Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 Þátttaka sjúklinga í læknis- og sjúkrakostnaði eftir Þorvald Veigar Guðmundsson Af ýmsum ástæðum er ég þeirr- ar skoðunar, að vart finnist betri heilbrigðisþjónusta en hér á fs- landi. Fyrir skömmu þurfti ég að leggjast inn í sjúkrahús og sú reynsla skaut frekari stoðum und- ir þessa skoðun mína. Að vísu vantar hér ýmsa „toppa", svo sem fullkomnar geisiaiækningar, hjartaskurðlækningar og ýmis dýr tæki til sjúkdómagreininga, en þrátt fyrir það er þjónustan góð. Auðvitað kostar góð þjónusta mikla peninga, en ekki er þar með sagt að heilbrigðisþjónustan sé dýr þegar á allt er litið. Til að tryggja, að allir þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda geti nýtt sér hana eftir þörf- um, er greiðsluhluti sjúklinga mjög lítill og í sumum tilfellum enginn. Stærsti hluti kostnaðarins er greiddur úr sameiginlegum sjóðum, sem fjármagnaðir eru með skattheimtu. En nú þrengir að, það þarf að spara og draga úr skattheimtunni. En hvar á að spara? Einhvern veginn hefur það æxlast svo að á nýliðnu hausti hefur mest verið talað um sparnað innan heilbrigðisþjónustunnar og jafnframt hafa verið uppi hug- myndir um að láta þá, sem nota þjónustuna, þ.e. sjúklingana, greiða verulega hærri hlut af kostnaðinum en þeir gera nú. Óljós fjárhagsábyrgð Helsta nýja leiðin til sparnaðar er að bjóða út einstaka þætti rekstrar ríkisspítalanna. Vel má vera að persónuleg hagnaðarvon hjálpi mönnum til að finna ódýrar leiðir til að þvo þvott, elda mat og afgreiða lyf. Meinið er að þessi verkefni eru tiltölulega sérhæfð og stór miðað við íslenskan markað, svo enn hafa engir fundist sem treysta sér til að vinna störfin ódýrar en nú er gert. En hefur fólkinu, sem starfar að þessu nú og hefur þekkinguna, verið boðinn bónus, ef það finnur leiðir til að auka afköstin? Það er fleira en persónuleg hagnaðarvon sem fær menn til að leggja sig fram. Yfir- læknar vilja reka deildir sínar vel, laða til sín góða starfsmenn, veita góða þjónustu, stuðla að vísinda- legum rannsóknum o.s.frv. Flestir þeirra leggja á sig mikla vinnu til að ná þessu markmiði. Stjórnvöld hafa aftur á móti byggt upp þann- ig kerfi, að fjárhagsábyrgð yfir- lækna er óljós og þótt þeim takist að spara í rekstri, kemur það deildum þeirra ekki til góða, þvert á móti virðist oft svo, að þeir fái mest, sem biðja um mest en minna hlustað á rökstuðning. Við gerð fjárhagsáætlunar eru í upphafi skrifaðir óskalistar sem ganga til stjórnenda stofnana, sem stund- um munu lagfæra þá og sam- ræma, en síðan fara listarnir áfram til „einhverra manna innan kerfisins", sem virðast hafa litl'ar hugmyndir um rekstur sjúkra- Landspítalinn stofnana, en aftur á móti ein- hverjar hugmyndir um hvernig næstu fjárlög eiga að líta út. Þeir taka við listunum og fara að strika út það sem ekki má kaupa og ekki er hægt að gera. Að því er best verður séð, er aðferðin handahófs- kennd og útkoman því ósjaldan lítt skiljanleg. Virðist svo sem meira máli skipti að fá lokanið- urstöður, sem passa inn í fjárlög- in, en minna hugsað um að hafa samræmda stefnu um nýtingu þess, sem er til skiptanna. Loka- stigið á ferlinum er, að þeir, sem verst verða úti eða eru „duglegast- ir“, ganga á fund fjárveitinga- nefndar Alþingis og rekja raunir sínar þar og fá þá stundum nokkra úrbót. Ég tel, að færa beri fjár- hagsábyrgðina frá mönnum, sem standa fjarri heilbrigðiskerfinu, til þeirra, sem stjórna hinum ýmsu smáu einingum. Jafnframt þarf að gefa þeim, sem stjórna vel og spara tækifæri til að nota a.m.k. hluta sparnaðarins í þágu eigin eininga að eigin vilja. Það þarf að fara leiðir, sem hvetja til sparnaðar og stuðla að góðri nýt- ingu þeirra fjármuna, sem renna til heilbrigðisþjónustunnar. Nú- verandi leið gerir það ekki nema síður sé. Aukin þátttaka sjúklinga Auk tilrauna til sparnaðar er eins og áður segir ætlunin að ná „Ég tel að færa verði fjár- hagsábyrgðina frá mönnum, sem standa fjarri heilbrigð- iskerfinu til þeirra, sem stjórna hinum ýmsu smáu einingum. Jafnframt þarf að gefa þeim, sem stjórna vel og spara, tækifæri til að nota a.m.k. hluta sparnaðarins í þágu eigin eininga að eigin vilja.“ inn meira fé frá neytendum. Heyrst hefur, að uppi séu hug- myndir um, að sjúklingar greiði mun stærri hlut af kostnaði við læknishjálp, taki aukinn þátt í lyfjakostnaði og greiði ákveðna upphæð á dag (kr. 300—600) fyrir fyrstu 10 dagana, sem þeir liggja inni á sjúkrahúsi á ári hverju. Auk þessa munu hugmyndir á lofti um að sjúklingur taki þátt í kostnaði við lyf og e.t.v. fleira, sem notað er, meðan á sjúkrahúsleg- unni stendur. Ég hef ekki reynt að fá staðfest, að þessar sögur séu réttar. Því hvað sem líður smærri atriðum þessa máls, þá er víst að í undirbúningi er frumvarp, sem gerir ráð fyrir að sjúklingar taki verulega aukinn þátt í læknis- og lyfjakostnaði og greiði hluta kostnaðar við sjúkrahúsdvöl (þ.e. greiði „legugjöld" eða „sjúkl- ingaskatt"). Sagt er að innheimta eigi allt að 300 milljónum króna á ári með þessum hætti. Færa má rök að því, að fólk sem er í fullu starfi og engu tapar í föstum launum, þó það veikist, hafi efni á að bera meiri fjárhags- ábyrgð en það gerir nú vegna minni háttar sjúkdóma og að það sé fært um að taka á sig einhvern hluta kostnaðar við sjúkrahús- legu. Ég tel t.d. að hækka mætti greiðslur eitthvað fyrir læknisvið- töl og læknisvitjanir (og lækka að sama skapi hluta sjúkrasamlags, því hér er eingöngu verið að ræða um greiðsluform en ekki hækkanir til lækna) og að mjög æskilegt sé að breyta þátttöku fólks í kostnaði vegna lyfja, sem það notar ekki að staðaldri, á þann hátt, að greiddur sé ákveðinn hundraðshluti kostn- aðar. Jafnframt er ástæða til að endurskoða reglur um hvaða lang- varandi sjúkdómar gefi rétt til ókeypis lyfja. Þessar hækkanir gætu þó aldrei orðið nema lítill hluti þeirrar upphæðar, sem stjórnvöld vilja innheimta. Aukinn kostnaður Hvað varðar „legugjöldin", er enginn vandi að benda á fólk, sem hefur efni á að greiða nokkur þús- und krónur fyrir sjúkrahúsvist. Einnig er auðvelt að benda á aðra, sem ekki hafa efni á að greiða neitt. Vandinn er að flokka þann stóra hóp, sem þarna liggur á milli. Á sama hátt má benda á fólk, sem ekki þarf á barnabótum að halda með einu barni og ellilíf- eyrisþega, sem hafa nægar tekjur þótt þeir hljóti ekki ellilífeyri. Það hefur verið reynsla okkar sjálfra og allra nágrannaþjóða okkar, að það er engin réttlát leið til að greina á milli þeirra, sem hafa greiðslugetu, og þeirra, sem eru hjálparþurfi, og því hefur almennt verið farin sú leið að greiða öllum sömu bæturnar og jafna síðan mismuninn með stigvaxandi skattheimtu. Fyrirhuguð legu- gjöld verða óréttlát og verði reynt að gera þau „réttlátari" með því að kanna raunverulega greiðslu- getu sjúklinga þá kostar það mikið fé og minna skilar sér til ríkisins. Sé einnig gert ráð fyrir að sjúkl- ingarnir taki þátt í lyfjakostnaði og jafnvel öðrum kostnaði við sjúkrahúsvistina, hefur það í för með sér, að bókfæra verður kostn- að við hvern sjúkling sérstaklega, en því fylgir enn aukinn bókhalds- og stjórnunarkostnaður. í þessu sambandi má benda á, að i Banda- ríkjunum kaupa einstaklingar sér tryggingar og þar er því fylgst nákvæmlega með kostnaði við hvern sjúkling og hann greiddur samkvæmt reikningi. í Bretlandi er aftur á móti svipað kerfi og hér á landi, þ.e. ekki er haldinn reikn- ingur fyrir hvern sjúkling og þar er stjórnunarkostnaðurinn nálægt 6% af heildarkostnaði við heil- brigðisþjónustuna en mun vera nálægt 16% í Bandaríkjunum. Kostnaðarvitund Sú spurning vaknar: hvers vegna dettur ráðandi stjórnmála- mönnum fyrst í hug að leggja sér- stök gjöld á sjúklinga? Ríkið lætur í té ýmiss konar þjónustu, sem margir neytendur fá ókeypis. Er meiri ástæða til að skattleggja sjúklinga en leggja sérstök skóla- gjöld á þá sem stunda nám að af- loknu skyldunámi? Á hverju ári er varið mörgum milljónum króna til að ryðja snjó af vegum og flugvöll- um. Er eðlilegt að þeir sem ferðast að vetrarlagi verði krafðir um snjóruðningsgjald? Þetta tvennt síðastnefnda væri þó réttlátara að því leyti að flestir fara í skóla eða ferðast að eigin frumkvæði og geta breytt áætlun ef efni þrýtur, en inn á spítala leggjast menn af illri nauðsyn, hvort sem þeir hafa Þýzk menning kynnt á enskri tungu eftir Matthías Frímannsson Fyrir nokkru lauk í Norræna húsinu sýningu um ævi og störf Marteins Lúters. Að henni stóðu sendiráð Þýzka alþýðulýðveldisins og Félagið Ísland-DDR. Á ári Lút- ers, þegar liðin voru 500 ár frá fæðingu hans, var mjög viðeigandi að kynna íslendingum ævi hans og störf. Þýzk menning hefur, að minnsta kosti frá upphafi kristni hérlendis, haft mikil áhrif á ís- lendinga. Má þar minna á kristni- boð Þangbrands hins þýzka, sem leiddi til kristnitöku árið 1000 (eða 999), svo og að fyrsti biskup okkar, ísleifur Gizurarson, nam guðfræði í Herford í Þýzkalandi og tók bisk- upsvígslu í Brimum í sama landi. Marteini Lúter eigum við ef til vill, bæði beint og óbeint, að þakka, að íslenzka er töluð og skrifuð á fslandi, allt fram á þenn- an dag. Biblíuþýðingar hans á mál, sem almenningur skildi, leiddu til þess, að biblían var þýdd á ýmsar aðrar þióðtungur, þar á meðal íslenzku. Islendingar voru meðal fyrstu þjóða í heimi, sem eignuðust biblíu á móðurmáli sínu. Aðeins 16 (sextán) þjóðir voru á undan íslendingum á því sviði. Þýðing Odds Gottskálksson- ar á Nýja testamentinu (1540) var svo snjöll, að hún náði strax hylli landsmanna og hið sama gilti um biblíuþýðinguna, sem kom út 1584, og Guðbrandur Þorláksson, Hóla- biskup, stóð fyrir og vann að. Við þýðinguna á íslenzku var fyrst og fremst stuðzt við hina þýzku út- gáfu Lúters. Þýzka hefur verið kennd í fram- haldsskólum sem skyldunáms- grein allt frá því að Bessastaða- skóli var fluttur til Reykjavíkur árið 1846 og fram undir 1970, þeg- ar nemendum var gefinn kostur á að velja á milli þýzku og (oftast) frönsku sem þriðja erlends máls. Allt að þrír fjórðu hlutar nemenda velja þýzku. Samkvæmt könnun, sem Féiag þýzkukennara gerði fyrir nokkrum árum, nema um 5000 (fimm þúsund) íslendingar þýzku á hverju námsári. Utan Norðurlanda eru flestir íslend- ingar við framhaldsnám í þýzku- mælandi löndum. Á íslandi munu vera búsettir um 2000 (tvö þús- und) manns af þýzkum uppruna (eða frá þýzkumælandi löndum). Hér er aðeins stiklað á stóru til að sýna fram á tengsl þýzkrar og íslenzkrar menningar. Boðsgestir við opnun áður- nefndrar sýningar voru sennilega allir að minnsta kosti læsir á þýzka tungu, ef ekki mælandi líka. Þess vegna ráku flestir, ef ekki allir, upp stór undrunaraugu, er við þeim blasti á eusku kynning á á \ -M Matthías Krímannsson (einum) mesta byltingarmanni, sem ritað hefur á þýzka tungu. Ég var svo miður mín á vanmati þeirra, sem að sýningunni stóðu, á tengslum þýzkrar og íslenzkrar menningar, að ég leit varla á þau 40—50 sýningarspjöld, sem þarna voru uppi. (Nokkrum dögum seinna gerði ég mér reyndar ferð til að athuga þau nánar.) Hvernig mátti það vera, að sá (Marteinn Lúter), sem hefur haft einna mest áhrif á þróun þýskrar tungu, „Hvernig mátti þaö vera, að sá (Marteinn Lúter), sem hefur haft einna mest áhrif á þróun þýzkrar tungu, skyldi kynntur íslend- ingum, sem frá alda ööli hafa sótt menningar- áhrif og hugmyndir til þýzkumælandi þjóða, á enskri tungu?“ skyldi kynntur íslendingum, sem frá alda öðli hafa sótt menning- aráhrif og hugmyndir til þýzku- mælandi þjóða, á enskri tungu. Mér og fleiri viðstöddum fannst þetta allt að því móðgun. Hafði ég orð á þessu við Örn Erlendsson, formann Félagsins Ísland-DDR, og kvað hann þetta hafa verið gert gegn vilja sínum. Síðar fékk ég tækifæri til að ræða um hið sama við herra Böttcher, sendifulltrúa Alþýðulýðveldisins hér á landi. Kvað hann uppástunguna að hafa skýringartexta á ensku vera komna frá íslenzkum ráðgjöfum. Þykir mér langt gengið, að ís- lenzkir „ráðgjafar" vanmeti svo landa sína, að þeir leggi til að kynna einn mikilvægasta þátt þýzkrar menningar á ensku. Er ég spyrði herra Böttcher hvar hið þýzka þjóðarstolt væri, kvað hann það að vísu vera til staðar, en íslenzkir „ráðgjafar" réðu úrslitum í þessu tilviki. Það er vinsamleg ábending mín til allra, sem vilja kynna menn- ingu þjóða sinna hér á landi, að minnast þess, að hér býr menning- arþjóð, sem á rótgróna þjóðtungu. Það særir þjóðarstolt íslendinga, ef gripið er til annars erlends máls til að kynna menningu ann- arra þjóða. Haldið ykkur því við eigin þjóðtungu og notið íslenzku til nauðsynlegra útskýringa. Ensk og bandarísk áhrif tröllríða ýms- um þjóðtungum og gætir þeirra áhrifa nokkuð á íslenzku. Enn eru þó til íslendingar, sem forðast slík áhrif og láta sér annt um eigin þjóðtungu, og eru stoltir af því að vera íslendingar og að eiga ís- lenzku að móðurmáli. Haft var eftir Svövu Jakobsdóttur, rithöf- undi, í tilefni af því, að hún fékk viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, að hið dýrmæt- asta alls, sem skáld gæti eignazt, væri föðurland og móðurmál. Það er mikið rétt, en á ekki aðeins við um skáld heldur og hvern ein- stakling. Matthías Frímannsson er aðal- þýzkukennari Fjölbrautaskólans í Breiðholti og fymerandi formaður Félags þýzkukennara. Hann er guðfræðingur að mennt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.