Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984
23
Vilja áframhaldandi
friðargæzlu í Líbanon
Róm, 27. jan. AP.
FRÚ Margaret Thatcher, forsætisrádherra Bretlands, og Bettino Craxi, for-
sætisráðherra Ítalíu, ítrekuðu i dag stuðning sinn við alþjóðlega friðargæzlu-
liðið í Líbanon og sögðu, að herlið frá löndum þeirra yrði áfram við friðar-
gæzlu þar. Samtímis lögðu þau til, að Bandaríkin tækju að sér meira hlutverk
en áður við að koma á friði í Líbanon. Frú Thatcher kom til Rómar til
viðræðna við ítölsku stjórnina á fimmtudag ásamt Sir Geoffrey Howe, utan-
ríkisráðherra, Nigel Lawson fjármálaráðherra og Michael Haseltine, varn-
armálaráðherra. Var gert ráð fyrir, að brezku ráðherrarnir héldu heim til
Bretlands á föstudagskvöld.
Hvað Falklandseyjar snertir,
sagði frú Thatcher, að ekki kæmi
til mála að semja við Argentínum-
enn um framtíð eyjanna og kvaðst
hún ekki hafa orðið vör við neinn
árangur varðandi lausn þessa
máls í samskiptum við hina nýkj-
örnu ríkisstjórn Argentínu. „Við
höfum fullan hug á batnandi sam-
skiptum við Argentínu," sagði frú
Thatcher, „einkum á viðskiptasv-
iðinu. En ef við eigum að koma
aftur á fót stjórnmálasambandi,
þá verður stjórn Argentínu að
lýsa yfir því, að hún hafni valdb-
eitingu." Þá tók frú Thatcher það
fram, að Bretar kysu helzt að eiga
„beinar" viðræður við Argentínu
en síður, að þær fram með aðstoð
milligöngumanna.
Craxi og frú Thatcher sögðu
bæði, að mörg mál þyrfti að leysa
áður en ráðherranefnd Efna-
hagsbandalags Evrópu kæmi sam-
an í marz nk. Brezka stjórnin hef-
ur mjög kvartað yfir því að undan-
förnu, að Bretar, sem leggja mest
af mörkum til EBE næst á eftir
Vestur-Þjóðverjum, hafi á síðasta
ári greitt sem nam 840 millj. doll-
ara meira til bandalagsins en þeir
fengu frá því.
„Skrímslismorðingjar"
handteknir á Ítalíu
Flórens, ÍUlíu, 27. janúar. AP.
Á ÍTALÍU hafa tveir menn verið
handteknir og eru þeir grunaðir um
að hafa myrt 12 manneskjur á árun-
um 1964—83. Jafnframt hefur múr-
ari nokkur frá Sardiníu, sem setið
hefur í fangelsi í 17 mánuði, verið
sýknaður af þessum sökum.
Morðin áttu sér öll stað nálægt
sama tjaldstæðinu fyrir utan
Flórensborg og hafa þau verið
kölluð „skrímslismorðin" í blöðun-
um og meðal almennings. f öll
skiptin voru tvær manneskjur
drepnar samtímis, oftast kona og
maður, sem verið höfðu í faðmlög-
um í bílnum sinum. Seinast voru
þó tveir karlmenn skotnir og er
talið, að morðingjarnir hafi haldið
annan manninn konu af því að
hann var síðhærður.
Mennirnir, sem nú hafa verið
handteknir, Giovanni Mele, 61 árs
gamall, og Piero Mucciarini, sex-
tugur að aldri, hafa formlega ver-
ið ákærðir fyrir fyrstu tvö morðin
en lögreglunni býður í grun, að
þeir beri einnig ábyrgð á hinum
tíu.
Fyrstu tvær manneskjurnar,
sem voru myrtar, voru Barbara
Locci og Antonio Lo Bianco. Bar-
Fimbulvetur
í Grænlandi
Kaupmannahöfn, 27. janúar. Frá Niels Jörgen Bruun,
fréttaritara Mbl. í Grenlandi.
VETRARHÖRKUR eru nú miklar í Grænlandi og hafþök svo mikil með
vesturströndinni að útræði er þaðan ekkert. Um önnur mið er því ekki að
ræða en undan austurströndinni, sem er óvenjulegt á þessum árstíma, og eru
þar nú fjórir togarar frá Grænlandsversluninni, einn á rækju en hinir á
þorsk.
mmm
Ritt Bjerregaard
Stanislav Tsjebotok
Reyndi að fá
Bjerregaard
bara var gift bróður Giovannis
Meles, Stefano, en þótti ekki taka
hjúskaparheitið mjög hátíðlega.
Hún var t.d. ástkona Francesco
Vinci, múrarans frá Sardiníu, sem
í 17 mánuði hefur setið í fangelsi
grunaður um að vera „skrímslið".
Hefur hann nú verið hreinsaður af
þeirri sök en hans bíður hins veg-
ar dómur fyrir tvö önnur morð í
borginni Bologna árið 1974.
Það var Stefano, eiginmaður
Barböru, sem bar Vinci sökum og
kvaðst hann hafa fylgt honum á
morðstaðinn og horft á hann
myrða konu sína og ástmann. Það
eru þó ekki nema tæp tvö ár síðan
Stefano kærði Vinci en þá hafði
hann sjálfur setið í fangelsi frá
árinu 1974 fyrir morðin.
Það fylgir fréttinni, að það sé
ekki á annarra færi en ftala að
skilja málið til hlítar.
Osló, 27. janúar. Frá Agústi I. Jónssyni.
VERÐI SOVÉSKUM sendiráðs-
starfsmönnum vísad frá Noregi, er
talid að Stanislav Tsjebotok sé efst-
ur á lista norskra yfirvalda. í Noregi
hefur hann meðal annars reynt að
umgangast þingmenn og auk þess
verið virkur þátttakandi á opnum
fundum um kjarnorkumál. Hann
starfaði áður við sovéska sendiráðið
í Kaupmannahöfn.
Árið 1976 reyndi hann að hafa
áhrif á Bjerrgaard, þingmann
jafnaðarmanna og fyrrum ráð-
herra og fá hana til að vinna
ákveðin verkefni fyrir KGB, sam-
kvæmt fréttum í Politiken.
Danska ríkislögreglan fékk pata
af þessu, en þegar hún ætlaði að
yfirheyra Tsjebotok var hann far-
inn heim til Moskvu.
Treholt sagði frá
„stríðseinvaldinum“
Osló, 27. janúar. Frá Ágústi 1. Jónssyni.
MEÐAL þeirra hernaðarleyndar-
mála sem Arne Treholt hafði aðgang
að, er nafn þess manns í Noregi sem
á styrjaldartímum gæti fengið öll
völd í landinu í sínar hendur.
Samkvæmt Verdens Gang í dag,
eru til áætlanir í Noregi um, að
verði stríðsástand í landinu svo al-
varlegt, gæti komið til þess að
einn maður fái öll völd ríkis-
stjórnarinnar í hendur. Nafn við-
komandi á að vera á fárra vitorði,
en Arne Treholt er sagður hafa
komist að því og gæti hafa sent
nafn þessa mikilvægasta Norð-
manns á stríðstímum til höfuð-
stöðva KGB í Moskvu.
Verkfall hindrar
útkomu The Times
Atvinnuleysi er ærið á Græn-
landi og veturinn hefur aukið á
það enn. Fiskvinnslustöðvar í Hol-
steinsborg hafa verið verkefna-
lausar frá því um jól og nú er röð-
in komin að Sykurtoppi, sem er þó
allmiklu sunnar. Enn er auð renna
inn til Góðvonar eða Nuuk og bæj-
anna þar fyrir sunnan en afla-
brögðin hafa hins vegar verið með
fádæmum léleg. Vanalega hefur
togari fengið um 10—15 tonn af
þorski á dag við vesturströndina
en við austurströndina er aflinn
ekki nema 3—5 tonn.
London, 27. janúar. AP.
DÓMARI í Englandi úrskuröaði í
dag, að sjóði prentarasamtakanna
skyldi skilað til þeirra, en áður höfðu
yfirvöld lagt hald á hann til tryggingar
sektargreiðslum. The Times kom ekki
út í dag vegna þess að prentararnir
lögðu í gærkvöldi niður vinnu til að
mótmæla uppsögnum 750 stéttarfé-
laga beirra hjá blaðinu.
í júlí sl. gripu samtök prentara
til ólöglegra aðgerða gegn Mess-
enger-blaðahringnum, sem gefur út
sex bæjarblöð, eftir að sagt hafði
verið upp sex prenturum, sem þar
unnu. Höfðu þeir barist gegn því, að
ófélagsbundnir prentarar ynnu við
þeirra hlið, en í Englandi er það
ekki skylda að vera í verkalýðsfé-
lagi. Vegna aðgerðanna voru prent-
arasamtökin dæmd í miklar sektir,
nærri 28 milljónir ísl. kr., og hald
lagt á sjóðinn þeim til tryggingar.
Þau fá nú sjóðinn aftur í hendur en
urðu að heita því að standa skil á
sektinni.
Að sögn yfirmanna hjá The Tim-
es var 750 skrifstofumönnum, sem
eiga þó aðild að prentarasamtökun-
um, sagt upp vegna ólöglegs verk-
falls þeirra síðustu tvær vikurnar.
Voru þeir að mótmæla nýrri skipan
í bókasafni blaðsins og The Sunday
Times. í samúðarskyni lögðu aðrir
félagar í prentarasamtökunum
niður vinnu í gærkvöldi og komu
þannig í veg fyrir útkomu blaðsins í
dag.
Kvikmyndin „Daginn eftir“ sýnd í Póllandi:
Notuð í áróðursstríði
gegn Bandaríkjastjórn
Varsjá, 27. jan. AP.
KVIKMYNDIN „Daginn eftir“, sem fjallar um afleiðingar kjarnorkustyrjald-
ar, var sýnd í pólska sjónvarpinu á fimmtudagskvöld, og telur hin opinbera
fréttastofa landsins að allt að 21 milljón manna hafi horft á hana. Pólland er
fyrsta ríkið í Austur-Evrópu sem sýnir myndina.
Dagblað kommúnistaflokksins,
Trybuna Ludu, sagði í morgun að
myndin hefði verið framleidd
vegna þess að fólk á Vesturlöndum
hefði „djúpar áhyggjur" af hernað-
arstefnu Reagan-stjórnarinnar.
Blaðið gagnrýndi jafnframt
Bandarikjastjórn fyrir að fylgja
ekki fordæmi Sovétstjórnarinnar
og lýsa því yfir að hún mundi ekki
nota kjarnorkuvopn að fyrra
bragði.
Fleiri pólsk blöð fjölluðu um
myndina í morgun, en ekkert
þeirra nefndi að hún hefði orðið
fyrir barðinu á ritskoðun stjórn-
valda. Úr myndinni voru felld um-
mæli fréttaþular sem talaði um
uppreisn á meðal austur-þýskra
hermanna.
Hin opinbera fréttastofa Pól-
lands hafði eftir Tadeusz Chmiel-
ewski, varaforseta samtaka kvik-
myndaframleiðenda, að frá list-
rænu sjónarmiði væri kvikmyndin
dæmigerð meðalmennskufram-
leiðsla frá Hollywood, ætluð fólki
sem aldrei hefði sjálft haft reynslu
af styrjöld. „En það er samt
ástæða til að gefa myndinni
gaum,“ sagði hann, „vegna þess um
hvað hún fjallar og vegna þess að
ef mannkynið getur ekki hindrað
að kjarnorkustríð brjótist út eru
endalok þess ráðin."
Þá hafði fréttastofan það eftir
pólska líffræðingnum Janusz Jelj-
aszewicz, að afleiðing kjarnorku-
styrjaldar yrði miklu hörmulegri
en myndin gæfi til kynna. „Sú
mynd sem þarna var dregin upp
var einfeldningsleg og ekki sann-
færandi," sagði hann.
Flóttamannavandamálið
Að Afganistan undanskildu er flóttamannavandamálið hvergi
meira en í Sómalíu en þangað flýðu milljónir manna eftir styrjöld
Sómalíumanna og Eþiópíumanna í Ogaden-eyðimörkinni. Að und-
anförnu hafa margir flóttamannanna snúið heim aftur. Myndin
sýnir eþíópskan dreng á asna ásamt nokkru af búslóðinni.
-i-