Morgunblaðið - 28.01.1984, Síða 9

Morgunblaðið - 28.01.1984, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 9 [náD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 228. þáttur Ragnar Lár á Akureyri er einn hinna málnæmu áhuga- manna sem oft hafa samband við mig. Fyrsti hluti þessa þáttar byggist á bréfi sem hann var svo vinsamlegur að senda mér. Menn koma oft að máli við náungann, en ég tek undir það með Ragnari, að óeðlilegt málfar sé: „Sveinn kom oft á orði við bróður sinn.“ Þó að menn komi einhverju á, ef svo ber undir, virðist hafa verið átt við hitt í tilvitnuðu setn- ingunni, að Sveinn hafi oft komið að máli við bróður sinn. Þá tekur Ragnar dæmi, eitt af mörgum, þess efnis er menn kunna ekki að fara með óper- sónulegar (einpersónulegar) sagnir. Um þær hefur oft áður verið fjallað í þáttum þessum, en í skemmstu máli er það af þeim að segja, að þær standa í 3. persónu eintölu hvað sem öðrum orðum í setningunni líður. Dæmi Ragnars að þessu sinni var: „Fljótlega fóru menn þó að gruna ..." Sögnin að gruna er einmitt ópersónuleg. Mig grunar, hann grunar, þá grunar, okkur grun- ar o.s.frv. Við sjáum að sögnin breytist ekki, þótt skipt sé um fornafn með henni og hvort það er í eintölu eða fleirtölu. Hin tilvitnaða setning hefði því átt að vera: Fljótlega fór menn að gruna. Svipaða sögu er að segja af sögninni að lengja í vissu sam- bandi. Mig lengir eftir ein- hverju, getum við sagt. Það verður því að teljast bögumæli af fleiru en einu tagi, sem Ragnar Lár las í einhverju blaði: „En mönnum lengdist venju fremur eftir honum." Menn lengdi venju fremur eftir honum væri betra mál. Því næst víkur Ragnar Lár að nokkru vandamáli. Það er beyging sagnarinnar að meta, en hún má í bili vera dæmi þeirra sagna sem áður höfðu sterka beygingu, en hafa nú að miklu leyti „veikst". Alkunna er að veik beyging er auðveld- ari í meðförum en sterk. Því er algengara að sterkar sagnir verði veikar, heldur en öfugt. Dæmi Ragnars orðrétt: „ ... og mattir hans ósvífna kall meira en ... “ Sögnin að meta var sem sagt sterk, eftir 5. hljóðskiptaröð, svo sem gefa, lesa, geta og beygðist: meta, mat, mátum, metið. Eftir því lagi hefði því átt að segja mast hans ósvífna kall o.s.frv. Ekki mæli ég með því að beygja sögnina að meta veikt, en það er orðið býsna algengt, einkum í fleirtölu. Títt er að heyra, að þeir möttu kjötið fremur en þeir mátu það. En hér finnst mér leikurinn þó ekki tapaður, eins og með sagnirnar að hjálpa og bjarga, svo að dæmi séu enn tekin. Flestir segja bjargaði fremur en barg og allir, að ég held, hjálpa, hjálpaði, hjálpað í stað gömlu beygingarinnar: hjálpa, halp, hulpum, holpinn. Síðasta kennimyndin lifir þó góðu lífi í gerðinni hólpinn, en það er seg- in saga, að lýsingarháttur þá- tíðar er lífseigari en persónu- hættirnir, þegar sterkar sagn- ir „veikjast". Enn bendir Ragnar Lár á rugling og ósamræmi í notkun tíða og hátta sagna. Hann tekur sem dæmi: „ ... því hann lét þess getið að vera kunni að hann kæmi ekki aft- ur.“ Þarna ætti auðvitað að vera kynni til samræmis við viðtengingarháttinn kæmi. Okkur Ragnari telst að fuglsheitið skjór sé í þágufalli eintölu með greini skjórnum, ekki skjóranum, og þótt það kunni að þykja borið í bakka- fullan lækinn viljum við enn andmæla tali eins og þessu, en það mátti heyra í útvarps- þætti: „Gömlum afa, sem hringdi í mig, langar til að heyra að einhver verði betri en hann ..." Við viljum halda okkur við að segja gamlan afa í þessu sambandi. Björn S. Stefánsson í Reykjavík hefur orðið fyrstur manna til þess að sinna hjálp- arbeiðni minni vegna bréfs Heimis Hannessonar fyrir skemmstu. Hann segir: „For- mann ferðamálaráðs, Heimi Hannesson, vantar heiti á at- vinnugrein þá, sem ráðið fjall- ar um (225. þætti, 7. janúar). Hann nefnir heitin ferðaþjón- ustu, ferðaiðnað og ferðarekst- ur. Heitið ferðarekstur var mér nýtt, en mér féll orðið strax vel. Við tölum um iðn- rekstur, atvinnurekstur, bú- rekstur og rekstur þjóðarbús- ins. Þeir sem standa fyrir iðn- rekstri kallast iðnrekendur, atvinnurekendur standa fyrir atvinnurekstri og þá standa ferðarekendur að sjálfsögðu fyrir ferðarekstri. Ekki er ég alveg sáttur við það heiti. Við þessi heiti bæti ég tveimur sem ég hef séð notuð, ferðaútgerð og ferðaútvegi. Síðastnefnda heitið setti ég fram í grein um ferðaútveg í sveitum í Vikunni fyrir all- löngu og hefur stundum sézt notað af öðrum — er hugsað eins og sjávarútvegur. Þar er um atvinnugreinina að ræða. Einstök fyrirtæki ættu þá að heita ferðaútgerð — ferðaút- gerð Guðmundar Jónassonar t.a.m., líkt og bílaútgerð og vélaútgerð og útgerð fiski- skipa. Túrismi er ósmekklegt orð, en þó skömminni skárra í munni en gæd um leiðsögu- mann (hvernig má annars stafsetja slíkt orð á íslenzku, þar sem g og æ standa saman, en ekki kemur j-hljóð?), og hvorugt orðið þarf ég að nota. Ég er farinn að tala um þá sem fara um og dveljast í leyfi sínu ferðagesti. Ferðamenn eru þá þeir sem ferðast í erind- um. Dæmi: Ég var nokkra daga ferðagestur á írlandi um árið, en ég fer iðulega sem ferðamaður til Norðurlanda." Björn rifjar síðan upp það gamanmál Stefáns Þorláks- sonar leiðsögumanns að kalla túrista (með alþýðuskýringu) túrhesta. í því tilefni tekur umsjónar- maður upp það sem Hlymrek- ur handan orti fyrir all-löngu og lætur fljóta með til gamans: Hann Stefán lét ekki á sig stúr festa, þótt steyptist á rigningarskúr mesta. Glaður í bragði á brattann hann lagði og teymdi á eftir sér túrhesta. Margt erlent er sniðugt og eggjandi, hvort orðmælt það fer eða hneggjandi. I'að má hefja upp glaum, það má taka í taum, en á túrhesta er ekki leggjandi. Já, og svo var það nútíma- maðurinn sem sagði að neyðin kenndi naktri konu að syngja. Fasteignatala — Bankaatraati SiMI 29455 — 4 LlNUR Opiö í dag 1—4 Stærri eignir Fossvogur Mjög vandaó og gott raöhús ca. 230 fm ásamt bílskúr Ðyggt á 4 pöllum. Góöur garöur. í kjallara er stórt pláss sem hægt er aö nota sem tómstundaherb. eöa vinnuaóstööu. Skípti á sórhæö eöa íbúö meö bílskúr eöa vinnuaöstöðu, i Fossvogi, Hlíöum eöa Sundum, kemur til greina. Barmahlíð Ca. 124 fm sérhæó á 1. hæö í fjórbýli. Tvær saml. stofur, tvö herb., endurnýj- uö innrétting. Nýtt gler, rafmagn, lagnir og hiti. Ákv. sala. Verö 2,2—2,3 millj. Mosfellssveit Ca 400 fm glæsilegt arkitekt-teiknaö einbýli á tveimur hæöum meö 37 fm bílskúr og möguleika á séribúö i kjall- ara. Allar ínnréttingar vandaöar. Akv. sala. Nánari uppl. á skrifstofu. Asparhús Erum meö i sölu einingahús í ýms- um stæröum frá 72—153 fm meö eöa án bílskúrs. Hægt aö byggja á þinni eigin lóö eöa þú velur þér eina lóö sem fyrirtækiö hefur viö Graf- arvog. Veröskrá og teikningar á skrifstofu. 4ra—5 herb. íbúðir Fífusel Ca. 110 fm íbúö á 1. hæö. Falieg stofa, þvottahús innaf eldhúsi. Aukaherb. í kjallara. Verö 1800—1850 þús. Kríuhólar Ca. 136 fm íbúö á 4. haaö í lyftublokk, endaíbúö. Ákv. sala. Verö 1850 þús. Fífusel Ca. 130 fm góö ibúó á 3.#hæö ásamt herb. í kjallara. Ákv. sala. Verö 1850 þús. Háaleitisbraut Ca. 115 fm íbúö á 3. hæö meö góöum innréttingum. Bílskúrsréttur. Ákv. sala. Verö 2,1 millj. Orrahólar Ca. 130 fm íbúö á 2 hæöum í lyftublokk. Ákv. sala. Verö 1900 þús. Blöndubakki Ca. 100 fm íbúö á 3. hæö ásamt 30 fm einstaklingíbúö i kjallara. Ákv. sala. Verö 2,1—2,2 millj. 3ja herb. íbúðir Rauðalækur Ca. 85 fm góö íbúö í kjallara, lítiö niöur- grafin. Nýir gluggar og gler. Verö 1450- — 1500 þús. Vitastígur Hafnarf. Ca 85 fm mjög góö íbúö á miöhaaö í þríbýli. Ákv. sala. Verö 1400—1450 þús. Hraunkambur Hafnarf. Ca. 100 fm lagleg íbúö í tvíbýli. Stein- hús. Sérinngangur. Endurnýjaö aö hluta. Möguleiki aö stækka og gera aó 110 fm sérhæö. Ákv. sala. Verö 1,6 millj. Stelkhólar Ca. 85 fm mjög góö íbúð á 2. hæö. Góöar innréttingar Ákv. sala Verö 1550 þús. Reykás 3ja herb. íbúö í byggingu ca. 112 fm. Selst rúml. fokheld meö gleri, og hita. Allar aörar ibuöir í blokk- inni seldar. Góö kjör fyrir þá sem eru aö kaupa í fyrsta sinn. 2ja herb. íbúðir Vesturbær — ný íbúö Ca. 65 fm ný íbúö í Gröndunum. Full- | búin, nema vantar á gólf. Ákv. sala. Verö 1400—1450 þús. J- Orrahólar Ca. 70 fm íbúö á 6. hæö í lyftublokk. t Verö 1350 þús. $> Asparfell ! Ca 60 fm ibúö á 3. hæö i lyftublokk. | Mjög góö eldhúsinnrétting. Stórt flisa- M lagt bað. Verö 1300 þús. Hamrahlíð Ca. 55 fm ibúö á 1. hæö (jaröhæö). * Góöar nýlegar innréttingar. Sérinn- m gangur. Verö 1250 eöa skipti á I 3ja—4ra herb. íbúö. | ................i Trausti Eiríksson, vélaverkfræðingur og forstjóri Trausts hf. Traust hf. framleið- ir fyrir norskan markað TRAUST hf. nefnist fiskvinnsluvéla- fyrirtæki í Knarrarvogi sem nú hefur starfað í sex ár. Á blaöamannafundi sem þar var nýlega haldinn voru kynntar fiskvinnsluvélar sem fyrir- tækið hefur á boðstólum. Er þar bæði um innflutning og eigin fram- leiöslu að ræða, en útflutningur er um 40% af eigin framleiðslu. Undanfarna mánuði hefur framleiðsla loðnuhrognatækja verið snar þáttur í starfsemi Trausts hf., en tæki þessi hafa að- allega verið flutt til Noregs. Eru tækin sem hér um ræðir loðnu- kreistarar og loðnuhrognaskiljur, auk sigtisbanda sem koma í stað svokallaðra sjóskilja. Þá hefur Traust hf. smíðað heilar vinnslu- línur fyrir rækju- og hörpudisks- vinnslu. Nú er verið að setja upp rækjuverksmiðju hjá Sæblik hf. á Kópaskeri og verksmiðju fyrir hörpudisk hjá Skagaskel á Hofs- ósi. Er stærstur hluti tækjabúnað- ar á þessum stöðum smíðaður hjá Trausti hf., m.a. hreinsunarvél fyrir hörpudisk og rækjuþvottavél sem skilur steina og skeljabrot úr rækju og rækjudæla sem dælir rækjunni óskemmdri upp í sjóð- ara. Af öðrum nýjungum í fram- leiðslu Trausts hf. má nefna saltdreifikerfi, framleiðslu á færi- bandareimum úr ryðfríu stáli og innflutning á japönskum vélum sem vinna eyrugga í marning og stjóma vatnsinnihaldi marnings. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VAL0IMARS L0GM J0H Þ0ROARS0N HDL Til sölu og sýnis auk annarra eigna: Stórt glæsilegt parhús á úrvalsstaö á Seltjarnarnesi. Husið er á pöllum samtals meö innb. bílskúr um 260 fm. íbúöarhæft, ekki fullgert. Teikning á skrifstofunni. Stórt glæsilegt timburhús á úrvalsgóðum staö í Seljahverfi um 100x3 fm. íbúöarhæft, ekki fullgert. Teikning á skrifstofunni. Margskonar eingaskipti möguleg. Ein af vinsælu íbúðunum við Arahóla 2ja herb. ofarlega í háhýsi um 60 fm. Suöuríbúö. Ágast sameign. Laus strax. 3ja herb. íbúð með bílskúr viö Álfhólsveg í Kópavogi efri hæö um 75 fm. Nýleg og góö ekki stór en vel skipulögð. Sérhitaveita. Stórar svalir. Útsýni. Bilskúr í smíöum. Verö aöeins kr. 1450 þús. 2ja herb. íbúðir við: Kleppsveg 1. hæð um 65 fm. Suðursvalir. Danfosskerfi. Góð sameign. Ásbraut Kóp. 2. hæð um 45 fm. Lítil vel skipulögð. Grundarstíg rishæö um 40 fm. Nokkuö endurnýjuð. Drápuhlíö í kj. um 75 fm. Stór og góö. Sérhiti. Sérinng. 3ja herb. íbúöir við: Barmahlíö rishæö um 75 fm. Rúmgóð. Sérhiti. 4 kvistir. Kársnesbraut 1. hæö 75 fm. Sórþvottahús. Bílskúr 25 fm. Stór geymsla. Ekki fullgerö. Engihjalla Kóp. 6. hæö um 90 fm. Úrvalsíbúö i háhýsi. 4ra herb. íbúðir við: Vesturberg 3. hæð 100 fm. Mjög góö i enda. Drápuhlíö neöri hæð um 110 fm. Ný eldhúsinnr. Sérhiti. Sérinng. Bíl- skúrsréttur. Trjágaröur. Svalir mót suöri. Móabarö Hf. efri hæö um 117 fm, þríbýli. Sórhitaveita. Nýlegt gler. Bílskúr 32 fm. Útsýni. Dunhagi — Fellsmúli 5 og 6 herb. stórar og góöar íbúðir næstum skuldlausar. Leitiö nánari uppi. í Árbæjarhverfi óskast góö 3ja herb. íbúö. Mikil útborgun strax viö kaupsamning kr. 400 |>úa. Síöan eru greiöslur mjög örar. íbúöin losni maí. júní, júli nk. Lítiö einbýlishús óskast á góöum staö í borginni miöaö viö samgöngur. Skipti möguleg á 3ja—4ra herb. sérhæö í Laugardalnum meö góöum bílskúr. í Kópavogi óskast góöar 3ja—4ra herb. íbúöir helst með bilskúrum. Enntremur óskast 3ja—4ra herb. íbúö viö Fannborg. Þurfum að útvega einbýlishús í Garðabæ aö stæröinni 130—160 fm. Ennfremur einbýlishús í Arnarnesi 180—220 fm. Miklar útborganir. Opiö í dag laugardag kl. 1—5. Lokað ó morgun sunnudag. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ALMENNA FASTEIGNASAl AW

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.