Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 íslandssaga/ samfélagsfræði 1. grein Uppreisn gegn íslandssögu eftir Guðmund Magnússon Fram er komin á Alþingi tillaga um að auka fræðslu um sögu fs- lendinga í skólum landsins. Tilefni hennar er nýjar upplýsingar um söguþekkingu ungs fólks og blaða- skrif um kennslu í íslandssögu í grunnskólum. Tillagan er sannar- lega þakkarverð, og vegna vænt- anlegra umræðna um efni hennar hef ég í hyggju að skrifa fáeinar greinar í Mbl. og árétta nokkur atriði i málflutningi okkar sem gagnrýnt höfum hina nýju ís- landssögu skólanna. Ég mun ræða um þýðingu þjóðarsögunnar, benda á hæpnar og rangar fullyrð- ingar um skilning og þroska barna sem settar hafa verið fram í nafni uppeldisfræði, og fjalla loks um skepnuna „samfélagsfræði", og finna þá að þeirri samhyggju sem í henni er fólgin og mishugsun sem mér virðist að hún geti alið á. En fyrst ætla ég að víkja að upp- reisn hinnar nýju stéttar kennslu- fræðinga og „róttækra skóla- rnanna" gegn íslandssögunni. I viðjum samfélagsfræði Eins og flestum lesendum er væntanlega kunnugt um er ís- landssaga ekki lengur sjálfstæð námsgrein í grunnskólum. Hún hefur verið innlimuð í nýja grein, samfélagsfræði, sem fjallar á mjög víðtækan hátt um samfélög manna og umhverfi nær og fjær. Þessi breyting felur ekki aðeins í sér nafnskipti og hagræðingu; „Meginástæðan fyrir því að ég hef gagnrýnt hina nýju Islandssögu samfélagsfræðinnar, samfélagssöguna, er að hún rís ekki undir nafni sem þjóðarsaga.“ námsefnið hefur gerbreyst og kennslan er með nýjum hætti. Námsskráin í samfélagsfræði tók gildi í júní 1977, og að því var stefnt að hún kæmi til fram- kvæmda skólaárið 1977—’78 að því leyti sem við yrði komið. Nú eru tæp sjö ár liðin frá því að hún var gefin út, og fjárskortur hefur valdið því að hún er enn ekki kom- in til fullrar framkvæmdar í öllum bekkjum grunnskólans. (Raunar hefur athugun mín leitt í ljós að enginn aðili virðist hafa fulla sýn yfir það með hvaða hætti kennsla í samfélagsfræði fer fram, og ætti menntamálaráðherra að bæta úr því við fyrsta tækifæri). Breyting sú sem þegar er komin í höfn er þó nógu róttæk, og mun t.d. hafa það í för með sér, ef ekki er tekið í taumana, að grunnskólar braut- skrá nokkurn hóp nemenda sem aðeins hafa fengið fræðslu um 120 eða færri ár íslandssögunnar. Mikilvægt er að menn átti sig á því að gagnrýni á íslandssögu samfélagsfræðinnar beinist ekki eingöngu að því með hvaða hætti kennslan er um þessar mundir, heldur ekki síður að því að hverju námsskrá í samfélagsfræði gefur fyrirmæli um að stefnt skuli að á næstu árum. Hin nýja Islandssaga er í tveim- ur meginatriðum frábrugðin hefðbundnu námsefni. í fyrsta lagi er ekki lengur stefnt að því að nemendur öðlist yfirlitsþekkingu á atburðum allrar íslandssögunn- ar. Þeir munu aðeins fá fræðslu um fáa, afmarkaða þætti. í annan stað er sagan sjálf öðruvísi. f stað atburðasögu, er rekur merkustu viðburði í tímans rás, kemur sam- félagssaga, er lýsir einkum at- vinnu, lífskjörum og þjóðháttum fyrr á öldum. í þessu viðfangi er rétt að vitna í námsskrána sjálfa. Þar segir orðrétt: „Um leið og saga verður grein á meiði samfélagsfræði er brýnt að sjónarhorn hennar verði víkkað og efnismeðferð dýpkuð frá því sem verið hefur. Megin- markmið hennar verður ekki leng- ur bundið við það að rekja at- burðarás i réttri tímaröð, heldur að lýsa gerð þjóðfélaga á tilteknu tímaskeiði og leita skýringa á fé- lagslegri og menningarlegri þróun þeirra." Og ennfremur: „Nýjum viðfangsefnum og sjónarmiðum hljóta að fylgja breytingar á efn- ismeðferð ... Til þess gefst hins vegar ekki svigrúm nema vikið verði frá þeirri kröfu að nemendur fái ... eins konar yfirlit yfir helstu atburði sögunnar í heild." Einn aðalhöfunda námsskrár- innar, Loftur Guttormsson lektor við Kennaraháskólann, skrifaði langa grein í Þjóðviljann 22. janú- ar sl. og ítrekaði þar andúð „rót- tækra skólamanna" á því að nem- endur læri yfirlit íslenskrar at- burðasögu. Hann komst að þeirri kynlegu niðurstöðu að slík kennsla væri brot á lögum um grunnskóla frá 1974! Ég leyfi mér að vitna orðrétt til ummæla hans: „Því verður ekki betur séð,“ skrifaði hann, „en að sú tilætlun að nem- endur læri atburðarás íslands- sögunnar í samfellu stangist á við bæði þekkingar- og leiknimarkmið grunnskólalaganna." Nema les- endur spekina? Atburdasaga og þjóðarsaga Meginástæðan fyrir því að ég hef gagnrýnt hina nýju íslands- sögu samfélagsfræðinnar, samfé- lagssöguna, er sú að hún rís ekki undir nafni sem þjóðarsaga. Það gerir atburðasagan aftur á móti. Að rökum fyrir þjóðarsögu á námsskrá skóla mun ég svo víkja í annarri grein. Mér virðist að það liggi í augum uppi að eiginleg saga, eða rétt- nefnd saga, hljóti að vera sú sem greinir frá einhverjum sérstökum, óvanalegum viðburðum, nýmæl- um, uppátækjum o.s.frv. Samfélög manna, þjóðhættir þeirra, trú- arbrögð, atvinnuvegir o.þ.h. eru oft svipuð frá einu landi til ann- ars, en viðburðir í samfélögum eru með ólíkum hætti. íslensk samfé- lagssaga á liðnum öldum er t.d. ekki ýkja frábrugðin samfélags- sögu annarra Norðurlanda, en ís- lensk atburðasaga er gerólík. Morgunblaðið/ KÖE Einar Kinarsson, varaformaður Sultu- og efnagerðar bakara svf. (t.v.), og Jón Víglundsson, stjórnarformaður félagsins, í framleiðslusal Sultu- og efnagerð- arinnar. Til hliðar við þá má sjá hina nýju grauta tilbúna í pakkningum. Nýir ávaxtagraut- ar á markaðinn Sultu- og efnagerð bakara svf. (SEB) hefur nú hafið framleiðslu á tilbún- um ávaxtagrautum. Er um að ræða samskonar ávaxtagrauta og danska fyrirtækið Skælskör Frugtplatage framleiðir, enda tækjakostur og hrá- efni fengið frá Dönunum. Af ávaxtagrautunum eru fram- leiddar sex tegundir, rauðgrautur, sveskjugrautur, rababaragrautur, apríkósugrautur, eplagrautur og jarðarberjagrautur. Grautarnir eru gerðir úr ferskum ávöxtum, sem hingað eru fluttir djúpfrystir í frystigámum og unnir í grauta í tækjakosti sem SEB hefur fjárfest í til þessarar vinnslu. Er þannig frá þeim gengið að ávextirnir fara frosnir ofan í lokaðan suðupott og þar til grauturinn er kominn á disk neytandans kemst hann aldrei í snertingu við andrúms- loftið. Hinni nýju framleiðslu SEB verður fvlgt úr hlaði með auglýs- ingum og yfir 60 vörukynningum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hugmyndasamkeppni Nýhúsa hf.: Markmiðið að lækka byggingarkostnaðinn NÝHÚS hf., samtök fimm framleið- enda einingahúsa víðs vegar ura land- ið, hafa í samvinnu við Arkitektafélag íslands efnt til hugmyndasamkeppni um hönnun einingahúsa úr stein- steyptum einingum. Er tilgangurinn að fá fram hugmyndir um staðlaðar einingar til notkunar í mismunandi gerðir húsa, sem hægt væri að fram- leiða í stórum stfl, án þess að það bitni á útlitsgæðum eða fjölbreytni húsanna. „Það er augljóst, að skili þessi samkeppni því sem af henni er vænst, hefur það mikil áhrif á rekstur fyrirtækjanna innan Ný- húsa hf., og raunar á allan bygg- ingarkostnað á Islandi," sagði Lár- us L. Blöndal, framkvæmdastjóri Nýhúsa. Jöfnun framleiðslunnar „Má fyrst nefna í því sambandi,“ sagði Lárus, „hið stóraukna hag- ræði í rekstri einingaverksmiðj- anna sem skapast við það að geta jafnað framleiðslunni á allt árið, í stað þess að hún gangi í bylgjum eftir árstímum eins og nú er. Jöfn- un framleiðslunnar skilar sér að sjálfsögðu í lækkun verðs á þeirri vöru sem verksmiðjurnar fram- leiða, auk þess sem það er starfs- fólkinu til mikilla hagsbóta að jafna vinnuálagið. — segir Lárus L. Blöndal fram- kvæmdastjóri, en óskað er eftir hug- myndum um staðlað- ar húseiningar sem hægt væri að fram- leiða í stórum stfl Fjöldaframleiðsla En fleira kemur til. Það hefur háð framleiðendum einingahúsa á Islandi verulega að ekki hefur verið hægt að fullnýta kosti verksmiðju- framleiðslunnar. Einingar hafa ekki verið staðlaðar og því hefur verið framleitt eftir pöntun í hvert einstakt hús. Við stefnum að því að breyta þessum framleiðsluháttum; minnka sérsmfðina og taka upp fjöldaframleiðslu í auknum mæli, en það eru einmitt kostir hennar sem hafa valdið byltingu til lækk- unar vöruverðs undanfarna ára- tugi. Þessi ástæða mun þvf einnig vega þungt til lækkunar á verði húseininga. Það er stigið stórt skref til lækkunar byggingarkostn- aðar á Islandi með þessari hug- myndasamkeppni, að okkar mati. Og þess má geta, að Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins er sammála okkur í þessu efni og tel- ur þessa viðleitni af hinu góða. Kostir einingahúsa Einingahús hafa marga kosti fram yfir hús sem byggð eru með hefðbundnum hætti. Það er fyrst að telja að þau eru töluvert ódýrari og verða enn ódýrari f framtíðinni ef vel tekst til með hönnun og fjöldaframleiðslu. Byggingarhrað- inn er einnig miklu meiri og við höfum fengið það í gegn að Hús- næðismálastofnunin tekur tillit til þess og afgreiðir lán til eininga- húsa mun hraðar en til venjulegra bygginga. Þannig fær viðskiptavin- ur Nýhúsa sitt lán á níu mánuðum í stað átján eins og venjulegt er. Þá er það margsannað mál að kynd- ingarkostnaður í einingahúsum er minni en í öðrum húsum, sem staf- ar af því að burðarveggurinn er innan við einangrunina og þétting verður því meiri. Þessar steyptu einingar eru unn- ar við bestu aðstæður undir náuu eftirliti og því er framleiðslan öll miklu öruggari. Við þekkjum til dæmis það vandamál þegar steypt er meðfram gluggum í venjulegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.