjóðamálum um þessar mundir á einmitt rætur að rekja til út- sendara af þessu tagi, sem koma inn hugmyndum Andropovs og KGB hjá aðilum í stjórnmálum á Vesturlöndum, og reyna með þeim hætti að grafa undan lýðræðis- skipulaginu. Ég skil ósköp vel að íslenzkir sósíalistar blygðist sín þegar þessi afhjúpun á sér stað,“ sagði Þorsteinn. „Ég veit ekki til þess að menn hafi átt samstarf við Arne Tre- holt, ég þekki það alla vega ekki. Það var viðtal við krata í Moggan- um í dag. Það eru kannski til krat- ar ennþá í Hafnarfirði og mætti kannski spyrja þá, en ég veit ekki um rnálið," sagði Svavar Gestsson I sínu svari. „Athæfið sem slíkt er auðvitað fordæmanlegt og hvers konar þjónkun við aðrar þjóðir og stór- veldi er auðvitað hneyksli og ber að meðhöndla sem slíkt. Á undan- förnum árum höfum við bent á að þjónustusemi við bandaríska hernámsliðið hafi gengið ákaflega langt hjá ýmsum aðilum, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Og við verðum að gjalda sérstakan var- hug við útsendurum af því tagi sem Arne Treholt er, en við skul- um ekki breyta íslenzka þjóðfélag- inu í McCharthy-isma þjóðfélag, eins og mér sýnist sum blöð vera að ýta undir þessa dagana með næsta óhugnanlegum hætti, þar sem reynt er að gera hvern ein- asta mann tortryggilegan fyrir það eitt að hafa aðrar skoðanir á þjóðfélagsmálum heldur en Morg- unblaðið hefur. En þeir eru sem betur fer margir sem hafa aðrar skoðanir en Mogginn á ýmsum málum," sagði Svavar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.