Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 15 Fískyeiðipólitík eða pólitísk fískifræði — eftir Björn Dagbjartsson Fyrstu dagana í janúar er alla- jafna lítið í fréttum, sérstaklega pólitískum fréttum, á íslandi. Það hlaut því að vekja nokkra eftirtekt þegar „Þjóðviljinn" dró upp sitt stærsta fréttaletur með stuttu millibili snemma í mánuðinum til að blása nógu sterklega út hugar- flug tveggja líffræðimenntaðra manna varðandi hafrannsóknir og fiskveiðistefnu. Annar þeirra, dr. Jón Gunnar Ottósson, hefur sér- hæft sig í samlífi skordýra og jurta, en hinn, Jón Kristjánsson, hefur að sérgrein silunga í fjalla- vötnum. Ekki er vitað til þess að þeir hafi stundað neinar hafrann- sóknir um ævina. Vangaveltur J.G.O. ganga út á það að fyrst stórir þorskárgangar geta komist á legg þó að hrygn- ingarstofn sé lítill, þá skipti engu máli þó að hrygningarstofninn sé alltaf lítill. Aðstæður í sjónum ráði einar stærð árganga. Annars segir J.G.O. líka, að hann sjái eng- in merki ofveiði á þorski. Orsaka aflaleysis sé að leita í erfiðu nátt- úrufari og (sennilega) engu öðru. J.K. vill veiða ennþá meira af smáþorski til þess að stærri þorskurinn fái nóg að éta. Vitað er að þorskar eru nú almennt minni (styttri og léttari), en jafnaldrar þeirra voru fyrir nokkrum árum. Þess vegna segir J.K. að það sé of mikið af smáfiski, þar sem ætið er takmarkað. Norðu rsjávartnódelið Því fer víðs fjarri að kenningar þeirra félaga séu einhver ný sann- indi. Sambandsleysið (!) milli stærðar hrygningarstofns og ný- liðunar hafa fiskifræðingar þekkt í meira en hálfa öld. Þá er samspil tegundanna í sjónum og sam- keppnin um fæðu líka þekkt fyrir- bæri, þó að það sé afskaplega flók- ið og erfitt að hafa þar heildar- yfirsýn á heilum hafsvæðum. Danskur fiskifræðingur, Ursin að nafni, hefur gert tilraun til að búa til líkan af samspili tegundanna í Norðursjónum. Þetta „Norður- sjávarmódel" vakti þó nokkra at- hygli og sætti allmikilli gagnrýni, þegar það var sett fram fyrir ein- um 6—7 árum. Einhverra hluta Ný ljóðabók eftir Þóru Jónsdóttur KOMIN er út Ijóðabók eftir I>óru Jónsdóttur, og nefnir hún hana „HöfAalag að hraðbraut". Þetta er fjórða Ijóðabók Þóru, og hefur hún sjálf gert myndir með Ijóðunum. Fyrri bækur hennar voru Leit að tjaldstæði 1973, Leiðin norður 1975, Horft í birt- una 1978. Fjölvi gefur bókina út, en hún er prentuð í prentstofu G. Bene- diktssonar. Ljóðunum í bókinni er skipt í 3 kafla undir fyrirsögnunum Vor í Varplandi, Fuglar mínir fljúga og Dagurinn og eru 10—16 ljóð í hverj- um flokki. Á bókakápu segir m.a. Engin bylting, en þó má merkja nýja tóna, nýja undiröldu. Undur- samlegt hve henni verður úr augna- blikinu, hvernig hún nemur hverf- ulan hugblæ og túlkar í fáguðum stíl og orðavali. Segir þar að í ljóð- vegna hefur verið hijótt um þetta módel upp á síðkastið. Sumir segja að það hafi reynst ansi gloppótt þegar grannt var skoðað. Aðrir segja að módelið hafi verið eins og skraddarasaumað til að verja ungviðisdrápið við „skít- fiskveiðar" Dana. Sú grisjun á ýsu- seiðum og fleira ungviði, sem þar fer fram á sér nefnilega formæl- endur fáa. Forðanæring og fæðuskortur Það er alkunnugt að ýmis dýr og fiskar safna sér fituforða til að brenna, þegar hart er í ári eða þá meðan á tímgun stendur eða þroskun eggja og afkvæma. Þorsk- urinn safnar fitu í lifrina, síld og loðna safna búkfitu. Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins hefur í mörg ár mælt fitu í þorsklifur og búkfitu í sfld og loðnu. Við skoðun á töflunum kemur í Ijós að þó fiskar í veiðanlegum árgöngum séu að jafn- aði eitthvað minni (styttri og léttari) síðustu 2 árin, þá er fituinnihaldið síst lægra. Það virðist andstætt öll- um lögmálum að fiskur sem ekki hefur nóg að éta safni fituforða eins og ekkert hafi í skorist. Þá hefur verið sýnt fram á, að 3ja ára þorskur og yngri étur allt annað æti en eldri fiskur og af þeim sök- um eru kenningar J.K. um nauð- syn aukins smáfiskadráps út í hött. Þessar niðurstöður í töflun- um hér bcnda ennfremur til þess að það sé í meira lagi vafasamt að tala um næringarskort á fiski hér við land að undanförnu. Grisjun- artalið verður því ennþá meiri villukenning, hvað sjóinn varðar. Um fjallavötnin fagurblá verður ekki rætt hér. Stjórnmálabragð Það vakti athygli margra hvað „Þjóðviljinn" tók vangaveltum þeirra Jónanna með miklum fögn- uði. Frásögn af fundinum í Nor- ræna húsinu þ. 13/1 sl., frétta- skýring þann 14.—15. janúar og yfirleitt öll umfjöllun blaðsins um þetta mál er á eina lund: Að gera tortryggilegar niðurstöður fiski- fræðinga og vefengja að fiskveiði- stefna undanfarinna ára og þó einkum sú sem nú er að mótast sé á rökum reist. Það er ekki einleik- ið hvernig Sdór, sem annars hefur margt gott skrifað um sjávarút- vegsmál gegnum árin, getur hampað þessum ákaflega lítt grunduðu hugrenningum líffræð- inganna tveggja. Það skyldi þó I»óra Jón.sdóttir um Þóru sé flettað saman minningu hins liðna og vandamálum núver- unnar. aldrei vera að það henti Alþýðu- bandalaginu ákaflega vel núna að kynda undir hvers konar ófriði um sjávarútvegsmál. Það skvldi þó ekki vera að hér sé á feröinni vel skipulagt og nákvæmlega tímasett sjónarspil pólitískrar fiskifræði? Lifrarfita á vetrarvertíð og meðallengd 6 ára þorsks. (Mælingar Hafrannsókna- stofnunar, sýni tekin fyrir Norðurlandi jan.-maí.) Ár Lifrarfita % Meðallengd sm 1974 60,3 68,9 1975 62,1 72,4 1976 58,7 69,3 1977 57,9 70,8 1978 56,3 68,5 1979 57,6 71,4 1980 58,4 67,3 1981 58,7 69,7 1982 58,0 65,0 1983 58,3 61,9 Björn Dagbjartsson „Því fer víðs fjarri að kenningar þeirra félaga séu einhver ný sannindi. Sambandsleysið (!) milli stærðar hrygningarstofns og nýliðunar hafa fiski- fræðingar þekkt í meira en hálfa öld.“ Meðalbúkfita og meöallengd síldar við Suður- og Austur- land SeptemberOktóber Ár Fita % Fita % Lengd 5 ára sm 7 ára 1976 18,1 17,8 31,7 34,2 1977 16,1 14,8 31,4 34,0 1978 17,0 16,4 31,3 33,7 1979 15,9 15,9 30,3 33,7 1980 18,5 18,1 30,4 33,6 1981 16,0 17,1 31,3 33,0 1982 17,7 17,0 30,1 33,4 1983* 16,6 17,0 30,7 33,7 * Bráðabirgðatölur Meðalfita og meðallengd á loðnu í nóvember 1976—1983 Ár Fita % * Lengd sm 3ja ára loðnu 1976 16,5 16,8 1977 16,4 16,8 1978 16,0 16,5 1979** 15,2 16,5 1980 15,7 17,2 1981 15,7 16,2 1983*** 15,5 16,9 * Vegin meðaltöl, nema árið 1976. ** Haustvertíð lauk 10. nóvember. *** Haustvertíð hófst 10. nóvember. Björn Dagbjartsson er forstjóri Rannsóknastofnunar fískidnadar- ins. Viljum frétta af fleiru en hundahaldi Alberts Erlendur Patursson í stuttu spjalli við Mbl. um samskipti Færey- inga og íslendinga „Helstu fréttir sem okkur hafa borist af íslandi í vetur eru af hundahaldi Alberts. Það hlýtur eitthvað meira aö hafa gerst á ís- landi líka, ég trúi ekki öðru,“ sagði Færeyingurinn og íslandsvinurinn Erlendur Patursson, lögþingsmað- ur, í spjalli viö blaðamann Morgun- blaðsins í vikunni, en hann kom til íslands sérstaklega til að flytja er- indi um samband Færeyja og fs- lands við opnun Færeyjakynningar- innar í Norræna húsinu sl. laugar- dag. Erlendur hefur löngum verið talsmaður aukinnar samvinnu og samskipta eylandanna á Norður- Atlantshafi og hefur lagt fram ákveðnar tillögur þar að lútandi. Eitt af því sem hann vill efla er fréttamiðlun á milli landanna, og leggur m.a. til í því sambandi, að í íslenska útvarpinu verði einu sinni í viku a.m.k. fluttar fréttir frá Færeyjum á færeysku, og á sama hátt verði íslenskar fréttir sagðar á íslensku í færeyska út- varpinu. Grænlenskar fréttir verði einnig fluttar í báðum lönd- unum, en þá á þjóðmálinu. Samciginlcg verndun fískistofnanna „Árið 1981 voru kosnar þing- mannanefndir á fslandi og í Fær- eyjum, sem skyldu ræða formlega um mögulega samvinnu eyþjóð- anna á Norður-Atlantshafi, ís- lands, Grænlands og Færeyja. Það var meiningin að Grænlend- ingar kæmu síðar inn í þá um- ræðu. Eriridi mitt á laugardaginn fjallaði um ýmsar hugmyndir mínar í sambandi við slíka sam- vinnu, en ég hef átt sæti í þessari nefnd," sagði Erlendur. „Það hlýtur að vera höfuð- stefna í samstarfinu að vinna að verndun lífsgrundvallar þjóð- anna, fiskiauðsins umhverfis löndin. Þá á ég við sameiginlega stefnu um nýtingu og verndun þessara auðlinda, til dæmis Erlendur Patursson, lögþingsmaður, fyrir framan Norræna húsið í Reykjavík. MorKunblaðið/ KÖE flökkufisktegunda eins og kol- munna og lax. En samstarf á fleiri sviðum sjávarútvegs kemur einnig sterk- lega til greina: sameiginlegar rannsóknir og fiskvinnslumennt- un, og jafnvel samhæfing í sölu- málum. Þá þarf virkilega að fara að huga að því að efla verslunarsam- skipti landanna. Bæði út- og inn- flutningsfyrirtæki landanna þriggja verða að rannsaka alla möguleika á auknum viðskiptum þjóðanna á milli. Á sama hátt ber útvegsmönnum og veiðafæra- gerðum, annars vegar, og skipa- smíðastöðvum, hins vegar, að at- huga möguleika á gagnkvæmum skipasmíðum í löndunum." Erlendur nefndi ýmis fleiri áhugamál sín, eins og norræna ferju, rafstreng á milli íslands og Færeyja, að Island, Grænland og Færeyjar, ásamt hafsvæðinu um kring, verði kjarnorkulaust svæði, norrænt hús á Grænlandi, styrkjakerfi fyrir námsmenn, og síðast en ekki síst, stóraukin samskipti í menningarmálum. Samvinna í mcnn- ingarmálum „Menningarsamstarf ætti að byggjast á nánum tengslum. þannig að þjóðirnar fái innsýn í helstu hræringar sem eiga sér stað hjá þeim. Það má stuðla að þessu með ýmsum hætti. Ég nefndi sem dæmi áðan stórauk- inn fréttaflutning úr þjóðlífi grannanna. En persónuleg samskipti þarf einnig að efla. í því sambandi dettur mér í hug sá möguleiki að um 25 til 30 manns ferðist árlega á milli landanna og gisti í heima- húsum í viku til hálfan mánuð. Þannig kynnast gestirnir lifnað- arháttum og lífsviðhorfi gestgjaf- anna af eigin raun. ítengslum við þessar ferðir yrðu haldnir fræð- andi fyrirlestrar, sýndar kvik- myndir og annað þess háttar. Út- varp, sjónvarp og blöð ættu að slá þessum ferðum svolítið upp og birta viðeigandi efni. Það væri eðlilegt að leita eftir samstarfi við norrænu félögin um þessar heimsóknir. Því það er eins og ég segi, sam- skipti landanna ættu ekki að vera einkamál stjórnmálamanna; þau verða að byggjast á lifandi sam- bandi almennings ef þau eiga að vera nokkurs virði," sagði Er- lendur Patursson og drap ákveðið eins og I áhersiuskynií Camel- stubbnum sem hann var að reykja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.