Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984
25
plt>r$Lmí>t&foit>
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö.
Straumsvíkur-
verkfall
að er talið að um 4.000
manns hafi verið á at-
vínnuleysiskrám í þessum
mánuði þegar mest var,“
sagði Svavar Gestsson for-
maður Alþýðubandalags, er
hann hóf utandagskrárum-
ræðu á Alþingi um atvinnu-
leysi sl. þriðjudag. Þetta at-
vinnuleysi á að langstærstum
hluta rætur í sjávarútvegi,
aflasamdrætti og viðvarandi
taprekstri, bæði í veiðum og
vinnslu. Þetta atvinnuleysi
bitnar fyrst og síðast á laun-
þegum hins almenna vinnu-
markaðar í hefðbundnum
framleiðslugreinum.
Á sama tíma og launþegar í
framleiðslugreinum sjávar-
útvegs og á almennum vinnu-
markaði horfa framan í
óvissu um atvinnu og afkomu,
hefja starfsmenn álversins í
Straumsvík, sem kjaralega
eru betur settir en gengur og
gerizt á hinum almenna
vinnumarkaði, verkfall, í
kjölfar kröfu um 40% kaup-
hækkun. Þessi krafa gengur á
skjön við efnahagslegar stað-
reyndir í hefðbundnum at-
vinnugreinum. Hún heggur að
verðbólguhömlum eða for-
vörn til að koma í veg fyrir að
launaþróun og verðlag skrúf-
izt upp fyrir þol undirstöðu-
greina í þjóðarbúskapnum.
Síðast en ekki sízt er þessi
krafa ótvírætt tilræði við þá
viðleitni, sem raunar nýtur
meiri stuðnings í orði en á
borði, að nýta takmarkað
svigrúm á kjaravettvangi til
launahreyfinga eða annars
konar kjarabóta í þágu hinna
verst settu í þjóðfélaginu.
Álverð hefur hækkað nokk-
uð. En það er háð sveiflum —
og skammt er að baki að
fjölda álvera í heiminum var
lokað. Það er þó ekki mergur-
inn málsins, heldur hitt, að
taka verður tillit til rekstr-
arstöðu og rekstraröryggis í
undirstöðugreinum þegar
gengið er frá samningum,
sem hljóta að verða viðmiðun
um framhald launaþróunar í
landinu. Launakrafa af þess-
ari stærðargráðu er og krafa
um að kasta árangri og
áfanga, sem náðst hefur í
verðbólguhjöðnun og í átt til
stöðugleika í verðlagi og efna-
hagslífi, á bál nýrrar óðaverð-
bólgu.
Hver hugsandi maður, sem
lítur á þjóðarbúskapinn sem
heild, hlýtur að staðnæmast
við þá staðreynd, að kjara-
samningar í Straumsvík
verða að vera innan þeirra
efnahagsmarkmiða, sem að er
stefnt, og aðrar atvinnu-
greinar geta undir risið. Við
þær erfiðu aðstæður í þjóðar-
búskapnum, sem taka verður
tillit til, þ.á m. rekstrarstöðu
sjávarútvegsfyrirtækja, afla-
samdráttar, atvinnuleysis og
rýrnandi þjóðartekna, er ann-
að óverjandi. Þetta hefur nú
verið undirstrikað með því að
ÍSAL hefur gerzt aðili að Fé-
lagi íslenzkra iðnrekenda sem
síðan er tengt Vinnuveitenda-
sambandi íslands.
Þessi deila tengist óhjá-
kvæmilega almennri launa-
og verðlagsþróun í landinu.
Hún hefur jafnframt neikvæð
áhrif á þá samninga sem
standa yfir milli íslenzka
ríkisins og Alusuisse um
framtíðarsamskipti, þ.e.
hækkað orkuverð og breyttar
skattareglur. Þau pólitísku
öfl sem undir róa, samanber
tök Þjóðviljans á þessu máli,
vita glöggt hvað þau vilja. Sá
vilji er í margra ljósára fjar-
lægð frá hagsmunum launa-
fólks, hvort heldur það vinnur
við álver eða frystihús. Hann
er þvert á móti exi að rótum
þess árangurs sem náðst hef-
ur í þá átt að vinna þjóðar-
búskapinn út úr þeim vanda
sem hann er í.
Ef þeim kröfum verður
haldið til streitu, sem fram
hafa verið settar í Straums-
víkurdeilunni, stefnir efalítið
í langt verkfall með ófyrir-
sjánlegum afleiðingum. Hjör-
leifur Guttormsson, fyrrver-
andi iðnaðarráðherra, átti
þann „virkjunardraum"
strærstan, að loka álverinu
við Straumsvík. Hann er efa-
lítið kampakátur yfir því,
hvern veg komið er. Sú kæti
fyllir þó ekki marga aska í
framfærslu þjóðarinnar.
Deilu þá, sem hafin er í
Straumsvík, má leiða til lykta
innan skynsemismarka, ef
hyggindi ráða ferð. Það vóru
ekki hyggindi sem réðu ferð á
sl. áratug, þó að kaup hækk-
aði í krónum talið um mörg
þúsund prósentustig. Kaup-
mátturinn rýrnaði engu að
síður. Hann komst aldrei
hærra en þjóðartekjur stóðu
til, hverju sinni. Það sem um-
fram var brann í verðbólgu
eða hlóðst upp í erlendum
skuldum, sem eru annar
höfuðþáttur kjararýrunar í
dag. Það sem skiptir máli er
að efla atvinnulífið, styrkja
atvinnuöryggið og auka þjóð-
artekjurnar; það sem til
skipta er á hverri tíð. Við það
verða kjarasamningar að
miðast, hvort heldur er í
Straumsvík eða á Ströndum.
Skipulagsbreytingar á RARIK í framkvæmd 15. febrúar:
Gætu þýtt 70 til 75 millj. kr. sparnað
72 starfsmönnum sagt upp frá áramótum 73, frekari uppsagnir fyrirhugaðar
FRÁ ÁRAMÓTUM 1983 til dagsins í dag hefur 72 starfsmönnum Rafmagnsveitna ríkisins verið sagt
upp störfum, samkvæmt skýrslu og úttekt Hagvangs á starfsemi og rekstri RARIK. Hagvangsmenn
gera sér vonir um að á næstunni verði til viðbótar unnt að fækka starfsmönnum á aðalskrifstofu í
Reykjavík um allt að 32, og samkvæmt langtímaáætlun varðandi frekari skipulagsbreytingar er
reiknað með að fækka starfsmönnum sem nemur 28 stöðum til viðbótar. Reiknað er með að á móti
þurfi að fjölga starfsmönnum á landsbyggðinni um sem nemur tíu stöðugildum. Samkvæmt tillögum
Hagvangs, sem iðnaðarráðherra tilkynnti á fréttamannafundi í gær að koma ættu til framkvæmda 15.
febrúar nk. sparast 70 til 75 milljónir króna, samkvæmt lauslegri áætlun. Þá kemur fram að sl. sumar
átti RARIK 156 bfla en átti nú í ársbyrjun 131 bfl. Bflaeign RARIK verður áfram til athugunar í þeim
tilgangi að fækka þeim.
Á blaðamannafundinum í gær
kynntu iðnaðarráðherra og full-
trúar Hagvangs niðurstöður athug-
unar fyrirtækisins á skipulagi og
rekstri RARIK. Fundinn sátu auk
þeirra formaður stjórnar RARIK,
rafmagnsveitustjóri og fulltrúar
starfsmanna. Iðnaðarráðherra,
Sverrir Hermannsson, gerði í upp-
hafi fundarins grein fyrir þeirri
ákvörðun sinni er hann tók við
embætti að láta gera úttekt á öllum
þeim fyrirtækjum sem féllu undir
ráðuneyti hans í þeim tilgangi að
athuga hvort unnt væri að spara í
rekstri þeirra. Sagði hann að niður-
staða Hagvangs um RARIK væri
fyrsta fyrirtækið sem úttekt lægi
fyrir um og tækju breytingar sam-
kvæmt tillögunum gildi 15. febrúar
nk. Sagði ráðherra síðan að sam-
vinna við alla aðila vegna þessa
starfs hefði verið góð og legði hann
megináherslu á að breytingarnar
mættu koma til framkvæmda með
sem minnstum sársauka fyrir þá
sem segja þyrfti upp störfum, og
hefði hann lagt áherslu á að þannig
yrði staðið að málum.
Ólafur Haraldsson og Reynir
Kristinsson hjá Hagvangi gerðu
síðan grein fyrir niðurstöðum og
tillögunum til breytinga. Þar kom
fram, að lagt er til að nýtt stjórn-
skipulag verði tekið upp. Lagt er til
m.a. að í Reykjavík verði aðeins
tvær deildir, þ.e. fjármála- og áætl-
anadeild og tækni- og þjónustu-
deild. Rekstrarsvæði RARIK verði
fimm með svæðisskrifstofur í
Stykkishólmi, á Blönduósi, Akur-
eyri, Egilsstöðum og Hvolsvelli og
er áætlað að hvert rekstrarsvæði
starfi mjög sjálfstætt og að megin-
hluti framkvæmda verði unninn af
mönnum á svæðunum eða boðinn
út. Talið er að spara megi miklar
fjárhæðir við það að hætt verði að
senda menn til verkefna frá
Reykjavík. Þá er gert ráð fyrir að»
Orkubú Suðurnesja yfirtaki rekst-
ur Reykjanesveitu og í upphafi var
ákveðið að Kröfluvirkjun væri utan
við þessa athugun. Þá er til athug-
unar að leggja niður tvö verkstæði
RARIK.
Auk framangreindra tillagna að
breyttu stjórnskipulagi hafa ýmis
rekstrarleg atriði verið athuguð,
svo sem fyrirkomulag lánamála og
fjárhagsstaða, en fram kemur að
fjárhagsstaða fyrirtækisins hefur
verið erfið undanfarin ár og farið
versnandi. Framundan eru miklar
afborganir lána og munu þær vaxa
úr 95,5 millj. kr. 1983 í 252,4 millj.
kr. árið 1990 miðað við gengi 1. júlí
1983. Skýring á þessum vaxandi af-
borgunum er sögð sú, að á undan-
förnum árum hafa afborganir lána
numið um 10% af tekjum, en lán-
tökur hafa verið um og yfir 30% af
tekjum, nema á árinu 1983 fara
lántökur niður í um 12%.
Það kom og fram að árið 1973
voru um 220 hlutfallsleg stöðugildi,
en árið 1982 um 425. Á árinu 1983
eru hlutfallsleg stöðugildi í dag-
vinnu um 420, en í upphafi fréttar-
innar er gerð grein fyrir hugmynd-
um um fækkun starfsmanna. 1 árs-
byrjun 1983 voru 130 bílar í eigu
fyrirtækisins, 26 bílar voru keyptir,
í notkun voru því 156 bílar yfir
sumartímann. í haust og vetur voru
22 bílar seldir og þrír afskráðir. í
ársbyrjun 1984 er því 131 bíll.
Óskað hefur verið eftir kaupum á
16 bílum og áætlað er að selja 16
bíla á árinu 1984, samkvæmt því
sem segir i niðurstöðum úttektar-
innar, en þar segir einnig að bíla-
eign fyrirtækisins verði áfram til
athugunar í þeirri von að við
endurskoðun á starfsmannafjölda
og tilflutning á verkefnum verði
hægt að draga saman í bílaeign-
inni. Auk þessa hafa ýmis önnur
mál verið skoðuð.
Pálmi Jónsson stjórnarformaður
RARIK tók næstur til máls og
gerði grein fyrir bókun stjórnar
Rafmagnsveitna ríkisins á fundi 24.
janúar sl. vegna niðurstaðna Hag-
vangs. Kemur fram í bókuninni að
sögn Pálma að stjórnin fellst í meg-
inatriðum á breytingar á skipulagi
á aðalskrifstofu. Þeir taka fram að
framtíð verkstæðis þurfi nánari at-
hugunar við, en fagnar ýmsum
niðurstöðum varðandi fyrirkomu-
lag lánamála. Varðandi fækkun
starfsmanna tók Pálmi sérstaklega
fram, að hann teldi fækkun vegna
fyrirhugaðs Orkubús Suðurnesja
ekki á dagskrá nú, né varðandi
verkstæðið, þar sem framtíð þess
væri ekki ráðin. Alþingi þyrfti
fyrst að setja lög áður en Orkubú
Suðurnesja kæmi á dagskrá og
verkstæðismálin þyrfti að kanna
gaumgæfilega.
Kristján Jónsson rafmagnsveitu-
stjóri sagði síðan nokkur orð varð-
andi bílaeign RARIK. Hann sagði
að nú væru 124 bílar í notkun,
fimm væru á sölu hjá Innkaupa-
stofnun og yrðu ekki endurnýjaðir.
í lok fundarins voru leyfðar
fyrirspurnir. Þar kom m.a. fram, að
iðnaðarráðherra hefur falið stjórn
RARIK framkvæmd skipulags-
breytinganna. Aðspurður um
valdsvið stjórnar til að velja og
hafna hugmyndum, sagði ráðherr-
ann að hann vænti þess að haft yrði
samráð við sig ef stjórnin vildi fara
aðrar leiðir og hann myndi sjálfur
taka ákvarðanir þar að lútandi.
Þess má geta vegna fréttar Mbl. í
gær um uppsagnir tíu starfsmanna
RARIK, að rafmagnsveitustjóri
upplýsti á fundinum í gær, að tveir
þessara starfsmanna hefðu kosið
að segja sjálfir upp störfum, einn
þeirra sem voru upptaldir hefði
ekki fengið uppsagnarbréf, þó staða
hans verði lögð niður, þar sem
hann á innan við eitt ár í eftir-
launaaldur. Mbl. er kunnugt um að
einn starfsmannanna sem boðið
var að segja upp störfum hafnaði
því tilboði.
Frá blaðamannafundinum með iðnaðarráðherra, fulltrúum Hagvangs og RARIK í gær. Ljósm. MBI. RAX.
— MorjfunblaöiðKEE.
Á verkfallsvaktinni í Straumsv ík í gær. Frá vinstri: Ágúst Alfonsson, rafeindavirki, Pétur Maack, járnsmiður, Árni
Hjörleifsson, rafvirki (í vinnu enda leyfi fyrir einum rafvirkja) og Jóhannes Halldórsson, járnsmiður.
Rólegt á verkfallsvaktinni í Straumsvfk:
„Þetta hefur gengið mun
betur en búist var við“
— sögðu verkfallsverðir síðdegis í gær
ÞAÐ VAR heldur rólegt á verk-
fallsvaktinni í álverinu í
Straumsvík síðdegis í gær þegar
Morgunblaðsmenn litu þar við.
Fjöldi verkfallsvarða hafði verið á
svæðinu í gærmorgun en þegar
allt reyndist vera með kyrrum
kjönim og samkvæmt reglunum
fækkaði þeim mikið.
„Hér hafa hvergi verið vand-
ræði,“ sögðu verkfallsverðir,
sem blm. hittu á rafmagnsverk-
stæði. „Það var farið í hópum
um svæðið í morgun en hvergi
var verið að fremja verkfalls-
brot eða neitt í þá veru. Þetta
hefur yfirleitt gengið mun betur
en menn reiknuðu með,“ sögðu
þeir.
„Það hefur meira að segja
gengið svo vel, að verktakar hér
á svæðinu fóru með sín tæki út
af því í gærkvöldi svo þeir lok-
uðust ekki inni.“
Verkfallsverðirnir — og i
þeirra hópi var rafvirki á „neyð-
arvakt" — sögðu að fréttir um
að Vinnuveitendasamband Is-
lands væri að yfirtaka samning-
ana fyrir álfélagið hefðu valdið
nokkru fjaðrafoki meðal verk-
fallsmanna. Þeir hölluðust þó að
fví, að ef nokkuð væri gerði það
SAL verra fyrir fremur en
verkalýðsfélögunum. „Þetta
gæti haft í för með sér að sam-
staða verkalýðsfélaganna hér
færi út um þúfur. Einstök félög
gætu farið að setja verkfall á
álverið um leið og verkföll eru
boðuð inní Reykjavík. Það væri
mat manna, að ÍSAL myndi
hafa hæpinn ávinning af aðild-
inni að VSÍ. „Samstaðan hér
hefur frekar aukist við þessar
fréttir," sögðu þeir. „Við höfum
ævinlega litið svo á, og það hafa
stjórnendur fyrirtækisins gert
líka, að því best er vitað, að það
væru gagnkvæmir hagsmunir að
semja fyrir alla starfsmenn hér
á staðnum.
En ef á að fara að beita okkur
einhverjum bolabrögðum, þá
segjum við eins og Sverrir Her-
mannsson: Það verða notaðar
þær aðferðir sem duga,“ sögðu
verkfallsverðirnir.
Trúnaðarmenn í Straumsvík
eru með verkfallsmiðstöð á
skrifstofu yfirtrúnaðarmanns.
Þar eru aðgerðir samræmdar og
fylgst með — en lítið hefur verið
að gera, eins og fyrr sagði.
„Verkstjórar og lægra settir yf-
irmenn hér hafa verið mun
jákvæðari í okkar garð en í fyrri
verkfallsaðgerðum," sögðu þeir,
„enda finna þeir líklega eins og
við hve kaupið er lágt og aðgerð-
ir okkar réttlætanlegar. Áður
fyrr voru þeir á hlaupum margir
hverjir hér um svæðið með putt-
ana í öllu. Það skiptir náttúr-
lega máli í þessu sambandi, að
nú er sjálfvirknin mun meiri en
áður og færri tæki og vélar, sem
þarf að vera að hlaupa í með
vissu millibili."
Auk yfirmanna og skrifstofu-
fólks eru aðeins 16 menn í vinnu
í álverinu meðan verkfallið
stendur yfir. Þeir, sem ekki eru í
verkfalli, voru fluttir með rútu í
mat í Hafnarfjörð, enda lagar
starfsfólk mötuneytis aðeins
mat fyrir verkfallsmenn á neyð-
arvöktum.
Verkakvennafélögin Framtíðin og Framsókn:
Utlit fyrir aukningu
á atvinnuleysisskrá
„Við borgum í dag út 253 þúsund
krónur í atvinnuleysisbætur. Það er
nokkru minna en í sídustu viku, þá
var upphæðin 351 þúsund krónur. Þó
eru konunar fleiri í þessari viku, en
upphæðin er lægri því að vinna hófst í
ísbirninum á fimmtudag," sagði Þór-
unn Valdimarsdóttir, starfsmaður á
skrifstofu Verkakvennafélagsins
Framsóknar í gær, en þá voru borgað-
ar út atvinnuleysisbætur fyrir síðustu
viku. „Núna fá 150 konur atvinnu-
leysisbætur, en þær voru 142 síðasta
fostudag. Væntanlega eykst þessi tala
í næstu viku, þrátt fyrir að vinna sé
hafin í ísbirninum því að þá verður
borgað til atvinnulausra kvenna frá
Bæjarútgerð Reykjavíkur," sagði Þór-
unn.
Á skrifstofu Verkakvennafélags-
ins Framtíðarinnar í Hafnarfirði
voru borgaðar út atvinnuleysis-
bætur í gær. Þar voru 167 konum
greiddar bætur, en í síðustu viku
183. Vinna er nú hafin í Sjólastöð-
inni í Hafnarfirði þannig að síðasta
greiðsla til atvinnulausra kvenna
þar var í gær. Á skrifstofunni feng-
ust þær upplýsingar að tala verka-
kvenna á atvinnuleysisbótum færi
ekki lækkandi, í næstu viku koma á
skrá konur frá íshúsi Hafnarfjarð-
ar. Flestar konurnar sem fengu
greiddar atvinnuleysisbætur frá
Framtíðinni í gær eru starfsmenn
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, rúm-
lega 100 konur.
ATVINNULAUS SÍÐAN í
NÓVEMBER — Kolbrún Sig-
urðardóttir, einstæð tvegga
barna móðir
„Ég fór á atvinnuleysisbætur í
nóvember, eftir að hafa verið í fjög-
urra mánaða barnsburðarfríi, en
upphaflega var mér sagt upp á
vinnustað vegna þess að ég átti von
á barni. Ég er með 2.299 krónur á
viku í atvinnuleysisbætur, þar af
100 krónur fyrir hvort barn. Þetta
er náttúrulega lág upphæð, en ég á
engan kost annan en að lifa á bótun-
um,“ sagði Kolbrún Sigurðardóttir í
samtali í gær á skrifstofu Verka-
kvennafélagsins Framtíðarinnar í
Hafnarfirði.
„Nei ég þarf sem betur fer ekki að
leigja húsnæði," sagði Kolbrún að-
spurð. „Þá væri ég nú líklegast kom-
in á náðir bæjarins. Ég er að borga
upp íbúðina mína og er komin yfir
versta hjallann. Það þýðir ekkert
annað en að vera bjartsýnn á að
þetta eymdarástand batni og að
maður komist fljótlega í vinnu. Ég
held að ástandið geti ekki verið
verra en nú er, það hlýtur að vera
komið í botn.“
HEF PENINGA FYRIR
SKÖTTUNUM OG BÚIÐ —
Linda Baldursdóttir
„Ég hef ekki getað unnið síðan í
maí,“ sagði Linda Baldursdóttir,
sem blaðamaður hitti á skrifstofu
Verkakvennafélagsitis Framtíðar-
innar í Hafnarfirði. „í maí þurfti ég
að hætta að vinna vegna veikinda.
Þá vann ég í Sjólastöðinni, en núna
má ég ekki vinna neitt sem heitir
erfiðisvinna. Það þýðir að vinna í
fiski er ekki möguleg og þá er lítið
eftir. Atvinnuleysisbæturnar byrj-
aði ég að fá í nóvember og fæ
greiddar kr. 2.370 á viku þannig að
ég hef átt peninga fyrir sköttunum
og búið. Ég þarf hvorki að sjá fyrir
heimili né börnum og skil ekki
hvernig sumar konur fara að.
Eftir að ég fékk læknisleyfi til að
byrja að vinna aftur hef ég leitað á
ýmsum stöðum en árangurslaust.
Það er hvergi vinnu að fá og þess
vegna sárnar manni þegar maður
sækir um vinnu sem síðan er veitt
manneskju með sömu menntun, úti-
vinnandi maka og sjálf með at-
vinnu. Svona dæmi kom fyrir mig
nýlega og eins og gefur að skilja sé
ég ekki fram á að fá vinnu í bráð.
Einhverntíma hlýtur þó að rætast
úr þessu þannig að ég geti hætt á
bótunum og byrjað að vinna."
BÓT AÐ FÁ ÞESSA PEN-
INGA — Ágústa Vigfúsdóttir
„Atvinnuleysisbæturnar eru ekki
háar, en það er mikil bót að fá þessa
peninga," sagði Ágústa Vigfúsdótt-
ir, þegar rætt var við hana á skrif-
stofu Verkakvennafélagsins Fram-
sóknar í gær.
„Ég hef unnið í alllangan tíma
hjá Hraðfrystistöðinni, en verið at-
vinnulaus frá því 20. desember.
Hvernær vinna hefst þar aftur veit
ég ekki. Ég hef ekki leitað mér að
vinnu annars staðar, Hraðfrysti-
stöðin er góður vinnustaður og ég
hef unnið þar lengi. Þess vegna bíð
ég róleg og vona að vinna hefjist þar
á ný sem fyrst.
Þetta er í annað sinn sem ég er
atvinnulaus," sagði Ágústa að-
spurð," en það er erfiðara að drýgja
atvinnuleysisbæturnar núna vegna
persónulegra aðstæðna, sjúkralega
eiginmannsins sem breytir dæminu
töluvert. Það lítur öðruvísi út hjá
þeim sem eiga útivinnandi maka,“
sagði Ágústa að lokum.
t