Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 27 Kynning á Lada Lux um BIFREIÐAR- og landbúnaðarvél- ar kynna um helgina nýjan Lada- Kaffiboö fyr- ir aldraða í Háteigssókn KAFFIBOÐ og samkoma fyrir aldr- aða verdur haldin á vegum kvenfé- lags Háteigssóknar í Domus Med- ica, sunnudaginn 29. janúar kl. 3 síð- degis. Fólk úr kirkjukór Háteigskirkju ásamt söngstjóra sínum mun koma fram ásamt öðrum lista- mönnum og flytja eitthvað til skemmtunar í tali og tónlist með- an setið er að borðum. helgina bfl, Lada LUX. Sýningin er opin laugardag og sunnudag klukkan 13 til 17 að Suðurlandsbraut 14, baklóð. Heitt kaffl verður á könn- unni og glaðningur fyrir börnin, segir í frétt frá fyrirtækinu. í fréttinni segir ennfremur: „Við hönnun á Lada LUX hef- ur verið kappkostað að halda styrkleika og aksturseiginleik- um fyrri Lada-bíla, sem svo vel hafa hentað íslenskum aðstæð- um. Aukin áhersla er lögð á gott rými fyrir farþega samfara ör- yggi, og eru framsæti þægilegri og öryggisbelti einnig í aftur- sætum." Fyrstu bílarnir, sem hingað koma, verða seldir á sérstöku kynningarverði. Eiðfaxi kominn út JANÚARHEFTI tímaritsins Eið- faxa, sem samnefnt hlutafélag gef- ur út, er nú komið út og er í dreif- ingu til áskrifenda. Eiðfaxi er 32 síður að stærð að þessu sinni, fjöl- breyttur að efni og prýddur fjölda mynda af hestum og hestamönn- um. Litmynd er á forsíðu, tekin af Hjalta Jóni Sveinssyni, ritstjóra blaðsins. Meðal efnis í Eiðfaxa eru stutt- ar fréttir úr ýmsum áttum, svo sem af ísienskum hestum erlend- is, stóðhestum víða um land, frá bændaskólunum og fjölmörgum hestamannafélögum. Þá er sagt frá ársþingi íþróttaráðs LH, og rætt er við formann þess, Guð- mund Jónsson. Eyjólfur ísólfsson skrifar um „keppnishestinn“ og viðtal er við Harald Sveinsson á Hrafnkelsstöðum um starfsemi hrossaræktarsambanda og fleira. Margt annað efni er í blaðinu. lEIÐFAXr rnfám KriCiift dyra hjá Haraw: a Hr*fn»n<öf*löðuin F'* ‘P'CÍIoþiotfi i3f«í til litMjðr* •»r 8o«$«*ffifd‘ Fyr»*» i«rr»»ft0 wi«'«r»n5 Þrítugasta norræna lög- fræðiþingið haldið í Osló ÞRÍTUGASTA norræna lögfræð- ingaþingið verður haldið í Osló 15.—17. ágúst nk., en síðasta nor- ræna lögfræðingaþingið fór fram í Stokkhólmi í ágúst 1981. Á þinginu verður fjallað um margvísleg lögfræðileg viðfangs- efni, sem eru ofarlega á baugi á Norðurlöndum. Tvö umræðuefni verða á allsherjarfundum, þ.e. um tölvutækni í þágu lögfræði og lagastofnana og um lögin og fjöl- miðla. Þá verður fjallað um 18 efni í deildum (skorum), þ.á m. haf- réttarreglur og Norðurlöndin; réttarreglur um tæknifrjóvgun; rannsókn fíkniefnamála og sönn- unarvanda í þeim; stöðu þess, sem misgert er við skv. reglum opin- bers réttarfars; sjálfstæði lög- manna sérstaklega gagnvart stjórnvöldum; ríkisborgararétt og kosningarétt og tjón af völdum olíu og önnur umhverfisspjöll. Sum þessara efna kunn að verða rædd í umræðuhópum. Tveir ís- lenskir lögfræðingar eru meðal framsögumanna, prófessor dr. Gunnar Schram verður aðalfram- sögumaður í hafréttarmálinu og Garðar Gíslason borgardómari verður annar framsögumaður í viðfangsefninu um lagareglur í sambandi við tæknifrjóvgun. Þá verður Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar, þátttakandi í hringborðsumræðum um efnið Lögin og fjölmiðlarnir. Tilkynning um þátttöku þarf að hafa borist Birni Helgasyni, hæstaréttarritara, eigi síðar en 26. mars nk. I stjórn íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna eiga nú sæti: Ármann Snævarr hæstaréttardómari, formaður, Árni Kolbeinsson deildarstjóri, Baldur Möller ráðuneytisstjóri, Benedikt Blöndal hæstaréttarlög- maður, Björn Sveinbjörnsson hæstaréttardómari, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlög- maður, Guðrún Erlendsdóttir dós- ent, Hrafn Bragason borgardóm- ari og Þór Vilhjálmsson hæsta- réttardómari. Formaður Noregsdeildar nor- rænu lögfræðingaþinganna er dr. Carsten Smith, prófessor. (FrétUtiIkynning). Félag járniðnaðarmanna: Fordæmir harðlega ummæli iðnað- arráðherra FÉLAGSFUNDUR í Félagi járniðn- aðarmanna hefur fordæmt harðlega ummæli iðnaðarráðherra, þau er hann lét falla í ríkisútvarpinu um kjaradeilu verkalýðsfélaganna og ÍSALs um að gripið yrði til aðgerða, sem dygðu til að hindra framgang krafna verkalýðsfélaganna og að í því efni væri lagasetning ekki und- anskilin. Félagsfundurinn telur að um- mæli sem þessi séu ekki þess eðlis að þau auðveldi lausn deilunnar. Félag járniðnaðarmanna lýsir stuðningi við kjarabaráttu verka- fólks hjá ÍSAL og væntir þess að hún beri árangur, segir í ályktun, sem Morgunblaðinu hefur borizt. si*h. cy'"! 'v flnJk ! wt jJ 1 W Mwl fk MJ Sýnir í Nýlistasafninu KJARTAN Ólason opnar í dag, laug- ardag, sýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b. Kjartan sýnir málverk unnin í olíu og akrýl. Hann hefur áður haldið eina einkasýningu og tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningin verður opin til 5. febrúar. Opnunartími er kl. 16—20 virka daga og 16—22 um helgar. Myndin er af einu verka Kjart- ans. Málverk Rutar R. Sigurjóns- dóttur til Bandaríkjanna RUT Rebekka Sigurjónsdóttir myndlistarkona, sem dvalið hefur í Bandaríkjunum að undanfornu hefur gert samning við gallerí í San Diego og Los Angeles í Kali- forníu. Galleríið hyggst sýna og selja myndir eftir Rut. Hún hefur stundað nám í Myndlistarskóla Reykajvíkur og Myndlistar- og handíðaskóla Is- lands. Rut hefur tekið þátt í tveim samsýningum, síðast á haust- sýningu FÍM að Kjarvalsstöð- um. Markaðshúsið held- ur bókamarkað MARKAÐSHÚSIÐ hefur ákveðið að halda bókamarkað t húsnæði sínu við Laugaveg. Þetta upplýsti Eyjólfur Sigurðsson hjá Bókhlöð- unni í gær. Eyjólfur kvað markað- inn haldinn í fullu samráði við Fé- lag íslenzkra bókaútgefenda, en að þessu sinni verður markaður- inn ekki haldinn í nafni félagsins. Markaðurinn hefst hinn 29. febrúar og lýkur 11. marz og kvaðst Eyjólfur gera ráð fyrir að þar yrðu á bóðstólum um 5.500 titlar. Verður önnur hæð í húsi Markaðshússins tekin und- ir markaðinn á meðan á honum stendur. Við stofnun fyrirtækis eroftast gengið frá nauðsynlegum vátryggingum. Fyrirtækið stækk- ar, en tryggingafjárhæðin fylgir ekki sjálfkrafa stækkuninni. Látið ekki blekkjast. Fáið trygginga- manninn í heimsókn, og ráðfærið ykkur við hann. k i m HAGTRYGGEVG HF m Suóurlandsbraut 10,105 Reykjavik, simi 85588. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.