Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 33 Janúar-nóvember 1983: Ávísanaviðskipti jukust um 71,5% Hækkun meðalupphæða nokkru minni Heildarávísanaviðskipti fyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru að fjárhæð um 98.913 milljónir króna, en voru til samanburðar um 57.684 milljónir króna á sama tíma árið 1982. Aukningin milli ára er um 71,5%. Mánaðameðaltal ávísanaviðskipta var um 8.992 milljónir króna á umræddu ellefu mánaða tímabili í fyrra, en var til samanburðar um 5.422 milljónir á sama tíma árið 1982. Aukningin milli ára er um 66%. Fjöldi tékka á umræddu tímabili var um 10.799.000, en voru til samanburðar um 10.069.000 á sama tíma árið 1982. Aukningin milli ára er 7,25%. Meðalupphæðir tékka fyrstu ellefu mánuði síðasta árs var 9.159 krónur, en til saman- burðar var meðalupphæðin um 5.729 krónur á sama tíma árið 1982. Hækkun á meðal- upphæð er því um 60%, en nokkru minni en nemur aukn- ingu á ávísanaviðskiptum í heild. Ef litið er á nóvember sér- staklega voru heildarávísana- viðskipti upp á 11.120 milljón- ir króna, en til samanburðar upp á um 6.439 milljónir króna á sama tíma á árinu 1982. Aukningin milli ára er um 72,7%. Fjöldi tékka í nóvember sl. var um 1.023.000, en var til samanburðar um 1.002.000 á sama tíma á árinu 1982. Fjöl- gun tékka milli ára er um 2,1%. Loks má geta þess, að með- alupphæð tékka í nóvember sl. var 10.870 krónur, en var til samanburðar 6.426 krónur í nóvember á árinu 1982. Hækk- un meðalupphæðar milli ára er um 69%. Volvo F10 kos- inn vörubifreið ársins 1984 Nýja Volvo F10 Intercooler vörubifreiðin hefur hlotið titil- inn „Vörubifreið ársins 1984“, en það er alþjóðlegur dómstóll leiðandi blaðamanna frá 13 löndum, sem skrifa um vörubif- reiðir, sem stóð að valinu. Þetta er í annað sinn, sem Volvo-vörubifreið hlýtur þennan titil, en áður, eða árið 1979, hlaut Volvo F7 titilinn. Þetta er í áttunda sinn, sem valin er vörubifreið ársins. Tímaritið Truck reið á vaðið, en hóf fljótlega samvinnu við blaðamenn frá öðrum löndum. Dómstóllinn samanstendur í dag af blaðamönnum frá Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Sviss, Spáni, Þýzka- landi, Austurríki, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. í dóminum um Volvo F10 Intercooler er sérstaklega gef- ið fyrir þægindi fyrir öku- mann, litla endsneytiseyðslu og endingu. Þá er bent á Inter- cooler-útfærsluna, þ.e. er hina nýju eftirkældu TD101 F-vél, nýja útfærslu á grind og endurhannað ökumannshús. Þá var bent á bætta meðferð á farmi, góða aksturseigin- leika, sem m.a. eru þakkaðir fjöðrum með gúmmímillilagi og hreyfanlegum fjaðra- hengslum. Fyrir ökumann gaf síðan sjálfstýrða hitakerfið mörg stig, en Volvo-verk- smiðjurnar eru þær fyrstu í heiminum í dag, sem bjóða þetta í vörubifreiðum. Bridgehátíð 1984 Undirbúningur Bridgehátíðar er nú í fullum gangi og er skrán- ing hafin bæði í sveitakeppnina og tvímenninginn. Þátttökutilkynningar í tvímenningskeppnina þurfa að berast fyrir 10. febrúar nk. Þátttökugjald verður 1000 krón- ur á mann. Eins og áður velur framkvæmdanefnd mótsins úr hópi umsækjenda ef of mikill fjöldi sækir um þátttöku. Aftur á móti verður sveitakeppnin öll- um opin meðan húsrúm leyfir en tilkynna þarf þátttöku fyrir 20. febrúar. Þátttökugjald verður 2000 krónur á sveit. Þá má minna á að starfsmað- ur Bridgesambandsins, Jón Baldursson, er ætíð við á skrif- stofunni alla daga en hann tekur á móti þátttökutilkynningum. Frá keppni hjá Bridgefélagi Suðurnesja, en þar stendur nú yfír Baro- meter-tvímenningur með þátttöku 24 para. Bridgedeild Barð- strendingafélagsins Staðan eftir 6 umferðir í aðal- sveitakeppni félagsins: Þórarinn Árnason 109 Ingvaldur Gústafsson 107 Viðar Guðmundsson 89 Þorsteinn Þorsteinsson 72 Sigurður Kristjánsson 66 Hannes Ingibergsson 61 Næst verður spilað mánudag- inn 30. janúar og hefst keppni stundvíslega kl. 19:30. Spilað er í Síðumúla 25. Bridgefélag Hafnarfjarðar Síðastliðinn mánudag var spil- uð önnur umferð í barómeter fé- lagsins. AIls taka 28 pör þátt í þessu móti, en telja má að baró- meterinn sé annað aðalmót vetr- arins, hitt er sveitakeppnin. Að venju eru spilin tölvugefin, og sér Jón Gíslason formaður um þá hlið mála. Nú þegar þrjú kvöld eru eftir er staða efstu para þessi: Árni Þorvaldsson — Sævar Magnússon 146 Ásgeir Ásbjörnsson — Guðbrandur Sigurbergsson 126 Björn Eysteinsson — Kristófer Magnússon 114 Georg Sverrisson — Kristján Blöndal 104 ólafur Valgeirsson — Ragna Ólafsdóttir 103 Bridgedeild Breiðfirðinga Þann 5. jan. lauk sveitakeppni félagsins með sigri sveitar Ingi- bjargar Halldórsdóttur. í sveit- inni auk hennar voru Sigvaldi Þorsteinsson, Guðjón Kristjáns- son, Þorvaldur Matthíasson, Jón G. Jónsson og Magnús Oddsson. Sveit Sigurðar Ámundasonar sem var í efsta sæti fyrir síðasta kvöldið mætti ekki til leiks vegna misskilnings, og þar sem önnur sveitin neitaði að spila aukaleik, missti sveitin af mögu- leika til að ná efsta sætinu. Staða efstu sveita varð annars þessi: Sveit Ingibjargar Halldórsd. 276 Sveit Sigurðar Ámundas. 263 Sveit Helga Nielsen 250 Sveit Hans Nielsen 250 Sveit Guðlaugar Nielsen 227 Sveit Jóhanns Jóhannssonar 222 Sveit Rögnu Ólafsdóttur 222 Sveit Elísar R. Helgasonar 221 Bridgefélag Suðurnesja Sautján umferðum af 23 er lokið í 24 para barómeter. Gísli Torfason og Alfreð G. Alfreðs- son hafa afgerandi forystu í keppninni, hafa hlotið 193 stig yfir meðalskor. Gífurleg keppni er hins vegar um annað sætið og eru margir kallaðir eins og sjá má á röð paranna: Gísli — Alfreð 193 Einar — Hjálmtýr 109 Sigurhans — Arnór 106 Högni — Gestur 96 Guðmundur — Jóhannes 90 Þórður — Gunnar 90 Haraldur — Gunnar 77 Sigurður — Einar 27 Síðasta spilakvöldið verður nk. fimmtudag í Safnaðarheim- ilinu í Njarðvíkum. Hefst keppn- in kl. 20 og eru spilarar beðnir að mæta betur og stundvíslegar en á síðasta spilakvöldi. Bridgedeild Rangæingafélagsins Eftir 3 umferðir í sveita- keppninni er staðan þessi: Sigurleifs Guðjónssonar 43 Hjartar Elíassonar 42 Péturs Einarssonar 39 Lilju Halldórsdóttur 39 Átta sveitir taka þátt í keppn- inni. Næsta umferð verður á miðvikudaginn kemur í Domus Medica kl. 19.30. Bridgefélag Breiðholts Staðan í aðalsveitakeppninni eftir 4 umferðir er þessi: Gunnar Traustason 68 Rafn Kristjánsson 64 Anton Gunnarsson 57 Heimir Þór Tryggvason 52 Keppninni verður fram haldið nk. þriðjudag í Gerðubergi. Hefst keppnin kl. 19.30 stund- víslega og eru spilarar beðnir að vera stundvísir. Guðrún Brynjólfsdóttir skáldkona — Áttræð Guðrún Brynjúlfsdóttir, skáld- kona, er áttræð í dag. Hún fæddist þ. 28. janúar 1904 á Kvígstöðum í Andakílshreppi. Foreldrar hennar voru Brynjúlfur Jónsson og kona hans, Þórný Þórðardóttir. Guðrún hefur alið mikinn hluta ævi sinnar í sveitum Borgarfjarðar og í Borg- arnesi, eða allt að 30 ár. Síðan flutti hún til Reykjavíkur og hefur búið þar með hléum síðan. Mörg hafa störf hennar verið um ævina, en þó lengst af saumastörf, bæði í Borgarnesi og í Reykjavík. Guð- rún hefur einnig verið búsett á Suðurnesjum og Vestfjörðum um tíma, í fylgd með móður minni. Leiðir okkar Guðrúnar lágu fyrst saman, er ég var enn barn í vöggu. Þá kom hún á heimili foreldra minna í Hlíðunum til að gæta mín. Guðrún þekkti föður minn og fjöl- skyldu hans frá Borgarnesi frá fyrri tíð. Allt frá þessum fyrsta degi hefur Guðrún fóstra mín ver- ið ómissandi þáttur í lífi mínu. Hún tengist öllum mínum bernskuminningum, var alltaf nálæg, bæði á léttum og erfiðum stundum, með þeirri hlýju og blíðu, sem henni var lagið. Eg veit, að þetta mæli ég fyrir munn okkar systranna þriggja, Rannveigar, Hjördísar og mín. Ég minnist margra kvöldstunda við ævintýri og ljóðalestur. Sú innsýn, sem frásögn hennar af liðnum tíma veitti okkur í líf fólksins þá, er ómetanleg og nauðsynleg hverjum Islendingi. Frásögnin varð svo lif- andi og ætíð sú sama orðrétt, hve löng og hve oft sem hún var sögð. Guðrún saumaði á okkur margar flíkurnar, sem komu sér vel. Hún kenndi mér fyrstu gripin á gítar og að koma saman vísu. Stuðlar og höfuðstafir voru mér kunnug fyrirbæri áður en ég las fyrstu bækurnar. Hún söng fyrir okkur og las bænirnar með okkur á kvöldin. í herbergi fóstru okkar var m.a. stór brún trékista. í henni leyndust ýmsir hlutir og þar á meðal margir þéttskrifaðir pappírssneplar. Guðrún skrifaði mér eitt sinn: „Mig hefur dreymt um að gefa út bók síðan ég lá 5 ára gömul undir kálgarðsvegg og horfði upp í stjörnubjartan himin- inn.“ Sjötíu og tveimur árum síð- ar, í nóvember 1981, vann hún það þrekvirki að gera þennan bernsku- draum sin að veruleika, og gaf út bók sína „Ýlustrá". Þar má nú finna öll gullkornin úr trékistunni forðum. Ævi Guðrúnar hefur ekki verið neinn dans á rósum. Baráttan við að afla sér menntunar þrátt fyrir mikið heilsuleysi og peningaleysi, setur þar sinn svip á. En allt þetta hefur einnig veitt henni óvenju mikinn andlegan styrk og þroska, og af þeim brunni höfum við „fóst- urbörnin" hennar notið mikils góðs. Það er erfitt að segja frá þeirri fórnfýsi og ósérhlífni, sem við höf- um reynt hjá Guðrúnu okkar í öll þessi ár. Því síður get ég með orð- um lýst gildi þess sálarlega örygg- is og athvarfs, sem hún veitti okkur þennan tíma. En þeir, sem til þekkja, vita hvað býr að baki þessum fátæklegu orðum, sem hér eru sett á blað. Guðrún mín, minn- ingar bernskuáranna gleymast aldrei og þakklæti mitt er mikið. Lífsreglunum, sem ég fékk oft frá þér í veganesti þegar mest reið á, fylgi ég enn. Þér sé heill á þessum merkisdegi. Ég óska þér heilshug- ar góðrar heilsu og bjartra daga á nýbyrjuðu ári. Megir þú uppskera, eins og þú sáðir. Með djúpri þökk. Gunna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.