Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 N^r fundur í ÍSAL- deilunni á morgun SAMNINGAVIÐRÆÐUR eru á ný hafnar í kjaradcilu starfsmanna og fram- kvæmdastjórnar íslenska álfélagsins, :n þegar fundi lauk á mánudag leit svo út sem upp úr viðræóunum væri að slitna. Fundur hófst klukkan 9 í gær og stóð hann án þess að hlé væri gert til kl. 20. Til nýs fundar hefur verið boðað hjá ríkissáttaser.'jara á morgun klukkan 14.00. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins beinist nú athyglin að samningaviðræðum ASÍ og VSÍ, sem nú eru í fullum gangi, en fundur var í gær og til fundar var boðað að nýju í morgun. Þá var einnig fundur í deilu BSRB og ríkisvaldsins hjá ríkissáttasemj- ara í gær. Kristján Thorlacius, for- maður BSRB, sagði að honum hefði lokið án þess að nokkur árangur hefði náðst. Tíu manna samninga- nefnd BSRB og ríkisvaldið munu hittast í fyrramálið og 60 manna samninganefnd BSRB síðar um dag- inn í húsakynnum BSRB. Eins og fyrr sagði héldu ASÍ og VSÍ fund í gær og verður haldið Hundahald Alberts: Málið endur- sentlög- reglustjóra ÞÓRÐUR Björnsson, ríkissak- sóknari, hefur endursent embætti lögreglustjóra rannsóknargögn embættisins á meintu ólöglegu hundahaldi Alberts Guðmunds- sonar, fjármálaráðherra, en rann- sóknargögn bárust ríkissaksókn- ara fyrir helgina. „Ég hef beðið um frekari rannsókn málsins," sagði Þórður Björnsson í samtali við blm. Mbl. í gær. áfram í dag. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði óhætt að segja að ákveðinn skriður væri kominn á viðræður, en varaði við allri bjartsýni um að samkomulag næðist á skömmum tíma þar sem ýmis atriði væru óleyst. Formannaráðstefna ASÍ verður haldin á sunnudaginn kemur. Flóðin í rénum HELDUR dró úr vatnavöxtum á Suðurlandi í gær, en þó voru ýmsir vegir ófærir eða illfærir seinnipart- inn. Suðurlandsvegur var illfær á Markarfljótsaurum, en þó var fært á jeppum og stórum bflum yfir Mark- arfljót við Dímon. Holtsvegur var ófær í gær- kvöldi, sömuleiðis var vegurinn austan Stokkseyrar illfær. Þeir fréttaritara Mbl., sem rætt var við í gærkvöldi voru sammála um að ef ekki yrði breyting á veðurfari mætti reikna með að ástand færi verulega skánandi í dag og yrði þá hægt að koma vegum í skikkanlegt horf. Nokkrar skemmdir munu hafa orðið á girðingum víða á Suð- urlandi síðustu daga. Ólafur Ólafsson lyfsali látinn Ólafur Ólafsson lyfsali á Húsavfk varð bráðkvaddur síðastliðinn mið- vikudag, tæplega 56 ára að aldri. Hann fæddist í Vestmannaeyjum 29. mars 1928, sonur Ólafs Magnússonar rit- stjóra þar og konu hans, Ágústu I’et- ersen. Ólafur ólst upp hjá Sæmundi Jónssyni útgerðarmanni í Vestmanna- eyjum og konu hans, Guðbjörgu Gísla- dóttur. Ólafur varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1949 og lauk síðan fyrrihlutaprófi í lyfjafræði frá Lyfjafræðingaskóla íslands 1952. Hann lauk kandídatsprófi í lyfja- fræði frá Danmarks farmaceutiske Hojskole 1954. Hann stundaði síðan framhaldsnám í School of Pharmacy við University of North Carolina í Bandaríkjunum frá 1960 til 1961. Hann starfaði sem lyfjafræðingur í apótekum í Reykjavík frá 1954-1960 og frá 1961-1970, og var einnig stundakennari við Mennta- skólann í Reykjavík í eðlis- og efna- fræði frá 1958—1960. Hann var einn- ig formaður Lyfjafræðingafélags ís- lands frá 1955-1956 og 1962. Ólafur Olafsson, lyfsali Ólafur var lyfsali á Húsavík frá 1970, en honum var veitt lyfsöluleyfi i Apóteki Austurbæjar á síðastliðnu ári og til stóð að hann tæki við rekstri þess 1. júlí næstkomandi. Hann lætur eftir sig konu og tvo syni. 2150 metrar til að stöðva Klugmálastjórn sendi í gær frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu um lendingu Langfara, DC-8-þotu Flug- leiða, á Keflavíkurflugvelli sl. sunnudag: „Sunnudaginn 12. feb. sl. lenti DC-8-flugvél Flugleiða, flug F- 1621, á braut 29 á Keflavíkurflug- velli, sem er 3.052 m löng flug- braut með 60 m malbikuðum öryggissvæðum fyrir hvorum enda. Um kl. 16.23 voru bremsuskil- yrði á flugbrautinni mæld af sér- stakri deild slökkviliðs Keflavík- urflugvallar eins og venja er. Bremsuskilyrði á flugbrautinni reyndust þessi: 0,30, 0,39, 0,40 (hver tala gildir fyrir þriðjung flugbrautarinnar mælt í lend- ingarstefnu). Þessar upplýsingar voru gefnar flugstjóra flugvélar- innar og bætt við þeim upplýsing- um, að brautin væri að frjós, og staðfesti flugstjórinn móttöku þessara upplýsinga. Skilgreining bremsuskilyrða er á eftirfarandi hátt: 0,25 eða minna = léleg brem.Nuskilyrói 0,26—0,29 = sæmileg til léleg bremHUHkilyrði 0,30—0,35 = sa-mileg bremHUHkilyrði 0,36—0,39 = Hcmileg til góð bremHu.skilyrði 0,40 og yfir = góð bremHUHkilyrði Kristinn Guðbrandsson í Björgun ræður ráðum sínum með Guðjóni Pálssyni, (annar frá vinstri) á krana prammanum Móða þegar verið var að hífa ýtuna. — Morgunblaðið/RAX Ætla að snúa Sand- ey og draga til lands KRISTINN Guðbrandsson, forstjóri Björgunar hf., og menn hans byrjuðu í gær undirbúning þess að bjarga sanddæluprammanum Sandey II, sem fórst á Viðeyj- arsundi í október sl., þar sem skipið er á hvolfi við austurtanga Engeyjar. Voru í gær fluttar jarðýtur og kranar á staðinn og er gert ráð fyrir að hægt verði að snúa skipinu um helgina og draga það síðan í land. Ekki er reiknað með, að hægt verði að koma flakinu í nothæft ástand aftur, að því er Kristinn sagði í sam- tali við blaðamann Mbl. við Reykjavíkurhöfn í gær. Jarðýturnar, sem vega um 20 tonn hvor, voru fluttar með kranaprammanum Móða, sem er í eigu Reykjavíkurhafnar. Þær sveifluðust lauslega hangandi í bómu hálfan annan metra yfir sjávar- máli, en kraninn getur lyft allt að 100 tonna þunga. Á undan fór dráttarbátur og utan í pramm- anum puðaði vatnabíll Björgunar, sem notaður hefur verið m.a. við gullskipsleitina á Skeiðarár- sandi. Þegar tækjum hefur verið komið á land á Eng- eyjartanga verður komið þar fyrir festingum og Sandey II dregin á grynnra vatn, þar sem skipið liggur á hvolfi. Þetta á að gerast á háflóðinu á laugardaginn, síðan verður dælt sjó úr skipinu, því snúið við með ýtunum og krönunum, blásið í það lofti „og þá á hún að fljóta", eins og Kristinn Guðbrandsson orðaði það. Hann reiknaði ekki með að Sandey II yrði siglt framar. Kranapramminn Móði siglir út úr Reykjavíkurhöfn með aðra jarðýtuna frá Björgun hf. Loðnuskipin styrkt til lengri siglinga SAMÞYKKT hefur verið í yfirnefnd koma á fót flutningasjóði, vegna verðlagsráðs sjávarútvegsins að aukningar á leyfilegum loðnuafla og nægðu ekki flugvélina Samkvæmt flugrekstrarbók Flugleiða fyrir DC-8, á undir venjulegum skilyrðum ekki að reyna flugtak eða lendingu ef bremsuskilyrði eru uppgefin „sæmileg/léleg" eða mæld bremsuskilyrði eru lægri en 0,25. Flugvélin lendir síðan kl. 16.33 og að sögn margra sjónarvotta lenti flugvélin við eða innar en 7.000 feta merki flugbrautarinnar, þ.e. um 900 metra inn á brautinni frá brautarenda. Til þess að stöðva flugvélina voru því eftir um 2.150 metrar af flugbrautinni. Nægði það ekki og fór flugvélin fram af brautarendanum, yfir 60 metra öryggissvæðið og um 30 metra út yfir það út á slétta möl aðeins til hliðar við aðflugsljós flugbrautarinnar. Úm kl. 16.45 voru bremsuskil- yrði brautarinnar mæld á ný og reyndust hafa versnað frá fyrri mælingu og voru þá: 0,28, 0,29 og 0,30. Engar skemmdir urðu á flugvél- inni og engan sakaði. Unnið er að skýrslugerð um óhapp þetta. Flugmálastjórnin.“ til þess að unnt verði að koma hon- um til fjarlægari verksmiðja til vinnslu. Sjóðurinn verður fjármagnaður með framlagi verksmiðjanna og afslætti af loðnuverði, til stuðn- ings þeim sem sigla langa leið með aflann. Fjármögnunin skiptist þannig á milli verksmiðja og skipa að verksmiðjurnar, sem afli er fluttur til, greiða 50 krónur fyrir hvert tonn aukalega í sjóðinn, en skipin og áhafnirnar greiða 25 krónur vegna hvers tonns af óskiptu, eða 18 krónur af skipta- verði. Samkvæmt upplýsingum Mbl. verður 12—13 milljónum króna varið til styrktar flutningunum með þessum hætti. Fyrir uppsögn loðnuverðsins voru greiddar 900 krónur fyrir tonnið. Ekki voru ákveðin nein fjar- lægðarmörk á fundinum, þ.e. hversu fjarlægar verksmiðjur þurfa að vera til þess að kerfi þetta fari að virka, en loðnunefnd falið að ákveða það hverju sinni. Er það gert til þess að sem best nýting náist á verksmiðjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.