Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.01.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1984 Liðvagninn hefur áætlunarferðir: Götuhryggirnir helsta fyrirstaðan Liðvagninn, sem SVR hafa til reynslu frá Mercedes Benz-verk- smiðjunum, hefur verið skoðaður hjá Bifreiðaeftirlitinu og fór sína fyrstu áretlunarferð á leið 13 fimm mínútur yfir tólf frá Lækjartorgi á fimmtudaginn. Þessi 17 metra langi bfll liðaðist mjúklega eftir þröngum krákustígum og þrsddi krappar beygjur af ótrúlegu öryggi. Þeir segja það bflstjórarnir hjá SVR að hann sé jafnvel liprari en þeir vagn- ar, sem við eigum að venjast, sem stafar af því að bilið á milli hjólanna er styttra. Og ekki vilja þeir kannast við að það þurfi að beita sérstakri tækni við aksturinn: „Maður fer kannski heldur dýpra í beygjurnar, annars er þetta eins og að keyra venjulegan strætisvagn," sagði Jónas Engil- bertsson vagnstjóri á leið 13. Morgunblaðsmenn fóru einn hring með Jónasi í gærdag og gerðu sig auðvitað seka um að þverbrjóta þá ágætu reglu að ekki skuli tala við vagnstjóra meðan á akstri stendur. Skákuðu reyndar í skjóli þess að skilti þar að lútandi hafði ekki verið komið fyrir. „Þetta er önnur ferðin mín og ég er ekki alveg orðinn rólegur fyrir Morgunbladid/KÖE Hringtorgið í Álftahólum er í minna lagi fyrir liðvagninn. 50S3Ó Liðvagninn tekur 170 farþega og er það sennilega síst of mikið þegar vagninn er notaður á Breiðholtsleiðunum. ég einkanlega við hryggina sem eru víða settir á götur til að halda hraðanum niðri. Það er stór hætta á að vagninn taki niðri þegar hann er að hossast yfir þessa hryggi, sérstaklega ef snjór og klaki er á þeim, sem gerir þá hærri. Ég held að það verði að fjarlægja hryggina af þeim leiðum sem liðvagninn ekur á. Eins væri sennilega nauðsyn- legt að breyta gatnamótum á ein- hverjum stöðum í öryggisskyni. þessu ennþá. En það kemur fljót- lega. Lengdin vex manni svolítið í augum fyrst í stað, en strax og maður fær tilfinningu fyrir henni verður þetta ekkert mál,“ sagði Jónas. — Er þá engum erfiðleikum bundið að aka þessum vagni um götur borgarinnar? „Ég fæ ekki séð það. En það þyrfti að gera ýmsar ráðstafanir á þeim leiðum sem hann ekur. Þá á Þannig lítur „harmonikkubelgurinn" út innan frá, en hann tengir saman fremri og aftari hluta liðvagnsins og gegnir hlutverki liöamóta. Og hringtorgið á Álftahólum, þar sem við snúum við, er heldur í minna lagi fyrir þennan vagn. Það þarf að leggja gífurlega mikið á hann til að ná beygjunni, og í rauninni meira en liðamótin þola.“ Að innan minnir liðvagninn frekar á þotu en venjulegan stræt- isvagn. Sætin eru fóðruð með sumarlegu áklæði og gangurinn á milli sætanna er mjórri en gengur og gerist í almenningsvögnum. Það eru sæti fyrir 62 farþega, en lögum samkvæmt er vagninn fyrir 170 manns. Hin mikla lengd vagnsins og dillið í afturendanum ýta einnig undir þá kennd að maður sé stadd- ur í fimm þúsund feta hæð á leið til Spánar, en ekki á jörðu niðri með Breiðholt sem áfangastað. — En það er þetta með dillið í afturendanum. Skyldi engin hætta vera samfara því? „Það er viss hætta á að hann slengist til þegar tekið er af stað frá biðstöðunum. Og það má vera að hann renni til að aftan í mikilli hálku,“ sagði Jónas. „Hins vegar er hann drifinn á öftustu hásing- unni, sem eykur á stöðugleikann.” Liðvagninn er hér til reynslu f tvo mánuði og verður fyrst og fremst hafður á hraðleiðunum f Breiðholtið. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Bjórinn bætir, bjórinn kætir Enn einu sinni geysast menn fram á ritvöllinn á íslandi og berjast hatrammlega með penn- um sínum út af indælum brún- leitum vökva, sem bjór er kallað- ur eða öl. Annar flokkurinn vill að íslendingar fái að njóta þeirra mannréttinda, sem sjálf- sögð þykja, bæði með lýðræðis- og einræðisþjóðum, að fá að kaupa og drekka bjór í sínu eigin landi. Hinn hópurinn, sem berst grimmilega og haft hefir yfir- höndina í marga áratugi, heldur því blákalt fram, að þjóðin muni fara algerlega í hundana, ef selt verði áfengt öl í landinu. í nýleg- um Mogga sá ég litla grein eftir HKr., sem bar fyrirsögnina: „í öllum bjórlöndum er drukkið í vinnutíma“. Þessi fyrirsögn fannst mér í hæsta máta furðuleg. Fyrst hugsaði ég: Guð minn góður, ég hefi misst af heilmiklu, verandi búinn að lifa lffinu f bjórlandi öll þessi ár án þess að drekka bjór í vinnunni! Líklega hefir HKr. ekki tekið mig með í reikninginn, en auðvitað hlýtur maðurinn að hafa kynnt sér þetta mál vel áð- ur en hann hefir sett þessa stað- hæfingu fram fyrir alþjóð. En HKr. er ekki einasti and- stæðingur bjórsins, sem slengt hefir því fram, að bjór sé þamb- aður látlaust á vinnustöðum í bjórlöndum. En hann er sá fyrsti sem ég hefi séð setja fullyrðing- una á prent. Setið hefi ég yfir bjórglasi, hérna í henni Amer- íku, með frammámönnum af Is- landi, og rætt bjórmálin. Margir þeirra hafa haldið því fram, að bjór muni flæða inn í öll frysti- hús og aðra vinnustaði landsins, verði bruggun þessa voðadrykks leyfð. „Almenningur getur bara ekki „höndlað" bjórinn," sagði einn þeirra og fékk sér stóran ölteyg. Hann spurði, hvort ég hefði virkilega ekki heyrt um vinnutíma-bjórdrykkju danskra múrara og finnskra skipasmiða. í stað þess að eyða mörgum orðum í að hrekja fáránlegar fullyrðingar bjóróvina, skulum við bregða á leik, og í þykjust- unni gera ráð fyrir því, að þetta sé rétt hjá HKr., að í öllum bjórlöndum sé drukkið í vinnu- tíma. í því sambandi er fróðlegt að kíkja á eftirfarandi: Nýlega héldu fund í Reykjavík eigendur íslenskra skuttogara, sem byggðir hafa verið í Japan, til að minnast þess, að 10 ár eru liðin frá komu fyrsta skipsins. Mjög var rómuð smiði skipanna og útbúnaður allur, enda hafa þau reynst afburða vel og dregið mikla björg í þjóðarbúið. HKr. segir, að bjór sé drukkinn í vinnutíma í japönskum skipa- smíðastöðvum. Fáar tegundir bifreiða hafa reynst betur á íslandi en Volvo- bílarnir sænsku. Ekki einasta hafa Volvo-strætisvagnar, -lang- ferða- og -vörubílar þjónað þjóð- inni í áratugi, heldur hafa fólks- bílarnir frá þessum verksmiðj- um notið mikils álits og vin- sælda. HKr. segir, að starfs- menn Volvo drekki bjór í vinnu- tímanum. Frændur okkar, Norðmenn, hafa byggt upp stórkostlega olíuvinnslu á hafi úti undan ströndum lands síns. Sjálfir hafa þeir smíðað flesta borpall- ana og önnur skip og tæki, sem nota þarf. Ef til vill eiga þeir eftir að hjálpa okkur þegar olían finnst við ísland. Við þessa iðju sína lepja þeir allir bjór í vinnu- tímanum, segir HKr. Fiskvinnslustöðvarnar fs- lensku í Ameríku hafa nú starf- að í næstum aldarfjórðung. Þær eru sú trygga undirstaða, sem markaðsstarfsemi íslendinga þar í landi er byggð á, og færa landinu meiri gjaldeyristekjur en nokkur annar þáttur útflutn- ingsins. Þarna, segir HKr. okk- ur, er drukkinn bjór í vinnu- tímanum. Mörg önnur dæmi gæti ég tínt til, sem sýna hve heillavænleg áhrif bjórinn virðist hafa á iðn- að og annan atvinnurekstur bjórþjóðanna, ef taka má trúan- lega fullyrðingu HKr. Sé þetta rétt, megum við engan tíma missa, eins og ástandið er nú í iðnaði og atvinnulífi þjóðarinn- ar. Okkur vantar bjórinn og það strax! Skemmtið ykkur svo vel í vinnunni, HKr. lfka!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.