Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 + HEBA GEIRSDÓTTIR, Hringbraut 57, andaöist 27. janúar. Aöstandendur. + AXEL KONRÁDSSON Irá Bæ í Skagafiröi, lést aö heimili sínu í Borgarnesi 26. janúar. Vandamenn. + Móöir okkar, HALLDÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, Smiöjustíg ,1, Reykjavík, lézt í Borgarspitalanum 25. janúar sl. Guörún Gísladóttir, Guömundur Gíslason. + ; Móöir okkar, HALLDÓRA JÓHANNA SVEINSDÓTTIR, Seljavegi 5, andaöist 26. þ.m. Anna Bjarnadóttir, Sveinn B. Bjarnason, Aöalheiöur B. Rafnar, Dóra Bjarnadóttir, Bjarni J. Bjarnason. + WAYNE CLENDENING lést í San Diego, Kaliforníu, þann 22. janúar. Unnur Magnúsdóttir Clendening, Níls Wayne E. Clendening. + Elskuleg eiglnkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, UNNUR JÓNSDÓTTIR, Grenimel 15, andaöist í Landspitalanum 27. janúar. Hólmgeir Jónsson, Eyvör Hólmgeirsdóttir, Steingrímur Helgason, Aöalbjörg Hólmgeirsdóttir, Lárus Guögeirsson og barnabörn. + BRAGI ÞÓR GÍSLASON veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 31. janúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóö Bryndísar Gísladóttur á skrifstofu hjúkrunarforstjóra Landspítalans. Jóhanna Ólafsdóttir, Gísli Guömundsson, Björk Gísladóttir, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir. + Þakkir færum viö öllum er sýnt hafa hluttekningu viö fráfall og jaröarför JÓHÖNNU STEINDÓRSDÓTTUR, Heiöargeröi 122. Njáll Þórarinsson, Þórir Steindór Njálsson, Aöalbjörg Gunnarsdóttir og barnabörn. t Þökkum Innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröar- för móöur okkar, ömmu og langömmu, RAGHEIÐAR JÓNASDÓTTUR, Ægisgötu 26. Lilja Magnúsdóttir, Guömundur Áatráösson, Svana Magnúsdóttir, Jón Karlsson, Sigrún Magnúsdóttir, Siguröur Sigvaldason, börn og barnabörn. Kristín Þórðar- dóttir - Minning F«dd 4. júní 1933 Dáin 22. janúar 1984 Það dimmdi yfir sunnudaginn 22. janúar þegar okkur barst sú harmafregn að systir okkar, Stína, væri látin. Hún hét fullu nafni Kristín Karólína Þórðardóttir, fædd á Kvíabryggju f Grundarfirði, sem þá var lítið sjávarpláss. Móðir hennar var Ingibjörg Sveinsdóttir frá Króki, Grundarfirði, (f. 1909, d. 1947), en faðir er Þórður Þor- valdsson frá Skerðingsstöðum, Grundarfirði, (f. 1905). Stína ólst upp hjá ömmu sinni og afa. Þau voru Þorvaldur Þórðarson frá Skerðingsstöðum og Kristín Karó- lína Jakobsdóttir. Stína byrjaði snemma að vinna eins og algengt var á þeim árum, og var hún sér- staklega dugleg og ósérhlífin eins og best kom í ljós þegar amma hennar lagðist banaleguna. Tók hún þá við heimilinu og hjúkraði ömmu sinni af miklum hlýhug og kærleika þau ár sem hún átti eftir ólifuð. Stína var yfirveguð og ró- leg, en þó var hún ávallt kát og glöð og hafði næmt auga fyrir hinu broslega í tilverunni. Eftir dauða ömmu sinnar flutt- ist hún tii Vestmannaeyja þar sem hún kynntist eftirlifandi eigin- manni sínum, Stefáni Jóhanns- syni. Þau eignuðust sjö mannvæn- leg börn, fimm drengi og tvær stúlkur. Börn þeirra eru: Þorvald- ur, Kristinn, Ragnar, Jóhann, ómar, Snædís og Ingibjörg. Árið 1973 urðu þau að flytja upp á land eins og svo margir aðrir þegar eldgosið hófst. Akranes varð fyrir valinu sem griðastaður meðan á gosinu stóð. Þau voru með þeim fyrstu sem fluttu aftur til Eyja, og gleymi ég ekki eftir- væntingunni og gleðinni er skein úr svip systur okkar er hún endur- heimti sitt fyrra heimili. Stína var fjórða elst í stórum barnahópi, alls níu systkini. Við andlát móður okkar og tveggja bræðra bundust við systkinin sterkum tilfinningaböndum, sem aldrei hafa rofnað. Þungbært var að flytja föður okkar lát hennar, Jes Agúst Jóns- son — Minning Fæddur 13. febrúar 1915 Dáinn 12. janúar 1984 „Hann Ágúst Jónsson er dáinn. Það á að jarða hann á morgun" var það fyrsta, sem barst að eyr- um mér, er ég kom heim sl. mið- vikudag. { önnum dagsins hafði fregnin um andlát hans farið fram hjá mér. Þegar mér barst þessi sorgarfrétt, varð mér hugsað til þess, hve hratt við berumst með lífsins straumi að leiðarlokum þessa lífs. I huga mínum hrönnuð- ust upp minningarnar, sem ég átti um þennan ágæta kunningja, sem var hvort tveggja í senn, dugnað- arforkur og ljúfmenni. Kynni okkar hófust er ég átti viðskipti við hann fyrir um 20 ár- um vegna byggingar húss míns. Það var mannkostum Gústa að þakka, en það var hann ávallt kallaður meðal vina, að upp úr viðskiptum okkar þróaðist gott kunningjasamband enda þótt samverustundir okkar hefðu mátt vera fleiri. Það var ávallt einstakl- ega notalegt að koma með vanda- mál sín til hans. Það stóð aldrei á því að leysa þau og alltaf mætti maður sama létta hugarfarinu og hinni miklu velvild, sem svo mjög einkenndi framkomu hans. Ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni heyrt Gústa bregða skapi + Einlægar þakkir flytjum viö öllum er heiöruöu minnlngu eiginkonu minnar, móöur okkar og tengdamóöur, HÖNNU ARNLAUGSDÓTTUR, röntgentæknis, og sýndu okkur vináttu og samúö viö fráfall hennar. Bjarni Ólafsson, Gunnar Bjarnason, Kristín Sverrisdóttir, Ólafur Bjarnason, Uirica Linder, Hallfríóur Bjarnadóttir, Frode Lástad. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför HRAFNKELS STEFÁNSSONAR, lyfsala. Guöbjörg Jónsdóttir, Ragnheiöur Hrafnkelsdóttir, Sigríöur Hrafnkelsdóttir, Hannes Hrafnkelsson, Guörún Hrafnkelsdóttir, Jón Hrafnkelsson, Margrét Björnsdóttir, Stefán Hrafnkelsson, Anna Ólafía Siguröardóttir, Guörún Guðjónsdóttir, Hreggviöur Stefánsson, Stefán Már Stefánsson. + Hjartanlegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför ODDNÝJAR SIGURRÓSAR SIGURÐARDÓTTUR, Akureyri, fyrrum húsmóöur ( Bakkakoti í Skagafjaröarsýslu. Guö blessi ykkur öll. Stefán Jóhannesson, börn og tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir vandamenn. en megi góður guð styrkja hann er ástkær dóttir er kvödd. Við sem eftir stöndum biðjum guð að blessa minningu hennar og fylgja henni í faðm ástvina hennar, sem á undan eru farnir. Kæri Stefán og börn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð í sorg ykkar við fráfall elskulegrar eig- inkonu og móður. Systkini þótt oft hafi verið erilsamt í kringum hann. Sjaldan fór svo, að umræðurnar snérust eingöngu um biikksmíði. Yfirleitt var einnig rætt um ein- hver þau atriði, sem varða mann- leg samskipti og það var einmitt við slíkar umræður, sem mann- kostir Gústa komu svo vel fram og urðu til þess, að tengsl okkar urðu meiri en viðskiptalegs eðlis. Það kom fljótt i ljós, að bak við dugn- aðinn og harðfylgnina í starfi bjó blíðlynd og góð sál. Nú þegar minn ágæti kunningi er allur, geri ég mér betur grein fyrir því en áður, hvers virði það er í lífinu að kynn- ast góðu fólki. Hann Gústi var einstaklega hjálpsamur. Það var eins og hann hafi haft að leiðarljósi orðatiltæki skáta, „Ávallt viðbúinn". Ánægð- astur var hann, þegar hann gat samstundis leyst minni háttar verkefni, sem komið var með til hans og lét hann sig þá oft ekki miklu varða, þótt utan vinnutíma væri. Fyrir nokkrum árum var ég að föndra á svið blikksmíðinnar og leitaði til Gústa. Máiin þróuðust fljótlega á þann veg, að ég reynd- ist velkominn á verkstæði hans, þar sem mér stóð til boða að nýta mér aðstöðuna undir leiðsögn hans. Á verkstæðinu átti ég marg- ar mjög ánægjulegar samveru- stundir með Gústa og ekki var al- veg einskis virði sú kynning, sem ég fékk á blikksmíði. Fyrir þetta stend ég í þakkarskuld. Góður drengur hefur lokið dags- verki sínu og lagst til hinstu hvílu, lúinn eftir árangursríkt ævistarf. Á morgun vaknar hann, hress og glaður í nýju og björtu umhverfi. Bestu þakkir fyrir samfylgdina. Börnum, tengdabörnum og barnabörnum votta ég dýpstu samúð mína. Megi Guð gefa ykkur styrk og gæfu um ókomna fram- tíð. Gísli Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.