Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 „Reykjavík góð heim að sækja“ „REYKJAVÍK, góð heim að sækja“ er yfirskrift Reykjavík- urkynningar, sem fram fer á nokkrum stöðum næstu helg- ar. Leikarar, söngvarar og dansarar sem hlut eiga í lista- lífi og fjölbreyttum skemmtun- um höfuðborgarinnar koma fram á kynningarkvöldum en fyrirliði Reykvíkinganna sem að kynningarkvöldunum standa er Davíð Oddsson borg- arstjóri og mun hann ávarpa gesti,“ segir í frétt frá sam- starfsnefnd um ferðamál í Reykjavík. í fréttinni segir ennfremur um Reykjavíkurkynninguna: „Mikill hluti þeirra sem heimsækja Reykjavík árlega eru innlendir ferðamenn sem leggja leið sína til höfuð- borgarinnar í viðskipta-, verslunar- eða skemmtiferð- um. Færst hefur í vöxt að til Reykjavíkur komi fólk í helg- arferðir og noti þá tækifærið til að fara í leikhús, sjá nýjar kvikmyndir, heimsækja söfn, líta inn í hinar margvíslegu Kynning á Reykjavík haldin víða um land verslanir borgarinnar og bregða sér á veitingahús eða á dansleik á einhverjum af skemmtistöðum Reykjavík- ur. Borgaryfirvöldum er ljóst að nauðsynlega þarf að vinna að upplýsingastarfi fyrir innlenda sem erlenda ferða- menn er til höfuðborgarinn- ar koma. Samstarfsnefnd um ferða- mál í Reykjavík hefur á sl. ári unnið að ýmsum verkefn- um sem snúa að almennri kynningar- og upplýsinga- starfsemi um Reykjavík fyrir ferðamenn. Nú hefur verið ákveðið að efna til Reykjavíkurkynn- ingar á nokkrum stöðum á landinu, m.a. með það fyrir augum að kynna landsmönn- um hvað er að gerast í borg- inni á sviði menningar og lista og í skemmtanalífinu. Eftirfarandi kynningar- kvöld hafa verið ákveðin í þessu sambandi: Laugardaginn 28. janúar í Félagsheimilinu Hnífsdal. Sunnudaginn 5. febrúar í Sjallanum á Akureyri. Laugardaginn 11. febrúar í félagsheimilinu Valaskjálf, Egilsstöðum. A þessum kynningarkvöld- um verður borinn fram kvöldverður og að því búnu hefjast skemmtiatriði. Þar koma m.a. fram leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur og söngvarar frá Islensku óper- unni. Einnig verður tísku- sýning þar sem sýndar verða tískuvörur úr verslunum í Reykjavík. Þá fer fram bingó þar sem vinningar eru utan- landsferð og helgarferðir til Reykjavíkur með Flugleið- um, sem veitt hafa mikils- verðan stuðning vegna þess- Davíö Oddsson borgarstjóri ávarp- ar gesti á Reykjavíkurkynning- unni. ara þriggja kynningar- kvölda. Loks verður stiginn dans. Borgarstjórinn í Reykja- vík, Davíð Oddsson, mun flytja ávarp í upphafi kynn- ingarkvöldanna. Veislustjóri og kynnir á skemmtununum verður Her- mann Ragnar Stefánsson. Framkvæmdastj órar kynningarkvöldanna eru Ólafur Jónsson og Skúli J. Björnsson. Það er von Samstarfs- nefndar um ferðamál í Reykjavík að kvöldskemmt- anir þessar megi takast vel og verða öllum sem þær sækja til ánægju og fróð- leiks." .ídalfunclur Leigjenda- samtakanna AÐALFUNDUR Leigjendasam- takanna verður haldinn að Hót- el Borg laugardaginn 28. janúar kl. 15. Auk venjulegra aðalfundar- starfa mun Kristján Thorlaci- us, form. BSRB, koma á fund- inn og fjalla þar um þær hug- myndir sem hann hefur sett fram um húsaleigustyrki. Einnig verður Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, form. Sókn- ar, gestur fundarins, og ræðir um húsnæðismál lágtekju- fólks. Nú eru milli 4 og 500 manns skráðir félagar í Leigjenda- samtökunum. Vinnuslys í Slippnum VINNUSLYS varð í Slippnum í Reykjavík laust fyrir klukkan 19 í gærkvöldi. Splitti úr u-lás gaf sig þannig að hann kastaðist í höfuð manns, sem þar var við vinnu. Maðurinn var þegar fluttur í slysadeild Borgarspítalans en meiðsli hans munu ekki talin al- varleg. It I jHeöóur á moruun DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friöriksson. Messa kl. 14.00. Sr. Hjalti Guðmunds- son. Laugardagur: Barnasam- koma kl. 10.30 aö Hallveigar- stööum. Sr. Agnes Siguröardótt- ir. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30. Guö- sþjónusta í safnaðarheimilinu kl. 2.00. Organleikari Jón Mýrdal. Væntanieg fermingarbörn lesa ritningartexta. Sr. Guömundur Þorsteinsson. ASKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 2.00. Sr. Arni Bergur Sigurbjörnsson. KAPELLA í Hrafnistu: Guös- þjónusta kl. 15.30. Sr. Árni Berg- ur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Laugardagur: Barnasamkoma kl. 11.00. Sunnudagur: Messa kl. 14.00. Organleikari Daníel Jón- asson. Sr. Lárus Halldórsson. BUSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Sr. Sólveig Lára Guömundsdóttir. Guösþjónusta kl. 14.00. Organleikari Guöni Þ. Guðmundsson. Barnagæsla. Fé- lagsstarf aldraöra miövikudag kl. 2—5. Æskulýðsfundur miöviku- dagskvöld kl. 20.00. Yngri deild æskulýðsfél. fimmtudag kl. 16.30. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Laug- ardagur: Barnasamkoma í safn- aöarheimilinu viö Bjarnhólastíg kl. 11.00. Sunnudagur: Guðs- þjónusta í Kóþavogskirkju kl. 2.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Messa kl. 10.00. Sr. Árelíus Níelsson. FELLA- og Hólaprestakall: Laugardagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2.00. Sunnudagur: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11.00. Guðsþjón- usta í Menningarmiöstöðinni viö Geröuberg kl. 2.00. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- og fjölskylduguösþjónusta kl. 11.00. Guöspjalliö í myndum. Barnasálmar og smábarna- söngvar. Afmælisbörn boöin sér- staklega velkomin. Sunnudags- póstur handa börnunum. Fram- haldssaga. Viö hljóöfæriö Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSASKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 2.00. Altarisganga. Organleikari Árni Arinbjarnarson. Kvöld- messa með altarisgöngu kl. 20.30. „Ný tónlist". Séra Heimir Steinsson prédikar. Almenn samkoma nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugar- dagur 28. jan. Kirkjuskóli heyrn- arskertra barna kl. 2.00. Sunnu- dagur: Messa og barnasamkoma kl. 11.00. Börnin komi í kirkjuna og taki þátt í upphafi messunnar. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Guðspjall dagsins: Matt. 8.: Jesús gekk á skip. Messa kl. 2.00 fyrir heyrnar- skerta og aöstandendur þeirra. Sr. Miyako Þóröarson. Kvöld- messa meö altarisgöngu kl. 5.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðju- dagur 31. jan.: Fyrirbænaguös- þjónusta kl. 10.30, beöiö fyrir sjúkum. Miövikudagur 1. febr. Náttsöngur kl. 22.00. LANDSPÍT ALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Laugardagur: Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Sunnudagur: Messa kl. 2.00. Sr. Tómas Sveinsson. BORGARSPÍTALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Laug- ardagur: Barnasamkoma í safn- aöarheimilinu Borgum kl. 11.00. Sunnudagur: Fjölskylduguðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00 árd. Ungmenni aöstoöa viö flutning guösþjónustunnar. Mánudagur: Biblíulestur á vegum fræösludeildar safnaðarins i Borgum kl. 20.30. Sr. Árni Páls- son. LANGHOLTSKIRKJA: Óska- stund barnanna kl. 11.00. Söng- ur — sögur — leikir. Guðsþjón- usta kl. 2.00. Organleikari Jón Stefánsson, prestur sr. Sigurður Haukur Guöjónsson. Vekjum at- hygli eldri sóknarbúa á því að óski þeir aöstoöar viö aö sækja guösþjónustu í Langholtskirkju, þá láti þeir vita í síma 35750 milli kl. 10.30 og 11 á sunnudag. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardagur: Guösþjónusta Há- túni 10B, 9. hæö, kl. 11.00. Sunnudagur: Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 2.00. Samvera meö foreldrum ferm- ingarbarna eftir messu. Þriöju- dagur kl. 18.00, bænaguösþjón- usta. Sr. Ingólfur Guðmundsson. NESKIRKJA: Laugardagur: Samverustund aldraöra kl. 15.00. Gestir: Andrés Valberg og Valdimar Örnólfsson. Sunnudag- ur: Barnasamkoma kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðs- þjónusta kl. 11.00. Orgel- og kór- stjórn Reynir Jónasson. Kolbrún á Heygum syngur einsöng. Vin- samlegast ath. breyttan tíma. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mánudagur: Æsku lýösfélags- fundur kl. 20.00. Miövikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Barnaguösþjón- usta Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguösþjónusta Seljaskóla kl. 10.30. Guösþjónusta Öldu- selsskóla kl. 14.00. Altarisganga. Ingibjörg Guöjónsdóttir syngur einsöng. Þriöjudagur 31. janúar: Fundur í æskulýösfélaginu í Tindaseli 3, kl. 20.00, aöalfundur. Bjarni Karlsson æskulýösfulltrúi kemur á fundinn. Föstudagur 3. febr. fyrirbænasamvera í Tinda- seli 3, kl. 20.30. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÓKN: Barnaguösþjónusta í sal Tónlist- arskólans kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. DÓMKIRKJA Krists Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Alla rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um kl. 14. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2B: Samkoma kl. 20.30. Fjárlög kristins manns. Sr. Jónas Gísla- son talar. Lofgeröar- og vitnis- Puröarstund. Sönghópur kynnir nýja söngva. HVÍTASUNNUKIRKJA Fíla- delfíu: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Sunnudagaskóli í Völvufelli 11 kl. 11. Safnaðarguðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður Sam Daniel Glad. Almenn guðsþjónusta kl. 16.30. Ræðumaöur Einar J. Gíslason. Samskot vegna líknarmála í Pól- landi. KIRKJA Óháöa safnaðarins: Guösþjónusta kl. 14. Organisti Jónas Þórir. Kór safnaöarins syngur. Kaffiveitingar eftir messu til styrktar Bjargarsjóöi. Baldur Kristjánsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Bæn kl. 20 og sameiginleg samkoma kl. 20.30. Óskar Jónsson stjórnar. Dr. Sig- urbjörn Einarsson talar. Erlingur og Ann Mereta Nielson frá Nor- eqi taka þátt í samkomunni. LAGAFELLSSÓKN: Messaö veröur i Lágafellskirkju kl. 14. Prestur sr. Gunnar Kristjánsson. Sóknarnefndin. GARDAKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Bragi Friöriksson. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Almenn guös- þjónusta kl. 14. Sr. Siguröur Helgi Guðmundsson. HAFNARFJAROARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnastarfiö kl. 10.30. Guðs- þjónusta kl. 14. Altarisganga. Gideonsfélagar koma í heimsókn og kynna starf sitt aö útbreiðslu Biblíunnar. Einn þeirra, Kári Geirlaugsson, stígur í stólinn. Kirkjukaffi aö lokinni guösþjón- ustu. Hólmfríöur Pétursdóttir ræöir undirbúning fermingar á heimilum. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARSÓKN: Sunnu- dagaskóli í Stóru-Vogaskóla kl. 14. Sr. Bragi Friöriksson. YTRI-Njarðvíkurkirkja: Barna- guösþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 13.30. Sóknarprest- ur. AKRANESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 10.30. Fjölskyldu- messa kl. 14. Sr. Jón Einarsson prófastur í Saurbæ prédikar. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Sr. Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.