Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND MAGNÚSSON „Friðarfræðsla44 og innræting „Friðarfræðsla“ og „friðanippeldi" á dagvistum og í skólum hefur verið til umræðu hér á landi upp á síðkastið vegna tillögu um það efni sem liggur fyrir Alþingi og vegna þess að nokkrir kennarar í Alþýðu- bandalaginu og sporgenglar þeirra hafa nýverið stofnað „Samtök um friðaruppeldi". Eins og fram hefur komið í Mbl. er þingsályktunartillag- an illa grunduð og flutningsmenn hennar hafa meira að segja viðurkennt, að þeir viti ekki nákvæmlega hvað þeir eru að fara, þ.e. hvað eigi að vera á dagskrá í „friðartímum" skólanna. Það skiptir miklu máli að komið verði í veg fyrir að skólar verði vettvangur fyrir einhliða stjórnmálaáróður og það sér hver maður það í hendi sér að „friðarfræðsla" er einmitt „námsgrein" af því tagi sem kynni að freista „hugsjónaríkra" kennara, svo sem nýlegdæmi frá Bretlandi eru til marks um. Innræting Seint í desember á síðasta ári varð „friðaruppeldi" í skóla ein- um í Bournemouth á Suður-Eng- landi forsíðuefni bresku blað- anna. Fræðsla um stríð og frið hefur um nokkurt skeið verið ur hefði hann „enga trú á ógnarjafnvæginu", hinni ríkj- andi varnarstefnu Vesturlanda. Varla fer milli mála að um- ræddur kennari hefur brugðist þeirri ábyrgð sem á herðar hans hefur verið lögð og þeim trúnaði sem honum hefur verið sýndur, enda hefur enginn orðið til þess að taka málstað hans. Um það eru skiptar skoðanir í Bretlandi hvort dæmið frá Bournemouth sé undantekning eða algengur viðburður í „friðar- fræðslu". Nýleg athugun blaða- manna á Lundúnablaðinu Daily Mail bendir til þess að víðar sé pottur brotinn og tilhneiging sé ert er athugavert við það þótt ágreiningsmál úr stjórnmálalífi séu til umræðu og rannsókna í háskólum, enda eru háskólastúd- entar væntanlega þroskaðri en nemendur í barnaskólum og ein- hliða áróðri, innrætingu, ekki eins auðveldlega við komið. „Friðarfræðsla" eða „Peace Studies" hófst í nokkrum bresk- um grunnskólum árið 1980 og er nú víða á námsskrá, en námsefn- ið er mjög breytilegt frá einum skóla til annars. Kjarnorku- vópnamál eru ekki ein á dagskrá, heldur líka friður og átök af öllu tagi innan samfélaga og á milli ríkja. Formlega miðar kennslan að því að svara spurningunni: „Hvernig er unnt að tryggja frið?“ Það er mikið álitamál hve skynsamlegt það er að færa ágreining manna um stjórnmál inn í grunnskóla, þar sem nem- endur eru síður þroskaðir eða sjálfstæðir í hugsun, en nemend- Frá mótmæla- göngu banda- rískra kjarn- orkuandstæó- inga í New York. meðal námsefnis í skólanum, og í þetta sinn höfðu nemendur fengið að glíma við verkefni um kjarnorkuvopn. í úrlausn Toni Baker, 14 ára gamallar stúlku í skólanum, kom fram að hún áleit það rétta stefnu hjá Atl- antshafsbandalaginu að koma fyrir meðaldrægum kjarnaeld- flaugum í Evrópu, en sú stefna hefur sem kunnugt er verið helsti skotspónn „friðar- hreyfinga" í nokkur ár. Baker lét þess ennfremur getið að það væru stjórnmálamenn sem kæmu styrjöldum af stað, en ekki eldflaugar. Kennari stúlkunnar, David nokkur Pope, var ekki hrifinn af skoðunum hennar, og gaf henni einkunnina C+, sem var hin lægsta í bekknum að þessu sinni, með þeirri athugasemd að sjálf- til þess að gera „friðarnámið" að vettvangi fyrir áróður um ein- hliða afvopnun Vesturlanda og gegn ríkjandi varnarstefnu. Einn af greinahöfundum Lundúnablaðsins The Daily Telegraph benti á það, í fram- haldi af upplýsingum um mál Toni Baker, að „friðarfræðslan" væri augljóslega ekki ný menntabraut, heldur kennsla sem stríddi gegn hugmyndum manna um menntun; kennsla sem fæli í sér innrætingu en ekki uppfræðslu. Börn og stjórnmal Svonefndar „friðarrannsókn- ir“ hófust í háskólum í Banda- ríkjunum fyrir um þremur ára- tugum og hafa síðan verið á verkefnaskrá ýmissa háskóla í Evrópu, þ.á m. í Bretlandi. Ekk- ur í háskólum, og eru undir miklum áhrifum frá kennara sínum. Hingað til hefur verið um það breið samstaða að stjórnmál ættu ekkert erindi inn í skólana, en hugmyndir nokkurra alþing- ismanna og kennara í Alþýðu- bandalaginu um „friðarfræðslu“ benda til þess að samstaðan sé að bresta, og börnin okkar eigi ekki lengur að fá að vera í friði fyrir pólitík. Vonandi er að rót- tækum breytingum af þessu tagi verði ekki hrint í framkvæmd án almennrar umræðu og könnunar á viðhorfum foreldra. Kannski dæmið frá Bournemouth verði þeim víti til varnaðar sem of geist vilja fara. Ileiraildir: AP, Tke (iuardian o.d. CuAmundur Magnú.sson er blada- maður á erlendri frétladeild Morg- unbladsins. SPURTÁÚTSÝNARKVÖLDI í BROADWAY Hvernig lízt þér á hugmyndina um FRÍ-klúbbinn? Kolbrún Hauksdóttir, 18 ára nami I Fjöl- braut: Mér líst mjög vel á Frí- klúbbinn, þvi aö hann getur mörgum taekitæri til aö feröast á lágu veröi, sem kannski gætu ekki fariö annars. Fólk veröur samstilltara og jákvæöara og feröin skemmtilegri. María Erla Friö- steinsdóttir, verzlun- armær og húsmóðir: Mér lízt mjög vel á Fri- klúbbinn, því aó hann gefur fólki kost á aö kynnast betur og vekur góöa stemmningu, eins og sézt hefur hér i Broadway í kvöld — skemmtun í sérflokki. Hér tekur fólk þátt i því sem er aö gerast. Jónína Guöbjarts- dóttir, 22 éra banka- starfsmaöur: Mér lizt ofsalega vel á Fri-klúbbinn. Þetta er hugmynd sem er mér aö skapi og ég hef lengi beöiö eftir. Ég hef gam- an af góöri skemmtun og nýt þess aö boröa góöan mat. Hugmyndir klúbbsins um kynningu fyrir og eftir feröalag eru þaö sem þarf. Ég vil lifa á feröinni lengi eftir aö ég kem heim. Jónína Stainunn Þorsteinsdóttir, vinn- ur vió fjarskiptastöó- ina Gufunesi: Ég hef ferðast meö Út- sýn og likaö i alla staöl vel. Frí-klúbburlnn opnar nýja möguleika fyrir enn betri feröir, þar sem fólk getur kynnzt og stundaö áhugamál sin sér til aukinnar lífs- fyllingar. fvar Hauksson, í landsliöinu í golfi, 19 ára prentiönaöar- nemi: Þetta er sniöug hug- mynd, sem sameinar margt, skemmtun, lik- amsrækt og alls konar áhugamál. Ég stunda ýmsar íþróttir, t.d. kar- ate, auk golfsins. Þessi félagsskapur hlýtur aö ná til fólks og slá í gegn, því aó hann er í takt viö tímann. Sveinn Sveinsson, verzlunarmaöur, og Margrát Nielsen, snyrtisér- fræöingur: Viö erum búin aö fara oft meö Útsýn í alls konar feröir, á skíöi, í golfferöir, sólarlandaferöir, en Frí-klúbburinn brýtur blað. Þetta sam- ræmist hugmyndum okkar um hiö fullkomna sumarleyfi meö hæfilegu samblandi af hollri hreyfingu og skemmtun. Trausti Víglundsson og Kristin Haróardóttir, veitingamenn: Okkur finnst Frí-klúbburinn félagsskapur sem vantaði. Við höfum ferð- ast oft meö Útsýn, en þetta er fersk hugmynd sem viö hlökkum til að notfæra okkur í fríum í framtíöinni. Okkur flnnst Útsýn mjög traustvekj- andi og þess mun Frí-klúbburinn einnig njóta. Brynjólfur Sigurósson, 18 ára, og Jón Gerald, 20 ára, nemar I Hótel- og veitingaskólanum: Frí-klúbburinn er sennilega hugmynd, sem hefur vantaö til aö gera feröalög og skemmtanir ódýrari og betri. AUSTURSTRÆTI 17 • SlMI 26611 • PÓSTHÓLF 1418 • REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.