Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 13 Af þessum sökum er það alls ekki út í hött, eða hótfyndni, að tala um hina nýju kennsluskipan sem „uppreisn gegn íslandssögu", eins og gert er í fyrirsögn þessarar greinar. Skýrist þá væntanlega líka hvað leiðarahöfundur Mbl. var að fara 15. nóv. sl. er hann skrifaði: „Nú liggur sem sé fyrir að deild innan menntamálaráðu- neytisins við Hverfisgötu hefur ákveðið að í grunnskólum á ís- landi skuli hætt að kenna sögu þjóðarinnar. Hvenær kemur röðin að tungunni?" Hitt er svo annar handleggur, að atburðasögu íslendinga má rekja með ólíkum hætti á bókum og kenna á mismunandi veg í skól- um. Ég er í hópi þeirra sem telja að brýnt sé orðið að samin verði ný kennslurit í Islandssögu fyrir grunnskóla. Þær bækur sem lengst hafa verið notaðar eru í sumu tilliti orðnar úreltar. Höf- undar þeirra eru full hlutdrægir í lýsingu sinni á ýmsum atburðum og einstaklingum, stundum of dómharðir, og sumar áherslur þeirra fara á skjön við yfirvegaðri skoðanir sagnfræðinga. Heimir Þorleifsson mennta- skólakennari hefur gert það að til- lögu sinni að rithöfundi verði falið að semja kennslubók í sögu fyrir börn, og virðist mér það snjöll hugmynd. Ný sögubók þarf að vera skemmtileg og á einföldu og iitríku máli. Mikilvæg hugtök ætti að skýra jafnóðum og láta nem- endur átta sig á því hvernig við vitum það sem frá er sagt, og ennfremur ætti að gera þeim grein fyrir því að um ýmis söguleg efni setja menn fram ágiskanir, og að um þau getur stundum verið ágreiningur. Engin ástæða er til þess að frá- sögn höfunda barnasögubóka sé fullkomlega hlutlaus, enda er það hin mesta firra að unnt sé (eða æskilegt) að vera hlutlaus þegar þjóðarsagan er rakin. Auðvitað á að segja söguna frá sjónarhóli ís- lendinga. Hverra annarra? Kannski Dana? Aftur á móti verð- ur að gera kröfu til fullrar sann- girni í efnistökum. Um ábyrgð kennara Ég gat þess áðan að ekki væru fyrir hendi upplýsingar um það hvernig sögukennslu í grunnskól- um er í reynd háttað um þessar mundir, þ.e. að hve miklu leyti hefðbundið námsefni og atburða- saga hefur vikið fyrir nýju náms- efni og samfélagssögu. I vandaðri könnun sem fyrirtækið Kaupþing hf. hefur gert, og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu, kom í ljós að aðeins 13,1% íslendinga á aldrin- um 16—20 ára vita hver var fyrsti forseti íslenska lýðveldisins. Þetta eru óskemmtileg tíðindi, og stað- festa að áhyggjur manna um bága íslandssögufræðslu í grunnskólum eru ekki ástæðulausar. Niðurstöð- ur könnunarinnar gefa líka vís- bendingu um að ekki sé aðeins við námsskrá og nýtt námsefni að sakast, þótt þar liggi ærin sök, heldur líka viðhorf og sinnuieysi metnaðarlítilla og oft illa mennt- aðra kennara. Allt of margir þeirra rísa ekki undir ábyrgð kennarastarfsins. Ég heyrði t.d. frá því greint á dögunum að í skóla einum þar sem notað var kennslurit skólarann- sóknadeildar um landnám íslands í 4. bekk hafi kennari einn ekki séð ástæðu til að fjalla um neitt annað í sögu landnámsaldar en getgátur um dvöl Papa hér á landi, en sú frásögn tekur eina blaðsíðu í rit- inu. Væntanlega hefur fræðslan um „samfélag bavíana", sem einn- ig fer fram í samfélagsfræði á 4. námsári, verið svona tímafrek. Skylt er að geta þess að til eru þeir kennarar sem þrjóskast við að fylgja námsskrá í samfélags- fræði og nota ekki það námsefni sem skólarannsóknadeild hefur verið að ota að þeim. Þeir hafa í staðinn notað hinar ófullkomnu kennslubækur Jónasar Jónssonar og Þórleifs Bjarnasonar og reynt að berja í brestina af bestu getu. Það þarf ekki að koma á óvart að slíkir kennarar eru hæddir og lít- ilsvirtir af hinni nýju stétt kennslufræðinga og „róttækra skólamanna", sem skilur ekki eða vill ekki skiljr. að á endanum snýst ágreiningurinn um íslandssögu- kennslu í grunnskólum um fram- tíð sjálfstæðrar þjóðmenningar á íslandi. Guðmundur Magnússon er blaða- maður i Morgunblaðinu. Hann hefur lokið B.A.-prófi í sagnfræði og heimspeki fri Hiskóla íslands, og M.Sc. -prófi í rökfræði og rís- indalegri aðferðafræði frí London School of Economics. Lárus L BLöndal, framkvæmda- stjóri Nýhúsa hf. uppsláttarmót: það getur verið erf- itt að fylla upp í mótið án þess að þynna steypuna, en ef steypan er þynnt of mikið eykst hættan á sprungumyndunum. Sé steypan hins vegar ekki þynnt má búast við loftgötum. Þetta vandamál er úr sögunni þegar steypt er í mót í verksmiðju. Eins má nefna, að í steinsteyptum einingum er hreyf- anleiki ytra byrðis meiri, sem einn- ig dregur úr sprungumyndunum. Samkcppnin Það má búast við að úrslit sam- keppninnar verði kynnt um miðjan mars og því er raunhæft að reikna með að framleiðslan komist á gott skrið þegar á þessu ári. Það er stefna Nýhúsa að ráða einhvern verðlaunahafa til áframhaldandi þróunar á tillögu sinni, meðal ann- ars í því skyni að fjölga húsagerð- um sem í boði yrðu og staðla fleiri hluta húsanna. Framleiðslumöguleikar Það er ákaflega mikilvægt að ekki verði látið staðar numið við þessa hugmyndasamkeppni; bar- áttan við byggingarkostnaðinn verður að halda áfram, og farvegur baráttunnar er aukin stöðlun og einingaframleiðsla. Slíkt má þó ekki bitna á útliti húsanna, menn verða að nálgast þessi mál með því hugarfari að fegurð og fjölbreytni sé sem mest. Það er margt sem kemur til greina. Það er hægt að forsteypa sökkla, staðla gler- og ofnastærðir og jafnvel innréttingar. Hér koma því greinilega hagsmunir fleiri að- ila en Nýhúsa inn í dæmið. Það er ætlun okkar að bjóða út fyrir öll Nýhúsa-fyrirtækin sameiginlega flesta þá hluti sem þarf í fullsmíð- að hús. Þau fyrirtæki sem taka að sér að framleiða fyrir okkur geta því á sama hátt og Nýhús nýtt sér hagkvæmni fjöldaframleiðslu og jöfnunar framleiðsluálags. Það er því Ijóst að hagkvæmni eininga- framleiðslu og stöðlunar mun ná langt út fyrir þau verkefni sem fyrirtæki Nýhúsa hf. sinna," sagði Lárus L. Blöndal. Þau fyrirtæki sem að Nýhús hf. standa eru: Húseiningaverksmiðja Páls Friðrikssonar í Kópavogi, Loftorka sf. í Borgarnesi, Strengja- steypan hf. á Akureyri, Húsiðn hf. á Húsavík og Brúnás hf. á Egils- stöðum. Trúnaðarmaður samkeppninnar er Þórhallur Þórhallsson hjá Arki- tektafélagi fslands. Áhugafólk um sögukennslu stofnar til samtaka Stofnfundurinn í Árnagarði í dag „HUGMYNDIN um stofnun þess- ara samtaka vaknaði á ráðstefnu um sögukennslu á öllum skólastigum í október í fyrra, og umræðurnar um íslandssögukennslu í grunnskólum sem síðar urðu, sýna að þörf er á vettvangi til að skiptast á skoðunum og upplýsingum um þessi mál,“ sagði Páll V. Sigurðsson kennari. Hann er einn af forystumönnum áhugahóps, sem boðað hefur til stofnfundar Samtaka kennara og annars áhugafólks um sögukennslu í Árnagarði á laugardaginn. Hlutverk samtakanna er að vera vettvangur fyrir umræðu kennara og annars áhugafólks um sögukennslu, vinna að því að auka samskipti og samstarf áhugafólks, þ.á m. kennara á öllum skólastig- um og stuðla að framgangi mála, sem talin eru horfa til heilla á sviði sögukennslu. Páll V. Sigurðsson sagði, að auk þess að standa fyrir umræðufund- um og ráðstefnum væri hugmynd- in sú að samtökin gætu örvað og styrkt rannsóknir er lúta að sögu- kennslu, verið stjórnvöldum til ráðuneytis um stefnumörkun í sögukennslu og gerð námsefnis, unnið að endurmenntun sögu- kennara og eflt samstarf íslenskra og erlendra sögukennara. „Samtökunum er að auki ætlað að gæta í hvívetna hagsmuna þeirra sem kenna sögu (samfé- lagsfræði)," sagði Páll. „Ég vil hvetja sem flesta til að mæta á stofnfundinn," sagði Páll. „Hann er öllum opinn og allt áhugafólk getur gerst félagar í samtökunum. Umræðan um ís- landssögukennslu í grunnskólum á undanförnum vikum sýnir að það er ríkur og almennur áhugi á sögu lands og þjóðar, og ég get t.d. hugsað mér að eitt af fyrstu verk- efnum þessara nýju samtaka verði að efna til ráðstefnu um sögu- kennslu í grunnskólum." Stofnfundurinn verður haldinn laugardaginn 28. jan. í stofu 201 í Árnagarði v/Suðurgötu og hefst hann kl. 14. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Súrt Gæði.nr.l orramatur Blandaður súrmaturínfötu (Lundabaggi - Sviðasulta - ' ,,V'5U Hrútspungar- Bringur-Lifrapylsa og blóðmör AÐEINS 2ja lítra fata Nettó innihald ca. 1,3 kg. hvalsrengi Blandaður súrmatur 2* Mata rzzflTZz í bakka .. . . , Lifrapylsa—Bloðmor) Netto innihald ca. 1,1 kg. -- 145-po /W 19S-Í? Fatan Þorrabakki c.a. 550g 95“ a í DAG ZíLsý$ (þo^amai>«‘« að smakka pr hg. Hreinsuð svið Nýreykt hangilæri 162 .80 Pr ks- Ný sviðasulta Soðið Hangikjötísl,eiðum385.00Prk8 ligkgll prÁg. Nautahakk l.fl. 165-OQ Kindahakk 95 .00 Prks- Egg AÐEINS 89-00 i,r- kg Marineruð sílt Síldarrúllur Kryddsíld Harðfiskur Kjúklingar 12s-°° "jie- Í25S. TILBORÐSVERÐ A YSU OG STEINBITI OPIÐ TIL KL 4 e.h. AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.