Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 17
efni á því eða ekki. Heyrst hefur
að ástæðan fyrir að auka greiðslu-
hluta sjúklinga sé sú, að auka eigi
kostnaðarmeðvitund fólks á þann
hátt að gera því grein fyrir raun-
verulegum kostnaði við heilbrigð-
iskerfið. Vilji sumra er, að þeim
sem nota heilbrigðisþjónustuna
verði gerð grein fyrir heild-
arkostnaði sem þeir valda, þótt
þeir greiði sjálfir aðeins lítinn
hluta eða jafnvel ekkert. Vel má
vera að okkur væri hollt að vita
meira um kostnað við ýmis hlunn-
indi, sem við njótum daglega án
þess að greiða beint fyrir þau, en
hvers vegna að taka heilbrigðis-
þjónustuna fyrir sérstaklega?
Ekki fáum við að vita hvað það
kostar að hafa barn í skóla eða
hvað lagning, viðhald og snjó-
mokstur ákveðins vegarspotta
kostar reiknað á ekinn kílómetra.
Er meiri ástæða að gera foreldr-
um grein fyrir hvað sjúkrahúsdvöl
barns þeirra kostar en hvað skóla-
ganga þess kostar?
Ef til vill er ástæðan fyrir gjöld-
unum sú, að ráðandi stjórnmála-
menn telji, að of miklu fé sé veitt
til heilbrigðisþjónustunnar eða
álíta þeir að almenningur sé þeirr-
ar skoðunar? Ég tel þvert á móti
að margt bendi til að almenningi
finnist síst of miklu fé varið til
þessara mála. í upphafi var
minnst á að hér vantaði dýr lækn-
inga- og greiningartæki og að-
stöðu til hjartaskurðlækninga. Á
síðastliðnu hausti komu fram
ákveðnar kröfur frá almenningi
um að bæta hið allra fyrsta úr
þessu. Algengar eru fréttir af
áhugahópum, sem eru að gefa
tæki og tól til sjúkrahúsa og
heilsugæslustöðva. Ýmsir láta
töluvert fé af hendi til slíkra gjafa
og fólk leggur á sig mikla vinnu
við fjársöfnun með það fyrir aug-
um að auka og bæta heilbrigðis-
þjónustu í sínu héraði. Krabba-
meinsfélag íslands og SÁÁ hafa á
skömmum tíma safnað stórfé til
húsbygginga og Krabbameinsfé-
lagið er að verulegu leyti rekið
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984
17
fyrir gjafafé og fé sem kemur inn
fyrir sölu happdrættismiða, sem
margir kaupa fyrst og fremst til
að styrkja gott málefni. Þetta sýn-
ir að almenningur telur ekki of
miklu fé varið til heilbrigðisþjón-
ustunnar, þvert á móti vill fólk
bæta við framlag hins opinbera.
Óvinsæl gjöld
Það er skylda okkar, sem störf-
um innan heilbrigðiskerfisins, að
fara vel með þá fjármuni, sem við
fáum í hendur og leita að leiðum
til að nýta þá sem best og spara
eftir föngum. Sá sparnaður má þó
ekki koma niður á sjúklingum. í
fyrstu grein laga um heilbrigðis-
þjónustu segir svo: „Allir lands-
menn skulu eiga kost á fullkomn-
ustu heilbrigðisþjónustu, sem á
hverjum tíma eru tök á að veita til
verndar andlegri, iíkamlegri og fé-
lagslegri heilbrigði.” Ég skil þessa
lagagrein svo, að þar sem læknar
eru sá hópur manna, sem mesta
þekkingu hefur á þessum málum,
sé það skylda þeirra að hafa for-
ystu í baráttunni fyrir framförum
og áframhaldandi uppbyggingu
heilbrigðiskerfisins, en það er
réttur stjórnmálamanna að
ákveða, hvaða tök eru á að veita á
hverjum tíma. Jafnframt því sem
það er skylda lækna að spara, þá
er það skylda stjórnmálamanna
að byggja upp kerfi, sem hvetur til
sparnaðar og sjá til þess að rétt-
lætis sé gætt í þjóðfélaginu. Ég tel
að legugjöld verði óréttlát og
óvinsæl og að þau muni skila
minna til ríkisins en gert er ráð
fyrir. Stjórnarflokkarnir verða
undir í áróðursstríði um gjöldin og
þau munu kosta flokkana miklu
fleiri atkvæði en þau atkvæði sem
vinnast kunna vegna tilsvarandi
lækkunar skatta.
Þorraldur Veigar Ouðmundsson,
læknir, er formaður Læknafélags
Reykjavíkur.
Almennur stjórn-
málafundur í Valhöll
um borgarmálin
Hvöt, félag sjálfstæöiskvenna í
Reykjavík, heldur almennan stjórn-
málafund í Valhöll um málefni
Reykjavíkurborgar mánudaginn 30.
janúar nk. kl. 8.30.
Frummælendur veröa Davíð
Oddsson, borgarstjóri, og Ingi-
björg Rafnar, borgarráösmaöur.
Aö framsöguræöum loknum veröa almenn-
ar umræöur og fyrirspurnir.
Fundarstjóri: Dögg Pálsdóttir. Fundarritari:
Bergþóra Grétarsdóttir.
Allt sjálfstæöisfólk
velkomiö
Davíð Oddaaon
Ingibjörg Ratnar
NISSAN SUNNY
LÁGMARKS BENIÍNEYDSLA, HÁMARKS AKSTURSEIGINLEIKAR
OG ÖRYGGITRYGGT MED HÁÞRÓADRITÆKNI.
FRÁ NISSAN - HVAD ANNAD?
f>að var ekki fyrir tilviljun að á síðustu fimmtíu
árum hefur Nissan orðið þriðji stærsti bílafram-
leiðandi í heimi.
f>etta gerðist vegna einbeitni Nissan í að ná
fram bestu hugsanlegu hönnun sem hægt er í
framleiðslu á bílum. f>eir notuðu nýjustu aðferðir
og háþróaða tækni sem hefur orðið öðrum til
fyrirmyndar um allan heim. p>eir sköpuðu bíla
sem urðu fyrirmynd annarra framleiðenda í útliti,
sparneytni og endingu.
Nissan hefur ætíð hannað bifreiðar sínar á
pessum forsendum, bifreiðar sem hafa getið sér
frábæran orðstír um víða veröld.
pannig gefur Nissan Sunny hugtakinu
“fjölskyldubíU" nýja og víðari merkingu. Nú er
fjölskyldubíll peirra ekki einungis prýddur
rúmgóðum innréttingum heldur einnig ótrúlega
spameytinn, ódýr í innkaupi og fram úr skarandi
endingargóður. Orðið “venjulegur" lýsir ekki
fjölskyldubíl á borð við Nissan Sunny - hl pess
er alltof mikið í hann borið.
Nú er fyrirmynd fjölskyldubílsins bíll með
sportlegu útliti sem gaman er að aka. Nissan
Sunny parf pó ekki að koma á óvart - hann er
ósvikinn Nissan.
Fullkomnun náö meó NISSAN-tækni
Ejnissan
INGVAR HELGASON HF. Sýnlngarsalurinn V/Ran6agerÓi - Reykjavik, Simi 91 -33560.