Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 Atvinnuleysið meira en opin- berar tölur gefa til kynna Rætt við Þóri Daníelsson, framkvæmda- stjóra Verkamannasambands Islands „SAMKVÆMT könnun okkar var atvinnuleysi meðal félagsmanna VMSÍ um 4% í nóvember sl. og það slagar hátt upp í meðaltalið á Norðurlöndum. Þessa niðurstöðu byggjum við á könnun, sem gerð var í byrjun desember, en síðar í þessum mánuði ætlum við að gera aðra könnun til að fá samanburðinn,“ sagði Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Verkamannasambands íslands, er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann nýtlega um atvinnumálakönnun sambandsins, stöðu hinna lægst launuðu, samningamál, hlutverk VMSÍ og fleira. Morgunblaðid/ Júlíus Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri VMSf: Laun undir 15 þúsund krónum á mánuði ekki mannsæmandi heldur öllum til skammar. — Rétt er að taka fram, að viðtalið fór fram áður en fréttist af samningaumleitunum foringja ASÍ og VSÍ. Könnun Verkamannasambands- ins náði til allra aðildarfélaga þess, en þau eru samtals 53 með yfir 26 þúsund félaga. Svör bárust frá 32 félögum með yfir 20 þúsund félags- menn. „Við spurðum um atvinnu- leysi í nóvember, samdrátt í yfir- vinnu og um atvinnuhorfur. Sér- staklega var reynt að fá fram sam- dráttinn í vissum greinum, svo sem fiskvinnslu og byggingariðnaði. Opinberar tölur lægri ... Athyglisverðast þótti okkur, að tölurnar, sem við fengum, voru al- mennt hærri en þær sem vinnu- málaskrifstofa félagsmálaráðu- neytisins gaf út um atvinnuástand- ið í nóvember. Við fengum út um 1000 atvinnulausa innan VMSf en ráðuneytið rúmlega 1200 þegar all- ir atvinnulausir voru taldir. Þó vantaði okkur svör frá 21 félagi, þótt flest þeirra séu fámenn. Það þykir okkur benda til að atvinnu- leysið sé í raun meira en opinberar tölur gefa til kynna. Þá kom einnig glögglega fram, að yfirvinna hefur alls staðar dregist saman. í byggingariðnaði hefur t.d. víða verið klippt á yfirvinnu til að tryggja samhangandi vinnu til vorsins. Og í þeim iðnaði er mikið atvinnuleysi á Akureyri og Eyja- fjarðarsvæðinu, eins og raunar hef- ur komið fram áður. Annars var mikið óvissuhljóð í fólki og félagar í VMSÍ greinilega mjög uggandi um horfurnar. Það er enda að koma á daginn, að sá uggur var fullkom- lega réttlætanlegur, atvinnuleysið hefur síðan vaxið að mun. Fólk er að byrja að verða fátækt á fslandi og óhætt að spá því, að sala mynd- bandatækja muni dragast saman á næstunni!" ... Blasir við viðvarandi atvinnuleysi Þórir Daníelsson og Lárus Guð- jónsson, sem vann úr könnun sam- bandsins, sögðu að í framkvæmda- stjórn Verkamannasambands ís- lands hefðu menn geysilegar áhyggjur af ástandinu. „Ef þorsk- aflinn dregst saman um fjórðung frá því sem var á sl. ári og kvóta- skiptingin bætist við, þá blasir við viðvarandi atvinnuleysi," sagði Þórir. „Við höfum ekki verið að samþykkja neinar ályktanir þar að lútandi eins og er, en málið verður skoðað betur þegar við höfum ná- kvæmari upplýsingar um stöðuna og skiptingin liggur fyrir." — Hvað er þá brýnast nú, að þínu mati, Þórir? „Hvernig má mæta vanda þeirra, sem eru raunverulega lægst laun- aðir. Ég er persónulega þeirrar skoðunar, að það sé flóknara mál að leysa en margir vilja vera láta. Meðal annars vegna þess hve launakerfi í landinu eru margskon- ar er stundum löng leið frá taxtan- um yfir í launaumslagið, eins og einhver sagði forðum. í þessu efni stendur vandi einstæðra foreldra upp úr — það er greinilegt, að þar sem aðeins er ein fyrirvinna í heimili kreppir víða mjög alvarlega að. En á því hef ég enga patent- lausn frekar en aðrir." Afkomutryggingin — Hvað sýnist þér um hugmynd þeirra Aðalheiðar Bjarnfreðsdótt- ur og Bjarna Jakobssonar um af- komutryggingu úr ríkissjóði? „Mér finnst rétt að skoða allar hugmyndir og þar á meðal þeirra hugmynd. En ég tel ekki að sú að- ferð leysi vandann nema að hluta. Vandi þeirra lægst launuðu verður ekki leystur nema í samvinnu verkalýðshreyfingar, atvinnurek- enda og ríkisvaldsins. Þar komum við aftur að mismun- andi stöðu heimila, eftir því hvort ein fyrirvinna er á heimilinu eða tvær. Sá vandi verður ekki leystur að mínu mati nema í gegnum skattakerfið og aðrar stjórnvalds- aðgerðir samhliða því að lægstu laun hækki sérstaklega. Og það er rétt að undirstrika, að samþykkt Verkamannasambandsþingsins um 15 þúsund króna lágmarkslaun stendur enn. Allir eru sammála um, að laun þar undir séu ekki sómasamleg laun og raunar öllum til skammar." — Hvernig meturðu stöðuna í samningamálum? „Mér sýnist vera ljóst, að svig- rúm til samninga nú verður óhem- julega þröngt — þrengra en nokkru sinni fyrr. Aðalatvinnuvegur okkar stendur mjög illa með minnkandi sjávarafla og erfiðleikum í útgerð. Samt tel ég að það sé hægt að gera eitthvað umtalsvert fyrir þá, sem verst eru settir. Það er augljóst, að enginn lifir á 11 þúsund krónum á mánuði. Það fólk er til, sem er í mjög miklum vandræðum þótt það sé ekki almennt ennþá. En það sýn- ir sig t.d. í því, að það er miklu meiri ásókn í atvinnuleysisbætur en verið hefur — hluti skýringar- innar á því gæti verið að fólk sé almennt betur meðvitað um rétt sinn.“ Stóru samflotin — Hvert er hlutverk Verka- mannasambandsins í þessum samningaviðræðum? „Hlutverk okkar hér, þ.e. sam- bandsins, í samningum er það, sem aðildarfélögin vilja að það sé. Fé- lögin hafa samningsréttinn en á ýmsan hátt höfum við haft for- göngu um mörg mál. Þróunin varð sú, að fyrir nokkrum árum gerði VMSÍ heillegan og formlegan samning við Vinnuveitendasam- band íslands og Vinnumálasam- band samvinnufélaganna. Aðild- arfélögin gerðust síðan aðilar að þeim samningi og gerðu hann að sínum, lítið eða ekki breyttum. Að- ur höfðum við gert ýmsa sérsamn- inga, sem félögin áttu sína aðild að. Þó nokkuð af undirbúningsvinnu samningsgerðar fer fram á vegum sambandsins og eftir að raunveru- legar samningaviðræður eru hafn- ar færist mikið af vinnunni hingað og er unnið af samninganefnd Verkamannasambandsins." — Áttu von á að stóru samflot- in, sem svo hafa verið nefnd, muni halda velli í komandi samningum eða heyra þau sögunni til? „Ég spái engu um það en get þó sagt, að mér þykir heldur ólíklegt að samflotið verði með sama hætti og áður. Það hefur komið fram mikil gagnrýni á samflotið og sú gagnrýni er bæði réttmæt og rang- lát. Samflotin hafa sína kosti og sína galla. Ég tel að í samflotinu eigi aðeins að semja um megin- atriðin á stóra borðinu en að samn- ingum eigi að Ijúka heima hjá hverju félagi. Þannig hafi þau svigrúm til að semja um sin sér- mál. Það getur hæglega komið sá tími, að stóru samflotin verði ekki talin besta leiðin. Þar skilur nefni- lega á milli verkalýðshreyfingar- innar og atvinnurekenda, hið raun- verulega vald er úti í félögunum, en ekki í miðstjórninni eins og hjá Vinnuveitendasambandinu." Túlkun samninga — En að hverju beinist starfið hér hjá VMSÍ þegar samningavið- ræður eða undirbúningur þeirra er ekki í gangi? „Mest er það upplýsingastarf- semi, túlkun á samningum og þess háttar. Það líður ekki sá dagur, að hér komi ekki upp slík mál, hvernig eigi að túlka þessa grein eða hina. Við gefum út samningana og útveg- um félögunum, reiknum út kaup- taxta og sendum um allt land ..." — ... svo þið sendið út fleira en rukkanir, eins og sagt var á sam- bandsþinginu í Eyjum í haust? „Já, mikil ósköp! Við önnumst prentun á samningum fyrir 10—15 félög og sjáum um margvíslega aðra þjónustustarfsemi fyrir aðild- arfélögin." — Það væri kannski ekki úr vegi að fara aðeins yfir rukkunarstarf- semina, sem rétt var búin að koma gestgjöfunum á þinginu út af því „Já, þetta er kærkomið tækifæri. Samkvæmt lögum Verkamanna- sambandsins er aðildarfélögunum skylt að borga skattinn til sam- bandsins fjórum sinnum á ári, þ.e. 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. október. Við sendum félögunum gíróseðla nokkru fyrir gjalddaga og síðan hafa þau mánaðarfrest. Skattur þessi er sérstakt gjald á hvern félaga og verður í ár 130 krónur á mann. Til viðbótar er sér- stakur skattur til Alþýðusam- bandsins, sem var 189 krónur á síð- asta ári, 1983. Það innheimtum við einnig, því það er Verkamanna- sambandið, sem er formlegur aðili að ASÍ, en ekki hvert og eitt sam- bandsfélag. Rekið á núlli Nú, ef ekki er greitt fyrir ein- daga, mánuði eftir gjalddaga, voru reiknaðir 3% dráttarvextir fyrir hvern byrjaðan mánuð tvö síðustu ár en frá og með 1. janúar sl. 80% af var skilavöxtum Seðlabanka Is- lands. Vaxtavextir hafa aldrei ver- ið reiknaðir. Þegar dráttarvextir eru áfallnir látum við félögin venjulegast vita en þeir eru að jafnaði innheimtir í árslok. Málið, sem kom upp í Eyjum og þú minnt- ist á, var einfaldlega það, að Vest- manneyingarnir höfðu ekki gert upp áfallna dráttarvexti og þar með taldi ég þá ekki vera með gild kjörbréf skv. lögum sambandsins." — Hversu mikið fé er þetta þá, sem þið takið inn hér árlega? „Heildarskattainnheimta ársins 1982, síðasta ár hef ég ekki endan- lega ennþá, var tæplega 2,3 millj- ónir. Þar af átti Verkamannasam- bandið um hálfa milljón, hitt rann til Alþýðusambandsins. Við söfn- um engum sjóðum hér — við höfum rekið sambandið á núlli undanfarin ár en ég reikna með að halli verði á rekstrinum 1983. Sambandsþingið í Vestmannaeyjum var dýrt.“ — Hvað er til ráða ef hallinn verður mikill? „Ætli sé um annað að ræða en að draga saman seglin eins og fleiri. En ef sæmilega er á haldið ætti þetta að sleppa með þeim skatti, sem þingið ákvað fyrir yfirstand- andi ár.“ — ÓV. Bjartara yfir sænsku efttahagslífi Frá Magnúsi Brynjolfssyni, fréttaritara MorgunblaAsins í I ppsolum. Hallinn á sænsku fjárlögunum verður tæpur 81 milljarður s.kr., sem er minna en á árinu á und- an. Ástæðuna má rekja til þess að Kjell-Olof Feldt, fjármála- ráðherra, tókst að útvega 11 milljarða umfram það sem áætl- að var. Annars hefði hallinn orð- ið 92 milljarðar s.kr. Fjármálaráðherrann er m.ö.o. bjartsýnn á sænska þjóðarbúið. Spurningin er aðeins hvort um sé að ræða draumsýn eða raun- sæjan veruleika. Sænska ríkisstjórnin hefur sett sér eftirfarandi markmið: 1. Að halda verðbólgunni niðri þ.e. innan við fjögur prósent. 2. Að gera tilteknar aðgerðir til að mæta hinum alþjóðlega efnahagsuppgangi. 3. Að minnka atvinnuleysið um hálft prósent á árinu. 4. Að auka almennan sparnað almennings. Talið er að ríkisstjórnin fái tæplega auðveld verkefni. Ýmsar blikur eru á lofti. LO (ASÍ) hafa krafist sjö prósent hækkunar, en samkv. útreikningum SAF (Vinnuveitendasamb.) þýðir þetta 10—12 prósent hækkun fyrir atvinnurekendur. Ef tilsett markmið eiga að nást þá má um- rædd launahækkun ekki fara yf- ir sex prósent. Næsta ár erfiðara Ríkisstjórnin kallar þessar áætlanir sérstakar aðgerðir. Feldt hefur sagt að sem betur fer þurfi ríkið ekki að lána „nerna" 81 milljarð í ár, en næsta ár verði erfiðara. Þá verði mik- ilvægt að finna nýjar leiðir til sparnaðar. Ef það takist ekki mun hallinn fara yfir 100 millj- arða s.kr. Þá er og öruggt að ýmis vandamál munu koma upp í sambandi við LO, þ.e. launþega- hreyfinguna, þar sem hún hefur krafist aukinna aðgerða í hús- næðismálum. Þá er ljóst að fjárlögin munu ekki gleðja samtök húsasmiða. Tala nýbyggðra íbúða verður sú lægsta í áratugi. Fyrir nokkrum árum kröfðust jafnaðarmenn þess af borgaraflokkunum í rík- isstjórn að fjöldi nýrra íbúða væri ca. 60.000 á ári. Á síðasta ári voru byggðar rúml. 30.000 íbúðir og næsta fjárhagsár verð- ur þessi fjöldi sá lægsti í 20 ár. Verður til nægilegt vinnuafl? Atvinnuleysið er annað vanda- mál fyrir ríkisstjórnina. Ef efna- hagsástandið verður betra, auka fyrirtækin snögglega eftirspurn- ina á vinnuafli. En þá er aðeins spurning hvort einmitt þá verði fyrir hendi nægilega vel mennt- aður vinnukraftur fyrir iðnað- inn. Engin svör hafa fengist hjá ríkisstjórninni um þetta hugs- anlega vandamál. Athyglisverðir fjárlagaliðir Athygli vekur að auknu fjár- magni er beint til ýmissa sér- mála innan mennta- og dóm- skerfisins, en hins vegar verður engin aukning á aðstoð við þró- unarlöndin. Tölvur í skólana Á þriggja ára tímabili á tölvu- kennsla í efstu bekkjum grunnskólanna að aukast til muna. Sveitarfélögin munu fá um 20 milljónir s.kr. pr/ár til að kaupa tölvubúnað. Á sama tíma á að mennta 1500 kennara til að kenna þessa kennslugrein fram- tíðarinnar. „Hvítflibbabrotin“ Ríkisstjórnin mun auka bar- áttuna gegn duldum fjármuna- brotum (hvítflibbabrotum) með því að búa til 50 stöður innan lögreglunnar, sem sérhæfa sig sérstaklega í umræddum afbrot- um. Þróunarhjálpin fryst Þróunarhjálpin hefur verið stærsti útgjaldaliður sænska utanríkisráðuneytisins hingað til, en nú mun þessi aðstoð ekki hækka í ár heldur standa i stað miðað við síðasta ár. Er því ljóst að Svíar geta ekki greitt í þróun- araðstoð sem nemur einu pró- sentustigi af þjóðartekjum sín- um eins og áður. Þrátt fyrir þetta aukast út- gjöld utanríkisráðuneytisins um rúmar 250 milljónir s.kr. vegna kostnaðar af friðarráðstefnunni í Stokkhólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.