Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 3 Stefán Jónsson fyrrum alþingismaður: Trúi ekki að Treholt hafi leiðst út í þetta peninganna vegna „ÉG HEF ekki minnstu trú á að hann hafi leiðst út í þetta vegna peninga, umrædds barns í Tékkóslóvakíu eða einhverra kvennamála. Mér finnst líklegast, eða vil að minnsta kosti trúa því, að hann hafi verið „nappað- ur“, það er að segja, að hann hafi í hyrjun gefið vitandi eða óafvitandi einhverjar kannski veigalitlar upplýs- ingar, og síðan hafi honum verið hót- að uppljóstrun, ef hann héldi ekki starfseminni áfram. I>etta eru aðeins getgátur, en ég hef enga trú á að hann hafi leiðst út í þetta af peninga- ástæðum," sagði Stefán Jónsson fyrrverandi alþingismaður, en hann hafði persónuleg kynni af KGB-njósn- aranum Arne Treholt, og stóð m.a. að því að honum, ásamt tveimur öðrum ungum Norðmönnum úr Sambandi ungra jafnaðarmanna í Noregi, var boðið til fslands sumarið 1972. Stefán sagði að hann hefði verið búinn að steingleyma fyrstu kynn- um sínum af Arne Treholt á þingi Sameinuðu þjóðanna, en þau rifj- uðust upp fyrir honum, þegar hann las skýrslu sína, Hannesar Páls- sonar og Braga Jósepssonar í Mbl. Um kynni sín af Arne þá sagði hann: „Ég man eftir að þessi ungl- ingur kom minnst við sögu af Norð- mönnunum þremur í viðræðum okkar, en þær gengu allar út á út- færslu landhelginnar og hugsan- lega aðstoð pólitísku æskulýðssam- takanna í Noregi. Ég minnist þess þó að hann sagði okkur að hann væri nýkominn frá Washington." Stefán sagði síðan að raunveru- leg kynni þeirra hefðu hafist þegar honum hefði verið boðið af hálfu norsku stúdentasamtakanna til Osló sumarið 1972. Arne hefði þá verið í fararbroddi ungra stúdenta sem börðust gegn inngöngu Noregs í Efnahagsbandalagið og hefði það tengst fyrirhugaðri útfærslu land- helginnar hérlendis, og hefði hann gert grein fyrir útfærslunni á fund- inum. Stefán sagði síðan: „Það er rétt að ég átti hugmyndina að því að Arne kæmi þá um haustið til ís- lands. Hann kom ásamt góðvini sínum Einar Förde, og Birni Ture Godal, og sátu þeir hér líklega tvo fundi í þá tvo til þrjá daga sem þeir stoppuðu. Tilefnið var að þeir kynntu andstöðuna gegn inngöng- unni í Efnahagsbandalagið og kynntust um leið hugmyndum okkar um útfærslu landhelginnar. Þá hafði ég aftur samband við hann í tengslum við aðra ferð sem ég fór, einnig vegna útfærslu land- helginnar. Það var boð sem kom í gegnum sjávarútvegsráðuneytið um setu á ráðstefnu í Lofoten, sennilega sumarið 1973. Hvort ég hitti hann þá eða ræddi við hann símleiðis man ég ekki, en við áttum viðræður í þeirri ferð minni." Stef- án sagði að með honum í þessari för hefðu verið Gunnlaugur Stef- ánsson þáverandi formaður Æsku- lýðssambandsins, og Jóhann Ant- onsson frá Dalvík. Stefán sagði síðan: „Síðan þá hef ég aðeins fylgst með honum af af- spurn, að undanteknu því, að ég hitti hann og konu hans einu sinni af tilviljun á Hótel Loftleiðum þar sem þau voru „stopp-over“ á leið- inni vestur um haf.“ Stefán sagði að meðal þess sem hann hefði frétt af Arne væri, að í sundur hefði skilið milli hans og föður hans, sem var landbúnaðar- ráðherra Noregs. Gamli Treholt hefði verið fylgjandi inngöngunni í Efnahagsbandalagið, en Arne mik- ill baráttumaður gegn henni. „Ég man að talninganóttina eftir þjóð- aratkvæðagreiðsluna um inngöng- una sat ég hér spenntur heima og beið eftir niðurstöðum. Einar Förde hringdi í mig um nóttina og ég heyrði að menn voru þar við skál, eins og gengur á talninga- nóttum. Ég spurði Einar hvort Arne væri þar á meðal. Hann sagði nei, og ég spurði þá hvort hann vissi hvar hann væri. Nei, sagði Einar, en ég veit hvar hann er ekki. Hann er áreiðanlega ekki heima hjá pabba sínum og mömmu.“ Stef- án sagði að Einar Förde hefði verið mikill vinur Arne, en sér væri kunnugt um að dregið hefði úr fundum þeirra síðustu árin. Stefán lýsti kynnum sínum af Arne einnig svo: „Hann verður ákaflega fljótt áhugamaður um al- þjóðamál. Hann er gerður að for- manni grísku nefndarinnar, sem barðist gegn Juntunni, það er her- foringjastjórninni, hann skrifaði bók um Juntuna, sem ég á. Hann var sem sagt í forustusveit ungra jafnaðarmanna sem börðust gegn fasisma hvar sem var í heiminum. Að mínu mati var hann eldheitur, gáfaður hugsjónamaður. Hann var sér vel meðvitaður um hæfileika sína og gáfur og barðist persónu- legri baráttu í pólitíkinni og náði miklum frama. Það var gaman að kynnast honum. Hann var allra geðugasti maður, einlægur og það er ekki hægt annað en að hrífast af ungum mönnum eins og honum sem hafa trú á því að þeir geti gert gagn í heiminum. Það er kannski auðvelt fyrir svona menn eins og hann að verða offari. Offari í þeim málum sem þeir taka sér fyrir hendur að ætla að koma áfram. Persónuleiki Arne var mildur. Hann talaði lágum rómi, og ég man að mér fannst hann ekki afgerandi eða áberandi ræðumaður, þegar hann var hér- lendis. Einar Förde og Björn voru báðir mun ákveðnari í framgöngu. Ég verð að segja eins og er að mér brá ónotalega þegar ég heyrði þetta, því maður sem lent hefur í slíku sem Arne á sér aldrei við- reisnar von, þó hann taki út hegn- ingu,“ sagði Stefán Jónsson að lok- um. Sýndiáhuga þeirra á land- helgismálinu — segir Einar Ágústs- son, sendiherra „ÉG MAN eftir þessari skýrslu þre- menninganna, Braga Jósepssonar, Hannesar Pálssonar og Stefáns Jónssonar, um viðræður þeirra við Arne Treholt og tvo aðra Norðmenn. Ég fékk hana í hendur kringum ára- mótin 1971 og 1972 enda skilst mér„ að hádegisverðurinn hafi verið 15. desember. Ég tel að þetta framtak þremenninganna beri vott um það, að þeir hafi lagt sig í líma við að kynna þau mál, sem ríkisstjórnin var þá með efst á baugi, landhelg- ismálið. Skýrslan sýnir áhuga þeirra á landhelgismálinu," sagði Einar Ág- ústsson, sendiherra fslands í Dan- mörku, er hann var inntur álits á skýrslu þremenninganna og hádegis- verði þeirra með Arne Treholt. „Ég held að landhelgismálið hafi verið efst á baugi hjá okkur öllum þá og ég minnist þess að hafa fengið fjöldann allan af svona skýrslum og menn hafi ver- ið að þessu í þeirri góði trú, að þeir væru að vinna útfærslunni í 50 mílur fylgi með þessu. í þeim til- gangi hafa þremenningarnir vafa- laust boðið Treholt og hinum Norðmönnunum út að borða. Ég tel því að hvorki skýrslan né há- degisverðurinn sé nein frétt. „Kynni mín af Arne Treholt eru nú næsta lítil, en hann var þó oft á fundum á vegum Sameinuðu þjóð- anna um leið og ég á utanríkis- ráðherraárum mínum. Sérstak- lega þegar Jens Evensen var haf- réttarmálaráðherra, en ég kynnt- ist Treholt aldrei neitt," sagði Einar Ágústsson. TVEIR TRAUSTIR FRÁ FORD F0RD SIERRA Ford Sierra er ekki aöeins nýtískulegur bíll í útliti heldur einnig lýsandi dæmi um framúrskarandi vönduð vinnubrögö vestur-þýskra bílaframleiðenda. Ford Sierra fæst sem 3ja eða 5 dyra fólksbíll og 5 dyra skutbíll. Verð frá kr. 368.000.- FORD FIESTA Afbragðsgott endursöluverð er besta sönnunin um góða reynslu íslenskra bílaeigenda af Ford Fiesta. Nú birtist Fiestan í nýjum búningi sem gerir hana enn sparneytnari og skemmtilegri í akstri. Verð frá 239.000.- NÚ ERU ALLIR FORD BÍLAR MEÐ 6 ÁRA RYÐVARNARÁBYRGÐ. SÖLUDEILDIN ER 0PIN: VIRKA DAGA FRÁ 9-18 LAUGARDAGA FRÁ 13-17 Söluumboð: Bílaverkst. Guðvarðar Elfsass. Bflaumboð Stefnis hf. Ragnar Imsland Bifreiðaverkst. Lykill Drangahraun2 Austurvegur 56-58 Miðtun 7 220 Hafnarfjörður 800Selfoss 780 Höfn, Hornaf. 740 Reyðarfjörður Bílaverkst. Jóns Þorgrímss. Garftarsbraut 62-64 640Húsavík 91/52310 Bflasatan hf. 99/1332-1626 Bilaverkst. Kaupf. Skagfirðinga 97/8249-8222 Bílaverkst. Isatjarðar 97/4199-4399 Ðilasala Vesturlands 96/41515 ÓlafurG.ÓIafsson Aðalgata 21 Seljalandsvegur Borgarbraut 56 Sufturgata 62 600 Akureyri 96/21666 550 Sauftárkrókur 95/5200 400 ísafjörftur 94/33793837 310 Borgames 93/7577 300 Akranes 93/1135-2000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.