Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 25 Matthías Á. Mathicsen ar vörur settar undir verðgæslu og hefur þetta fyrirkomulag gefist vel. Þann 1. nóvember 1983 ritaði viðskiptaráðherra Verðlagsstofnun bréf þar sem stofnuninni var falið að gera tillögur um framkvæmd verðlagsmála í samræmi við stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. maí 1983 og um framkvæmd verðgæslu eftir 1. febrúar 1984. Verðlagsstofnun svaraði þessu bréfi 10. janúar 1984 með ítarlegri grein- argerð um málið. Þann 12. janúar ritaði viðskipta- ráðherra bréf til Verðlagsráðs þar sem því var beint til ráðsins að ráð- ið beiti heimildarákvæðum í 8. gr. laga nr. 56/1978 (eins og henni var breytt með lögum nr. 52/1982) á þann veg, að stefna ríkisstjórnar- innar í verðlagsmálum komi til framkvæmda. Er hér átt við stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. maí 1983 og ákvæði i bráða- birgðalögum um verðlagsmál nr. 58/1983. Undanfarnar vikur hefur verið unnið ötullega að nánari útfærslu á hugmyndum sem fram komu í greinargerð Verðlagsstofnunar, bæði að því er varðar aukið frjáls- ræði í verðlagsákvæðum og fram- kvæmd verðgæslu. Verðlagsráð hef- ur fjallaö um málið og þá sérstak- lega verslunarálagninguna. Stefnt er að því að gefa verslun- arálagninguna frjálsa í áföngum. Verður álagning á hinum ýmsu vöruflokkum gefin frjáls með hliðsjón af þeim hraða sem fram- kvæmd verðgæslu leyfir. Verður byrjað á matvörum, hreinlætisvör- um og öðrum vörum, sem nú eru seldar í matvöruverslunum, að und- anskildum mjólkurvörum, kjöti og fiski. Framkvæmd verðgæslu yrði sú, að seljendur vöru og þjónustu til- kynntu Verðlagsstofnun t.d. með tveggja vikna fyrirvara um verð- breytingar. Verðlagsstofnun tæki síðan tilkynninguna til athugunar og ef ekkert væri við hana að at- huga tæki verðbreytingin gildi á til- settum tíma. Ef um athugasemdir er að ræða af hálfu Verðlagsstofn- unar verða teknar upp viðræður við viðkomandi aðila og kannað í hverju mismunun er fólgin. Ef mál leysast ekki í viðræðum er málinu skotið til Verðlagsráðs. eR þetta svipað fyrir- komulag og gildir t.d. á öðrum Norðurlöndum. Þá mun verðlagsstofnun gera verðkannanir og birta þær reglu- lega til að auka verðskyn neytenda," sagði Matthías Á. Mathiesen, við- skiptaráðherra að lokum. Morgunblaðið/KEE. I)r. Jakob Magnússon, fiskifræðingur og aðstoðarforstjóri Hafrannsókna- stofnunar. innar 1977 leggur hún til að ákveðn- um svæðum sé lokað fyrir karfa- veiðum við austurströnd Grænlands og EBE féllst strax á það. Þetta, ásamt útfærslu Grænlendinga á lögsögu sinni, varð til þess að Rúss- ar hrökkluðust burtu af miðunum." Tillaga EBE allt of há „Þjóðverjar hafa að jafnaði veitt nokkuð meira en við af karfa á mið- unum við Austur-Grænland, frá 1970 til 1976 voru þeir með á bilinu 4 til 17 þúsund tonn, á meðan við veiddum 1 til 10 þúsund. Og þegar við færum út okkar landhelgi, og stuggum Þjóðverjum þannig burtu af miðunum við ísland, efla Þjóð- verjar sókn sína á Grænlandsmið og komast upp í 44 þúsund tonn árið 1982. Tillögur EBE um karfaveiðar á næsta ári eru því miðaðar við það hámark sem Þjóðverjar hafa komist upp í á undanförnum árum. En ég er þeirrar skoðunar að þetta sé allt of há tala eigi að síður og rökstyð það á eftirfarandi hátt: Vinnunefndin komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að karfastofnarnir við Island, Grænland og Færeyjar væru hinir sömu, og ekki væri stætt á öðru en að meðhöndla þetta sem eina heild. Veiðihlutfallið á milli þessara svæða á meðan sóknin var frjáls og eðlileg var 80% á ís- landsmiðum, 17% við Austur- Grænland og 3% við Færeyjar. Þetta hlutfall hefur breyst eftir út- færslu íslensku fiskveiðilögsög- unnar vegna hertrar sóknar Þjóð- verja á miðin við Grænland, og nú eru um 30% af karfa á þessum svæðum veidd við Austur-Græn- land. Ég tel hins vegar eðlilegt að halda því hlutfalli sem var á meðan sóknin var frjáls, það er að segja, að leyft yrði að veiða um 17% af heild- arveiðinni við Grænland, en 44 þús- und tonn eru gott betur en 17% af 105 þúsund tonnum." En er við því að búast að Þjóð- verjar fari eftir ráðleggingum Al- þjóðahafrannsóknaráðsins þegar Is- lendingar, sem mest veiða af karfa, hafa hundsað þær hingað til? „íslensk stjórnvöld sýndu á sínum tíma vilja til að ná samkomulagi um heildarveiði á karfa á svæðinu við ísland og Austur-Grænland, en það tókst ekki að ná samkomulagi við EBE og því hefur hvorugur aðilinn talið sig bundinn af veiðitakmörk- unum. En þetta er mál stjórnmála- manna en ekki fiskifræðinga. Fiski- fræðingar gera ekki annað en að setja dæmið upp. Við segjum hvað óhætt sé að veiða mikið án þess að ganga á stofnstærðina, en síðan er það stjórnmálamanna að taka ákvarðanir um hvað gert verður. Þeir geta allt eins valið að leyfa ótakmarkaðar veiðar í nokkur ár, vitandi vel að það mundi kosta margra ára fiskleysi á eftir.“ Um næstu helgi fer Jakob til Kaupmannahafnar á tvo fundi í vinnunefndum Alþjóðahafrann- sóknaráðsins, annars vegar hjá ofangreindri vinnunefnd um karfa- og grálúðuveiðar í Norður-Atl- antshafi, sem hann hefur setið í frá upphafi, og hins vegar í nýstofnaðri nefnd, sem hefur það hlutverk að rannsaka samhengi á milli karfa- stofna í Grænlandshafi og við Vestur-Grænland, en Jakob er formaður þeirrar nefndar. Gamla kempan, Benóný Benediktsson, mætir til leiks á farkosti sínum 15 mínútum of seint. Ljósm. Mbl. KC Jóhann vann Lobron og Helgi sigraði Friðrik Skák Margeir Pétursson ÖNNUR umferð Reykjavíkurskák- mótsins var tefld í gærkveldi. Mesta athygli vöktu skákir þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Lobron frá Þýska- landi og Friðriks Ólafssonar og Helga Olafssonar. í skák þeirra Jó- hanns og Lobron var tefld Ben-oni byrjun og vann Jóhann eftir spenn- andi skák. Friðrik eyddi miklum tíma á móti Helga, en féll á tíma skömmu áður en skákin átti að fara í bið, en þá var Friðrik með verri stöðu. Efstir á mótinu með 2 vinninga eru þessir: L. Alburt, T. Wedberg, S. Reshevsky, P. Ostermeyer, Helgi Ólafsson, H. Schussler, Jó- hann Hjartarson og A. Ornstein. Úrslit skákanna í gærkveldi voru þessi: H. Schússler — R. Byrne 1—0 Jóhann Hjartarson — E. Lobron 1—0 Páimi Pétursson — L. Alburt 0—1 DeFirmian — Knezevíé Bið Friðrik Ólafsson — Helgi Ólafsson 0—1 T. Wedberg — L. Schneider 1—0 L. Gutman — King Bið Guðmundur Sigurjónsson — C. Höi Vt — Vi Margeir Pétursson — Zaltsman Bið S. Reshevsky — Róbert Harðarson 1—0 P. Ostermayer — Ágúst Karlsson 1—0 E. Geller — Burger 1—0 Benóný Benediktsson — L. Christiansen 0—1 Karl Þorsteins — Y. Balashov V4 —'A Benedikt Jónasson — M. Chandler x/i — Vt Elvar Guðmunds. — Þröstur Bergmann 'A — Vi Jón L. Árnason — Sævar Bjarnason Bið L. Shamkovich — Gylfi Þórhallsson 1—0 Pia Cramling — Bragi Halldórsson 1—0 Taylor — A. Ornstein 0—1 Ree — Ásgeir P. Árnason 1—0 Mc Cambridge — K. Tielemann 1—0 Guðm. Halldórss. — Haukur Angantýsson 0—1 J. Hector — Haraldur Haraldsson 1—0 Arnór Björnsson — Dan Hansson 0—1 Mayer — Hilmar Karlsson Biö Lárus Jóhannesson — J. Nykopp Biö Halldór G. Einarss. — Bragi Kristjánss. 'A —V4 Björgvin Jónsson — Leifur Jósteinsson Bið Magnús Sólm.s. — Andri Áss Grétarss. 1—0 Þá voru í gær tefldar biðskákir úr 1. umferð mótsins: Úrslit urðu þessi: Sævar Bjarnason — E. Geller Bið Chandler — Teylor Bið M. Nykopp — T. Wedberg 0—1 Ásg. Þ. Árnas. — P. Ostermeyer 0—1 Bragi Halldórsson — L. Schamkovich 'A — xh L. Schneider — Arnór Bjömsson 1—0 King — Hilmar Karlsson 1-0 A. Ornstein — Benedikt Jónasson 1—0 C. Höi — Björgvin Jónsson 1—0 Gutman — Andri Áss Grétarsson 1—0 Róbert Harðarson vann stór- glæsilega sóknarskák gegn holl- enska stórmeistaranum Hans Ree í fyrstu umferð Reykjavíkurskák- mótsins í fyrrakvöld. Ree tefldi byrjunina glæfralega og Róbert fórnaði peði fyrir sóknarfæri. Síð- an hellti hann olíu á eldinn með skiptamunfórn og kórónaði að lok- um meistaraverkið með hróksfórn sem Ree mátti ekki þiggja. Hvítt: Róbert Harðarson Svart: Hans Ree Frönsk vörn 1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rd2 — Rf6, 4. e5 — Rfd7, 5. Bd3 — c5, 6. c3 — Rc6, 7. Rgf3 — Be7 Jóhann Hjartarson lék 7. — Db6 gegn Piu Cramling á Búnaðar- bankamótinu, en lenti í erfiðleik- um. 8. <W) — g5, 9. dxc5 — Rxc5, 10. Bc2 — g4, 11. Rd4 — Re5, 12. f4! Opnar línur að kóngi svarts. 12. — gxf3 (framhjáhlaup) 13. R2xf3 - Rg6, 14. De2 — b6 15. Bh6! — Ba6, 16. De3 — Bxfl, 17. Hxfl — Dc7 Hvítur hótaði 18. Re5. 18. b4 — Rd7, 19. Rb5 — Dc6 Tapar þvingað en 19. — Db7 mátti svara með 20. Rg5! 20. Rfd4 — Db7 21. Hxf7! — e5, 22. Hxe7+! — Kxe7, 23. Dg5+ — Rf6, 24. Bxg6 Hér átti Róbert aðeins fimm mínútur eftir, en lét það ekki fipa sig. 24. — exd4, 25. De5+ — Kd8, 26. Dxf6+ — De7, 27. Dxh8+ og svart- ur gafst upp. Skák Jóhanns Hjartarsonar og Lobrons tefldist þannig í gær: Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Eric Lobron Ben-Oni-byrjun 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — c5, 4. d5 — exd5, 5. cxd5 — d6, 6. Rc3 — g6, 7. Bf4 — a6, 8. a4 - Bg7, 9. e4 — 04), 10. Be2 — Bg4, 11. 0-0 — Bxf3, 12. Bxf3 — Re8, 13. Be2 — Rd7, 14. Bg3 — 15!? Dæmigert fyrir hvassan stíl Þjóðverjans. Hann hikar ekki við að veikja eigin stöðu til að ná sóknarfærum. 15. exf5 — gxf5, 16. Bf4 — Re5, 17. a5 — Rg6, 18. Bcl — Bd4, 19. Bd3 — Rg7, 20. Re2 — Be5, 21. Ha4! Þessi hrókur valdar nú marga mikilvæga reiti á kóngsvængnum. 21. — Dd7, 22. b3 — Hae8, 23. Bh6 — Hf7, 24. Dc2 — Kh8, 25. Rf4! Hvítur hótar nú 26. Bxg7+ og síðan 27. Re6. Svartur stofnar því til uppskipta en við það koma veikleikarnir í stöðu hans enn berlegar í ljós. 25. — Rxf4, 26. Bxf4 — Dd8, 27. Bxe5 — Hxe5, 28. b4 — Hc7, 29. Db3 — Dc8, 30. b5 — axb5, 31. Bxb5 — Hce7, 32. a6! — bxa6, 33. Hxa6 Með einfaldri og rökréttri tafl- mennsku hefur Jóhann uppskorið gífurlega stöðuyfirburði. Auk peðaveikleikanna er svartur mjög veikur fyrir á 8. línunni. 33. — Db8 gengur nú t.d. ekki vegna 34. Da4! — Re8, 35. Ha8 og vinnur lið. Lobron var nú kominn í tímahrak og reynir peðsfórn sem flýtir fyrir úrslitunum. 33. — I)b7?, 34. Hxd6 — Db8, 35. Ha6 — He4, 36. d6 — Hb7, 37. Da2 — Df8, 38. Bc6 og l.obron gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.