Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 7 Verið velkomin. ópavogsbúár athugíð! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem: Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, [þlástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opið fra kl. 9—18 á virkum dögum og kl. 9—12 á laugardögum. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. MILLIVEGGJA PLOTUR Stærðir: 50x50x 5 50x50x 7 50x50x10 VANDAÐAR PLOTUR VIÐRÁÐANLEGT VERÐ BMVALLÁ" Fáanlegar úr gjalli eða vikri PANTANIR: Bíldshöfða 3, sími: 91-85833 og hjá Iðnverk h/f fíóatúni 17, 105 Rvk. Símar: 91-25930 og 91-25945 l>ad som vakti mosta at- hygli við útfor Júrí Andro- povs var hve eftirmaður hans, Kunstantín Chern- enko, virðist hrumur orð- inn og lasburða. Hann átti í erfiðleikum með að flytja 8 mínútna ræðu á grafhýsi Leníns og gat ekki haldið hendi sinni stöðugri við enni sitt í kveðjuskyni að hermannasið þegar líki Andropovs var rennt inn í Kremlarmúra. Var það allt annað en traustvekjandi mynd sem sýnd var af hin- um nýja flokksforingja af sjónvarpsstöðvum um heim allan í lyrrakvöld. Svo ein- kennilegt sem það kann að virðast er líklegt að hrum- leiki Chernenkos sé ein helsta ástæðan fyrir því að hann var valinn í forystu sovéska kommúnista- flokksins, með því er mynduð biðstaða sem gef- ur yngri forystumönnum öldungaveldisins lengrí tíma til að bítast á um það, hver taka skuli við til nokkurrar frambúðar en jafnframt tryggt að for- ystu-öldungurinn láti ekki meira að sér kveða en fé- lagarnir í stjórnmálanefnd- inni, polítbiiró, vilja. í tilefni af vali ('hern- enkos í stöðu aðalritara flokksins sendi sovéska sendiráðið í Reykjavík frá sér þessa lofrollu: „Konstantín ('hemenko er framúrskarandi leiðtogi kommúnistaflokksins og sovéska ríkisins. í ölhim þeim stöðum, sem ríkið hefur treyst honum til að gegna, hefur hann sýnt skipulagshæfileika, flokkshollustu, og hefur helgað sig hinum mikla málstað Leníns og hugsjón- um kommúnisma. Konst- antín ('hernenko er höf- undur fjölmargra rann- sóknarita um brýn vanda- mál varðandi lciðandi hlut- verk flokksins í lífi sovésks þjóðfélags, fullkomnunar stfls og aðferða flokks og ríkis á starfssv iðinu, þróun- ar sósíalísks lýðræðis... Fyrír unna þjónustu í garð föðurlandsins var Konst- antín Chernenko tvisvar sæmdur titlinum Sósíalísk vinnuhetja og þrem Lenín- Öldungaveldið 80SIIH K STOFNAÐ 1913 \IHI\IKI HA(.I R IV IKBKI \K ISK4 Mikill alvörublær yfir útför Yuri Andropovs Alvaran heldur áfram í Staksteinum í dag er því velt fyrir sér hvort Konstantín Chernenko, nýi flokksleiðtogi Sovétríkjanna, sé kominn að fótum fram vegna hrumleika og veikinda. Þá er birtur „úr- skurður lækna“ um dauða Andropovs sem sýnir að sovéskir ráðamenn leyna því eins lengi og frekast er kostur hve illa á sig komnir þeir eru. Loks er sagt frá símaklefafrétt í hljóð- varpinu frá ferðamanni í Bern, höfuðborg Sviss. orðum, þrem Vinnuorðum Kauða fánaiui og mörgum sovéskum medalíum. Hann er handhafl Lenín- vcrðlaunanna. Konstantín Chernenko hefur einnig verið sæmdur æðstu hcið- ursmerkjum hinna sósíal- ísku landa." Veikindi Andropovs Júrí Andropov, hinn ný- látni forseti Sovétríkjanna, sást ekki opinberlega frá 18. ágúst 1983 og ekki var annað látið uppi um ástæð- urnar fyrir fjarvist hans en hann væri með „kvefsótt" eins og það var orðað í opinberum, sovéskum til- kynningum. I>ess vegna ætti það að hafa komið Sovétmönnum í opna skjöldu þegar þeir kynnt- ust eftirfarandi „úrskurði lækna" Andropovs sem sovéska sendiráðið í Reykjavík dreifði. l>ar sagði meðal annars í þýð- ingu starfsmanna sendi- rártsins: ,Júrí Andropov, fæddur 1914, þjáðist af nýrna- bólguköstum, nýmakölk- un, háum blóðþrýstingi, sykursýki, sem versnaði í kjölfar krónísks nýrna- sjúkdóms. Frá því í febrúar 1983 (þ.e. aðeins þremur mánuðum eftir að hann varð flokksleiðtogi, innsk. Staksteina) hlaut hann meðhöndlun í gervinýra vegna lélegrar nýrnastarf- semi. hessi meðferð varð til þess að líðanin varð þolanleg og hann gat starf- að. I»egar leið að janúar- lokum 1984 fór líðanin samt sem áður versnandi vegna aukinna traflana á starfsemi innri líffæra og lækkaðs blóðþrýstings. Þar sem starfsemi hjarta og arða var að gefa sig og and- ardráttur stöðvaðist, kom dauðinn þann 9. febrúar 1984 klukkan 16.50. Krafning staðfesti að sjúkdómsgreining var rétt" I>essi „úrskurður lækna" staðfestir að það var annað en „kvefsótt" sem þjakaði Andropov. Er Novosti bent á að láta ekki hjá líða að koma því í réttri þýðingu til Cherncnko, að valdamönnum farí best að Ijúga ekki til um heiisu sína. Símaklefafrétt frá Bem Athugun hefur leitt í Ijós að frétt í kvöldfrétlatíma hljóðvarps sl. laugardag, þar sem sagt var frá því að kona gæti ekki orðið ráð- herra í Sviss „cinfaldlcga af því að hún er kona", barst fréttastofu hljóð- varpsins úr símaklcfa í Bern en þar var íslending- ur á leið til Indlands á ferð og hringdi þessi tíðindi til Ríkisútvarpsins sem sendi þau beint út á öldum Ijós- vakans. f sjálfu sér getur hver sem er stundað öflun upp- lýsinga fyrir fréttastofnanir en álit fjölmiðla hlýtur að ráðast af því hvaöa kröfur þeir gera til sjálfra sín áður en þeir láta fréttir frá sér fara. Símaklefafréttin frá Bern er dæmi um hroð- virknisleg vinnubrögð sem leiða til rangfærslna, það er sleggjudómur svo ekki sé fastar aö orði komist, að Lilian Hehtenhagen hafl verið hafnað sem ráðherra í svissnesku ríkisstjórninni „einfaldlega af því að hún er kona". í grein Önnu Bjarnadóttur, blaðamanns Morgunblaðsins í Bern, sem birtist í blaðinu sl. laugardag sagði m.a.: „Gn kyn llchtenhagens skipti ekki öllu máli. Borgaralegu flokkarnir sættu sig ekki við stjórnmálaskoöanir hcnnar og flokkssystkini hennar kunnu mörg ekki við hana persónulega." Símaklefafréttamennska gefst ekki vel þegar lýst er viðkvæmum málum, það ætti fréttastofa hljóðvarps- ins að vera búin að lærru 73ítamazhu^uzinn —■ — « V “mm 12-18 Gitroén GSA x3 1982 Hvítur, ekinn 34 þús., útvarp, segul- band, snjó- og sumardekk Verð 270 bús. Skipti ath. Fiat Argenta 1982 Blár, ekinn 27 þús., 5 gíra, 2000 vél, aflstýri. lltvarp, segulband. Snjó- og BMW 316 1982 Beinskiptur, ekinn 30 þús., útvarp, segulband, snjó- og sumardekk. Upp- hækkaöur, grjótgrind. Veró 340 þús. Ath. skipti. • Citroén CB Rettex 1982 Hvítur, ekinn 53 þús. km. Aflstýri, út- varp og segulband. Verö 410 bús. Verðlaunabíllinn vinsæli Fiat Uno 45 1984. Blásanseraöur (ókeyrður). Verö kr. 230 þús. Volvo 245 Station 1982 Blár, ekinn 34 þús. Sjálfsk., aflstýri, útvarp, segulband. Snjó- og sumar- dekkk. Læst drlf. Verö 470 þús. Scout Traveller 1976 Rauöur og hvítur, ekinn 72 þús. meö 8 cyl 304 vél. Sjálfsk., aflstýri, útvarp. Verö 250 þús. Skipti ath. Stórkostleg bylting í gólfefnum! Perstorp, 7mm þykkgólfboró, semhaegteraó leggja beint á gamla gólf ió! Nýju Perstorp gólfborðin eru satt að segja ótrúleg. Þau eru aðeins 7 mm á þykkt og þau má leggja ofan á gamla gólfið - dúk, teppi, parket eða steinsteypu. Það er mjög einfalt að leggja Perstorp gólfborðin og 7 mm þykktin gerir vandamál þröskulda og hurða að engu. Perstorp gólfborðin eru líka vel varin gegn smáslysum heimilis- lífsins eins og skóáburði, naglalakki, kaffi, te, kóki og logandi vindlingum. Þú færð Perstorp aðeins hjá okkur. Kalmar SKEIFTJNNI 8.SIMI 82011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.