Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 22
22 Rauði krossinn MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 Kambódía: Khmerarnir segja frá landvinningum Kangkok, Thailandi. 15. febrúar. AP. UTVARFSSTÖÐ rauðu khmeranna í Kambódíu tilkynnti í gær, að sveitir þeirra hefðu náð næst stærstu borg Íandsins á sitt vald í vel heppnaðri árás og fjöldi víetnamskra hermanna hefði fallið í átökunum. Árásin var gerð á borgina Batt- ambang, 250 km norðvestur af höf- uðborginni Phnom Phen. Óljóst er Stuttfréttir Bretar tauga- veiklaðir Loodon, 15. febrúar. AP. BRETAR á því herrans ári 1984 eru „ákafiega taugaveikluð þjóð“ segir í niðurstöðum skýrslu, sem gerð var lýðum Ijós í dag og fjallar um taugaveiklun meðal fimm Evrópuþjóða. Breskir læknar greina taugaveiklun hjá 355 mönnum af hverjum 1.000, sem til þeirra koma, franskir læknar hjá 272, á Ítalíu 248 og á Spáni 127. í Vestur-Þýskalandi virðist fólk hins vegar vera svo gott á taugum að læknum þar í landi fannst ekki taka því að skrá hjá sér frávikin. Kynlífið hefst snemma LondoB, 15. rebráir. AP. NÆSTl.Vl helmingur breskra unglingsstúlkna kynnist kynlíf- inu áður en þær eru orðnar 16 ára gamlar. Kemur þetta fram í könnun, sem tímaritið „Loving“ gekkst fyrir. 1 könnuninni voru spurðar 1.000 stúlkur á aldrinum 16—24 og reyndust 48% þeirra hafa haft kynmök fyrir 16 ára aldur. Að jafnaði í fyrsta sinn fimmtán og hálfs árs gamlar og aðeins 52% þeirra kváðust hafa notað einhverja getnað- arvörn þá. 21% stúlknanna hafa aldrei notað neina. hvenær árásin hófst, en rauðu khmerarnir segjast halda borginni. Óstaðfestar fregnir herma að þeir hafi einnig ráðist á tvær stórar borgir á síðustu vikum, Siem Reap og Kompong Thon. Að fenginni reynslu hefur yfirlýsingum rauðu khmeranna verið tekið af stakri varúð af sérfræðingum í málefnum Indókína. Á hinn bóginn telja hinir sömu sérfræðingar Ijóst að umtals- verðir bardagar hafi verið í Kamb- ódíu að undanförnu, meðal annars á sömu slóðum og rauðu khmerarnir segjast hafa gert víetnamska her- liðinu í landinu skráveifur. Símamynd AP. „Sprengjusérfrœðingur“ frönsku lögreglunnar að störfum Franskur lögreglumaður virðir fyrir sér fjarstýrða „vélmennið“ Willy, sem lögreglan í París hefur tekið í þjónustu sína. Er það hlutverk Villa að fikta við grunsamlega pakka sem kynnu að innihalda sprengjur. Er hann rammbúinn og á að þola ýmislegt af því sauðahúsi. Myndin var tekin er Willy var reyndur í fyrsta skipti. Hann afgreiddi þá pinkil einn grunsamlegan sem settur hafði verið fyrir utan ráðhús í borginni. Sprakk sendingin er Willy rjátlaði við hana, en sprengjan þótti heldur kraftlaus og olli ekki tjóni. 5 barna móðir á í vændum 85 ára fangelsi: Þénaði vel á barnakláminu Lon Angeles, 15. febrúar. AP. FIMM BARNA móðir, hin 44 ára gamla Cathrine Stubblefield, á yfir höfði sér allt að 85 ára fangelsisvist fyrir að hafa brotið klámlöggjöfina bandarísku með ýmsum hætti. Al- varlegast þykir þó að hún dreifði bæði kvikmyndaspólum og litprent- uðum myndabæklingum, sem inni- héldu klám, þar sem börn allt niður í 6 ára léku aðalhlutverkin. Frú Stubblefield framleiddi ekki varninginn sjálf, heldur var um allt að tíu ára gamla fram- leiðslu frá Norðurlöndum að ræða, Svíþjóð og Danmörku. í kvik- myndunum og bæklingunum var börnum allt niður í 6 ára aldur stillt upp í hinum ýmsu kynlífs- atriðum. Saksóknarinn í Los Ang- eles telur að umsvif frú Stubble- field hafi verið mikil og hún hafi „átt“ 80 prósent af bandaríska markaðinum á þessu sviði. Árs- tekjur hafi numið 500.000 dollur- um á ári. Þannig gengu viðskiptin fyrir sig að frú Stubblefield skrifaði að- ilum um gervöll Bandaríkin bréf, einkum aðilum sem vitað var að keyptu og seldu klámvarning af öllu tagi. Viðskiptavinum vísaði hún á ákveðið fyrirtæki í Dan- mörku að senda því 3 dollara og fá fyrir „vörulista". Stubblefield hafði síðan milligöngu um allar pantanir, en gerði viðskiptavinun- um að senda greiðslur sínar til ákveðins heimilisfangs í Dan- mörku. Danska fyrirtækið greiddi svo sérstaklega umboðsmanni sín- um inn á svissneskan bankareikn- ing. Frú Stubblefield kemur fyrir dóm 3. apríl og á sem fyrr segir yfir höfði sér allt að 85 ára fang- elsi og 85.000 dollara sekt. En hún á 5 börn á skólaskyIdualdri og tal- ið er að tekið verði tillit til þess er dómurinn verður upp kveðinn. Símamynd AP. Cathrine Stubblefield hverfur frá dómshúsinu í Los Angeles í gær. Eastern skylt að leyfa kynskiptingi að fljúga ('hicago, 14. febrúar. AP. EASTERN-flugfélaginu hefur verið gert að greiða fyrrverandi flugmanni sínum tæplega 160 þúsund dollara í skaðabætur fyrir að hafa sagt honum upp störfum eftir að hann gekkst und- ir uppskurð og skipti um kyn. Dómstóll úrskurðaði að uppsögn- in væri ólögleg og að félaginu væri skylt að taka flugmanninn í sínar raðir á ný. Jafnframt að honum skyldu greidd ógreidd laun að upp- hæð tæplega 160 þúsund dollara. Kynskiptingurinn, sem nú heitir Karen Frances Ulane en áður Kenneth Ulane og er 42 ára, hafði starfað hjá Eastern í 12 ár áður en hann gekkst undir uppskurð 1980. Var ferill hans hjá félaginu flekk- laus. Hann flaug í Víetnam áður en hann réðst til Eastern. í úrskurði sínum sagði dómarinn að fullyrðingar Eastern um að til- vist kynskiptings í flugstjórnarklef- anum varðaði flugöryggi væru fyrirsláttur og uppgerð af verstu tegund. Verkamenn gantast við Karl og Díönu: „Framleiðslan gengur vel!“ (xwenlry, Knglandi. 15. febrúar. AP. Ríkisarfahjónunum bresku, Karli og Díönu, var forkunnarvel tekið er þau komu í stutta heim- sókn til (’oventry í gær og skoðuðu þar verksmiðjur og tóku verkafólk tali. Árnaðaróskum rigndi yfir þau í tilefni af því að þau eiga von á öðru barni sínu. Sumir gátu ekki stillt sig um að stríða Karli dálítið. Terry McAul 37 ára gamall, var tekinn tali af prinsinum sem sagði við hann: „Þú vinnur vel. framleiðsl- an gengur vel.“ Og svarið: „Ekki gengur hún verr hjá þér lagsi!" Karl roðnaði og snéri sér undan hlæjandi, en sagði um leið: „Haltu þínu striki," en McAuly kallaði hástöfum á eftir hónum: „Og þú líka vinur!" Hundruð manna tóku á móti Karli og Díönu er þau komu á lestarstöðina í Coventry, þrátt fyrir hið fúlasta veður, og árnað- aróskum rigndi yfir þau. Einn glaðbeittur skaut því að Díönu að hún væri ansi fallega vaxinn. Hún þakkaði fyrir sig, en bætti við að það myndi ekki standa lengi. Punjab: Óöld- in vex Nýju Delhí, 15. Tebrúar. AP. VIÐRÆÐUM milli fulltrúa indversku stjórnarinnar og herskárra síkha í Punjab- fylki var í dag slitið án þess, að komist væri að niðurstöðu um ágreiningsmálin. í átök- unum síðustu tvo daga milli hindúa og síkha hafa 15 manns látið lífið. Lögreglumaður var í dag skot- inn í borginni Amritsar, sem er helg í augum sikha, og komust morðingjarnir undan. Nokkru síð- ar fannst mannslík sundurskotið og hafa þá alls 15 menn fallið í óeirðunum síðustu tvo daga. í Punjab, þar sem síkhar eru fjöl- mennastir, er nú allsherjarverk- fall og einnig hefur komið til mik- illa mótmæla í nágrannafylkinu Haryana. Þar hafa hindúar mót- mælt yfirgangi síkha og árásum þeirra á trúbræður sína. Ókyrrt hefur verið í Punjab í hálft annað ár og gera síkhar, sem eru að því leyti ólíkir flestum Indverjum að þeir eru eingyð- istrúar, kröfur til aukins sjálfs- forræðis í trúarlegum og stjórn- málalegum efnum. Þeir hafa átt viðræður við stjórnina í Nýju Delhí en þeim var frestað í dag að sinni. Indira Gandhi, sem er ný- komin frá Moskvu, boðaði í dag til fundar með helstu ráðgjöfum sín- um um ástandið. ERLENT Fordæma bæði Irani og Oenf, 15. febrúar. AP. RAUÐI kroosinn fordæmdi í gær opinberlega írani og íraka fyrir að brjóta grundvallaratriði mannúðar- sjónarmiða í hinu rúmlega 4 ára gamla stríði við Persaflóa. Það er mjög óvenjulegt að Rauði krossinn ávíti með þessum hætti, en þetta er þrátt fyrir það í annað skiptið á tæp- um 10 mánuðum sem stofnunin gerir svo. Báðir stríðsaðilar fengu hina 800 íraka orða orðsendingu frá höfuðstöðvum Rauða krossins í Sviss og voru beðnir að taka hana til athugunar. Kemur þar fram, að alvarlegustu brotin varði stríðsfanga, en þeir skipta tugum þúsunda. Er farið með þá samkvæmt geðþótta mis- jafnlega hæfra herforingja og „mörg alvarleg slys“ hafa átt sér stað í meðferð þeirra, eins og kom- ist er að orði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.