Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 17 Kjördæmisráð Sjálfstæð- isflokksins á Suðurlandi: Óli Már Aronsson formaður AÐALFUNDUR Kjördæmisráös Sjálfstæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi var haldinn fyrir nokkru í Vík í Mýrdal. Um 80 fulltrúar sóttu fundinn. Formaður var kjörinn Óli Már Aronsson á Hellu. Fráfarandi formaður, Einar Oddsson, sýslumaður í Vík í Mýr- dal, flutti skýrslu stjórnar og síð- an urðu allmiklar umræður um ýmis mál. Rætt var um þróttmikið starf sjálfstæðismanna í síðustu alþingiskosningum og góðan ár- angur í Suðurlandskjördæmi. Einnig var rætt um stöðu lands- mála og ýmis önnur mál. Þing- menn Sjálfstæðisflokksins í Suð- urlandskjördæmi, þeir Þorsteinn Pálsson, Árni Johnsen og Eggert Haukdal, fluttu ávörp á fundinum. Þá flutti Sigurður Jónsson, rit- stjóri Suðurlands, skýrslu blað- stjórnar og urðu nokkrar umræð- ur um flokksblaðið og fögnuðu menn dugmiklu starfi ritstjórnar. Fundarstjórar voru Jón Val- mundsson og Eggert Pálsson og ritarar Einar Kjartansson og Brynleifur H. Steingrímsson. Auk Óla Más Aronssonar voru kjörnir í stjórn: Ingibjörg Á. Johnsen, Ein- ar Kjartansson, Aðalbjörn Kjart- ansson og Óskar Magnússon. Að loknum fundi var sameigin- legt borðhald og kvöldvaka. Óli Már Aronsson Ferskfisk- verð lækk- ar erlendis GULLVER NS seldi sl. þriðjudag 188,9 lestir, mestmegnis karfa, í ('uxhaven. Heildarverð var 3.569.000 krónur, meðalverð 18,89. Er þetta talsvert lægra verð en fengist hefur á þessum markaði frá því um áramót, en afli skipsins var mjög góður. Skýringin mun einkum felast í miklu framboði á ufsa, sem kemur frá Bretlandi og Frakklandi. 1 kjölfar aukins fram- boðs fellur verðið og því hefur dregið úr áhuganum hér heima fyrir sölu á þessum markaði. Fáskrúðsfjörður: Vörubíll valt Fáskrúðsfírði, 13. febrúar. Vörubíll, sem var á leið frá Fá- skrúðsfirði til Reyðarfjarðar með frystan fisk, sem þar átti að skipa út, valt á leiðinni milli Kolmúla og Vattarness. Engin slys urðu á mönnum, en bíllinn er töluvert skemmdur, en var þó ekið af slysstaðnum. Albert Steftium að jöfiiuði í rekstrinum á þessu ári Tap íslenzka járnblendifélagsins 113,5 milljónir króna 1983: — segir Stefán Reynir Kristinsson, fjármálastjóri „AFKOMA fyrirtækisins hefur batnað mjög á undanförnum mán- uðum og nú er svo komið, að rekst- urinn stendur í járnum. Áætlanir okkar fyrir árið 1984 gera reyndar ráð fyrir jöfnuði í rekstrinum,“ sagði Stefán Reynir Kristinsson, fjármálastjóri íslenzka járnblendi- félagsins á Grundartanga, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Halli af rekstri Islenzka járn- blendifélagsins á síðasta ári var um 113,5 milljónir króna, en var til samanburðar um 178,5 millj- ónir króna á árinu 1982. Ef reiknað er á sambærilegu verð- lagi er tapið á árinu 1983 um 40% af tapi ársins 1982. Afskriftir fyrirtækisins á síð- asta ári námu samtals 127,8 milljónum króna og fjár- magnsgjöld námu um 112,8 millj- ónum króna. „Það má því kannski segja, að okkur hafi vantað fyrir fjármagnsgjöldum á síðasta ári“. Stefán Reynir sagði aðspurður, að liðlega 100 milljónir króna af 113,5 milljóna króna tapi fyrir- tækisins á síðasta ári, hefðu komið til á fyrri hluta ársins. Því hefðu rekstrarskilyrði verið mjög þokkaleg á seinni hluta ársins 1983. Heildarframleiðsla íslenzka járnblendifélagsins á síðasta ári var 50.313 lestir, en til saman- burðar var framleiðslan 41.545 lestir á árinu 1982. Framleiðslu- aukningin milli ára er því liðlega 21%. Útflutningur fyrirtækisins nam 49.237,5 lestum, en hann var 42.173,9 lestir á árinu 1982. Út- flutningsaukningin milli ára er því um 17%. Um söluhorfur sagði Stefán Reynir Kristinsson, fjármála- stjóri íslenzka járnblendifélags- ins, að þær væru góðar. „Við seldum alla okkar framleiðslu jafnharðan á síðasta ári og ég sé ekki að nein breyting verði þar á á næstunni". VC 387 myndsegulband Tæki morgundagsins-DOLBY STEBEO ’«• /afí fajcftíX} VC-387 B. 43 cm. H. 9’A cm. D. 38 cm. • Þráðlaus fjarstýring, 11 „Functioner1*. • Hljóöupptaka á 2 rásir: t.d. Stereo-upptökur á tónlist eöa S.O.S. „Sound on sound". • „Dolby Stereo" truflana- eyðir. • „Video Search“ myndleitun á tíföldum hraöa. • Framhlaöið. • Vindur sjálfvirkt til baka, þegar spólan er komin á enda. 12 rásir. • Tekur allt aö 4 klst. spólu. • Innbyggö stillimynd. • Innstunga fyrir „Stereo" hljóðnema. • Truflanafrí kyrrmynd. • 24 klst. „Timer“ meö 14 daga minni, 5 rása, 5 daga. • Dagleg prógrammering á allt aö 5 prógrömm. • Elektróniskur digital-teljari. • Gaumljós. • Rofi og skali sem sýnir hvaö mikið er eftir óupp- tekiö af spólunni o.fl. VERÐ KR. 55.600,- 10.000 kr. útborgun eftirstöövar á 6 mánuðum. Ef þú staögreiöir færöu afslátt. VC-831 — verö kr. 39.800,- VC-393 — verö kr. 50.560,- 8 tíma „Long Play“ HLJOMBÆR HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 HELSTU UMBOÐSMENN: Portið, Akranesi Kaupf Borgfirðinga Seria. Isafirði Álfhóll, Siglufiröi Skrifstofuval. Akureyri Kaupf. Skagf. Sauðérkrðki Radlóver, Húsavík Ennco, Neskaupstað Eyjabær. Vestm eyjum M.M., Selfossi Fataval. Keflavík Kaupf Héraðsb. Egilsstööum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.